Tíminn - 08.11.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.11.1967, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. nóvember 1967. TÍMINN IIM KJALNESINGA-SÖGU EFTIR HELGA GUÐMUHDSSON I STUDIA ISLANDICA I" NýLegs. »r fcomið út 26. hefti ritsafnsins Studia Islandica — ís- lenzk fræði, sem Heimspekideild Hláskóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefa út undir rit- stjórn Steingríms J. Þorsteinsson ar. í þessu hefti birtist ritgerð eftir cand. mag. Heiga Guðmunds so.n, íslenzkukennara vi® Hláskól- ann, er nefnist: Um Kjalnesinga sögu, nokkrar athuganir. Steingrímur J. Þorsteinsson Þar fjallar Helgi Goiðimundsson um nokkra þætti í samlbandi við Kjalnesinga sögu, og sitthvað_ ný- stárlegt kemur þar fram. Ýmis atriði í söguftni, sem eiga sér hliðstæður í öðrum ritum, eru rakin, og síðan eru tveir kaflar landnámsiýsing og hoflýsing, rannsaikaðir nabvæmlega. Af þessu er ljóst, að höfundur sög- unnar hefur verið lærður maður og hefur mjög stuðzt við önnur rit, vi® samningu sögu sinnar. Þá er bókanotkun hans og ýmis sér- stök áhugamál athugað nánar. Þetta er gert þannig, að þessi atriði eru jafnóðum borin saman við hliðstæð atriði í uppskriftum Hauks Erlendssonar lögmanns í Hauiksbók. Sá samanburður • er forvitnilegur vegna þess, að höf- undur Kjalnesinga sögu og Hauk- ur Erlendsson munu báðir hafa verið Suðvestlendingar og sam tímamenn. Veruleg líkindi þess- ara manna bera vitni um lær- dóm og bókmenntaiðkun á Suð vesturlandi um 1300, og ef til vill hafa báðir verið á einhvern hátt tengdir Ágústínusarklaustr inu í Viðey. Síðan eru athuguð nokkur atriði í Kjalnesinga sögu, sem rakin hafa verið til keltn- eskra sagna. Þá koma þrár við- aukar, sem tengdir eru efni bok arinnar, um Gizur galla, um Keit- nesk áhrif og um nokkur nöfn og örnefni. Að lokum er efnisuí- dráttur á ensku, ritskrá og reg- istur. Bitið er 127 þlaðsáður. Riitsafnið Studia Islandica — fs lenzk fræði hefur nú komið út í þrjátiu ár. Það var Sigurður Nordal, sem stofnaði til þess 1937 og var hann útgefandi þess og ritstjóri, unz hann varð sendi herra í Kaupmannahöfn 1951. Tóik þá Heimspekideiid Háskól- ans við útgáfunni og Steingrímur J, Þorsteinsson við ritstjórn. Ár- ið 1062 gerðist Bókaútgáfa iMeun ingarsjóðs einnig aðili að útgáf- unni og hefur m.a. með hönduöl afgreiðslu ritsins. — Á þessum þremur áratugum hafa birzt í 26 beftum 32 ritgerðir um íslenzkar bótomenntir, fornar og nýjar, menningarsögu og málfræði eftir 28 höfunda frá 6 löndum. Kem- ur nú út reglulega eitt hefti ár- lega. ÖTILLANLEGU HÖGGDEYFARNIR Höggdeyfar sem hægt er að gera við, ef þeir bila. — Nýkomnir KONI höggdeyf- f arar í eftirtalda bíla: Bronco Ramblei American Ramblei Classic Saab Simca 1000 Smger Skoda Toyota Crown 2000 Tovota Corona 1500 Toyota Landcrusier Vaashah Velox Vauxnall Viva Volga Voivc Wlllys ieep KONI höggdeyfarnir eru ■ sér gæðaflokki og end- ast ótrúlega vel. Þeir eru einu höggdeyfarnir, sem seldir eru á íslandi með ábyrgð og hafa tilheyrandi viðgerða- og varahlutaþjónustu. SMYRILL Laugavegi 170- — Sími 12260. Bediord vörubíla Chevrolei fólksbfla Chew n Van Dodge fólksbfla Fíat I'orn Bronco Hillman t.ano Rover Mercede. Benz NSTj Prini Dpe1 Caravar Opei fteckord Opei Kapitan Plymonth ÍSLANDSALMANAKIÐ 1968 íslandsalmanakið 1968 er komið í bókaiverzlann og flyt- ur af venju margvíslegan fróð lcik. Af nýju efni má nefna , uppdrátt, sem sýnir tímann hvarvetna í heiminum, skrá vfir vegalengdir á íslancfi með yfirlitsmynd, og töflu, sem lýs- ir stigaflokkun jarðskjálfta. Þá éru í ritinu kaflar, sem sér- staklega eru ætlaðir skólafólki og lýsa eiginleikum ýmissa efna og nýjustu skilgreinihg- um mælieininga. Hinn stjörnu fræðilegi hluti almanaksins er með o^reyttu sniði. Hið íslenzka Þjóðvinafélag gefur almanakið út á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Prófessor Trausti Einarsson og dr. Þor- sleinn Sæmundsson sáu um út- gáíuna. LJÓS OG SJON - AB-bók Nýlega er út bomin fimmtánda bókin I Alfræðisafni AB og nefn- ist hún Ljós og sjón. Aðalhöfund- ur hennar eru þau Conrad G. Mueller, prófessör í taugafræöi við Indianaháskólann og vísinda ráðunautur Bandaríska sjórann- sóknarráðsins, og Mae