Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 13. maí 1989 IMUBLMÐ Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. NUTIMALEG JAFNAÐARSTEFNA Alþýðublaöið birtir í dag ítarlega grein um mikla fylgisaukn- ingu breskra jafnaðarmanna í nýjustu skoðanakðnnunum. Skoðanakönnun breska stórblaðsins The Sunday Times sem birt var í fyrri vikuog náði til einnarmilljón kjósendasýn- ir að Verkamannaflokkurinn er orðinn stærsti stjórnmála- flokkurinn í Bretlandi eftir tíu ára samfellda valdasetu járn- frúarinnar Margrétar Thatchers, leiðtoga breskra íhalds- manna. r Arangur Verkamannaflokksins í þessari skoðanakkönnun er talinn eiga sér tvær meginskýrirtgar. í fyrsta lagi eru Bretar teknir að þreytast á gegndarlausri fgáilshyggjustefnu Thatchers sem misbeitir löggjöf jafnt sem val-di við að brjóta á bak aftur verkafýðshreyfinguna í Bretlanói og að hefta aila samneyslu þjóðarinnar. Ekki síst hefur einkavæðing heil- brigðiskerfisins mælst itla fyrir í Brettandi, en Thatcher hef- urrústað heilbrigðisþjónustu ríkisnsogtx>ðiöút heilbrigðis- kerfið með þeim afleiðingum að velstæðireinstaklingareiga nú kost á mun betri heilbrigóisþjónustu en þeir sem verr eru staddir. Mannfyrirlitning og kutdi frjálshyggjunnar verður ef til vill hvergi meiri en þegar þessari miskunoarlausu hægri- stefnu er beitt í heilbrigðisþjónustunni. Þegar heitsa manna, líf og dauði er metin í peningum. Þeir þjóðarleiðtogar og stjórnmálaflokkar sem stuóla að slíkum hróptegum ójöfnuði og mannvonsku, hljótafyrreðasíðarað veradæmdiraf þjóð- inni sem vanhæfir stjórnendur í samfétagi manna. Onnur ástæða þess að Verkamannaflokknum breska vegn- ar nú vel í skoðanakönnunum er sú, að fiokkurinn hefur sett fram fyrirhugaðar breytingar á stefnuskrá sinni. Þessar breytingar taka mið af nútímalegri hugsun og aðtógun að veruleikadagsins í dag. Þessi nýjahugsun breskra jafnaðar- manna sem gengur undir samheitinu ‘nýraunsæisstefna" segir skilið við marxískar kreddur sem enn hefur gefið að finnaístefnu breskra jafnaðarmanna. Lögð eráherslaá gildi markaðslögmála sem örvun í markaðs- og atvinnumálum án þess að misst sé sjónar af samneyslu og félagslegum lausn- um. Verkamannaflokkurinn hefur ennfremur endurskoðaö afstöðu sína til varnar- og öryggismála og horfið frá blindri friðar- og afvopnunarstefnu sinni, en þess í stað gert raun- hæfar áætlanir um fækkun kjarnorkuvopna og herstyrkja án þess að stefna öryggi landsins í hættu. Að mörgu leyti má segja að breskir kratar séu að nálgast þau meginsjónarmið lýðræðis og nútímahyggju sem evr- ópskir jafnaðarmenn fylgja í æ auknari mæli og Alþýðuflokk- urinn hefur aðhyllst um árabil. Meðal annars vinna sænskir sósíaldemókratar þessa dagana við að endurskoða stefnu- skrá sína í þeim tilgangi að færa stefnuna að nútímafólki og samtímanum án þess að yfirgefa grundvallargildi jafnaðar- stefnunnar um lýðræði, jöfnuð, frelsi og réttlæti. Viðbrögð breskra kjósenda við nýjum áherslum Verkamannaflokksins í stefnumálum sem taka mið af hinu opna þjóðfélagi nútím- ans eru ótvíræð. Meirihluti breskra kjósenda vill opið og lýð- ræðislegt þjóðfélag með frelsisrými fyrir hvern einstakling en þar sem félagsleg samábyrgð ríkir og öryggi hvers þjóðfé- lagsþegns er tryggt án tillits til teknaog eignastöðu viðkom- andi. Viðbrögð kjósenda á Bretlandi ættu að vera hverjum nútímalegum jafnaðarmanni fagnaðarefni. DAGUR ÍLÍFI STJÓRNARFORMANNSINS Fjölmiðlar hafa skýrt frá því að stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka sf. hafi haft 8.7milljónir króna íárslaun. Stjórnarformaðurinn hefursent fráséryfirlýsingu þar sem m.a. segir að störfhans séu íengu samhærileg venjulegum stjórnunarstörfum og hafi verið greidd með hliðsjón af taxta Lögmannafélags íslands. Að yrkja í Alþýðublaðið Ég og Ingólfur ritstjóri ákváð- um yfir kaffi og pönnsum um daginn að ég skyldi taka að mér hálfsmánaðarlegan dálk í Al- þýðublaðinu. Ég ætla að skrifa það sem andinn blæs mér í brjóst hverju sinni, um stjórnmál, stjórnspeki og menningu. Ég hyggst stinga á kýlum, sprengja blöðrur, æra og færa hinn heimska af vegi. Kjörorð mitt tek ég að láni frá kennara mínum í Frankfurt, heimspekingnum Júrgen Habermas: „Vér munum berjast fyrir málstað upplýsingar- innar í landi voru.