Tíminn - 22.11.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.11.1967, Blaðsíða 1
4 267. tbl. — Miðvikudagur 22. nóv. 1967. — 51. árg. 265J968 DAGURINH Stórfelld lækkun krónunnar? Rætt við stjórnar andstöð- una í gær TX-Keykjavík .þriðjudag. Ljóst er nú orðið m.a. af skrif- um málgagna ríkisstjórnarinnar, a3 ríkisstjórnin stefnir að stór- felldri gengisfcllingu íslenzku krónunnar. Telja má, að gengis- fall pundsins vegi um 5—6% í efnahagslífi íslands þegar allar að stæður eru metnar í heild og fell- ing íslenzku krónunnar umfram þá prósentu er því bein gengis- felling hcnnar, óháð skráningu brezka sterlingspundsins. Stjórnar bíöð hafa skrifað um nauðsyn þess ,,að fylgja pundinu" og að 1 því fælist „að fella gengi krónunnar nákvæmlega jafn mik ið og pundið féll“ og eru í því- líku tali beinar blekkingar, Hitt er all( annað mál, hvað vefður 'talið ■nauðsynlegt að- fella gengi íslcnzku krónuna vegna núverandi stöðu útflutningsatvinnuveganna, en sú gengisfelling, þ.e. umfram 5—er á engan hátt gengisfalls pundsins heldur af inn anlandsástæðum á íslandi. Taiið er líklegt, þar sem ríkis- stjórnin er nú tekin til við að rannsaka stöðu atvinnuveganna mcð tilliti til beinnar gengisfell- ingar íslenzku krónunnar umfram þau ahrif, sem fall brezka punds- ins gcfur tilefni til, að ákvörðun um gengisskráningu og fleiri ráð- stafanir samhliða henni, verði ekki teknar fyrr en eftir nokkra daga og jafnvel ekki fj'rr en eftir næstu helgi, þar sem ýmis dæmi um marga þætti efnahags og at- vinnulífs verði naumast fullreikn uð fj'rr. Ekkert skal þó um þetta fuiiyrt. Heyrzt hefur að við þá skoðun, sem farið hefur fram á stöðu útflutningsatvinnuveganna sé varla gert ráð fyrir minnu en 25% geng’sfellingu krónunnar. Á meðan beðið er gerast ýmis kaup á eyrinni og víða handagang ur öskjunni. Eeyna menn að kom? peningum sínum í varanleg verðmæti. Menn hafa dregið unn vörpum sparifé sitt úr bönkum og sparisjóðum og keypt verð- tryggð spariskírteini ríkissjóðs, — húsgögn, heimilistæki og allt það, sem nöfnum tjáir að nefna og er víða farið að sneiðast um vörur í verziunurrl en tregða á afgreiðsiu vara frá ýmsum heildsölum. Ljóst er að aðstaða banka og spari- sjóðí til útlána mun stórlega versn; á þessum dögum meðan beðið ei ákvarðana ríkisstjórnar- innai og var hún aum fyrir. Rikisstjórnin kallaði fulltrúa istjórnarandstöðunnar og stéttasam taka á sinn fund í dag og mun hafa skýrt frá könnun málsins í trúnaði. Álþýðublaðið segir, að sérfræð ingar ríkisstjórnarinnar rannsaki nú „þrjár höfuðkosti" og segir að fræðilega séð sé um þetta að veljs. 1) Að gera ekkert, fylgja ekki Framhald á bds. 14. Stjórnin ræðir við sjö manna nefnd ASÍ EJ-Reykjavík, þriðjudag. • Bjarni Benediktsson, forsætis ráðherra, og Emil Jónsson, utan ríkisráðherra áttu í dag kl. 17,30 viðræðufund með sjö-manna-nefnd Alþýðusambands fslands. Var þeim væntanlega skýrt frá hinu sama, og fulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna fengu að heyra, en um það hefur ekkert verið sagt opinberlega enn sem komið er. • Það virðist þó nokkurn veg- inn