Rudolph, sem sikrifað hefur margt um lækn isfræðileg efni, m.a. á vegum Al- berts Einsteinslæknaskólans. Auk þeirra hefur fjöldi annarra • sér- fræðinga haft hönd í bagga um samantekt og myndaval bók- arinnar, en íslenzka þýðingu gerðu þeir Jón Eylþórsson veður- fræðingur, sem jafnframt er rit- stjóri Alfræðasafnsins, og Örn- ólfur Thorlacius, menntaskóla- kennari, sem einnig skrifar for- mála fyrir íslenzku útgáfunni. Um efni þessarar bókar þarf SMÁVÖRDVERZLUN FYRIR SJÚKLINGA Á LANDAKOTI Kvennadeild Reykjavíkurdeild ar Rauða kross íslands opnaði nýlega fyrstu verzlun sína, sem ætlúð er til hagræðis fvrir sjúk- linga á sjúkrahúsum. Þessi smá- vöruverzlun er í anddyri I.anda- kotsspítalans, og verður hún op- in kl. 13 til 15 á eftinniðdögum og kl. 18.30 til 19.30 á kvöldin. í verzlun þessarj verða til) söli' ýmsir nauðsynjahlutir fyrir sjúkl inga og þá, sem heimsækja þá, auk tóbaks og sælgætis. Eins og kunnugt er var Kvenna deild Rauða krossins stofnuð fyi- ir tæpu ári, þar sem konur innan vétoanda Reykj'avikurdeildar R.K.Í. töldu það timabært verk- efni að taka að sér ýmis hjáLpar- og þjónustuistörf við sjúklinga og gamalt'fólk, sem ekki hefur ver- Framhald á 15. siðu. ekki að fara mörgum orðum fram yfir það, sem nafnið gefur ber- lega í skyn. Það er- alkunna, að ljós, litir og sjón hafa verið niönn um hugleikið efni athugunar og rannsókna allt frá því, er mann- kynið komst á legg og hóf að leita lausnar á huldum dómum tiTveru sinnar og umihverfis. Og þessi þrotlausa forvitni og þekk- ingarleit á sér að sjálfsögðu mjög nærtækar orsakir. Eins og komizt er að orði í upphafi Ljóss og sjónar hefur flestum einhvern tíma „orðið á að loka augunum og reyna að þreifa sig áfram þvert ytfir herbergi til að skapa sér huigmynd um, hvernig það er að vera blindur. En fáir nafa sál- arfþrek til að halda þessari til- raun lengi áfram, þeim verður fljótt ómótt og fá ekki bælt nið- ur þörf sína til að sjá. ‘Er mað- urinn opnar augun, léttir honum mjög, enda hefur hann endur- heimt meira en sjónina: Hann er á ný í tengsium við umlieiminn'‘. Bókin er 200 bls. að stærð og eins og aðrar bækur Alfræðasafns ins hefur hún að geyma mikinn sæg mynda, og þar á meða', lit- myndir á um það bil 70 bls. 1" I' \L.rT-" ■*1 Tvær nýjar geröir af Ford-gröfum FBReykjavík, mánudag. Fyrirtækið Þór h.f. boðaði biaða menn á sinn fund fyrir skömmu til þess að kynna tvær nýjar teg- undir af dráttarvélagröfum frá Ford. Þessar gröfur komu á Ev- rópumarkaðinn í marz 1966, en hafa verið í notkun í Bandaríkj- unum frá 1948. Önnur gerðin er Ford 13 SEX, og er með gröfu- armi fyrir hliðarfærslu, en hin gerðin, Ford 16 SEX er með gröfuarmi á föstum snúnings- punktL Fordverksmiðjurnar í Banda- rfkjunum hafa um langt árabil framleitt Pord dráttai’vélagröf- ur, en fyrir tæpu ári var hafin framleiðsla svipaðra grafa í Bret- landi. Þessar dráttarvélagröfur voru í smíðum í þrjú ár, og við smdðarnar var m.a. notaður raf- reikniheili, sem annaðist útreikn- inga á þenslu, burðarþoli o.fl. EJla hefðu þessir útreikningar tek ið mörg ár. Þegar smíðaöar höfðu verið þrájr tilraunagröfur. voru þær reyndar í heilt ár við mismun andi skilyrði í þrem heimsálfum Jafnframt var unnið að margvís- legustu rannsóknarstörfum hiá FORD í Bretlandd. Árangurinn varð framar ö'ium vonum og ráðist var í framleiðslu vélarinnar með smávægilegum breytingum. Við smíðarnar var lögð sérstök áherzla á, að gröi- urnar yrðu léttar og fljótvirkar í gröfur þessar er notað bezta fáanlega hráefni, þar á meðal eitt hvert alsterkasta stái í vökvatékk ana, sem fáanlegt er. Allur frá- gangur og útbúnaður grafanna uppfyllir ströngustu kröfur nú- tímans. Vélin er 56 hestafla dieselvél, þriggja strokka með rafmagns- gangsetningu. Gírskiptingin er fjórir gírar áfram og 4 afturábak, í tveim drifum. Hámarkshraði ei 30 km/klst. Annar venjulegur búnaður er vökvastýri, mismuna- drifslás, handhemill, ötou- og vinnuljós, stefnuljós og vinnu- konur. Húsið á FORD gröfunum veit ir alveg óhindrað útsýni yfir gröfuna og moksturstækin, þann- ig að fyllsta vinnuöryggis er gætt. Auk þess er allt rúðugler sérlega þykkt fyrir öryggissatoir. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.