Tíminn - 05.12.1967, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1967, Blaðsíða 4
16 ÞREE)JtJl>AGUR 5. deíember 1961 menn hennar við að lýsa þvi yfir, að gengi&felling hér kæmi ekki til greina. Öll viðleitni ríkisstjórnar- innar -beindist þá að því að afla ríkissjóði aukinna tekna. Um vandamal atvinnuiveganna vildi hún ekki ræða, stóð ráðþrota gagn vart þeim vanda, taldi ekki kann- að, hver kjör þeirra væru. Það yrði síðar að taka til* rækiíegrar rannsóknar, en svo þegar pundið er fellt, er allt í einu á 3—4 dögum hægt að gera sér fulla grein fyrir þörf atvinnuveganna. Þá er í skyndi og án þess að mál- ið ailt hafi verið gaumgæfilega rannsakað, hægt að ákveða geng- islækkun, ekki gengislækkun til samræmis við lækkun pundsins, heidur stórfellda gengisiækkun með tilliti til íslenzkra atvinnu- vega. Þetta eru ekki traustvekj- andi vinnuhrögð. í Alþýðublaðsleiðara er að vísu gefin spáný skýring á fyrri yfir- lýsingu ráðh. varðandi gengislækk un. Þar segir, að það sé óneitan- leg staðreynd, að ráðh. hafi undan farna mánuði afne;\ið gengislækk un og hvað eftir annað saigt opin- ber.ega. að til hennax væri ekki ætlunin að grípa. Síðan segir blað ið orðrétt; . „Af hverju gáfu Bjarni Bene- diktssor. og Gylfi Þ. Gíslason slík- ar yfirlysir gar, þótt þeir hafi án efa skilið betur en flestir aðrir, að gengi krónunnar kynni að falla innan fárra mánaða? Svarið er augljóst. Þeim ber sem ráðherrum skylda tii þess. Ráðherrar verða að haida uppi trausti gjalmiðils- ins, enda þótt það kosti yfirlýsing- ar, sem þeir vita sjálfir, að kunna | að reynast rangar efti’- skamm." stund“. Svo mörg eru þau orð. Alþýðu- blaðsritstjórinn ber það m.ö.o. blá kalt fram, að nafngreindir ráð- herrar hafi visvitandi sagt þjóð- inni ósatt. Og hann reynir meira að segja að réttlæta þann verkn- að, að stjórnmálamenn ljúgi að þjóðinni. Hvernig lizt mönnum á svona móral? Hann er sem betur fer fágætur ennþá. Það eru kann sbe svona nýmóðins siðareglur, sem Framsóknarfl. skortir skiln- ing á að dómi Gylfa Þ. Gíslasonar. Vera má, að annað eigi að lesa á milli iinanna í leiðara þessum en orðin tjá. Vera má, að þar eigi að lesa botnlausa fyrirlitn- ingu ritstjórans á þvi framferði ráðh., sem hann er að lýsa. Ekki veit ég það. En hverjir segja satt? Ritstjóri eða ráðherrarnir. Um það spyr steini lostinn al- menningur. En við nefnda ráðh. má sar.narlega segja: Gjafir eru yður gelnar. En sjálfsagt ættu þessir nafígreindu ráðherrar að fylgja nýgefnu fordæmi Callag- hans fjármálaráðherra Breta. Verðbólgan Kjarm þessa máls, sem hér er um að ræða, og það er höfuð- ástæðan frá minni hendi fyrir þessari vantrauststiliögu, að ekk- ert liggur fyrir um það, að stjórn in ætli að skipta um stefnu. En þessi rík.sstjórn hefur tvisvar áður fellt gengi krónunnar. Hvernig hafa þær gengisfellingar reynzt? Því hefur reynslan svarað. Þær _____TÍSVIðNN____________ | hafa runnið út í sandinn og þær hafa vissulega skapað fleiri og stærri vandamál en þær hafa leyst. Þær hafa ekki leitt til þess, að atvinnuvegirnir kæmust á traust- an og heilbrigðan grundvöll. Verðbólgan hefur ekki verið stöðvuð, heldur hefur hún magn- azt við hverja gengisfellingu. Gengislækkanimar hafa reynzt henni sannkallaður fjörgjafi. Það eru að mínum dómi engar líkur til þess, að reynslan verði önnur af þessari genigisfellingu að ó- breytlri stjórnarstefnu. Hún mun reynasl atvinn-uvegunum skamm- góður vermir, líkt og fyrri gengis- lækkanir. Dýrtaðarhjólið mun halda áfram að snúast og hraði þess aukast. Hún er í raun og veru dæmd til