Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 24
Jll HUSIÐ VERSLUNAR- MIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR Getur það verið kostur að fá lítið fyrir peningana? Já, ef þú vilt vera snögg(ur) að tína upp úr pokunum þegarheim kemur!!! bl I átt annara KOSTABOÐ í HVERRI VIKU!!! LEIK- FANGA- DEILD: Val á leikföngum hjá okkur er leikur einn. STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR!!!! RAFDEILD: Heimilistæki fyrir nútíma heimili. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 9:00 TIL KL. 18:30 OG FÖSTU- DAGA TIL KL. 20:00 Húsgögn við flestra hæfi!!! RITFANGADEILD: Við erum penna (aflögu) færir. GJAFA- OG BÚSÁHALDADEILD Gramsaðu í gjafa- deildinni hjá okkur. TILBOÐ VIKUNNAR í MATVÖRUDEILD!!! 1,2 kg. úrb. lambaframpartur. 1 kg. nautahakk. 1kg. marinerað lambarif. 1 kg. bakaður beikonbúöingur ALLT SAMAN Á AÐEINS KR. 1800,-!!! VELDU OKKAR KOST, HANN KOSTAR ÞIG MINNA!!! JON LOFTSSON HF. - HRINGBRAUT 121 - SÍMI 10600 ■JB JH Jll JB JIB JIS Jlfi J8B Jlfi Jti Jli Jil Jil JB JIB JH JIB JH! Erfiðleikar ríða yfir hótel og veitingahús Þrátt fyrir ferðamanna- bylgjuna sem gengur yfir landið eru miklir erfiðleikar hjá mörgum veitinga- og gistihúsum. Að undanförnu hafa veriö haldnir nokkrir fundir í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda þar sem erfið staöa hefur verið til umræðu og mögu- legar aðgerðir vegna mikilla erfiðleika sem við blasa i vetur. Hótelin kvíða vetrinum mjög og skv. heimildum Al- þýðublaösins mun nú i fyrsta sinn i langan tíma vera ákveðið að halda óbreyttu veröi á komandi vetri en áður höfðu hóteieigendur reiknað með 20% hækkun á gisti- og veitingaþjónustu fyrir næsta vetur miðað við erlenda gjaldmiðla. Uppsagna starfsfólks er þegar tekið að gæta og segir Hans Indriðason, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, að þar hafi verið griþið til þess ráös að segja upp nokkrum starfs- mönnum i tengslum viðupp- sagnir Flugleiða um daginn. „Við fengum ráðgjafa frá SAS til að fara ofan í saumana á rekstrinum og höfum nýfeng- ið í hendur skýrslu frá þeim sem við ætlum að styðjast við þegar við förum út í ein- hverjar breytingar á veitinga- rekstrinum. Það hefur sýnt sig að það stoðar ekki að hækka bara verðið. Nú verður að leita leiða til að auka við- skiptin og við sjáum að mörg veitingahús í Reykjavík eru að gera góða hluti til að bjarga sér,“ segir hann. Undanfarin tvö ár hafa orðið mun meiri hækkanir í ferðaþjónustunni hér á landi miðað við viðskiptalönd. Hækkanir á gistingu og mat hafa verið um 10% á ári mið- að við erlenda mynt og þá farið langt framúr verðlags- þróuninni í viðskiptalöndun- um í kringum okkur. „Menn hafa verið að verðleggja sig út af markaöinum,“ segir einn viðmælandi Alþýðu- blaðsins. Forstöðumenn ferðaþjón- ustunnar kenna margir matar- skattinum um hærra verðlag en þar liggur aðeins hluti af skýringunni. Kannanir verð- lagsstofnunar á útseldum mat nokkurra veitingahúsa i vetur sýndu allt frá 10% og upp í 37% hækkun frá des- emberbyrjun til apríiioka. Fullyrða má að söluskattur á Síðustu tvö ár hafa hótelin verðlagt sig út af markaðnum. Hœkkanir hafa verið um 10% á ári miðað við verðlag erlendis. Ráðamenn í hótel- og veitingabrans- anum rœða nú breytingar á veit- ingarekstri og sam- dráttaraðgerðir eru þegar hafnar. matvöru sé bara brot af þessu — 2-3% hækkun á mat veitingahúsa megi rekja til matarskattsins. Nú er það oþinbert leynd- armál innan hótelbransans aó mörg hótel standa tæpt. Sumarið hefur komið verr út en reiknað var með. Þrátt fyrir miklar bókanir í vetur hafa „góðar bókanir" ekki skilað sér sem skyldi. Þrátt fyrir aukningu í fjölda ferða- manna hefur ekki orðið aukn- ing í fjölda gistinátta í heild- ina tekið. Staðan er þó nokkuð mismunandi á milli hótela. Þannig segir t.d. Hans Indriðason á Loftleiðum að þar hafi júní og júlí komið vel út en erfiður timi sé framund- an — sérstaklega yfir há- veturinn. Voru viðmælendur blaðsins á einu máli um að nú sé þörf á að endurskoða og endurskipuleggja veitinga- rekstur hótelanna ef þau eiga að standa af sér örðugleik- ana sem við blasa á næsta ári, sem menn í viðskiptalíf- inu eru nú farnir að kalla Gjaldþrotaárið mikla 1989. MMBUBiin) Laugardagur 6. ágúst 1988 GRIPIÐ TIL BJÖRGUNARAÐGERÐA JB JB JB JB JB JB JH JBJBJBJBJBJBJBJBJBJBJBJBJBJBJBJBJHJtSJa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.