Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 13. maí 1989 áhöfn og þaö er meira en segja það, að skipta um stefnu. Slíkt tekur yfirleitt lengri tíma í stærri fyrirtækjum og að því er virðist mun lengri tíma í Sambandinu. „íhaldssemin er sterk taug hjá mörgum samvinnumönnum ekki siður en hjá öðrum,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. Þótt menn vilji ekki gera stór- tækar breytingar, t.d. deildaskipta Sambandinu, eins og lagt var tii í tillögum skipulagsnefndarinnar, virðist meiri friðarvilji ríkja en síðustu misseri. Þaö telja menn a.m.k. skref í áttina. „Það er of einfalt að útskýra betri anda með því að Valur sé farinn. Menn hafa höfðu dregið verulega úr viðskipt- um, jafnframt því sem deildin mátti sæta harðri gagnrýni fyrir þjónustu og vöruúrval. Síðastlið- ið haust var stofnað sérstakt félag um reksturinn með beinni þátt- töku viðskiptavinanna, kaupfé- laganna. Þetta þykir lofa góðu, en útilokað er talið að rétta við rekst- urinn á þessu ári og raunar því næsta. Kaupfélögin hafa aukið viðskipti sín, en nokkur styr stendur um málið gagnvart KRON sem á í harðri samkeppni á Reykjavíkursvæðinu. Þjónust- an við landbyggðina kostar pen- inga og forsvarsmenn KRON telja hana of dýru verði keypta. og færa fórn sem þykir ekki sár- grætileg. Þrátt fyrir hagnað á síð- asta ári, telja menn Samvinnu-- bankann óhagkvæma einingu í þeirri samkeppni sem rikir á milli bankastofnana. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hafa þegar verið reifaðar verðhug- myndir. Aðspurður sagði Ólafur Sverrisson Ijóst að menn væru ekki kanna þennan inöguleika nerna þeir teldu sig hafa verulegan hag af því. Sverrir Hermannsson bankastjóri í Landsbankanum sagði að þessi hugmynd hefði komið upp. „En menn hafa ekki gert sér hugmyndir um hvernig þetta má verða, eða hvort þetta sé HUGMYNDIR UM SÖLU EIGNAR I AÐALVERKTÖKUM Hvað varðar sölu eigna er nú. einblínt á Samvinnubankann. Þeir eru hins vegar til sem telja at- hugunarvirði, að kanna hugsan- lega sölu á hiut SÍS í íslenskum aðalverktökum. Þar á dótturfyr- irtæki Sambandsins, Reginn, 25% með beinni aðild og að auki 7% í Sameinuðunt verktökum, sem eiga 50% í íslenskum aðal- verktökum. Hér er því um að ræða 28% eignarhlut. Hugmyndin kom upp á stjórn- arfundi Sambandsins á dögun- um. Guðjón B. Ólafsson forstjóri HLUTAFJÁRAUKNING KNÚIN FRAM? Samkvæmt heimiidum Al- þýðublaðsins eru mjög skiptar skoðanir um málið innan Sam- bandsins. Forstjóri og fram- kvæmdastjórar munu vera þeirrar skoðunar að ekki séu aðstæður fyrir hendi til hlutafjáraukningar. Þeir munu því reiðubúnir aö gefa eftir jafnan hlut í Álafossi. Frarn- kvæmdasjóður mun hins vegar ekki taka slíkt í mál. Því eru líkur á að Sambandið verði nauðbeygt að leggja fram fé í Álafoss, jafnvel með einhvers, konar eignatilfærslu því skortur er það mikill á lausafé. Þetta mál er talið ráðast á fundin- Olafur Sverrisson, stjórnarformaður, segist ekki vera búinn aö gefa stjórnarformennsk- una frá sér. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri, sagður standa utan viö væntanlega umræðu um mannaskipti i stjórn. verið þungt hugsi og eru gera sér æ betur grein fyrir þeirri ógn sem stafar af því að missa samvinnu- hreyfinguna. Menn eru sem sagt farnir að gera sér grein fyrir al- vöru málsins.