Ijóst, að ríkisstjómin hugsar sér einhvcrjar frekari viðræður við þessa sjö-manna-nefnd Alþýðu sambandsins. Jafnframt halda verkalýðsfélög áfram að boða verkföll. Biaðinu er kunnugt um, að mið- stjórn AKþýðusambands íslands kemur saman til fundar um kl. 9 í fyrramálið, miðvikudag. Má ætla að þar verði tekin afstaða til, er fram hefur komið á fundinum með ráðherrunum í dag. Þeir syrgja Þessi mynd er tckin íyrir fram- an bústað brezka forsætisráðherra í London, þegar tilkynnt liafði ver ið um gengisfellinguna. Hafði tölu verður hópur fólks stöðugþ haldið sig fyrir utan Downing Street 10 sitt pund dagana á undan, cn það hafði látið nægja að lesa blöðin og mæna á dyrnar. En fólkinu fjölg- aði ört þegar uppvíst var að for- sætisráðherrann væri hættur að brjóta heilann um gengið og hefði ákveðið að það skyldi fellt. Kom þá til nokkurra óspekta. Mikið var um hróp og köll, en fjöldi lögreglumanna kom á vettvang til að hafa hemil á mannfjöldanum. Á mjmdinni sést livar maður einn mótmælti gengisfellingunni kröft uglega, en nokkrir strákar eru komnir á vettvang til að fylgjast með „hasarnum“. Einni.g áttu þessir tveir ráðherr ar viðræður við fulltrúa atvinnu- rekenda í dag, en á morgun, mið- vikudag, hefst síðan sá fundur, sem Vinnuveitendasamband fs- lands hefur boðað til alla stjórn armenn sína og stjómir þeirra 18 deilda sem í sambandinu eru. Þessi fundur var boðaður til þess að ræða áskorun Alþýðusam- bands íslands um allsherjarvinnu stöðvun 1. desember næstkomandi og þau viðhorf, sem við það sköp uðust. Samt má vænta pess, að hugsanleg gengisfelling vérði einnig til umræðu þar. Þrátt fyrir þá atburði, sem gerzt hafa, hefur miðsitjórn Alþýðusam bands íslands ákveðið að láta fé- lögin boða verkföll eins og til var stefnt. Hafa mörg félög þegar boð að verkföll, en önnur munu gera það á morgun og fimmtudag. Ein- staka félög sivikja þó hinn sam- Framhald á bls. 14 Fjórtán ríki hafa nú fellt gengið — líflegt í kauphöllum Óbreytt gengi er auð- veldara en verðbólga segir viðskipta- málaráðh. Noregs London, New York, Osló, þriðjudag. Alls hafa nú fjórtán ríki fellt gengið, til samræmis við hið nýja gengi brezka sterlings pundsins. Þau eru: Nýja Sjá- land, írland, Danmörk, fsraei, Hong Kong, Spánn Malta, Kýp ur, Guyana Sambia, Malawi- sambandið, Bermunda-eyjar, Mauritus og Barbados-eyjar. Gífurleg sala hefur verið a hlutabrófum og verðbréfum af ýmsu tagi í kauphöllum urr allan heim i dag og eru nú víðast hvar, farin að hækka aít ur í verði. Það þykir vita á gott, að bandarískar bankastofn anir kaupa nú sterlingspund af miklu kappi, og hálfri stundu áður en bankar voru opnaðir , Bandaríkjunum i morgun, sendu forráðamenn þeirra fyrir mæli til útibua sinna í Bret landi um að þegar skyldi haf izt hanaa við að selja dollara og kaupa pund. I Bretlandi hækkuðu hlutabréf í námum og iðn- og útflutningsfyrirtækj um mjög í verði, svo og mörg um innflutningsfyrirtækjum, en a hinn bóginn læVsuðu hlutabréf stórverziana og ann- arra þeirra fyrirtækja. sem Framhald á bls ,14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.