Tíminn - 08.11.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.11.1967, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. nóvember 1957. 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifsofur- Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300. Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDa h. f. Taugaveiklun í stjórnarráðinu Af viðræðum ríkisstjórnarinnar og samninganefnda launþegasamtakanna hefur lítið frétzt síðustu daga, en þó er talið að þær standi enn og einhverjar athuganir á nýjum tillögum, sem fram hafa komið- Hins vegar vekja skrif stjórnarblaðanna furðu manna og þykja bera ótvíræðan vott um, að taugaveiklun á allháu stigi hafi gripið ráðherrana. Það er eins og þeir viti varla í hvora löppina þeir eiga að stiga og ríkisstjórnin aug- lýsir annan daginn eftir tillögum annarra aðila og kveðst vilja eiga samráð við aðra „utan þmgs og innan“, en hinn daginn ber hún með skætingi og fúkyrðum á hverja framrétta hönd þeirra sem vilja verða við tilmælum henn- ar um að leggja eitthvað til máia. Varla höfðu launþegasamtökin skýrt rí'kisstjórninni frá sjónarmiðum sínum og fyrstu tillögum, er Úún lét Morgunblaðið hreyta í þau fúkyrðum á þá lund, að þau skyldu ekki ætla að þau fengju miklu að ráða, augljóst væri þegar, að þaðan kæmu engar „raunhæfar“ tillög- ur, og ríkisstjórnin þyrfti ekki að spyrja einn eða neinn um það, hvað hún ætlaði að gera, því að hún hefði fullt umboð til þess frá þjóðinni. Töfin á því að koma kjara- skerðingarfrumvarpinu gegnum þingið væri orðin of löng, og nú riði á að hespa það af. Láti einhver félagssamtök það í ljós, að nauðsyn sé á víðtækari samvinnu til þess að ráða fram úr hinium mikla vanda, sem við er að eiga, þá lekur ríkisstjómin taugaveiklunarkipp og lætur MbL ausa fukyrðum yfir þau. Menn hljóta að spyrja, hvers konar loddaraleikur það sé, sem ríkisstjórnin er að leika, er hún biður fyrst unr tillögur og ráð, en eys síðan brigzlum yfir þá, sem verða við óskum hennar. Impri einhver á öðrum leiðum en þeim, sem ríkisstjórnin vill fara, þá reiðir hún ofstopa- hnefann að mönnum og félógum. Hún biður menn að benda á aðrar leiðir, en má svo ekki heyra þær nefndar. Um hvað hefur ríkisstjórninvvenð að biðja? Þetta er áreiðanlega ekki sa andi, sem þjóðin ætlast tll af ríkisstjórn, sem á við mikinn vanda að etja. Þjóðin ætlast hiklaust til meiri ábyrgðarkenndar og þó fyrst og fremst þess, að ríksstjórnin stofni ekki með ofstopa t.il enn meira hættuástands i landinu. Skutulsveinar íhaldsins Það hlýtur að vekja athygii manna um þesar mund- ir, að fjölmargir Alþýðuflokksmenn, sem eru forystu- menn í verkalýðsfélögum, mótmæia hiklaust kjaraskerð- ingarráðstöfunum ríkisstjórnarmar og benda á aðrar leiðir og standa þannig með felögum sínum í baráttu fyrir því að knýja ríkisstjórnina til þess að standa við gerða samninga, á sama tíma sem ráðherrar Alþýðu- flokksins eru skutulsveinar íhaldsins og bera fram á silfurbakka svörtustu íhaldsráðstaíanii, sem nokkur ís- lenzk ríkisstjórn hefur gripið ul í pví skyni að seðja ríkissjóð; sækir krónurnar sem sé beint upp á matborð almennings. Og Gylfi ráðherra lýsir yfir, að þessi íhalds- þjónusta sé samþykkt samhJjóða í miðstjórn Alþýðu- flokksins. Síðan streitist formaður Alþýðuflokksins við að rökstyðja það frammi cyrir Alþýðuflokksmönnum, að 'hvergi hafi nú verið hægt að bera niður til réttlátari fjártöku en á matborði