að mistakast, ef áfram á að balda öbreyttri verðbólgu- stefnu og ekki hvika frá ringul- reiðmni i fjárfestingunni og sukk inu : innflutningsmáium. Hún mun skapa stórfellt ranglæti, ef ekkert verður gert til að reyna að skipta byrðum af henni rétt- látlega niður. Það ranglæti verður rót nýrra meinsemda. Að óbreyttri stjórnarstefnu getum við vissulega átt von á fjórðu gengisfellingunni af hendi þessarar ríkisstjórnar. Að óbreyttri stjórnarstefnu verð ur haidið áfram lengra út í fenið. Misheppnuð gengisbreyting býður nýjum hættum heim, skapar ný vandamai. Það liggur t.d. í augum uppi, að síendurteknar senoisfell- ingar hljóta að grafa undan trausti á oeningum og sparifjársöfnun. Fyrir þvi hefði bankastjórinn og alþ.m Pétur Benediktsson átt að gera grein fyrir hér áðan. Það hefði veiið ólíkt gagnlegra en all- ur kveðskapurinn, þó að kveðskap ur geti verið góður á réttum stað og réttuin tíma. Ég held„ að gen(g- islækkun, án þess að henni sé fyrirfram tryggður nokkur grund- völlur, sé í raun og veru hættu- legí heljarstökk. Ég held, að gengisiækkun verði til lítillar bjargar, a.m.k. til framíbúðar nema almennur skilningur sé á nauðsyn hennar og sú stjórn, sem að henni stendur, hafi víðtækt traust. Ég held að þessar forsendur skorti nú, a.m.k. þær síðari. Gerigi stjórnarinnar er fallið Meinhiuti stjórnarflokkanna í kosmngunum í vor var naumur. Þá var boðskapur stjórnarinnar sá, að allt væri í lagi. Yfir tíma- bundna erfiðleika af völdum afla- brests og verðfalls væri auðvelt að komast áfallalaust, vegna verð stöðvunar og gjaldeyrisvarasjóðs. En allt þetta skraf hefur reynzt blekking eins og við stjórnarand- stæðingar sögðum fyrir, en þá voru aðvaranir okkar kallaðar hrakspár Dettur nokkrum í hug, að stjórnin hefði haldið velli, ef hún hefði sagt þjóðinni sannleik- ann, að svo væri nú komið eftir allt góðærið, að ekki yrði komizt hjá nokkurri kjaraskerðingu á næstunni og hún mundi neyðast til þess að fella gengi krónunnar. Nei. gengi stjórnarinnar hefur á- reiðanlega fallið frá því í kosning unum ’ vor. Og hvernig á ailmenn ingui að skilja nauðsyn þessarar ráðstöfunar, þegar ráðherrar hafa keppzt við að lýsa þvi yfir þangað til fyrir rúmri viku siðan, að geng isfeiung kæmi alls ekki til greina. Framhja því verður ekki með neinu móti komizt, að sú 'stór- fellda gengislækkun, sem hér hef ur verið gerð, er í æpandi ósam- ræmi vió allan málflutning stjórn arflokkanna í síðustu kosningum og yfiríýsingum ráðh. að undan- förnu. Þess vegna eru engar líkur tii, að stjórnin hafi meirihluta þjóðanr.nar á bak við sig í dag. Þess vegna ætti hún að segja af sér, og leita þegar í stað eftir nýju umtooði frá kjósendum. En það eru sjálfsagt litlar lík- ur tii þess, að stjórnin geri það. Hún mim reyna að sitja. Stólarnir sýnast vera henni eitt og allt. Og hver veií nema við eigum eftir að lesa það í einhverjum stjórnar blaðsleiðaranum á næstunni, að það sé skylda ráðh. að segja þjóð inni ósatt, ef á þarf að halda, til þess að tryggja áframihaldandi setu sína í ráðherrastólum. Þv4 verður ekki neitað, að stjórnin hefur meirihluta hér á Alþingi Og meirihlutann notar hún sjálf- sagt til þess að fella þessa til- lögu. Og hún mun ekki hafa þrek né þor lil þess að leita nú eftir trausti þjóðarinnar. En ég held, að það allra minnsta, sem núv. stjórn geti gert, væri að koma að hljoðnemanum oð játa mistök sín. mislök, sem engum geta dul- izt og biðja þjóðina auðmjúklega afsökunar á ráðsmennsku siiini fyrr og síðar. Ingvar Gíslason: Stjórnarstefnan hefur brugðizt Góðir hlustendur