Tíminn - 08.11.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.11.1967, Blaðsíða 3
» MIÐVIKUDAGUR 8. nóvember 1967. TÍMINN Hver er Jónatan? NÝTT FRAMHALDSLEIKRIT í ÚTVARPINU GÞE-Reykjavík, þriðjudag. Næstkomandi fimmtudag liel ur Ríkisútvarpið flutning á nýju framhaldsleikriti, ,Hver er Jónatan" eftir Francis Durbridge. Árið 1963 flutti Ríkisútvarpið framlialdsleikrit eftir sama höfund, liét það „Ráðgátan Van Dyke“, og var mjög vinsælt. Þetta leikrit fjallar um sömu persónur, sem nú Ienda í nýjum ævintýrum, ekki síður spcnnandi að sögn Jónasar Jónassonar leikstjóra. Aðalpersónurnar eru leyni lögreglumaðurinn Paul Temple sem tekur að sér rannsökn sérstakra gkepamála, ef hon um býður svo við að horfa, og Framhald á bls. 15 Vij upptöku útvarpsleikritsins. Á myndinni má sjá leikstjórann Jónas Jónasson og aðalleikendurna þrjá, Ævar R. Kvaran, GuS- björgu Þorbjarnardóttur og Helgu Bachmann. ' Skipstjórinn býður Sigrúnu velkonma um borð. (Tímamynd GE) 500. þúsundasti farþegi Akraborgar FÉKK SILFUR- VASA AD GJÖF Þann 4. þ. m. var undirritaður í Reykjavík samningur milli Síldar útvegsnefndar og Animex í Varsjá um fyrirframsölu á 25.000 tunn um af saltaðri vetrarsíld til Pól- lands. í samningnum er gert ráð fyrir, að kaupendur geti aukið samningsmagnið upp í samtals 35.000 tunnur, en ákvörðun þar að lútandi verða kaupendur að taka fyrir 15. desember n. k. Síld sú, sem seld er samkvæmt samningi þessum, má vera af stærðunum frá 300 — 900 stykki í tunnu og á hún að flokkast í þrjá stærðarflokka. Lágmarks fitumagn skal vera 14%. Síldina má afgreiða hvort heldur er hand pakkaða á venjulegan hátt eða vélpakkaða. í samningaviðræðunum tóku þátt af hálfu kaupenda Victor Jabczynski sendifulltrúi Póllands í Reykjavík og frú Dziwanowska frá Animex í Varsjá og af hálfu seljenda Gunnar Flóvenz fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar í Reykjavík, Ólafur Jónsson fram kvæmdastjóri í Sandgerði, Jón Skaftason alþm. og Margeir Jóns son útgerðarm. í Keflavík. Eins og fram hefir komið í dag blöðum og útvarpi, er sfld sú, sem undanfarið hafur veiðzt í Jökuldjúpi, mjög misjöfn að stærð og fullnægir ekki þeim Framhald á 15. síðu. LEIÐRETTING í greinum þeim, er birtust í blað inu í gær um rússnesku bylting- una, voru nokkrar prentvillur, sem fæstar skipta máli. Þó segir á bls. 16, að Plekihanoff hafi verið „hinn mikli lærisveinn Lenins", en á að sjálfsögðu að vera ,læri faðir“. Leiðréttist það hér með. GI-Reykjavík, þriðjudag. Klukkan þrjú í dag varð sá merki atburður í siglingasögu Akraborgarinnar, að fimm hundr uð þúsundasti farþeginn steig um borð í skipið. Var það húsfrú af Akranesi, Sigrún Claueen, og færði skipstjórinn, Guðjón Vig- fússon, henni silfurblómavasa full an af blómum að gjöf, auk þess sem hún fékk ókeypis far upp á Akranes. Frettamenn ræddu við Friðrik Þor valdsson af þessu tilefni, en hann er framkvæmdastjóri Skalla-Gríms sem gerir skipið út. Hann sagði að félagið hefði keypt Akraborgi^a hingað til lands árið 1956, og hefði skipið verið í stöðugum sigl ingum æ síðan milli Borgarness, Akraness og Reykjavíkur. Akra borgin á nú að baki 2175 ferðir til Borgarness, 7674 til Akraness og 4315 til beggja staða í sömu ferð, og er þá átt við siglingu fram og til baka. Hæsta farþega tala eins árs er rúmlega 48 þús. en á þessu ári hafa þegar rúm- lega 41 þús. manns tekið sér far með skipinu. Eru því þó nokkrar líkur á að fanþegatala slái nýtt met í ár, þrátt fyrir þá samkeppni sem svifnökkvinn veitti þéi* Lramhald á 15. siðu. Ræddi þátttöku iögreglunn- ar í umferöarbreytingunni Á föstudaginn hélt lögreglustjór inn í Reykjavík Sigurjón Sigurðs son, íund með yfirmönnum Lög reglunnar í Reykjavík, svo og yfirmönnum lögreglunnar í ná- grannabæjum og yfirmönnum í rannsóknarlögreglunni í Reykja- vík. Er þetta stœrsti fundur sem haldinn hefur verið með yfirmönn um lögreglunnar og umræðuefnið var væntanleg H-umferð á ís- landi. Sigurjón Sigurðsson hélt, á fundi þessum, yfirgripsmikið er- indi um væntanlega H-umferð, og ræddi þar sérstaklega um þátt lögreglúnnar í umferðabreyting- unni. Þá ræddi Kristinn Ólafsson um sektaraðgerðir lögreglunnar. Innan lögreglunnar í Reykjavík er unnið að því að skipuleggja löggæzlustarfið fyrir H-daginn, og er þar einkum um að ræða, hve marga aðstoðarmenn þarf að fá til að hjálpa til við umferðarstjóm eða umferðaverði. Sigurður M. Þorsteinsson aðstoðaryfirlögreglu þjónn hefur umsjón með því starfi innan lögreglunnar. Frá fundi lögreglustjórans í Reykjavík með yfirmönnum lögreglunnar í Reykjavík og nágrannabæjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.