Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 13. maí 1989 FRÉTTASKÝRING Skotgrafarhernaður í deilu BHMR og ríkisins Fyrir 16 árum voru kjör kennara og tæknifræöinga þau sömu. Á þessum árafjölda hafa kjör tæknifræðinga hækk- að mjög ört og nú er launamunur þessara stétta talinn um 60%. Tæknifræðingar eru ein helsta viðmiðunarstétt BHMR í yfirstandandi verkfalli. Ástæðan er sú að þeir hafa svipaða menntun og megnið af rikisstarfsmönnum. Kenn- arar eru lang flestir i þeim hópi og þeirra nám er ígildi BA. náms við háskóla. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Innan BHIVIR er sú skoðun uppi meðal sumra að þar sem þessi launamunur hafi orðið til á 16 árum, sé ekki rétt að kalla nú- verandi ríkisstjórn til fullrar ábyrgðar og krefjast þess að laun- in verði leiðrétt á þremur árum eins og upphaflega krafan hljóð- aði upp á. Heidur að leiðréttingin taki lengri tíma. Um þetta snúast hinar óformlegu þreyfingar sem hafa verið í gagni að undanförnu. betta þýðir að sett verður gólf á laun BHMR manna, i þeim skiln- ingi að þau hækki ekki minna en laun á almennum markaði miðað við ákveðna viðmiðunarhópa. Um leið verði tryggt að launa- munurinn verði minnkaður mark- visst á tilteknum átafjölda. Ef gengið er út frá því að hann sé 60% um þessar mundir vilja þeir sem harðast ganga l'rani til sam- kontulags, t.d. miða við að ntun- urinn verði orðinn 45% innan þriggja ára og svo koll af kolli. Þær raddir hafa heyrst að menn séu jafnvel tilbúnir að samþykkja BSRB samkontulag til skamms tíma — að því tilskyldu að traust- ar tryggingar séu fyrir því að síðan verði áðurnefndu launagólfi komið á og ríkisstjórnin tryggi að markvisst verði unnið að því að leiðrétta launamuninn. Ágreiningsatríðin____________ Hér stendur hnífurinn í kúnni. Samninganefnd ríkisins, með Indriða Þorláksson í fararbroddi, viðurkennir ekki launamuninn. Fyrir kjaradómi 1984 reiknaði ríkið launamuninn eftir ýmsum Ieiðum niður í nánast ekki neitt. 5.4% rcyndar meðan BHMR taldi muninn vera milli 42 og 72%. BHMR segir einfaldlega — við svona menn þýði ekkert að tala. Þessvegna leita þeir pólitiskra lausna tn.a. með því að hitta ein- staka ráðherra og reyna að sann- færa þá um réttmæti sinna út- reikninga á launamuninum. í annarri kú stendur annar hnifur. BHMR vill fá skrifað í samning skýrt og skorinort hvern- ig vinna á að því að minnka laun- muninn milli háskólamenntaðra á Tekst að miðla málum á nœstu dögum? almennum markaði og þeirra sem vinna hjá ríkinu. Ríkið hefur ekki treyst sér til þessa en í hinu svo- kallað ,,non paper“, sem er samn- ingstilboðið sem ríkið var með í gangi um síðustu helgi, er gefinn ádráttur um þetta. Þar er þetta sett í reglur um endurmenntun og kerfisbreytingar innan launa- flokka ríkisins með breytingum á námsmati og tillit tekið til faglegr- ar ábyrgðar. Greinilegt er að fyrst BHMR gekk ekki að þeim samn- ingi þá treystir félagið ekki þess- um ádrætti. Reyndar hefur því verið fleygt að félagið treysti engu frá ríkinu nema að vera þess full- visst að það standi fyrir félags- dómi. Áætlun rikisstjórnarinnar Heimildir Alþýðublaðsins herma að ríkisstjórnin ætli sér að reyna, fyrst ekkert hefur gengið saman, að draga úr áhrifum verk- fallsins og styrkja þar með samn- ingsstöðu ríkisins. í fyrsta lagi með því að leyfa skólunum að brautskrá stúdenta með náms- matseinkunn. Háskólinn mun síðan taka stúdentana inn og í staðinn halda einskonar inntöku- próf. Þar með losnar ríkið við stóran vanda í skólakerfinu. Hinsvegar þýðir það að fjöldinn allur af ungu fólki fer út úr menntaskólum með verðlausa pappíra eins og Wincie Jóhanns- dóttir benti á í samtali við Al- þýðublaðið fyrr í þessari viku. Ól- íklegt verður að teljast að erlendir háskólar taki gild þau skírteini sem ekki byggjast á hefðbundnu námsmati — stúdentsprófin 1989 verða einfaldlega annars flokks. Samhliða þessu hefur frést að þetta tækifæri verði notað til að koma á inntökuprófum í