“ Erfiðleikarnir hjá SÍS hafa vissulega tekið sinn toll nú þegar, þótt einhverjum kunni að þykja niðurskurðurinn með hægasta móti og tilviljanakenndur. Sam- kvæmt upplýsingum hjá Sam- bandinu voru starfsmenn í lok árs 1985 alls 1740 á launaskrá. í lok árs 1987 voru þeir 1290. Um ára- mót voru 1090 á launaskrá, en þeir munu nú vera ríflega 900. Mestu munar um fækkun starfs- manna iðnaðardeildar við stofn- un Álafoss, eða um 365 manns. Þá leiddi lokun verslananna Torgsins og Herraríkis og Kex- verksmiðjunnar Holt einnig til töluverðrar fækkunar. 1200 MILLJON KRONA TAP Mál hefur verið gert úr bréfi sem Ólafur Sverrisson stjórnar- formaður ritaði Guðjóni B. Ól- afssyni forstjóra. Erindi Ólafs var að fá skriflega greinargerð um áætlanir sem framkvæmdastjórn fyrirtækisins hefur um aðgerðir í rekstrinum. Ólafur fékk greinar- gerðina afhenta í fyrradag. í sam- tali við blaðið sagði hann einungis um að ræða eðlilegan undirbún- ing fyrirstjórnarfund. Aðspurður vildi hann ekki svara hvort hann væri sáttur við þær leiðir sem for- stjórinn boðaði. „Þetta er mál stjórnar Sambandsins,“ sagði hann. Bréfið var ekki skrifað sam- kvæmt ákvörðun stjórnarinnar, heldur af frumkvæði Ólafs og með vitund varaformanns og rit- ara stjórnar. Tap á Sambandinu var töluvert yfir einn milljarð króna á síðasta ári, eða nálægt 1200 milljónum samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins. Guðjón B. Ólafsson og Ólafur Sverrisson vildu engu svara um þessar upplýsingar blaðsins. Að mestu skrifast tap á fjárhagsdeildina, aðalsjóð, en þar eru bókfærð þau margvíslegu lán sem ekki eru sérstaklega merkt ákveðnum deildum. Af einstök- um deildum er mest tap á verslun- ardeild. Þá varð einnig verulegt tap á iðnaðardeild, skinnadeild- inni á Akureyri. Ennfremur varð töluvert tap á rekstri skipadeildar. ÓEINING UM NÝJU VERSLUNARDEILDINA Rekstur verslunardeildar hefur verið eitt stærsta vandamál Sam- bandsins síðustu ár. Kaupfélögin Tap skinnadeildarinnar varð verulegt á síðasta ári og er aðal- lega skýrt út með verðfalli og sölutregðu. Hins vegar er vonast eftir hagnaði á þessu ári, að því er Ólafur Sverrisson stjórnarfor- maður segir. Skipadeildin sem rekin hefur verið með hagnaði síðustu ár, en skilað tapi í fyrra, hefur ekki legið undir sérstakri gagnrýni og veldur raunar ekki miklum áhyggjum Sambandsmanna. LANDSBANKI YFIRTAKI SAMVINNUBANKA Sambandið er ekki eitt um að eiga í erfiðleikum. Ef fyrirtækið á að eiga möguleika á að rétta við á næstunni þarf hið almenna rekstrarumhverfi að breytast til batnaðar. Á meðan illa gengur hjá öðrum er lítil von til þess, að Sambandið nái að selja eignir og hugsanlega gætu aðstæður leitt til þess að SÍS þurfi að selja arðvæn- legustu þætti rekstursins. Sambandsmenn binda miklar vonir við að Landsbankinn kaupi Samvinnubankann. Með því móti væri hægt að aflétta drápsklyfj- um hjá aðalviðskiptabankanum, mögulegt,“ sagði Sverrir og bætti við að þetta væri ekkert einfalt mál. Þröstur Ólafsson, stjórnarformaður KRON, sagður i hópi þeirra sem vilja mannaskipti i stjórn SÍS. Hann er sjálfur orðaður við stjórnarsetu. segir hins vegar ekki hafa verið komið að máli við sig út af þessu og vildi hann ekki tjá sína skoðun á málinu í samtali við blaðið. SVERRIR TELUR TRYGGINGAR GÓÐAR Þegar spurt er um skuldir Sam- bandsins í Landsbankanum er komið að læstum dyrum. þing- menn hafa gert tilraun til að spyrj- ast fyrir um tryggingar að baki lánunum, en í svari Ríkisendur- skoðunar í fyrri viku er vísað til bankaleyndar. En jafnframt var upplýst að Bankaeftirlitið hafi ekki séð ástæðu til athugasemda. Ennfremur hafa endurskoðendur bankans engar athugasemdir gert. Mál Sambandsins hafa hins vegar verið í sérstakri athugun innan bankans. „Tryggingamál eru í góðu lagi, en ég vil og get ekki um þau talað,“ sagði Sverrir Hermannsson. „Það hefur verið tap á Sambandinu og þar eru menn auðvitað með allskyns ráðagerðir, sem þeir láta okkur fylgjast með, enda hlýtur bankinn að gera kröfu til þess. Það er for- stjórinn sem getur setið fyrir svör- um hvað þetta varðar.