Tíminn - 25.11.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.11.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 25. nóvember 1967. TIMINN y Utgefandi. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórartan Þórartasson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og tadriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimui Gislason Ritstj.skrifstofur ' Eddu- húsinu. simar 18300—18305 Skrifsofur- Bankastrætl 7 Af- greiðslusímr 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askrifurgjald kr 105.00 á mán tnnanlands — 1 lausasölu kr 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA b. f. Þyngsti dómurinn Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um nýja gengisskrán- ingu hefur loksins verið birt. Hún'er á þá leið, að gengi íslenzkrar krónu hefur verið fellt um tæp 25%. í reynd þýðir þetta, að erlendur gjalamiðill, sem ekki hefur verið verðfelldm' að undanförnu, t.d. dcllarinn, hækkar í verði um nær 33%. Á þeiim erlendum gjaldmiðli, sem hefur verið verðfelldur undanfarið, verður hækkunin hlutfalls- lega minni, en þó mjög veruleg i öllum tilíellum, því að engin ríkisstjórn hefur fellt gjaldmiðil sinn nándar nærri eins mikið og íslenzka ríkisstjórnm- Ens og áður hefur verið rakið hér í blaðinu, hefði 5—6% gengislækkun nægt, ef bæta hefði átt útflutn- ingsatvinnuvegunum tjónið af falli sterlingspundsins með gengisfellingu. Öll lækkun ísiehzku krónunnar umfram þessi 5—6%, stafar af annarri ástæðu en falli sterUngs- pundsins. Þessi önnur ástæða er næsta augljós. Hún er fólgin í rangri stjórnarstefnu á undanförnum árum. Hún er afleiðing „viðreisnarstefnunnar" svoneíndu. Seinast var gengi íslenzkrar krónu breytt a arinu 1961. Á þeim sex árum, sem síðan eru hðin, heiur þjoðin búið við hag- stæðari viðskiptakjör en nokkru sinni fyrr. Þótt verð- lækkun hafi orðið á útflutningsverði nokkurra vara sein- ustu mánuðina frá því er það var allra hæst, er verðlag útflutningsvara í dag heldur hærra en meðalverð seinustu fimm ára. Miðað við hin hagstæðu skilyrði á umræddu sex ára tímabili, hefðum við átt að geta haldið gengi krónunnar óbreyttu, þrátt fyrn* fall sterlingspundsins, ef sæmilega hefði verið stjórndö. Við hefðum, miðað við framangreindar ástæður, átt að geta gert það miklu fremur en t. d. Norðmenn og Sviar. Það sem hér gerir gæfumuninn, er stjórnarstefna undanfarinna ára. í stað þess að búa áfram við óbreytt gengi, er krónan lækkuð um 25%. Slík er afleiðmg „viðreisnarstefnunn- ar“. Og þetta er ekki dómur neínna óvilhallra manna um afleiðingar „viðreisnarinnar“ Þetta er dómur höf- unda hennar, sem jafnframt haía iramfylgt henni í verki. í upphafi var því lýst, að það væri tilgangurinn með „viðreisninni11 að tryggja stöðugan gjaldeyri, enda væri það undirstaða heilbrigðs efnahagslífs- Hér blasir við árangurinn! Hin nýja gengislækkun er þyngsti áfellisdómurinn um „viðreisnina“, sem felldur hefur verið til þessa dags. Hann er miklu þyngri en öll þau fordæmingarorð, sem stjórnarandstaðan hefur sagt um hana. Og þessi dómur er kveðinn upp af ríkisstjómmni sjálfri. Þetta er þriðja gengisfellingm í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Báðar hinar fyrri hafa aðeins gert ilit verra, því að stjómin hefur hvorki haft vit eða getu til að gera raunhæfar hliðarráðstafamr. Engar líkur eru til að henni takist betur nú. A.m.k. bendir ekkert til að henni hafi vaxið vit og geta, heldur öfugt. Rikisstjórnin hefur með hmni stórfelldu gengisfell- ingu játað, að stefna hennar hafi fullkomlega