Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 6. ágúst 1988 r r 21 Mýtt veður- upplýsingakerfi Nýlega hefur veriö tekiö í notkun tölvukerfi til söfnunar og miðlunar veðurupplýsinga fyrir innanlandsflug. Hér er um að ræða samvinnuverk- efni Flugmálastjórnar og Veðurstofunnar. Settar hafa verið upp Victor PC-tölvur á 6 áætlunarflugvöllum: Reykja- vík, Akureyri, Egilsstöðum, ísafirði, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Tölvur þessar eru tengdar tölvukerfi Veðurstof- unnar um ganganet Pósts og síma, og er hlutverk þeirra að skrá veðurlýsingar frá flug- völlum, skrá frá flugmönnum hættuleg skilyrði á flugleið- um innanlands og miöla þessara og annarra veður- upplýsinga til flugmanna. Kerfiö bætir aðgang flug- manna að veðurupplýsingum við brottför o.s.frv. Frekari þróun kerfisins erfyrirhuguð og mun þá hægt að miöla myndrænum veðurupplýsing- um, t.d. veðurkort, safna og miðla upplýsingum um ástand flugvalla. Þá mun einnig verða hægt að nota hana við flugumferðastjórn. Ætlunin er að flytja mið- stöð kerfisins til Flugmála- stjórnar og opna kerfið fyrir almennum notendum. Nýskráning bifreiða í júlí nýskráði Bifreiðaeftir- lit ríkisins 1176 bifreiðir, 1012 nýjar en 164 notaðar. 791 bifreið var afskráð og 61 endurskráð. Fjöldi nýskráningar fyrstu 7?mánuði ársins er sem hér segir: 1988 1987 88/87 Jan. 1415 1317 + 98 Febr. 1727 1440 + 287 Mars 2097 2031 + 66 Apr. 886 1914 - 1028 Maí 1964 2447 - 483 Júní 1409 2692 - 1283 Júlí 1176 2728 - 1552 Samt. 10674 1469 - 3895 Nýskráningar í júlí eru 43% af nýskráningum í júlí 1987. Nýskráningar fyrstu 7 mánuði ársins eru 73% af nýskráningum fyrstu 7 mán- uði ársins 1987. Stórmót sunn- lenskra hesta- mannafélaga Stórmót sunnlenskra hestamannafélaga verður haldið á Hellu nú um helgina. Mótið byrjar kl. 9 á Iaugardag með sýningu á kynbótahryss- um. Kl. 10 B flokkur, kl. 13 A flokkur, kl. 14.30 unglinga- keppni, kl. 18 undanrásir kappreiða. Sunnudagður kl. 2.30 hóp- reið. Síðan úrslit kappreiða, þá efstu kynbótahryssur. Úr- slit í unglingakeppni, svo gæðingakeppni. HÚSNÆÐISLÁNA VAR1. MAÍ SL. 16. leggjast dráttarvextir ágúst á lán með lánskjaravísitölu. 1. leggjast dráttarvextir sept. á lán með byggingarvísitölu FORÐIST ÓÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA o ÚTBOD Stjórn verkamannabústaða Siglufirði, óskar eftir til- boðum í byggingu tveggja íbúða í tveggja hæða par- húsi, byggðu úrsteinsteypu. Verk nr. V.03.01 úrteikn- ingasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Brúttóflatarmál húss 253 m2. Brúttórúmmál húss 750 m3. Húsið verður byggt við götuna Hafnartún nr. 36-38, Siglufirði og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu Siglu- fjarðar, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, frá þriðjudeginum 9. ágúst 1988 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en mánudaginn 22. ágúst 1988 kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. #Húsnæðisstofnun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77. R. Sími 696900. Rff I Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Raf- magnsveitu Reykjavíkuróskareftirtilboðum í 132 kV jarðstreng. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fri- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 15. september kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik Orðsending til grunnskólakennara Enn er tækifæri til að fá kennarastarf við grunnskól- ana í Hafnarfiröi. Okkur vantar íslenskukennara í unglingadeildir, kennara til að kenna stærðfræði, eðlisfræði og líffræði f 7., 8. og 9. bekk, sérkennara og kennara til að annast tónmenntakennslu. Upplýsingar gefur Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar, sími 53444. Skólafulltrúi. 15! FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti 4 — sími 25500 FULLTRUI Félagsráðgjafi eða starfsmaður með sambærilega menntun, óskast í fulltrúastöðu við Breiðholtsskrif- stofu Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Starfssvið er móttaka og greining á nýjum erindum svo og mat á umsóknum um fjárhagsaðstoð. Upplýsingar um starfið veitir Gunnar Klængur Gunnarsson yfirfélagsráðgjafi, í sima 74544. Umsóknarfrestur er til 19. ágúst n.k. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Að Vélskóla íslands vantar kennara í rafmagnsfræði- greinum og að Framhaldsskóla Austur-Skaftafells- sýslu vantar kennara til að kenna dönsku og þýsku. Umsóknir ásamt uþplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 16. ágúst næstkomandi. Menntamálaráðuneytið (fj Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingardeildar, óskar eftir tilboðum í strengja- stiga og rafmagnsrennur fyrir Borgarleikhúsið í Reykjavík. Lengd samtals um 700 m. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. ágúst 1988 kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik iYLMIR/SlA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.