alþýðuheimilanna! Alþýðuflokkur inn hefur oft lagzt lágt í íhaldsþiónustu á undanfömum árum, en nú mun hann hafa sýnt mesta „ábyrgð“ og náð dýpstum „árangri“. TÍMINN I FRÉTTABRÉF FRA NEW YORK: Þróunarlöndumim gengur illa að endurgreiða eriendu lánin Augljósr er að þau þarfnast mikilla óafturkræfra framlaga. New York 31. okt. I ÞAÐ er orðið eitt mesta vandainál hinna svonefndu þró unarlanda að standa skil á af- borgunum á þeim erlendum lán um, sem þau hafa fengið á undanförnum árum. Nokkur þeirra hafa þegar \þurft að semja um greiðslufrest. Brazi- iía varð að gera það 1964, Arg- entína oig Tyrkland 1965 og Ghana og Indónesía í fyrra. Nú virðist röðin komin að Ind- iandi, Pakistan, Clhile, Kolom- bíu, Nígeríu og Egyptalandi. Á mæstu árum þykir fyrirsjáan legt, að mörg fleiri lönd bæt- ist í hópinn. Meginástæðan, sem veldur þessu, er að sjálfsögðu sú, að gjaldeyristekjur þessara landa hafa ekki aukizt í sama hlut- falli og endurgreiðslurnar. Ind- laná verður t.d. að borga 13% meira í ár í endurgreiðslur, þ.e vexti og afborganir af lán- urn en í fyrra, en ekki eru horfui á, að gjaldeyristekjur Indlands aukist um meira en 2,8% á þessu ári. Um 22% aí öllum útflutningstekjum Indlands fara nú í afborganir og vaxtaxgreiðslur vegná lána erlendis. Brazilía er þó enn verr stödd að þessu leyti. Þar nema afborganir og vextir af erlendum lánum um 29,4% af útflutningstekjunum. ÞAÐ er talið, að % hlutar aí ölium nýjum lánum, sem þróunarlöndin fá nú, fari ó- beiní til að greiða afborganir og vexti af eldri lánum. Það verður því raunverulega ekki nema þriðjungurinn eftir til frairtKvæmda. Þetta dregur vi-t- anlega mjög úr því, að nýju iánin komi að fullu gagni. Mörf lánin, sem þróunar- iönúir. hafa fengið fyrir milli- göngu alþjóðastofnana eða vinveittra ríkisstjórna, hafa verið afborgunarlaus fyrstu arin Það er því allra seinustu árin sem afborganir hafa kom- íð til sögunnar að ráði. Þess "egna hafa vaxta- og afborgun argreiðslurnar hækkað mjög snöggiega seinustu árin og munu halda áfram að gera það næsti árin Greiðsluvandi þró- anarlandanna mun því mjög aukast. á komandi árum og fleiri og fleiri þurfa á greiðslufresti að haida. Þetta eru þó beztu lánin, sem þróunarlöndin hafa átt kost á. TiJ viðbótar því að vera af- borgunarlaus fyrstu árin, eru þau yfhdeitt heldur vaxtaláv og tii langs tíma. Miklu 6 \ ugr' reynast þeim stuttu lán in, sem eru tekin hjá venju- legum bönkum og fjórmiála- stofnunum Þau eru mörg ekki nema til 7—10 ára og vextir oft 6—7% Slík lán eru oft meginhluti lánabyrgðarinnar hjá mörgum löndum, t.d. 63% af heiidarlánum Brazilíu, 59% af heildarlánum Argentinu, 60*?? aí heildarlánum Nígeríu og 49% af heildarlánum Júgó- siavíu. U Thant, framkvæmdastjórl SÞ. — Hefur miklar áhyggjur áf fjár hagsvandræðum þróunarland HJÁ alþjóðlegum fjármála- stofnunum er nú mjög rætt um, hvernig eigi að leysa þetta vandamál. Flesrtir telja nauðsyn legt, að samið verði um ein- uvern almennan greiðslufrest eða afborgununum dreift yfir iengri tima. Þá þykir augljóst, að þetta sýni að gera verði ráð stafann til að tryggja þróunar iöndunum stórum bagstæðari iánakjör í framtíðinni. Bæði purfi vextirnir að vera lengri og lánstíminn lengri. Slíkt verð ur hinc vegar ekki framkvæmt, nema einhver víðtækari og sterkar alþjóðleg samtök komi til en þau, sem nú eru fyrir hendi Þá er og að sjálfsögðu mikið rætt um að tryggja þurfi bet- ur að slíkum