Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 10
Laugardagur 13. maí 1989 10 ÞINGFRÉTTIR Spurt og svarað Hjörleifur Guttormsson: Ætlar Landsvirkjun að endurskoða ísalsamning? Hjörleil'ur Gutlormsson Al- þýðubandalagi vill að Jón Sig- urðsson iðnaðarráðhcrra upplýsi sig hvort Landsvirkjun hafi til- kynnt ísal að htin ætli að láta reyna á endurskoðun skilmála í rafmagnssamningi aðilanna. Hjörleifur segir í greinargerð með fyrirspurninni að í viðauka viðsainninginn frá því í nóvember 1984 sé kveðið á um endurskoðun á samningi aðilanna á fimm ára fresti vegna breytinga á aðstæð- um, sé þess óskað. Nú sé að nálg- ast eindaga þess að tilkynna hvort farið verði í slíka endurskoðun. Guðrún Agnarsdóttir: Hvar er skýrsla um öryggismál sjómanna? Guðrún Agnarsdóttir Kvenna- lista hefur beint þeirri fyrirspurn til samgönguráðherra hvort vænta megi skýrslu hans til Al- þingis um framkvæmd loka- og áfangatillagna öryggismála- nefndar sjómanna, svo og um stöðu öryggismála sjómanna almennt. Jón Sæmundur Sigurjónsson: Hvenær kemur Stöð 2 til Siglufjarðar? Jón Sæmundur Sigurjónsson Alþýðuflokki hel'ur beðið menntamálaráðherra að svara tvennu varðandi útbreiðslu Stöðv- ar tvö. Er það rétt að Siglufjörður sé annar af tveimur kaupstöðum landsins sem ekki ná sjónvarpsút- sendingum Stöðvar tvö? Og hvenær má búast við því að nauðsynlegum útbúnaði verði komið upp til að Siglfirðingar fái notið góðs al' útsendingum Stöðv- ar tvö? Hreggviður Jónsson: Spurt um einkaaðila í útíararþjónustu Hreggviður Jónsson, frjáls- lyndur hægrimaður, hefur spurt kirkjumálaráðherra um útfarar- þjónustu. Hreggviður vill fá að vita hvort einkaaðilar, sem sjá um útfarar- þjónustu, fái greitt með sama hætti af kirkjugarðsgjöldum og opinberir aðilar, hvaða gjöld op- inberir aðilar við útfararþjónustu í Reykjavík taki fyrir útleigu á lík- vagni og störf útfararstjóra og að- stoðarmanns og hvort ráðherra telji eðlilegt að sett sé löggjöf um útfararþjónustu þar sem einkaað- ilum verði m.a. tryggð sama greiðsla af kirkjugarðsgjöldum og opinber fyrirtæki njóta. Friðrik Sophusson: Hvar er ráðstefnan um mengun hafsins? Friðrik Sophusson Sjálfstæðis- flokki spyr forsætisráðherra hvernig l íði undirbúningi stjórn- valda fyrir ráðstefnu uin varnir gegn mengun hafsins við ísland, á grundvelli þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi 18. mars 1987 — eða fyrir rúmlega tveimur árum síðan! Ályktun þessi var flutt af þrem- ur sjálfstæðismönnum og átti á ráðstefnunni sérstaklega að fjalla' um þá hættu sem fiskstofnum og mannvist í Norðaustur-Atlants- hafi er búin vegna mengunar frá geislavirkum efnum. Húsnœðisvandi Alþingis: Þingmenn ósammála um kaup á Borginni hinginenn eru ekki cinhuga um að Alþingi gangi til sainninga um kaup á Hótel Borg, til að leysa brýnasta húsnæðisvanda þingsins fram að því að nýja þinghúsið rís. Fjárvcitinganefnd skiptist í tvennt í afstöðunni til kaupanna og það ekki cftir stjórnarmynstrinu. Meirihluta fjárveitinganefndar sameinaðs Alþingis skipa þau Sighvatur Björgvinsson Alþýðu- flokki, Margrét Frímannsdóttir Alþýðubandalagi, Jón Sæmund- ur Sigurjónsson Alþýðuflokki, Ólalur Þ. Þórðarson Framsóknar- flokki og Óli Þ. Guðbjartsson Borgaraflokki. Þau sameinast um stuðning við tillöguna að því tilskyldu að til- lögugreinin hljóði svo: „Alþingi ályktar að heimila forsetum Al- þingis að ganga til samninga um kaup á Hótel Borg eða öðru hús- Þvcrpólitísk samstaða hefur myndast um að samþykkja á þessu þingi fruinvarp iðnaðarráð- herra um ráöstafanir gegn um- hverfismengun af völdum einnota unibúða fyrir drykkjarvörur. F'rumvarpið gerir meðal annars ráð fyrir þvi að á innfluttar drykkjarvörur í einnota uinbúð- um úr inálmi, gleri eða plastefni skuli leggja skilagjald sem inn- heimt skal við tollafgreiðslu og megi gjaldið vera allt að 10 krónur á hverja einingu. Sama gjald á að leggja á drykkjarvörur sem framleiddar eða átappaðar eru hér á landi og seldar í sams konar umbúðum og skal þá greiða gjaldið samhliða vörugjaldi. Til viðbótar skila- gjaldi skal með sama hætti leggja á umsýsluþóknun sem í fyrstu nemur 1% af skilagjaldi, en ráð- herra er heimilt að hækka hana í allt að 5% af skilagjaldi. Iðnaðarráðherra á samkvæmt frumvarpinu að beita sér fyrir stofnun hlutafélags, sem taki að sér umsýslan skilagjaldsins og söfnun og endurvinnslu einnota umbúða, í samvinnu við aðila sem áhuga hafa á málinu. Ríkissjóði er heimilt að eiga aðild að félag- inu og leggja fram allt að 12 millj- ónir króna. næði í næsta nágrenni við Alþing- ishúsið, ef