Tíminn - 28.12.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.12.1967, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. desember 1987. TÍMINN Arnór Sigurjónsson: Um gengisfellingu og efnahagsmál Felling ríkisstjómariinnar á skrá>3u gengi peninga okkar í iok nóvembermánaðar þurfti ekki að koma neinum á óvarL Ríkisstjórnin haíði raunveru- lega auglýst það með samkomu laginu við launlþega og bærnd- ur um óbreytt verðlag til þess tíma, að þá gæti hún ekki leng ur komizt hjíá því að taka efna hags og verðlagsmálin til end- urskoðunar. Eins og sakir stóðu, gat hún ekkert úrræði haft annað en gengisfelliingu. Til þess að skilja þetta verða menn að losa sig við þann al- menna misskilning, sem felst' í því, að menn hafa talað og tala enn um hækkun á kaupi (og launum) og innlendri framleiðslu. Sá misskilningur er því líkastur, er menn héldu að sólin gengi kringum jörð- ina og þó miklu síður afsakan- legur. Hækkun á laumum og verði íslenzkrar framleiðslu hefur raunverulega verið mjög lítil um langan tíma. Það sem okkur hefur sýnzt og við kallað launahækkun og verðlhækkun hefur raunveru lega að mestu leyti verið verð- rýmun eða verðlækkun pen- iinga okkar innan lands. Mis- skiiningurinn stafar af því að við höfum liti-ð á peninga okk ar sem verðmæti. Þannig litu fleður okkar á málið, og það var réttlætanlegt á þeirra dög- usm. því að þá breyttist gildi peainga um langan tíma minna en margs annars. Svo er jafnvel enn í dag um ýmsa erlenda peninga, hollenzk gyll- ini, sænskar krónur, svissneska franka, ameríska dali, svo að nokkur dæmi séu nefnd. En svo er alls ekki um okkar pen- inga. Gildi þeirra hefur minnk að hundraðfalt á rúmum þrjá tíu árum. Krónan okkar er ekki meira virði nú en eyrir- inn var 1931—-1935. Peninga sem breyta svo um verðgildi, rýnna, minnka, er ekki unnt að nota sem mælikvarða á verðgildið. Með skráðu gengi er átt við það, fyrir hvaða verð í íslenzk um peningum við getum keypt og selt erlenda peninga. Það verð er miö^ð við gildi þeirra peninga, sem litlum verðbreyt ingum taka. Þrátt fyrir stöð- uga verðfellingu á peningum okkar, imnanlands. höfum ■’ið rcmbzt við að skrá pen- inga okkar með óbreyttu verði (eða gengi) gegn erlendum peningum árum sam'an, og okkur hefur leyfzt það. af því að við höfum að lokum að' mestu greitt hina erlendu pen inga með afurðum á því veroi og í þeim peningum, sem kaup andinn hefur gert sig ánægðan með. En takmörk eru fyrir því, hvað við getum og hvað okkur leyfis^ í þessu efni. Þeg ar ósamræmið milli verðsins á peningum okkar eftir því. hvort við kaupum fyrir þá innlenda vöru e’ða vinnu ann ars vegar eða erlenda pen- imga til kaupa á eriendri vöru eða þjónustu hins vegar er orð inn mjög mikill, neyðumst við til að breyta gengi þeirra eða verði við kaup og sölu á er- lendum peningum. Þessari peningapólitík, sem hér hefur verið lýst, höfum við fylgt síðan ,ófriðnum mikla lauk. Árið 1949 var mikill munur orðinn á verðgildi pen inga okkar innanlands og skráðu gengi þeirra eða verði þeirra við kaup og sölu er- lendra peninga, svo að það olli miklum erfiöleikum. Þá felldu Bretar gemgi sinna pen inga og var okkar gengi um leið fellt jafn mikið, með þeim rökstuðningi, að „ísland væri á sterlingssvæðinu“. En það reyndist ekki nægilegt, og voru okkar peningar því felld- ir miklu meira gegn erlendum peningum árið eftir 1960'. Næstu árin minnkaði verð- gildi peninga okkar innan- lands um 7—12% á ári, en verðgildi þeirra var haldið ó- breyttu við kaup og sölu er- lendra peninga þeirra er minnst breyttust að verðgildi. Við það varð öll innlend fram- leiðsla miklu verðhærri en er- lend hér innaniands, og olli það miklu „svartamarkaðs- braski“, bæði með erlenda vöru og erlenda peninga, og erfiðleikum við framleiðslu á allri þeirri vöru, er seld var á erlendum markaði. Tilraun var gerð til að leiðrétta þetta 1957—1969 með álagi á alla innflutta vöru og nota það á- lag til verðbóta á útflutta vöru. En það reyndist ekki við hlítandi til lengdar. Var þá gripið til þess 1960 að verð- fella íslenzka peninga við kaup og sölu erlendra peninga um nál. 57,5% eða láta 233 ís- lenzkar krónur gilda jafn mik- ið og 100 íslenzkar krónur höfðu gilt áður í þeim kaup- um og sölum. En engin breyt- ing var gerð á verðgildisrýrn- un íslenzkra peninga innan- lands, og var heldur, að sú verðgildisrýrnun færðist í auk ana. Árið 1961 var þeirri verð- gfldisrýrnun svarað með nýrri verðfellingu peninga okkar gegn