“ En ég ætla ekki þar með að gleyma tilfinn- ingunum því skynsemin starfar best við skinið frá rauðri glóð hjartans. Ég hyggst vega jafnt til hægri og vinstri, afhjúpa fáfræði kommanna, spillingu Framsókn- ar og hofmóð sæta liðsins í Sjálf- stæðisflokknum. Einkum og sérí- lagi hyggst ég efla frjálslynda jafnaðarstefnu rökum en gagn- rýna kratana þegar mér sýnist svo, því sá er vinur er til vamms segir. Og þá er að slá á léttari strengi! Steinn Steinarr orti um þann tíma er hann var svangur og klæðlitill og orti í Alþýðublaðið: „...og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig.“ Seint mun ég deyja úr ófeiti eða þjást af klæðleysi, en sjálfsagt á heimurinn eftir að hata bæði blaðið og mig. Mig hefur hins veg- ar langað til að yrkja í Alþýðu- blaðið frá því ég las kvæði Steins í fyrsta sinn og nú erstundin kom- in. Gjörið þið svo vel, herrar mínir og frúr, fyrsta kvæðiö sem birst hefur í Alþýðublaðinu síðan frostaveturinn mikla eða svo: Er hjarta þitt kramið knýr dauðinn að dyruin? Hjálparsveit skáida mœtir á staðinn að veita þér fró! Er leiðinn í fylgd þér er tíminn sem snigill? Hjálparsveit skákla mætir á staðinn að stytta þér stund! Ertu órétti beitt ertu kúguð og hrjáð? Hjálparsveit skálda mætir á staðinn mundar penna að f irra þig kúgun verja þinn rétt! Nú hafa popparar stofnað hjálparsveitir hungruðum til að- stoðar og er þá ekki kominn tími til að skáldm stofni siaa? Norskir rithöfundar gengu fyrir með góðu fordæmi er þeir gáfu út safnrit sveltandi börnum tH styrktar. Ég geri það að tillögu minni að ís- lensk starfssystkini geri slíkt hið sama, jafnframt því sem hjálpar- sveitin berjist af hörku fyrir frels- un tékkneska rithöfundarins Vacels Havel og gegn þeim forynj- um sem nú ógna lífi rithöfundar- ins Salmans Rushdie. Lærðir menn eins og Mikjáll Baktín bókmenntafræðingur og Milan Kundera, land og kollegi Havels, segja að skáldsagan beri í sér frjóangan andófs gegn vald- @íðslu og ofstæki. í henni talar ekki aðeins ein rödd heldur marg- ar, fleiri en eitt sjónarmið koma fram. Kundera segir að skáldsagan sé sérvestrænt fyrirbæri, sem er reyndar ekki alveg rétt því eins konar skáldsögur voru skrifaðar í Japan á miðökium. En engum sögum fer af skáldsagnaskrifum meðal íslamskra þjóða. Kannski er það skortur á skáldsagnahefð sem gerir öfgafulla múslima and- snúna tjáningarfrelsi. En áður en við fyllumst evró-amerískum gor- geir er okkur hollt að niinnast þess, að á miðöldum voru sam- félög múslima öllu umburðar- lyndari en þau kristnu, enda þurfti ekki mikið til. Heimspek- ingurinn Bertrand Russell segir að Vesturlandabúar hafi ekki upp- götvað umburðarlyndið fyrr en mótmælendur og kaþólikkar sáu fram á að geta ekki útrýmt hver öðrum. Svo megum við ekki gleyma því að nasismi og komm- únismi eru skilgetin afkvæmi vestrænnar menningar, ismar þessir einkennast af þeirri kross- ferðamennsku sem er jafnvestræn og umburðarlyndið er indverskt. Indverjar þóttu mjög umburðar- lyndir i trúmálum þar til múslim- ar hertóku stóran hluta Indlands. Búddasiður, sem er indverskrar ættar, hefur það meðal annars sér til ágætis að aldrei hefur nokkur maður verið líflátinn í nafni hans. Og í eina tíð lifðu þrettán greinar zen-búddisma í sátt og samlyndi austur í Kína. En hvað sem líður kostum og göllum trúarbragða og siðmenn- ingar eykur góður skáldskapur, jafnt vestrænn sem austrænn, víðsýni vort. Hann frelsar oss frá því sem þvingar þel. Stefán Snævarr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.