Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 7
6 Laugardagur 6. ágúst '>986 Laugardagur 6.'ágúSt 1988 m dregur Krúsjoff upp mynd af Stalín sem gyóingahatara. Krúsjoff er mjög í mun að undirstrika andgyðinglegt at- hæfi Stalíns og er það að mörgum talið til að draga yfir eigin slæma samvisku i mál- efnum gyðinga. Hins vegar skýrir Krúsjoff frá athyglisverðum staðreynd- um hvað varðar samskipti gyðinga og Stalíns á síðustu æviárum einræðisherrans. meðal annars segir Krúsjoff frá upplýsingaskrifstofu sovéskra gyðinga sem dreifði áróðri til erlendra ríkja og þá aðallega til Bandaríkjanna og ennfremur minnist Krúsjoff á hugmyndir gyðinga um að stofna sjálfstætt ríki á Krím- skaga i Sovétrikjunum. Krúsjoff segir orðrétt í bók sinni: „í stríðslok voru stofn- uð samtök sem báru nafnið „Andfasísk nefnd gyðinga innan sovésku upplýsinga- stofnunarinnar." Gyðinga- nefndin átti að safna upplýs- ingum um land okkar og þjóð og striðsglæpi Þjóðverja og senda fjölmiðlum á Vestur- löndum, aðallega í Banda- ríkjunum þar sem gyðingar eru mjög áhrifamiklir. Nefnd- in var samansett af áhrifa- miklum gyöingum í Sovétríkj- unum og var undir stjórn manns að natni Losovski sem var meðlimur i miðstjórn Kommúnistaflokksins. (Los- ovski var þekktur meðal vest- rænna fréttamanna á þessum árum og almennt álitinn sem opinber talsmaður Sovét- stjórnarinnar. Hann hvarf sporlaust 1948.) Meðal nefnd- armanna voru einnig þekktir leikarar í Leikhúsi gyðinga. Ég held aö hugmyndin um áróðursnefndina hafi upp- runalega komið frá Molotov en hún getur einnig hafa komið beint frá Stalín." Krúsjoff greinir frá því, að gyðinganefndin hafi komið þeirri tillögu bréflega á fram- færi við Stalín að Krímskagi yrði sjálfstætt ríki gyðinga tengt Sovétríkjunum eftir að tatarar yrðu gerður þaðan brot'trækir. Þar með voru dagar nefnd- arinnar taldir. Stalín ærðist og hélt þvi blákalt fram að nefndin starfaði samkvæmt skipunum frá Bandaríkjunum þar sem rikir og áhrifamiklir, bandaríksir gyðingar hefðu fengið þessa hugmynd í þvi skyni að hafa áhrif á innan- rikismál Sovétríkjanna og mynda njósnaríki i ríkinu. Bandaríksu gyðingarnir ætl- uðu sér síöan að lýsa yfir sjálfstæði Krímskagans og gera landsvæðið að árásar- landi Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum. Talsmaðurinn Losovski og leikarinn Mik- hoels voru handteknir. Sam- kvæmt Krúsjoff var Losovski skotinn en Mikhoels varpað fyrir vörubíl og sagt aö hann hafi látist í umferðarslysi. Stalín var einráður hverjir voru drepnir og hvort aftaka þeirra var gerð kunn eður ei. Krúsjoff heldur því fram í endurminningum sínum að leikfélag gyðinga hafi verið útrýmt að mestu. Engin rétt- arhöld voru haldin, engar ákærur gefnar út. Stalín gaf merki og menn voru teknir af lífi. Samkvæmt Krúsjoff hafði Stalín yndi af að herma á eft- ir gyðingum. Hann líkti eftir sérstökum framburði þeirra og skemmti gestum sínum oft með gyðingabröndurum og hafði gaman af að litil- lækka þá á ýmsan máta. Krú- sjoff skrifar: „Gyöingahatrið óx sem krabbamein í heila Stalíns. Eftir andlát hans tókst okkur að stöðva þessa neikvæðu þróun en aðeins að hluta til. Þjóðfélag vort er enn smitað af andgyðingleg- um veirum, og enn er ekki gert nóg til að útrýma þeim.