misheppn- azt- Eina rétta ályktunin, sem stiornin gat dregið af því, var að segja af sér og eiga þátt í samstilltri viðleitni þjóðarinnar til að sigrast á efnahagsvandanum. f þess stað heldur hún óbreyttri stefnu og leitar aðeins mála- myndasamstarfs við stéttarsamtöKin. Slík stjórn getur ekki leyst vandann, heldur aðems gert hann meiri. Hún á að víkja. í eðlilegu samræmi við það hefur stjómar- andstaðan flutt á Alþingi vantraust á ríkisstjórnina. Fréttabréf frá Sameinuðu þjóðunum: Verður íbúataia heimsins tvö- falt hærri árið 2005 en nú? Verða Indveriar orðnir þrefalt fleiri eftir 46 ár? Samkvæmt nýjustu útreikn- íngum er tala jarðarbúa nú 3.356.000.000, segir í nýút- Komnu riti Sameinuðu þjóð- inna um manntal. Hún hækkar um 1,9 prósent á ári hverju. Með sama vaxtarhraða verður ibúatala heimsins tvöfalt hærri árið 2005 en hún er nú, þ.e.a.s. á tæpum 40 árum. Landið sem flesta hefur íbúana, Kína, mun tvöfalda íbúatöluna á næstu 46 árum, ásamt xtandaríkjunum og Sovétríkjun um, en á sama tíma mun næst mannflesta land heims, Ind- land. þrefalda íbúatöluna, og annað mannmargt land, Brasi- iía, mun fjórfalda íbúatöluna á þessum fjórum áratugum. Upplýsingarnar í umræddri arbók Sameinuðu þjóðanna eru frá miðju ári 1966. Þá hafði :arðarbúum fjölgað um 61 milj. á einu ári. Það jafngildir dag- iegri mannfjölgun sem nemur 167.000 einstaklingum. Meðal annarra upplýsinga í arbókinni má nefna eftirfar- andi: •k Náiega þrír fjórðu hlutar eða 72 prósent mannkynsins búa i vanþróuðum löndum. Heimingur mannkyns býr í Asiu. ★ í vaniþróuðum löndum eru 41 prósent íbúanna undir 15 ára aldri, en í iðnaðarlöndun um er hlutfallstalan 28 pr. ■k Dánartalan fyrir allan heim inn var á fyrra helmingi þessa áratugs 16 á hiverja 1000 íbúa. f iðnaðarlöndun- um var dánartalan 9 pró- mille, en í vanþróuðum lönd um var hún tvöfalt hærri. ★ Fæðingartalan (miðað við hverja 1000 íbúa) var á ár- unum 1960—64 að meðaltali 40 í vanþróuðum löndum, en 21 í iðnaðarlöndum. k Meðalaldur manna hefur stöðugt hækkað á síðustu 20 árum. í flestum löndum er hann samt hærri hjá konum en körlum. Árbók Sameinuðu þjóðanna nefur að geyma tölur frá ná- iega öllum löndum heims um íbúatjölda, frjóisemi, diánartölu, hjónabönd og hjónaskilnaði, íbúafjölda stærstu borga o.s. frv. Á hverju ári tekur hún fyrir eitt tiltekið svið. Að þessu sinni er manndauði sér- stakiega tekinn fyrir og honum gcrð mjög ítarleg skil. Á miðju ári 1966 skiptust iarðarbúar þannig: Afríka 318 milljónir, Norður-Amerika 217 milljónir, rómanska Ameríka 253 milljónir, Asía 1868 millj., Evrópa 449 milljónir, Ástralía Nýja Sjáland og Suðurhafseyj- ar '7 miljónir og Sovétríkin 233 milljónir, samtals 3.356. 000.000. Örasta fólksfjölgunin Örasta fólksfjölgunin á sér stað Mið-Ameríku, þar sem fiölgumn nemur nú 3,5 prósent um árlega Hægastur er vöxtur mn Austur-Evrópu, 0,6 pró- sent. Hér eru tölur fyrir nokk- ur einstök lönd: Kina (að For mósu frátalinni) 1,5 prósent; mdlanri 2,4 prósent og Brasilía 3 prósent. Þau tíu lönd sem flesta hafa íbúanna eru sem hér segir talið * milljónum): Kína (án Formósu) 710 Indland 498 ->ovétríkin 233 Bandaríkin 197 indónesía 107 Pakistan 105 J apan 99 Brasilia 85 Nigeria 59 Vestur-Þýzkaland 57 Mesta þéttbýlið Þéltbvlið hefur aukizt örast • Asíu. þar sem nú búa 68 manns á hvern ferkílómetra iands. Þó er þéttbýlið þar ekki eins mikið og í Evrópu, þar sem búa 91 maður á hvern ferkíiómetra. Af Evrópulönd- um hefur Holland mest þétt- býli með 371 mann á ferkm., »n næst koma England og Wales