nær og fjær. Hæstv. menntamálaráðherra, sem var að ljúka hér máli sínu, not- aði ræðutíma sinn til þess aðal- lega að kasta fram strákslegum ásökunum í garð Framsóknar- manna, en ræddi ekki einu orði að kalla þau málefni, sem fyrst og fremst eru á dagskrá með þjóð inni nú. Þjóðin er því litlu nær eftir ræðu þessa hæstv. ráðherra um það, sem fram undan er í efna- hagsmálum og verður þetta að teljast vægast sagt ómerkilegur málflutningur. Það er sannarlega ekki vandalaust að átta sig á orð- um og yfirlýsingum ríkisstjórn arinnar og einstakra ráðherra nú að undanförnu. Fyrir nokkrum vikum sögðu ráðh. að gengislækk un skapaði fleiri vandamál en hún leysti En þessa síðustu daga ber víst að líta á það sém skoðun ríkistjórnarinnar að gengislækk- un sé alira roeina bót í efnahags og atvinnulífi Slíkt er þó auðvilað meira en ofmælt. Gengislækkun sú sem framkvæmd hefur verið verður aldrei skoðuð sem einhver úrbótaráðstöfun í sjálfu sér. held ur fyrst og fremst sem viðurkenn ing á ákveðnu ástandi. ófremdar ástandi sem skapazt hefur á all- löngum tíma vegna rangrar stjórn arstefnu. Neyöarúrræði Gengislækkun er ávallt neyð- arúræði, sem aðeins er grip- ið til þegar allt um þrýtur, þegar svo er komið að búið er að grafa undan gjaldmiðlinum og rýra verð gildi hans. Gengislækkun felst ekki í því einu að reikna út gengi niðri í Seðlabanka.' Gengislækkun in á sér aðdraganda sem nær yfir mörg ár og er eins og lokakafli í löngum hrakfallabálki. Gengis- lækkunin verður hvorki skýrð né skilin nema í ljósi þessara sann- inda. Reynslan ein fær úr því skorið, hvort sá tími sem fram undan er hagstæðs tímahils í atvinnu- og éfnahagsmálum, eða hvort stefnt er til sama vandræða ástands og ríkt hefur undanfarin ár Þær aðgerðir, sem ríkisstjórn in nú hefur framkvæmt, gefa í sjálfu sér engin fyrirheit um blómlegt efnaihagslíf, því eins og þær eru settar fram, eru þær ekki líklegar til þess að eyða frumorsök vandans sem við er að stríða og lengi hefur þjáð ísl. efnahagslíf og fjármálastjórn. Sá vandi sem mestur er og enn ó- leystur, er vandi verðbólgunnar. Það er sá vandi sem herjað hefur undanfarin ár og valdið hefur því að smám saman hefur verið grafið undan gjaldmiðii þjóðarinnar og rýrt hann svo að verðgildi, að nú hefur þótt óhjákvæmilegt að skrá gengi krónunnar upp á nýtt í 3. sinn á 7 ára tímabili. Og meðan ekki finnast ráð og ekki er fyrir hendi samstaða um aðgerðir til þess að hefta verðbólguþróun. þá er fullsnemmt að spá um það nú í upphafi nýs gengisfellingartíma- bils að hér sé um viðunandi efna hagslausn að ræða. Það hlýtur að Ingvar Gíslason vekja undrun, þvílík látalæti eru í kringum þessa gengislækkun. Þeir sem að henni standa láta eins hún komi þeim sjálfum alveg á óvart. Atburðarrásin á að hafa verið svo hröð, að þeir hafa ekki haft við að fylgjast með henni. Þetta eru augljós látalæti og gerð í því skyni að láta lita svo út, sem ástæðan til gengislækkunarinnar eigi rætur i fjarlægum og ófyrir séðum viðburðum einshvers -tað ar úti í hei-mi. Það er að vísu staðreynd, að Bretar hafa skert gengi sterlingspundsins og slíkt hlaut að hafa óheppileg áhrif á nokku-rn hluta af útflutningsverzl un okkar. En lækkun sterl.punds- ins um 14% getur ein saman ek.ki réttlætt 25% gengislækkun ísl. krónunnar. Til þess að jafna met in milli gengislækkunar sterlings pundsins og útflutnigshagsmuna okkar, nægði að fella krónuna um 5% gagnvart hinum brezka gjaldmiðli. Allt það sem umfram er. þ-e.a.s. ca. 20% á sér aðrar or- sakir. Og þessar orsakir eru heima tilbúnar og þurfa engum