“ Nú, rúmum 25 árum síðar má spyrja hvar Sovétriki Gorbatsjovs standa þegar málefni gyðinga eru annars vegar. HUGMYNDAFRÆÐI HINS STÓRA HUGSUÐAR Stalín gerði mikið úr þvi að vera hugmyndafræðingur flokksins og hinn stóri pólí- tiski hugsuður. Hin stóra ósk Stalins var að setja persónu-' leg merki á lenínismann. Honum tókst það en tæpast hugmyndafræðilega. Krúsjoff segir í endurminn- ingum sínum frá fremur bros- legum atburði á síðustu ævi- árum Stalíns sem snertir ein- mitt þá ósk Stalíns að vera hugmyndafræðingur. Sumarið 1950 gátu lesend- ur Prövdu lesið grein eftir Stalin þar sem ráðist var af miklu offorsi á kenningar tungumálasérfræðingsins N.Y. Marrs. Fæstir höfðu heyrt getið um tungumalaserfræö- inginn Marr en menn lásu GYÐINGAOFSÓKNIR STALÍNS endurmmningum sinum Stalin, Roisevelt og Churchill á Teheran-ráöstefn- unni 1943. þess voru allir flokksritararnir í Leníngrad-umdæminu tekn- ir af lífi, forsætisráðherra rússneska sambandslýóveld- isins M.l. Rodionov og margir aðrir voru einnig myrtir, þar á meðal hinn ungi og efnilegi leiðtogi skipulagsskrifstofu ríkisins, N.A. Vosnesenski. Það er athyglisvert að ann- ar ungur maður, Kosygin að nafni slapp með skrekkinn. Hann vann náið með Kusnet- sov á þessum tíma í Lenín- grad og það var nóg til að gera hann tortryggilegan í augum Stalíns. Krúsjeff segir í endurminningum sínum að líf Kosygins hafi hangið á bláþræði. Fólk sem tekið hafði verið til fanga í Lenín- grad meðan hreinsanirnar áttu sér stað, höfðu ásakað Kosygin um alls konar glæpi og það eitt nægði í þá daga til að menn voru skotnir. En Kosygin slapp. Hann var reyndar sviptur öllum ábyrgð- arstöðum sinum og gerður að áhrifalausri undirtyllu í Texti Ingólfur Margeirsson að Ijúka. Hér má reyndar bæta við að eftir dauða Stalíns börð- ust einmitt Malenkov og Krú- sjoff um völdin. í skamman tima eftir andlát einræðis- herrans var Malenkov bæði aðalritari flokksins og for- sætisráðherra landsins. En Krúsjoff tókst að styrkja stöðu sina og 1955 hrökklað- ist Malenkov frá völdum og varð að afhenda forsætisráð- herraembættið til Bulganin sem var strengjabrúða Krú- sjoffs. Þar meö hafði Krúsjoff tagl og haldir í flokknum og 1957 var Malenkov varpað út í ystu myrkur eftir að hafa gert árangurslausa tilraun ásamt gömlum stalínistum að ná völdunum á nýjan leik. einu ráöuneytanna. Krúsjeff ' segir í bók sinni að hann skilji alls ekki hvernig Kosy- gin komst hjá því að verða skotinn. Eins og allir vita varð þó frami Kosygins skjótureftir dauða Stalíns og hann var forsætisráðherra Sovétríkj- anna og annar leiðtogi lands- ins (ásamt Brésnjeff) á sjö- unda áratugnum eftir aö Krú- sjeff hafði verið steypt úr valdastóli. Hvað hreinsununum í Len- ingrad viðvíkur er enn óljóst hvað olli hinum víötæku af- tökum annað en ótti Stalíns við samsæri gegn sér. En Krúsjeff gefur til kynna í bók sinni og sagnfræðingar á Vesturlöndum hafa stutt þá skoðun, að flókið valdatafl um arftaka Stalíns hafi legið að baki. Georgi