með 319 og Belgía með 312 menn á ferkilómetra. — Á eynni Möltu búa menn einn- íg þétt, þvi þar eru 1005 íbúar i hvern ferkílómetra. Landrými er hins vegar nægi legl í Botswana í sunnanverðri Afríku þar sem einn ^ maður er á ferkílómetra og í Ástralíu og Kanada, sem hvort hefur tvo íbúa á ferkílómetra. Þegar heimurinn er tekinn heild eru 25 manns á hvern ferkílómetra. Færri ungbörn deyja Ungbarnadauðinn hefur minnk að verulega í nokkrum lönd- 'un síðasta áratuginn. í Hong Kong hefur hann t.d. Iækkað um 59,1 prósent, í Sovétríkjun um um 55 og í Japan um •53,5 prósent. Lækkun ungbarnadauðans í vanþróuðu löndunum hefur ver ið mikiu örari en hún var f 'ðnaðarlöndum nútimans þegar 'þau voru á svipuðu stigi. T.d. 'ók það 45 ár á Jamaica að mmnka ungbarnadauðann úr '75 niður í 48. Svíar þurftu íbúatala Foiksfjölgun (meðalaukning á ári ■ % á árunum 1958—66) Þétbbýli (íbúar á hvern m2) Hjónabönd á hverja 1000 íbúa. Iljónaskilnaðir á hverja 1000 íb. Ungbarnadánartala (barnslát á fyrsta ári á hver 1000 börn fædd lifandi) Meðaiaidur (áætiuð æviár við fæðingu) Drengir Stúlkur Að ákveða stærð fiöfskyldunnar í nútímaþjóðfélagi merkja íramfarír ekki einungis, að inenn keppi eftir betri lífskjör- um, heldur einnig að menn séu þess umkomnir að takmarka stærð fjölskyldu sinnar eftir eigir börfum, sagði U Thant . nýbirtu ávarp' til mannfjölg anarnefndaj Sameinuðu þjóð- anna þegar hiún kom saman til fundar í Genf ekki alls fyrir ——amibiiIvMii*. 'f' nmna— 110 ár til þess að ná sama ár- angri (frá 1825 til 1935). Lægsta ungbarnadánartala t barnslát á fyrsta æviári miðað ■'ið hver 1000 börn fædd lif- .mdi) er nú. í Svíþjóð (13,3), \iðurlöndum (14,4) og á ís- 'andi (15). í vanþróuðum Iönd um eru 60—100 eða þar yfir ekki óaigengar tölur í Búrúndi sr ungbarnadánartalan 150, 1 áuður-Afríku 136 (þessi tala á við afrískU' íbúana eingöngu, bvi ungbarnadánartala hvíta kynstoínsins þar í landi er 29,2) og í Chile 107. Hvaða borgir eru srærstar? í árbókinni er að finna íbúa ólu um 1500 borga (höfuðstaða cð: borga með 100.000 íbúa og meira). Hverjar séu tíu stærstu borgir heims veltur að nokkru á þvi hvort útborgir eru reikn aöar með eða ekki: An útb. Með útb. (í milljónum) New York 7,9 11,3 Tókió 8,9 10,9 uondon 7,9 Paris 2,8 7,4 Buenos Aires 3,0 7,0 ájanghai 6,9 — Los Angeles — 6,8 Chicago — 6,6 vloskva 6,4 6,5 Bombay 4,8 Árbókin sem nefnist „United National Demographic Year- book 1966“, kostar andvirði 11 Joilara óinnbundin og 15 doll- ara innbundin. Hana má panta (Sales number 67. XIII.l) frá Ejnar Munksgaards boghandel, Norðurlönd eru sóttar i nýút- Manntalsupplýsingar um Norðurlönd Eftirfarandi upplýsingar um Norðurlönt* eru stótar í nýút- komna árbók Sameinuðu þjóð- inna, „United Nations Demo- graphic Yearbook 1966“ Þær eru frá miðju síðasta ári eða t nokkrum tilvikum frá miðju ór' i965 Dantn. Finnl. ísl. Nor. Svíþj. 4,7 4,6 0,195 3,7 7,8 0,6 0,8 1,8 0,8 0,7 lli 14 2,0 12 17 8,8 8,2 8,1 6,8 7,8 1,36 0,98 1,03 0.69 1,24 i8,7 17,6 15,0 16,4 13.3 70,3 64,9 70,7 71,3 71,6 74,6 71.5 75,0 75,5 75,7 löngu U Thant hrósaði nefnd- mni, sem á 20 ára afmæli á bessu ári. fyrir mikilsvert starf iiennai þágu fólksfjölgunar vandans og minnti a að tillaga <em netndin hafði lagt fram um aukna hjálp Sameinuðu þjóð- mna við ríki sem væru að gera aætlanu um takraörkun fólks- ■ jölgunai hefði nú hlotið stuðn ing Efnahags- og telagsmála- raðsuis of Allsherjarþingsins. iFrá upplýsingaskrif- stofu S.þ. í Khöfn) > ui

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.