Tíminn - 25.11.1967, Blaðsíða 13
1
LAUGARBAGUR 25. nóvember 1967.
Mjf-Tniinw TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Hefur ISI starfsemi að
Laugarvatni á næsta ári
Sambandsráðsfundur ÍSÍ, hinn
34. í röðinni, var haldinn að
Hótel Loftleiðum 10. nóvember s.
1. Forseíi ÍSf, Gísli Halldórsson,
setti fundinn og bauð fulltrúa vel
komna. Meðal mála, sem rædd
voru á fundinum, var íþróttamið
stöðin á Laugarvatni. Kom í ljós,
að sennilega mun starfsemi ÍSÍ ■
geta hafizt þar næsta sumar.
Ársþing KKÍ
Aðalfundur Körfuknattlei'kssam
bands íslands verður haldinn í
Tjarnar'búð (uppi) kl. 2 á sunnu
daginn. (KKÍ).
[3 G 1
Eftir fjórar umferðir í úrslita
keppni Bridgefélags Reykjavíkur
er staðan þessi:
1. Símon Símonarson, Þorgeir
Sigurðsson 184
2. Jón Ásbjörnsson, Karl Sigur-
hjartarson 149
3. Óli M. Guðmundsson, Páll
Bergsson 118
4. Steinþór Ásgeirsson, Vilhjálm-
ur Sigurðsson , 92
5. Halla Bergfþórsdóttir, Kristjana
Steingrímsdóttir 77
6. Ásmundur Pálsson, Hjalti
Elíasson 72
7. Jólhann Jóhannsson, Gunnlaug-
ur Kristjánsson 50
8. Benedikt Jófeannsson, Lárus
Karlsson 43
9. Sigurður Helgason, Jón Ara-
son 40
10. Guðlaugur Jóihannsson,
Guðmundur Pétursson 24
Næsta umfer-ð verður spiluð á
miðvikudaginn og hefst kl. 20.
Forseti ISI, Gísli Halldórsson,
drap á styrkveitingar ÍSf til
iþróttamiðstöðva, en skýrði síðan
frá, hversu liði íþróttamiðstöð á
Laugavatni.
Rakti Gísli nokkuð, hvernig
bygging heimavistar gengi, og
færði hann þær gleðifréttir, að
vonir stæðu til að, starfsemi ÍSÍ
og sérsambanda þess gæti hafizt
á Laugarvatni næsta sumar.
Nefnd hefur verið skipuð til
að sjá um rekstur íþróttamiðstöðv
ar á Laugavatni, og er Gunnlaug
ur Briem formaður hennar. For-
seti kvað sérsambönditi og þurfa
að skipa hvert sinn mann til
starfa með þessari nefnd, því að
það væri þeim nauðsyn að undir
búa vel og með góðum fyrirvara,
hvernig þau vilja nýta íþróttamið
stöðina.
Örn Eiðsson, lýsti yfir ánægju
FRÍ yfir þessu máli og taldivþarna
merkasta mál, sem framkvæmda
stjórnin hefði unnið að.
Stefán Kristjánsson kvað það
hafa verið rætt á fundum sam-
bandsráðs, sérsambanda og héraðs
sambanda, að bættum fjáfhag ÍSÍ
ætti að beina til sérsambandanna,
en sagðist persónulega hafa verið
hlynntur fþróttamiðstöðvum. Þá
vakti hann á því athygli, hvort
ekki væri rétt, að sama gilti um
vetraríþróttamiðstöðina, þannig að
nefnd væri látin sjá um ,eða fylgj
ast með' rekstri hennar.
Gunnlaugur Briem ræddi nokk
uð málið, kvaðst ekki vera hrædd
VerSur KR hindr-
m íyrir Fram?
Úrslit í kvennaffokki á sunnudag
Alf-Reykjavík, Reykjavíkur-
mótið í handknattleik ,er nú að
komast á Iokastig. Á , sunnudaginn
fara fram nokkrir þýðingarmiklir
leikir í meistaraflokki karla —
og einnig verður þá leikinn úr-
slitaleikurinn í meistaraflokki
kvenna milli Vals og Ármanns.
Eftir hádegi á sunnudaginn fara
fram 2 kvennaleikir og hefst sá
fyrri kl. 2. Þá leika Fram og Vík-
ingur. Strax á eftir befst úrslita
leikurinn á milli Vals og Ármanns
Þar á eftir fara fram úrslitaleikirn
ir í 1. og 2. flokki karla.
Á sunnudagskvöldið fara. þrír
leikir fram í m.fl. karla og hefst
fyrsti leikúr kl. 8,30. Þá leika
Þróttur og ÍR. Strax á eítir leika
Víkingur og Valur, sem gæti orðið
mjóg spennandi leikur, og loks
leika Fram og KR. Fram er eina
liðið, sem ekki hefur tapað stigi.
Spurningin er, verður KR hindrun
fyrir Fram?
í kvöld laugardagskvöld, verða
nokkrir þýðingarmiklár leikir í
yngri aldursflokkunum. Fara
þeir leikir fram að Hálogalandi og
hefst sá fyrsti kl. 8,15.
ur um fjárhagsgrundvöllinn, en
taldi, að okkur bæri að leggja
áherzlu á. að þarnafæri alltfram
Framhald a bls 14
it eða
badminton?