að koma á óvart Þar er sjálf stjórnarslefn ar að verki verðbólgan og dýrtíð in, róng verzlunar- og atvinnumála stefna, röng stefna í fjár- festingarmálum, röng banka- pólitík. Á meðan ekki er breytt um grundvallarstefnu, á meðan ekki er leitazt við að ráða niðurlögum verðbólgunnar. á meðan gjaldeyrissjóðir tæmast vegna óþarfa innflutnings og heimskulegrar eyðslu og á meðan fjárfestingin er skipulagslaus og eitt rekur sig á annars -horn í þeim efnum, á meðan fjármagnið sogast inn í miniliðabraskið. en fjarlægist undirstöðuatvinnuveg- ina, á meðan slík höfuðlþróun rík- ir á öllum sviðum og ekki er breytt um grundvallarstefnu i efnahagsmálum, þá mun sæk.ja í sama farið og verið hefur öll stjórnarár núverandi ríkisstjórn- ar. Þá er stefnt að nýrri gengis lækkun áður en varir, enda er allur ferill ríkisstjórnarinnar varð aður verðbóigu og gengisfelling- um. M. a. stóð ríkisstjórnin augliti til auglitis við gengisfellingu á síðasta ári, en valdi þá leið að fresta henni þar til n-ú. Ríkis- stjórnin kaus að greiða verðbólg una niður beint úr ríkissjóði og kailaði þá ráðstöfun sína verð- stöðvun, en réttnefni hennar hefði verið frestun á gengisfellingu fram yfir kosningar. í kosningabarátt unni í vor, ræddu forystumenn stjórnarflokkanna hins vegar um gengislækkun sem fjf|fstæðu og allt fram á síðustu stund nú fyrir viku eða hálfum mánuði, afneit uðu þeir gengislækkun og sóru fyr ir allar slíkar áætlanir. Eigi að síður hefur gengið verið fellt, ekki til samræmis við lækkun sterlingspundsins eins og ríkis- stjórnin vill fá almenning til að trúa, heldur sem ráðstöfun í beinu samræmi við þróun efnahagsmála s. 1. 8 ár og sem framhald þeirrar þróunar. Fyrirheitin Fyrir 8 árum hófust þessir menn til valda með miklu yfir- læti og fullyrðingum um, að mark mið þeirra væri að koma á nýju og fullkomnu efnahagskerfi sem byggt væri á viðurkenndum og allt að því óyggjandi hagfræði- kenningum. Var mjög áberandi f upphafi viðreisnar sú tilhneying ríkisstjórnarinnar að setja fræði legan stimpil á ráðstafanir sínar í efnahagsmálum og kalla til vitn is um ágæti þeirra ýmsa útlenda aðila, bæði einstaka menn og heil ar stofnanir þó að slíkum vitna leiðslum fari nú fækkandi. Það væri of langt mál að greina ná- kvæmlega frá í hverju þessar ráð stafnir voru fólgnar, enda eru þær flestum í fersku minni, en ástæða er til þess við þessar umr. um vantraust á rikisstjórnina að rifja upp. hvert var höfuðmark- mið stjórnarstefnunnar eða hið nýja efnahagskerfis. Markmið ið var í stuttu máli sagt, viðreisn atvinnub'fsins. Verðbólgustöðvun- og efnahagslegt jafnvægi, þ.a.m. verndun gjaldmiðilsins. Þessum göfuga og margþætta tilgangi skyidi náð eftir leiðum, sem fær ustu efnahagssérfræðingar höfðu mákkað. Þessi boðskapur var því ekki fluttur sem venjulega stjórn málastefna, heldur miklu fremur sem hagfræðilegur rétttrúnaður. Viðreisnarstefnan hófst eins og krossferð gegn villutrú þeirra, sem efuðust um að ísl. efnahagskerfi yrði vegið á sömu vog og efnahags kerfi iðnaðarstórveldanna. Frá þvi er skemmst að segja, að reynslan hefur sýnt að viðreisnarráðstafan irnar voru ekki þeim kostum búnar, sem höfundur þeirra og talsmenn vildu vera láta. Hin- um göfugðu markmiðum um við- reisn efnaihags- og atvinnulífs hef- ur ekki verið náð, heldur hefur þróunin orðið alveg hið gagn- stæða. Verðbólgan hefur vaxið mjög ört allan viðreisnartímann og gengi kr. hefur verið svo ó- stöðugt, að leitt hefur til endurtek- inna gongisfellinga. Þetta tvennt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.