Tíminn - 08.11.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.11.1967, Blaðsíða 1
255. tbl. — Miðvikudagur 8. nóv. 1967. — 51. órg. HUGSA MÁLIN FAST OG LENGI EJ-Reykjavík, þriðjudag. Uxnþóftunartími ríkisstjórnar innar er nú orðinn lengri en aimennt var ætlað. Það var s.l. mi'ðvikuðag, að síðasti viðræðu fundur 12-manna-nefndar laun- þegasamtakanna og ríkisstjórn arinnai var haldinn, og ríkis- stjórnin tók sér frest til að kanna málið ítarlega og gefa svar við tillögum forystumanna launþega. Ríkisstjórnin hafði ekki boðað til nýs fundar síð- degis í dag, er blaðið kannaði málið, og hefur ríkisstjórnin því hugsað málið í viku. Eins og skýrt var frá á sín- iim tíma hér í blaðinu, kom viðræðunefndin á fund með for sætisráðherra, menntamálaráð herra og forstjóra Efnahags- stofnunarinnar miðvikudaginn 1. nóvember. Á þeim fundi skýrðu talsmenn launþegasam- takanna sjónarmið sín og af- stöðu til ráðstafana ríkissijórn arinnar, og lögðu þar enn einu sinni áherzlu á það grundvail aratriði, að tengslin milli verð lags og kaupgjalds mætti ekki rjúfa. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar nlustuðu þar á skoðanir og rök launþegasamtakanna, en kváð- ust síðan myndu taka sjónar- mio samtakanna til athugunar, og að þeirri athugun lokinni, myndi nýr viðræðufundur boð aður Síðdegis i dag hafði ríkis- stjómin enn ekki boðað þenn- an, f und. HREINDYR I TUNUM JK-Egiisstöðuin, þriðjudag. Síðustu daga hafa hreindýr flykkzt niður í byggð víða á Austurlandi norðanverðu, eink- um á Fljótsdal og Jökuldal. Það þykir yfirleitt ekki tíðindum sæta að hreindýr hópist til by&gða á vetnim, en í þetta sinn eru þau óvenjulega snemma á ferðinni, og orsökin er sennilega , sú, hversu snemma vetraði eystra í ár. Á sunnudagsmorguninn toidust 37 hreindýr í túninu á Skriðu- klaustri, og víðar í Fljótsdal. og á Jökuldal hafa hreindýrahópar lagzt á haglendi. Einnig hafa hóp ar gert vart við sig ná'.ægt Hró- arstungu, Fellum og viðnr. sums staðar halda þau sig rétt við tún fótinn, en víðar eru þau í nekk- urri fjarlægð frá bæijunum. Hreindýrin þykja talsverðir vá- gestir eystra, því að þeir taka hagana frá sauðfénu, og valda stundum tjónum, ryðja niður girðingastaurum o. fl. Ekki virðast hreindýrín illa haldin í ár, enda mun ekki hafa tekið fyrir háglendi á hálendinu, þar sem þau halda sig að öllu jöfnu. Frosthörkur á þessum slóð um hafa ekki verið teljandi, en hins vegar hefur kyngt niður snjó þar að undanförnu, og í stað þess að bera sig eftir björginni þar, halda hreindýiin niður í byggð, þar sem þeim finnst lífs- banáttan auðveldari. Lenin hátt á himni skín Síðustu árin hafa Rússar skotið alls kyns hlutum á loft; gervitunglum, geimförum og tungiflaugum. Nú hafa þeir sent nýja „stjörnu“ á loft, sjálfan Lenin. Hangir gríðarstór mynd af hinum austraena guði í loftbelg yfir miðri Moskvubörg, og að næturiagi er sterkum Ijóskösturum beint á andlit hetjunnar, svo byltingarsólin megi skína skært í áugu rússneskrar alþýðu. Á myndinni sést mynd Lenins á sveimi yfir Moskvu, (hvíti depill- inn), en hægra megin á myndinni er Kreml í birtu flóðljósa. Frosthörkur á Norðurlandí VIDA JARDBONN í LÁGSVEITUM OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Frosthörkur hafa verið á Norð- -og Austurlandi undanfarnar ur vikur. Víðast hvar er snjór á jörðu en færð sæmileg. Þrátt fyrir tfð- ina hefur fé ekki verið tekið í hús Skógræktin varar við flóri frá álbræðslum FB-Reykjavík, þriðjudag. Skógrækt ríkisins hafa bor izt margar fyrirspurnir um hugsanlega hættu á skemmdum á trjágróðri af völdum reyks frá álverksmiðju við Straums vík. Hefur Skógræktin nú sent frá sér fréttatilkynningn um þetta mál, og er þar skýrt frá, hver áhrif flór (fluor) í reykál verksmiðju í Noregi hefur haft á skóga í grennd við verksmiðj urnar. Landslag og veðurfar geta haft mjög mikil áhrif til hins verra, og í Noregi munu hinir djúpu dalir og þröngu firðir hafa aukið mjög á hætt una á skemmdum. Þá segir í bréfi Skógræktarinnar, að unnt muni að draga stórlega úr hættunni með því að hreinsa reykinn áður en hon- uhi er sleppt út í andrúmsleft ið. „Verður að leggja áherrzlu á, að slíkar ráðstafanir verði gerðar hér strax í upphafi“ seg ir í bréfinu. Rannsóknarstöðin norska i skógrækt birti nýlega niður stöður af rannsóknum á sjúk- dómum í trjágróðri. Höfundur inn er Finn Roll Hansen for stöðumaður deildarinnar fyrir trjásjúkdóma, og er eftirfar- andi kafli úr skýrslunni og Framihald á bis. 14. í uppsveitum, en jarðbönn ei - víða með ströndum og horfur slæmar þar sem heyfengur var með minnsta móti í sumar. Sérstak- Iega er ástandið slæmt á Norð- Austurlandi. Tíminn hafði í dag tal af fréttariturum sínum á þessu svæði í dag til að forvitnast um tíðarfar og búskaparhorfur í vetur. GÓ-Sauðárkróki Hér hefur verið köld tíð undan farið. Frost yfirleitt um 10 stig. Jörð er þó allgóð víða í Skagafirði og’sumstaðar ágæt, nema í Fljót um. Bændur eru yfirleitt birgir áf heyjum, enda var heyskapur í meðallagi víðast hvar. NH-Hofsósi. Rafmagns og símasamband bomst á við alla bæi hér fyrir utan í síðustu viku, en línurnar slitnuðu og staurar skemmdust mikið af ísingu fyrir um hálfum mánuði síðan. Framihald á bis. 14. Jerist áskrifendui að ríMANUM Hrmgið i sima 12323 Auglýsing í TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.