Tíminn - 22.11.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.11.1967, Blaðsíða 3
V MIÐVIKUDAGUR 22. ndvember 1967. TÍMINN (Tímamynd — GEJ Bátur fauk 35 metra N SA-Borgarfirði, eystra. Mikið rok gerði hér um slóðir s.l. fimmtudag. Um tíma var veðurhæðin svo mikil, að 3,2 tonna bátur tókst á loft og fauk 35 metra. Báturinn mölbrotnaði og er gjörsam- lega ónýtur eftir flugferðina. Báturinn, sem hét R'án, hef- ur staðið á fj’örukambinum í tvö ár, en eigendur hans höfðu áloveðið, að gera hann út næsta sumar, og er þetta tjón mjög tilfinnanlegt, þar sem báturinn var stertkbyggður og gott sjóskip. Eigendur Ránar eru Sveinilaugur Baldvinsson og Reynir Björnsson. Lion-klúbburinn Þór efnir tii fagnaðar á Hófel Sögu SJ-Reykjavík, þriðjudag. Á föstudagskvöld næstkomandi efnir Lionsklúbburinn Þór til kvöldfagnaðar að Hótel Sögu til ágóða fyrir barnalieimilið að! Tjaidanesi í Mosfellssveit, en það! heimili er ætlað vangefnum böm- um, sem ekki eiga heima á fá- vitahælum. Þar koma fram margir vinsæl- ir skemmtikraftar. Brynjólfur Jó- hannesson syngur gamlar og nýj- ar gamanvísur, Magnús Jónsson, óperusöngvari kcmur fram tví- vegis, og einnig mun ungur söngv ari Friðbjörn G. JónsSon, sem HOLGER BRUN LÁTINN er nemandi Stefáns íslandi, i skemmta með söng, undirleik annast Ólafur Vignir Albertsson, | nemendur úr dansskóla Her- manns Ragnars skemmta, hag- yrðingar Þófs munu eigast við, og að lokum verður glæsilegt happadrætti. Verða vinningar að- eins þrír um á óvart. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur. Fagnaðurinn hefst klukkan 7 síðdegis, en skemmtiatriðin klukkan 8.15 og munu þau standa yfir til ellefu, með hléum á milli, meðan á þeim stendur verður leikið fyrir dansi. Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- í gærtwöldi lézt á sjúkrahúsi í Kaupmw**' iliöfn Holger Brun, verzlun3r».,j»?H skipaverzlunarinn ar Rolffs í Kaupmannahöfn. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu í apríl 1907 og átti því 60 ára starfs- afmæli á þessu ári. Á löngU’m starfsferli sínum hjá Rolffs hafði Holger Brun löng og náin samiS'kipti af íslenzkum sjó- mönn'um, og sýndi hann málefn- um íslands jafna.n mikfom áhuga. Hann eignaðist marga vini meðal íslendinga, og tvivegis kom hann hingað til lands í boði vina sinna. Fyrir no'kkrum dögum var hann hér á ferð meö framkvæmdastjór- um Rolf'fs, en þegar heim kom veiktist hann og lézt sem fyrr segir á sj'úkrahúisi í Ka'upmanna- höfn í gær. Hann mun hafa ver- ið kx>minn fast að áttræðu. Barnaheimilið í Tjaldanesi. Að ofan sézt jólamerki klúbbsins. (Tímamynd GE) Baldvin Þ. Kristjánsson flytur erindi sitt á fulltrúafundinum. Fjölmennur fulltrúaráðsfundur klúbbanna „Öruggur akstur": Ræða um hægii umferð í dag KJ-Reykjavík, þriðjudag. Fyrsti fulltrúafundur klúbb- anna Öruggur akstur hófst á Hótel Sögu í dag, og vom þar mættir fulltrúar frá nær öllum klúbbunum, sem nú eru orðnir 30 talsins um allt landið. iiald- vin Þ. Kristjánsson, útbreiðslu- stjóri, setti fundinn, en síðan flutti Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjórj Samvinnutrygginga ávarp, og gat ýmissa mála, er Samvinnutryggingar hafa verið brautryðjendur á sviði umferð- ar. Han-n gat markmiðs klúbbanna, sem er aukin og bætt umferðar- menning og auikið umferðarör- yig'gi- Á þessum fyrsta fuilitrúafundi verður rœtt um annars vegar al- menn U'mferðarmól og hins veg- ar um,f.eriðanmál með tilliti til umferðabreytingarinnar á H- degi í vor. Sagði Ásgeir í ávarpi Frambalo a bls 14. Síldveiði sæmileg þá sjaldan að gefur Veður var óhagstætt á síldar- miðunum fyrir austan land sið- astliðna viku og var ekki hægt að stunda veiðar nema á föstu- dag og laugardag, en þá var veð- ur skaplegt. Fengu síldveiðiskip- in á sæmilegan afla 60 iil 70 sjó- mílur suðaustur af Balatanga. Á laugai'dagskvöld var aftur komin bræla á miðunum. Tilkynntur vilkuaíli til Fiski- félagsins nam 9.027 lestum, en talsverður hluti þess magns mun hafa veiðzt í vikunni á undan. Saltað var í 40.676 tunnur, 176 lestir frystar, 2.887 lestir fóru í bræðslu og 39 lestum var landað SVlands. Heáldaraflinn er nú 328.655 lest ir og skiptist þannig: Lestir í salt 38.634 (264.616 U'pps. tn.) í frystingu 1.532 í öræðsiu 281.612 Landað erlendis • 6.660 Óviss. verkun 117 Á sama tíma í fyrra var afl- inn þessi: Framhald á bls. 14 Stálu kjöti og voru gripnir OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Aðfaranótt mánudags sá lög- regluþjónri til þriggja manna, þar sem þeir voru á ferð um Ránar- götu og roguðust með fangið fullt af kjöti. Er þeir urðu lög- reglumannsins varir, stungu þeir kjötbirgðunum undir bíl og þótt- Framhald á bls. 14 Þarna lenti báturinn eftir 35 metra flugferð. — Myndina tók Sverrir Aðalsteinsson, Sólvangi. Snjall þáttur um Sig- fús H. í Sjónvarpinu GÞE-Reykjavík, þriðjudag. Loks vókst snillingunum inni í sjónvarpi að framleiða góðan skemmtiþátt, eftir margar til- raunir þar sem á ýmsu hefur gengið. Þátturinn, „Enn birtist mér í draumi,“ sem sýndur var í gærkvöld, bætir upp margar þær gloppur, sem verið hafa á skemmtiþáttasmíð sjónvarps ins til þessa, og vonandi er, að haldið verði áfram á svipaðri braut. En vitas'kuld á sjónvarpið sem slíkt ekki allan heiður af því hveTsu ve’l tólkst til. Senni- lega hafa nú margra augu opn azt fyrir þeirri staðreynd, að Sigfús Halld'órsson er frábær lega skemmtilegur tónsmiður, auik þess sem hann hefur ó- venjulega lifandi og eðlilega framkomu. Það var hreinasta unutn að sjá, hvað hann tók viðfangisefni sín leikandi létt um tökum, í því var ágiæti þátt arins öllu fremur fólgin. enda þótt aðrir flytjendur stæðu sig vel. Tiil skamms tíma hefur ver ið vani hér á landi, að draga tónlist í tvo dilka, ann-ars veg ar, það sem fólk kallar tón- list og hins vegar dægurlög. Hafa lögin "hans Sigfúsar yfir Xeitt verið flokkuð í síðara hóp inn, ef til vill vegna þess létt leika sem einikennir þau. Sjáilf sagt má um það deila hvort léttleiki í tónllist skipar henni í ákiveðinn flokk. Hrva'ð sem því líður hefur Sigfús Halldórs son sannað það, að hann kann Framhald á bls. 14 Sigfus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.