lánum verði ráð- stafað til réttra framkvæmda og þá fyrst og fremst til að efla og auka útflutningsfram- ieiðsluna. Sama gildir og um framieiðslu sem sparar inn- flu+ning og bætir þannig gjald- eyrisstöðuna. Allmörg lönd hafa íiaskað á því að nota er- en* lánsfé til framkvæmda, sem ekki bættu neitt gjaldeyris stöðuna. eins og t.d. til vega- gerðai eða opinberra bygginga. slíkt kemur oft í koll síðar. I' ÞESSU sambandi er vitan- lega allmikið rætt um fjárfest- ingu erlendra einkafyrirtækja i bróunarlöndunum Hún leys- ir þc ekki neitt umræddan /anda nema síður sé. Af því fé. sem einkafyrirtækin fjár- iesta þróunarlöndunum, þarf vitaniega að greiða bæði vexti og afbovganir. Þessu til viðfoót- ax kemur svo einnig, ef um fyrirtæki er að ræða, verð- ar einnig að greiða gróðann, sero oftast er fluttur úr landi, i eriendum gjaldeyri. Það verð m bv enn óhagstæðara fyrir 'prounarland að afla er- tendc fjár á þennan hátt, þótt það geti samt þótt betra að fara þessa leið undir vissum Kringumstæðum en að aðhaf- ast ekki neitt. Það kemur hér einnig til greina að útlendingar vilja nelzt ekki fjárfesta fé sitt í öðr- am rekstri en þeim, sem þykir abatasamastur i hverju landi. ( Mesti erfiðleikinn er að fá láns fé til framkvæmda. sem svara ekki árangr fyrr en eftir ængri tíma en eru samt mjög aðkahandi SU REYNSLA, sem hér er íyrir hendi. bendir ótvírætt til þess, að Lánaleiðin ein er ekki Lullnægjandi til að tryggja nógu skjóta og alhliða viðreisn i þróunarlöndunum. Þau þurfa einmg á óafturkræfum framlög- um aö halda, ef viðreisn peura á ekK. að draigast hættulega á íanginn. Þessi óafturkræfu framlög væri m.a. eðlilegt að nota til að bæta menntunarskil yrðin, því að raunar er það undirstaða allra framfara. Þró- unariöndin hafa ekki getu til slórátaka á því sviði ef þau eiga iafnhliða að efla atvinnu vegi sína, styrkja samgöngu- aerfi sitt o.s.frv. Menntunar- og þekkingarskortur almennings í þessum löndum á oft mikinn pátt í því að ýmsar meirihátt- ai framkvæmdir til eflingar at vinnu-Iífi þeirra, hafa meira og mínna misheppnazt. ÞAÐ er : eðlilegu framihaldi af bessu, sem farið ei að ræða um það í enn meiri alvöru en áðui, að hinar svonefndu riku bjóðir verj’ ákveð.ium 1 hluta at þjóðartekjum sínum, L.a. 1%, sem óafturkræfu fram :agi tii þróunarlandanna. Þessi riki verja þegar nokkrum fjár- munum ; þessu skyni, en þó niutfallslega minna en fyrir 10 árum, þegar tillit er tekið Li) stóraukinna þjóðartekna oeirra á þessu tímabili. Á þessu 10 ára timabili hefur bilið milli ríku bjóðanna og fátæku þjóð anna haldiö áfram að aukast. því aP framleiðsluaukningin hefur verið í reynd miklu meiri hjá ríku þjóðunum. Það a líka sinn þátt í því, að við- skiptaþrounin hefur verið óhag stæð fátæku þjóðunum á þess um tíma Þær framleiða aðal- lega iiráefni, en verðlag á þeim hefur iitið hækkað og jafnvel lækkað, en verðlag hins vegar nækkaf á fullunnum iðnaðar- vörum sem ríku löndin fram- íeiða aðallega. Þessi mál eru nú til um- '■æðu hjá mörgum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. hjá Al- pjóða-bankanum og ýmsum aamtökum áhugamanna viða um lönd Vafalaust bera þær arangur fyrr en síðar. Mikil- /ægi Sameinuðu þjóðanna er ekkj sizt fólgin í þvi að þær eiu vettvangur, þar sem h-ægt er að ræða og upplýsa þessi mál og vek.ia skilning og áhuga þeirra sem mestu geta ráðið í þessum efnum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.