Þegar rætt var um lög hins ný-
stofnaða Badmintonssambands ís-
lands á sambandsráðsfundi ÍSÍ
spunnust miklar umræður um'það,
hvort orðið badminton væri nógu
íslenzkt. Þórður B. Sigurðsson, rit
stjóri íþróttablaðsins, mælti á
móti orðinu og skýrði jafnframt
frá því, að til væri íslenzkt orð,
sem gæti staðið fyrir badminton,
nefnilega orðið hnit.
Svo fór að lög Badmintonsam-
bandsins voru samþykkl, en stjórn
ÍSÍ á að taka nafnið til athugun.
ar.
■Av-..-..-..-.-- ••-■*■■ ... • 1
Þarna fór illa fyrir Sigurði!
Myndin að ofan er úr júgóslavnesku blaSi, en hún er frá leik Fram og
Partizan ytra. Því miður prentast myndin sennilega illa, en þarna hefur
Sigurður Einarsson runnið illa á vaxgólfinu — og situr á öxlunum, ef orða
má það svo. Þetta var víst algeng sjón.
t .fcsa
Hvernig verður landslið-
ið gegn Tékkum skipað?
Eins og sagt var frá á íþrótta
síðunni í fyrradag, verður lands
liðið í handknattleik að öllum
íikindum valið núna urn helgina.
En hvernig verður landsliðið
skipað? Þriggja manna landsliðs
nefnd, undir forystu Hannesar
Þ. Sigurðssonar, tókst ekki ve)
upp þegar hún valdi tilrauna
landslið gegn pressuliðinu á
dögunum, en eins og menn
muna, var pressuliðið sterkari
aðilinn og sigraði verðskuldað.
Landsliðsnefnd hefur vonandi
dregið nokkurn lærdóm af þess
um úrslitum og hagar vali sínu
eftir því.
En til gamans ætlar íþrótta
síða Tímans að velja landslið,
eins og hún álítur, að það muni
vera sterkast — og leitast við
að rökstyðja valið.
Þegar handknattleikslið er
valið, þarf að hyggja að þrem
ur aðalatriðum. f fyrsta lagi
verður að velja sterka varnar
nienn og eru markverðir þar
meðtaldir. f öðru lagi þarf að
velja langskyttur — og þriðja
lagi línumenn. Auk þess þarf
að hyggja að smærri atriðum,
sem þó eru þýðingarmikil. T.
d. þýðir ekki að velja línu-
menn, ef ekki eru valdir liik-
menn, sem geta „matað“ þá.
Út frá þessu skulum við
gera tilraun til að velja 12
manna landslið. Það er ekkert
vandamál að velja markverði.
Þorsteinn Björnsson, F.-am og
Logi Kristjánsson, Haukum,
eru sjálfsagðir. Næst skulum
við athuga línumenn. Sterkustu
línumenn okkar eru Sigurður
Einarsson. Fram, Stefán Sand-
holt Val, Stefán Jónsson, Hauk
um, Einar Sigurðsson FH og
Sigurbergur Sigsteinsson Frsrn
Þá er komið að langskyttunum
og eru þetta líklega srerkustu
leikmennirnir í þeim hópi)
Geir Hallsteinsson. FH Örn
Hallsteinsson, FH, Ingólfur
Óskarseon, Fram, Gunnlaugur
Hjálmarsson, Fram og Guðjón
Jónsson, Fram. Að sjálfsögðu
eru margir sterkirt Leikmenn
fyrir utan þennari hóp, t. d.
Víkingarnir Einar Magnússon
og Jón Hjaltalín — og er vafa
mál, hvort rétt er að halda
þeim fyrir utan liðið, en ann-
ars hafa þeir ekki sýnt alveg
nógu jákvæð tilþrif í leikjun
um í haust.
Með tilliti til varnarleiks er
hópurinn, sem valinn er að of-
an úrval góðra varnarleik-
manna Sem miðverði höfum
við Sigurð Einarsson, Stefán
Sand'holt og Einar Sigurðsson,
en auðvitað geta þessir leik
menn leikið með jafngóðum
árangri í bakvarðastöðum. Sem
bakverði höfum við einnig Guð
jón Jónsson og e.t.v. Örn Hall-
steinsson. í miðherjastöðu
nöfum við bæði Sigurberg Sig-
stein&son og Geir Hallsteinsson.
Gunniaugur, Ingólfur og Stefán
gætu verið hornamenn.
Með tilliti til línuspils höfum
við leilkmenninna Guðjón Jóns
son, Geir Hallsteinsson og
Ingólf Óskarsson.
Þegar á þennan hóp er litið,
fer ekki milli mála, að liðið
er mestmegnis byggt umhverfis
eitt félágslið, nefnilega Fram,
en af 12 leikmönnum, eru 6
úr Fram, 3 úr FH, 2 úr Hauk
um og 1 úr Val. Eflaust má
deila um þétta val — og verð
ur án efa gert — og sumum
kann e.t.v. að finnast se n
ungu mönnunum sé naldið fyr
ir utan. En þegar nánar e> a-
gáð þá verða þó Geir. Sigur
bergur, Stefán Sandholt, St.ef
án Jónssön og Sigurður Ei.nars
son að teljast til yngri manna
sem sé helmingur liðsins. Og
ekki getum við haldið mönnum
fyrir utan liðið af þeirri ein
földu ástæðu, að þeir séu að
gerast gamlir. Auðvitað verður
að velja sterkasta liðið á hverj
um tíma.
1 f
En góðir hálsar, þetta er
aðeins uppástunga; Landsliðs-
nefndar er valdið og valið.
— alf.
USSffiffi'i.
I