hagkvæmara þykir, og láta gera nauðsynlega lagfæringu á húseigninni ef af kaupunum Skriður á Frumvarp Karvels Pálmasonar og 11 annarra þingmanna úr öll- um flokkum um bætur vegna ör- orku sem stafar af læknisaðgerö eða mistökum starfsfólks heil- brigðisþjónustunnar, er á góöu skriði i gegnum þingið. Frumvarpið hefur að vísu tekið breytingum í meðförum heil- Félag þetta á að endurgreiða neytendum við móttöku á notuð- um umbúðum til eyðingar eða Sjálfstæðismenn fóru erindis- leysu þegar þeir báðu uin skýrslu frá Kíkisendurskoöun um trygg- ingar Landsbanka vegna skulda SIS. Ríkisendurskoðun, banka- eftirlit Seðlabankans og Lands- bankinn sjálfur vitnuðu í bankaleyndarákvæöi og neituðu að upplýsa málið. Ríkisendurskoðun segist sam- mála þvi sjónarmiði sem fram kemur í bréfum Seðlabanka og Landsbanka að óheimilt sé að skýra opinberlega frá stöðu ein- verður“. Hér hefur það gerst frá upphaflegri tillögu að ekki er eins fast skorðað og áður að kaup Al- þingis miðist við Hótel Borg, ef brigðis- og trygginganefndar efri deildar þingsins, en frumvarpið felur eftir sem áður í sér, að heilsutjón vegna læknisaðgerða og inistaka starfsfólks, sem starf- ar samkvæmt lögum um heil- brigðisþjónustu, verði greitt af slysatryggingum Tryggingastofn- unar ríkisins. Eins og í uppruna- endurvinnslu og greiða 5% af ár- legum tekjuafgangi til Náttúru- verndarráðs. stakra viðskiptavina bankans. „Við endurskoðun á ársreikningi landsbanka íslands fyrir árið 1988, en Ríkisendurskoðun er að- ili að þeirri endurskoðun, var ekki gerð athugasemd vegna trygginga bankans fyrir skuldum Sambands ísl. samvinnufélaga.“ Fram kemur og að Seðlabank- inn hafi í fyrra gert sérstaka at- hugun á nokkrum þáttum í rekstri og efnahag Landsbankans, meðal annars lánveitingar til stærstu lán- þega hans og greiðslutryggingar annað hagkvæmara skyldi finn- ast. Minnihluta fjárveitinganefnd- ar skipa hins vegar þau Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokki, Egill Jónsson sama flokki, Alexander Stefánsson Framsóknarflokki og Málmfríður Sigurðardóttir Kvennalista. Þau vilja að tillögu- greinin hljóði svo: „Alþingi ályktar að fela forset- um Alþingis að kanna hvaða möguleikar eru til aukinnar hag- kvæmni í húsnæðismálum AI- þingis og skila um það skýrslu til formanna allra þingflokka á næsta haustþingi. í skýrslunni skal koma fram: 1. Möguleikar á leigu eða kaupum á húsnæði í grennd við Alþingishúsið. 2. Áætlun um kostnað í hverju til- viki fyrir sig. 3. Áætlun um nýt- ingu húsnæðis sem tekið kynni að vera á leigu eða keypt. 4. Hvað af núverandi húsnæði Alþingis megi láta af hendi og 5. Aætlun um kostnað við breytingar á Alþingis- húsinu í þeim tilgangi að bæta starfsaðstöðu þingmanna og starfsfólks." Minnihlutinn erámóti kaupum á Hótel Borg nú, án frekari athug- unar, vegna þess að um dýra bráðabirgðalausn er að ræða, að fleiri möguleikar séu til lausnar á húsnæðisþörf Alþingis og vegna þess að Reykjavikurborg hefur lýst áhyggjum sinum yfir því að leggja niður hótelrekstur í mið- borginni. Meirihlutinn hefur að nokkru komið til móts við þetta með því að leggja til að fleira hús- næði í nágrenni Alþingis verði inni í myndinni. legu frumvarpi er gert ráð fyrir því að ekki komi til bóta nema ör- orkan sé meiri en 10%. í greinargerð með frumvarpi Karvels og félaga sagði meðal annars: „Alkunna er að einstakl- ingar geta orðið fyrir heilsutjóni af aðgerðum lækna, ýmist vegna bótaskyldra nristaka eða vegna þess að aðgerð hefur ekki heppn- ast nógu vel þótt eigi sé unr að ræða bótaskylt atvik, eða vegna mistaka heilbrigðisstétta. Slík tjón hafa einstaklingar yfirleitt orðið að bera sjálfir óbætt hingað til..(hér) er farin sú millileið að ætlast er til að Tryggingastofnun ríkisins greiði á sama hátt og hún bætir vinnuslys það tjón sem verður af læknisaðgerðum eða mistökum við læknisaðgerðir." þar að lútandi. Sú athugun hafi ekki gefið tilefni til athugasemda. Landsbankinn sjálfur vísar til bankaleyndarákvæða. „Hins veg- ar er bankinn að sjálfsögðu reiðu- búinn að ræða við Ríkisendur- skoðun um hvaðeina er bankann varðar og í framhaldi af því gefa henni allar upplýsingar sem hún kynni að óska eftir“. Undir þetta rita Sverrir Hermannsson, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Valur Arnþórsson fv. stjórnar- formaður SÍS. Frumvarp um einnota umbúðir: Skilagjald verði 10 krónur Bœtur vegna lœknamistaka: örorkumáli Karvels Landsbankinn og SÍS: Bankaleyndin felldi Sjálfstæðisflokkinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.