“ SKYNDIFUNDUR UM ÁLAFOSS Boðað hefur verið til skyndi- fundar í Sambandinu næstkom- andi þriðjudag. Fundarefnið er hlutafjáraukning í Álafossi, sem Sambandið á til helmninga á móti Framkvæmdasjóði. Álafoss var stofnað haustið 1987 eftir að stefndi í þrot hjá gamla Álafossi, í eigu Framkvæmdasjóðs, og hjá ullariðnaði Sambandsins. Sambandið lagði alls 420 millj- ónir í dæmið á móti Fram- kvæmdasjóði. Reksturinn hefur engan veginn gengið sem skyldi og ekki hefur tekist að snúa nægi- lega við til betri vegar með að- gerðum. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins er þegar búið að éta upp helming eigin fjár. Á fundinum á þriðjudag á hins veg- ar að taka ákvörðun um enn meira meðlag, eða 90 milljóna króna hlutafjáraukningu á móti sömu upphæð frá Framkvæmdasjóði. Sambandlö á 28% eignarhlut í Islenskum aðalverktökum. Hugmynd um sölu þess eignarhluta hefur verið relf- uð innan stjórnar SÍS, en Guðjón B. Ólafsson, forstjóri, segir ekki hafa verið komið að máli viö sig. Sverrir Hermannsson, bankastjóri i Lands- bankanum: Tryggingamál í góðu lagi. um á þriðjudag. Hvorki forstjóri né stjórnarformaður vildu tjá sig um málið í samtali við blaðið, en staðfestu að fundurinn snérist um að taka afstöðu til hlutafjáraukn- ingarinnar. Það er óneitanlega furðuleg staða sem Sambandið stendur frammi fyrir, að þurfa auka hluta- fé sitt í óarðbæru fyrirtæki á sama tíma og verið er að reyna losna undan slíkum einingum. Ála- foss-málið er kannski svolítið dæmigert fyrir SÍS, það snýst jafnmikið um pólitík og rekstur fyrirtækis. Hjá Álafoss vinna 500 manns og bróðurparturinn á Ak- ureyri, sem stundum er kallað höfuðvígi samvinnuhreyfingar- innar. Það þykir ábyrgðarhluti fyrir Sambandið að raska slíkri undirstöðu. UNNIÐ AÐ MIKLUM MANNASKIPTUM í STJÓRN Aðalfundur Sambandsins verð- ur haldinn í byrjun júní. Áður ert að því 'kemur eiga menn eftir að skipa sér í fylkingar, því miklar líkur eru taldar á mannaskiptum í stjórninni. Ólafur Sverrisson, fyrrum kaupfélagsstjóri í Borgar- nesi, tók við formennsku þegar Valur Arnþórsson fór í Lands- bankann. „Ég er allavega ekki bú- inn að gefa það frá mér,“ sagði Ólafur þegar Alþýðublaðið spurði hvort hann hygðist gefa kost á sér til aframhaldandi stjórnarformennsku. Næstu vikurnar eiga skeyti eft- ir að ganga á milli um árangur eða árangursleysi við stjórnun fyrir- tækisins. Sjálf stjórnin á eftir að dragast inn í þá umræðu og sam- kvæmt heimildum blaðsins verð- ur unnið að liðssöfnun til að gera breytingar á henni. Hugsanlega verður fundinn kandidat gegn Ol- afi Sverrissyni. Yngri menn í hreyfingunni, aðallega þeir sem tengjast KRON, telja nauðsynlegt að stokka upp í stjórninni. Þröst- ur Ólafsson stjórnformaður KRON og rekstrarstjóri er orðað- ur við stjórnarsetu. Það veltur hins vegar á breiðri samstöðu og skipulagningu hversu langtverður komist í mannabreytingum í stjórninni. KRON er langstærsti aðilinn á aðalfundum, með 39 fulltrúa. Næsta féiag, KEA á Ak- ureyri, er með 20 fulltrúa. Þegar illa gengur reyna menn að hengja það á hatt einhvers. Hingað til hefur Guðjón forstjóri einn mátt taka við gagnrýninni. Undiraldan nú beinist hins vegar ekki gegn honum, heldur teija menn sýnt að framkvæmdastjórn fyrirtækisins þurfi sterkari stjórn að baki til að sigrast á erfiðleikun- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.