Háskóla Islands en þar hafa menn kvartað undan slælega undirbúnum nem- endum á undanförnum árum. Jafnvel hefur flogið fyrir að tæki- færið verði nýtt til að breyta skipulagi í framhaldsskólum svo stúdentspróf verði tekin fyrr en nú tíðkast. Það er að menn útskrifist 18 ára eins og tíðkast víða erlend- is. í öðru lagi hugsar ríkið sem svo að verkfall háskólamenntaðra hjúkrunarkvenna lamist i sumar, því deildir verði hvort eð er lokað- ar. Blóðbankinn og fiskeldið verða hinsvegar áfram vandamál, þó nú sé reynt með öllum hugsan- legum khekjum að koma fóðri í land úr skipi við Sundahöfn. Reyndar hefur fóðri verið smygl- að i land undir fölskum tollnúm- erum meðan á verkfallinu hefur staðið samkvæmt því sem Al- þýðublaðið hefur heyrt. I gær tókst náttúrufræðingum hinsveg- ar að stöðva innflutning á fóðri. Ríkisstjórnin hefur að vísu í höndum lögfræðilegt álit þar sem segir að ekki þurfi náttúrufræð- inga til að skoða hverja fóður- sendingu. Náttúrufræðingar túlka málið hinsvegar þannig að ekki megi breyta vinnureglum í verkfalli, það sé skýrt verkfalls- brot. Ljóst er að félagar innan BHMR munu mæta hugsanlegum innflutningi á fóðri af fullri hörku, eins og dýralæknar hafa þegar sýnt. Samhliða þessu á að reyna að einangra kennara innan BHMR sem eru lang stærsti viðsemjenda- hópurinn og koma af stað samn- ingum við litlu félögin. Steingrimur vill semja um helgina___________________ Ólafur Ragnar er, eins og marg oft hefur komið fram, mjög sár út í forystu BHMR og talar ekki við hana. Þessvegna hefur verið mik- ið leitað til Svavars Gestssonar, Jóns Baldvins og síðast til Jóns Sigurðssonar um að miðla mál- um. Og svo er Steingrímur kom- inn heim og í gær kallaði hann á sinn fund fimm félaga úr BHMR með þeim skilaboðum að deilan yrði að leysast um helgina. Gár- ungar segja að það sé vegna þess að Indriði er að fara til útianda á mánudaginn. „Hið viðkvæma verkefni Carlssons## Fréttaskeyti sœnsku fréttastofunnar TT: Að bjóða íslendingum hjálp í viðrœðum EFTA og EB án þess að misbjóða sjálfsvirðingu þeirra Alþýðublaðið birtir hér fréttaskeytið sem sænska frétta- stofan TT (Tidningarnas Telegrambyra) sendi frá sér í gær og valdið hefur talsverðum öldugangi fyrir heimsókn sænska forsætisráðherrans til íslands nk. mánudag. Skeytið sem ber yfirskriftina ÍSLENDINGAR AFGER- ANDI AÐ SVÍþJÓÐ NÁLGIST EB? fer hér á eftir: .. Leið Svía til EB liggur næsta misseri um Reykjavík. Fyrsta júlí tekur ísland við formennsku í EFTA á tímabili þar sem ræðst hvort leið EFTA til EB verði fær eða ekki. Sænska ríkisstjórnin hefur af því lítilsháttar áhyggjur, hvort ís- lendingar geti axlað þessa ábyrgð, að því heimildir TT segja. ‘Það er eins og að borgarstjórn Málmeyj- ar ætti að vera fulltrúi Svíþjóðar í EB,“ segir háttsettur heimildar- maður í stjórnarráðinu við TT. Tilgangurinn er ekki sá, að vera hofmóðugur gagnvart íslandi eða Málmey. Skoðanir íslendinga á EB valda ekki áhyggjum. Þar eru menn samstíga. Dæmið snýst um bolmagn. Og áhuga. Það er engin tilviljun að Ingvar Carlsson forsætisráðherra tekur með sér Ulf Dinkelspiel, aðal- samningamann Svia gagnvart EB, þegar hann heldur í opinbera heimsókn til íslands nk. mánu- dag. Heimsóknin er ein kurteisis- heimsókna milli Norðurlanda. Þýðingarmiklir samningar eða erfiðar tvíhliða viðræður eru ekki á dagskrá. Dinkelspiel sendiherra er ekki undir venjulegum kring- umstæðum með í slíkum ferðum. Of mikið af fiski Fiskimál valda því að hann er engu að síður með í förinni. Of mikiðaf fiski, hreint út sagt. Und- irstöðuatvinnugrein íslendinga er fiskur eins og alkunna er (75 pró- sent af útflutningnum). Allt sem viðvíkur fiski vekur því áhuga Is- Iendinganna. Þjóðin er hins vegar daufari gagnvart öðrum málum, og bein- línis áhugalaus gagnvart sumum málaflokkum. Hvorki áhuginn eða getan hrekkur til að fjalla um öll þau svið sem eru þýðingarmik- il fyrir Svíþjóð í hinni vesturevr- ópsku samtengingu. Með formennsku I EFTA ber