erlendum peningum, en siðan hófst sama sagan og eft- ir 1950: stöðug verðrýrnun ís- lenzkra peninga innanlands, en verði þeirra haldið ó- breyttu við kauip á erlendum peningum til kaupa á erlendri vöru og þjónustu. Nú í haust var svo komið, að mismunur- inn á þeirri ísleþzku krónu, sem notuð var innanlands, og himnar. sem notuð var erlend- is til kaupa á vöru þar eða dvalar erlendis, var orðinn á- líka mikill og 1949 og 1959. Til þess að jafna þann mun þurfti þvi að fella gengi ís- lenzkra peninga við kaup og sölu á erlendum peningum um nálægt 50% (eða hækka er- iend„ mynt um 100%). Rikis- stjórnin kaus það að fella geng ið um tæp 25%, hvort sem það er nú ætlun hennar að skipta gengisfallinu niður á tvö ár (eða fleiri) eins og gert var 1949 og 1950. eða hún metur verðfeiliingu peninga okkar öðruvisi en ég geri. Ég játa. að mat mitt getur verið eitt- hvað ónákvæmt, þvi að mig skortir nú nauðsynleg gögn til að reikna það nákvæmt. miða við verðfellingu íslenzkra peninga innanlands frá ári til árs frá 1961 til hausts 1967 og auk þess samanburð á verði í Reykjavík og Suður-Englandi þar sem ég er nú staddur, á húsum, fæði og klæðum. En þó að mati mínu geti nokkuð skeikað um þetta efni, er ég viss um, að 25% gengisfelling nægir ekki til þess að íslenzkir peningar séu eins verðmiklir innanlands og við kaup á er- lendum peningum. En þá er að athuga það, hvort nauðsynlegt sé að pen- iingar okkar hafi jafn mikið gildi innanlands og við kaup og sölu á erlendum peningum. Ég hika ekki við að fullyrða slíkt, svo framarlega sem við vfljum að peningamál okkar og efnahagsmál séu nokkurn veginn heilbrigð. Ef peiningar okkar eru miklu meira virði. þegar við kaupum erlenda pen inga fyrir þá en þegar við not- um þá innanlands, hlýtur það að leiða til vanmats á inn- lendri framleiðslu og alls ann- ars þess, sem innlent er, og ofmats á erlendri vöru, er- lendri þjónustu erlendum háttum og verkmenningu. Þetta hefur komið mjög til- finnanlega fram á íslenzkum lamdbúnaði og íslenzkum iðn aði og mörgu fleiru því, sem íslenzkt er. Ekkert er sjálf sagðara en það, að þeim, sem ekki hafa skilið og ekki skilja enn mun á þessu tvenns kon- ar verðgildi, sem við höfum haft á peningum okkar, fiirnl- ist til um þær uppbætur, sem gefnar hafa verið á islenzkar landtbúnaðarafurðir, sem úr iandi hafa verið seldar og meti okkar landbúnað langt á eftir landbúnaði annarra þjóða að öllum rekstri og verkmenn- ingu, eða skilji það sem am- lóðaihátt, að íslenzkar landbún aðarvörur þarf að greiða nið- ur til þess að neytendur fái þær líku verðj og landbúnað- arvörur eru seldar erlendis reiknað i íslenzkum krónum samkvæmt gengisskrámitigu. Ef þeim hefði verið eða væri ljóst, að hin skráða íslenzka króna hefur hvað eftir anna* verið tvöfalt verðmeiri en sú króna, sem notuð hefur verið innanlands, mundi málið hafa horft allt öðruvísi við þeim. Ðn þannig hefur þetta verið 1948—1949, 1958—1959, 1934 —1967. og þannis verðu- það iivaf eflir annað, ef sömu stefnu er fylgt um skráningu og mat á peningum okkar og fylgt hefur verið síðan ófriðn- um mikla lauk. Við sömu kosti hefur iðnaður okkar þurft að búa. Hvaö eftir annað. 1948— 1949, 1956—1959 og 1964— Arnór Sigurjónsson 1967 hefur verið ætlazt til þess af homum, að hann væri sam- keppnisfær við erlendan iðn- að, þó að vara þess iðnaðar hafi verið keypt fyrir tvöfalt verðmeiri krónur en okkar iðnaður hefur fengið i hend- ur, og hinn erlendi iðnaður hafi starfað með tvöfalt verð- meiri peiningum en hann. Eini atvinnuvegur okkar, sem met- inn hefur verið nærri réttu lagi af sjálfum okkur. er sjáv- arútvegurinn. Hann hefur að vísu fengið að gjalda þess að nota oft miklu verðlægri pen- inga við framleiðslu sína em Framhald a ols. 14. Bókinfyrír bifreiðaeigendur Samvinnutryggingar hafa lagt meginóherzlu á tryggingar fyrir sannvirði, góða þjón- ustu og ýmiss konar fræðslu- og upplýsingastarfsemi. í samræmi vfti það hefur bókin „Bíllinn minn“ verið gefin út órlega um nokkurt skeið. í hana er hægt að skró allan rekstrarkostnað bifreiðar í heilt ár. Auk þess eru í bókinni öll umferðarmerkin og aðrar gagnlegar upplýsingar fyrir bifreiðastjóra. Bókin mun verða send, endurgjaldslaust, í pósti til allra viðskiptamanna okkar, sem þess óska. Látið því Aðalskrifstofuna í Reykjavik eða næsta umboðsmann vita, ef þér óskið, að bókin verði send yður. ÁRMOLA 3, SfMl 38500 SATVl VITNTN LJT RYGGINGAM i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.