M. Malenkov, Leníngrad-hreinsanirnar eru meðal síðustu fjölda- morða Stalíns. Krúsjoff upp- Ijóstraði um moróin í hinni frægu ræðu sinni á 20. flokksþinginu þar sem hann rakti helstu glæpi Stalíns. En hann gefur einnig góða mynd af þessum óhugnanlegu hreinsunum í endurminning- um sínum. Upphaf hreinsananna var dauði Andrei Sjdanov, leið- toga Kommúnistaflokksins i Leningrad og sem líklegastur var talinn að taka við stjórn Sovétrikjanna aó Stalín liðn- um. Sjdanov lést skyndilega 1948 og andlát hans varó til þess að Stalín hleypt, af stað látlausum hreinsunum og af- tökum bæði í Leníngrad og Moskvu. Meöal þeirra sem teknir voru af lífi voru Alexei Kusnetsov, nánasti sam- starfsmaóur Sjdanovs í ára- raðir, ritari í miðstjórn flokks- ins og einn af hetjunum í um- sátrinu um Leníngrad i heimsstyrjöldinni siðari. Auk STALIN Nafnið eitt vekur óhug. Hinn voldugi leiðtogi Sovétríkjanna se/n náði völdurn á þriðja áratugnum og hélt þjóðinni í heljargreipum allt til hann lést 1953. Enn á ný hefur nafni hans skotið á loft. Stór liður í umbótastefnu Mikhaíl Gorba- tsjov Sovétleiðtoga er að fordœma fjöldamorð og glœpi Stalíns. Á flokksráðstefnunni íjúnímánuði í ár, lagði Gorba- tsjov mikla áherslu á að perestrojkan — umbœturnar — vœri andstœðan við stalínismann: Perestrojka erfrelsi og lýðrœði - JT ^ alþýðunnar, stalínisminn er kúgun, einveldi og harðstjórn. Gorbatsjov endurreisti fjölda manns á flokksráðstefnunni í, Á áir — menn sem voru niðurlœgðir og drepnir á Stalín- tímanum. Þannig er stalínisminn orðinn nauðsynlegur liður í perestrojkunni. aðstoðarmaður Stalíns og undirtylla Bería (yfirmaður leynilögreglunnar og böðull Stalíns), var nefnilega al- mennt álitinn arftaki Stalins ef frá var talinn Sjdanov. Óvit- að er h,vort Malentov hafi rutt Sjdanov úr vegi, en víst þykir að hann hafi kynt mjög undir ótta Stalíns um samsæri i því skyni að ryðja stuðnings- mönnum og vinum Sjdanovs úr vegi, bæði í Leningrad og Moskvu. Enda lögðu stuðn- ingsmenn Malenkovs undir sig valdastöðurnar i Lenín- grad og styrktu mjög stöðu Malenkovs sem arftaka Sta- nns. Krúsjoff er þeirrar skoðun- ar að Stalín hafi ekki litist á hina sterku stöðu Malenkovs eftir dauða Sjdanovs og kall- að sig til Moskvu, en Krúsjoff hafði verið hæstráðandi í Úkraníu árum saman og var kallaður af Stalín til embætta í Moskvu 1949 eða þegar Leníngrad-hreinsununum er KRÚSJOFF Nafnið eitt vekur bros. En hann hafði sínar slóttugu hliðar. Enginn þekkti Stalín betur en Krúsjoff. Og enginn fletti eins \ grimmilega ofan af Stalín eins og Krúsjoff. En stalínisminn kom í bakið á Krúsjoff og þegar hann var látinn afsala sér öllum völdum 1964 var áratugarlangt þíðutímabil á enda í Sovétríkjunum. En nú er nýtt þíðutímabil runnið upp undir formerkjum perestrojku og glasnost. Hvelengi varirþað? Til að skilja perestrojku verður maður að skilja Stalín. I endurminningum Krúsjoffs sem út komu 1970 í Banda- ríkjunum, er Stalín lýst náið. I eftirfarandi grein er stuðst við endurminningarnar og lýst síðustu æviárum og dauða Stalíns. SÍÐUSTU ÆVIÁR UG 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.