ísland nú höfuðábyrgð á samn- ingaviðræðunum við EB-löndin. Leiðtogafundur EFTA-Iandanna í Osló í marsmánuði var merki til EB að EFTA er að styrkja sig sem samtök og samband við Brussel. Menn urðu meira að segja sam- mála um að styrkja stöðu þess lands sem fara mun með for- mennskuna. Viðkvæmt verkefni Við höfum af því dálitlar áhyggjur, hvort íslendingar hafi bolmagn til að geta þetta,“ segir heimildarmaður í (sænska) stjórnarráðinu. Hið viðkvæma, diplómatíska verkefni Carlssons forsætisráð- herra og Dinkelspiels sendiherra verður þvi að bjóða íslendingun- um hjálp og aðstoð í hinni erfiðu vinnu sem framundan er, án þess að misbjóða sjálfsvirðingu ís- lendinga. Að ná þessu markmiði verður þyngsta þraut heimsóknarinnar til íslands hvað Svíþjóð áhrærir. Ríkisstjórnin (sænska) vill fá tryggingu fyrir að íslendingarnir gæti margra hagsmuna Svía í við- ræðunum við EB. Og þeir hags- munir snúast allir um annað en fisk, sem þeir (íslendingar) eru fullfærir um að sjá um sjálfir. Svíar taka við formennsku af íslendingum í EFTA eftir næstu áramót, sem gerir það auðveldara fyrir ríkisstjórnina (sænsku) að sýna áhuga nú þegar á vinnu Ís- lendinga. Friverslun með fisk___________ Það sem gæti ennfremur auð- veldað sambandið við Islendinga er ákvörðunin um fríverslun með fisk sem tekin var á EFTA-fundin- um í Osló í miðjum marsmánuði sl. þegar samþykkt var eftir 20 ára deilu að fríverslun næði einnig til fisksölunnar. Það er aðallega Svíum að þakka að lausn fékkst á þessu máli. Ingvar Carlsson hefur hins vegar fengið gagnrýni frá bæði Finnum og sænskum sjómönnum fyrir bragðið. En Islendingarnir eru ánægðir og jafnvel eilítið þakklátir. Þeir yrðu einnig þakklátir ef þeir fengju Svía í lið með sér í bar- áttunni gegn Grænfriðungum, en það munu þeir reyna. Álit þeirra á hvalveiðum er allt annað en um- hverfissinna, og íslendingar finna þörf hjá sér að útskýra sjónarmið sín og hvað ‘hvalveiðar í vísinda- skyni“ þýðir eiginlega. Ósökkvandi___________________ ísland sem er aðili að NATO, hefur verið kallað „ósökkvandi flugmóðurskip í Norður-Atlants- hafi.“ Hugmyndir (Jóns Bald- vins) Hannibalssonar utanríkis- ráðherra um fækkun kjarnakaf- báta á þessu hafsvæði hefur vakið reiði NATO-hershöfðingjanna og kemur til með að gera umræðuna um „alþjóðaástandið“ mun áhugaverðari en áður. Málefni Norðurlanda og vöru- skiptaverslun sem er óhagstæð ís- lendingum, verður einnig rædd. Þar að auki mun Ingvar Carlsson skoða Þingvelli þar sem íslenska þjóðþingið var stofnað árið 930. Og síðast en ekki síst mun forsæt- isráðherrann snæða hádegisverð með Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta þessarar stærstu eyju í Evr- ópu, fyrstu konunni sem kosin er lýðræðislegri kosningu í embætti forseta.“ 238241250000 COM ZCZC TT0013 5 r 128 owe oms eftaisland Omsándning ISLÁNNINGARNA AVGÖRANDE FÖR SVERIGES NÁRMANDE TILL EG? STOCKHOLM (TT) Sveriges vág till EG gár det nármaste halváret via Reykjavik. 1 juli tar Island över ordförandeskapet i Efta _ och det i ett skede som ár avgörande för om den sk Efta-vágen till EG ár framkomlig. Den svenska regeringen ár en aning bekymrad över om Island verkligen klarar att axla*det ansvaret, erfar TT. _Det ár som om Malmö kommun skulle företráda Sverige inför EG, ságer en válplacerad kálla inom regeringskansliet till TT. Avsikten ár inte att vara nedlátande mot vare sig Island eller Malmö. Det ár inte islánningarnas syn pá EG som oroar. Hár finns en samstámdhet. Det handlar helt enkelt om resurser. Och intresse. Det ár dárför ingen tillfállighet att statsrainister Ingvar Carlsson tar med sig Sveriges chefsförhandlare med EG, ambassadör Ulf Dinkelspiel, nár han pá mándag inleder ett officiellt besök pá Island. Besöket ár ett i raden av artigheter som utváxlas mellan de nordiska lánderna. Inga viktiga avtal eller svára bilaterala problem stár pá dagordningen. Fréttaskeyti frá TT.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.