Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. maí 1989 13 Saga úr stéttskiptu landi Brot úr sögu þjóðarinnar Athöfn gegn kúguninni NÆTURGANGA SVÖVU Aö kvöldi hvítasunnu verður frumsýnt i sjónvarpinu, nýtt islenskt sjónvarpsleikrit, Næturganga, eftir Svövu Jakobsdóttur. Verk sem hún segir vera tilraun til að lýsa litlu broti af sögu þjóðarinnar og sögu þess fólks sem land- ið byggði. Lítil saga sem hafði áhrif langt út fyrir stað og stund. Að hennar mati eitthvað sem sjónvarp á að gera meira af. Næturgöngu byggir Svava á sannsögulegum atburðum. Und- irstrikar þó að verkið sé skáldverk þó hinir raunverulegu atburðir myndi grindina að leikritinu. „Verkið byggir á atburði sem er vel þekktur úr islenskri verkalýðs- sögu og ég nota mér þær heimildir sem til eru. Persónurnar eru hreinn skáldskapur og öllum nöfnum breytt.“ Verkið byggir á sögu ungrar konu sem ræðst sem vinnukona á bæ á íslandi árið 1916. Henni er gert að ganga til allra verka, utan dyra og innan og vinna langan vinnudag, en auk þess að annast vinnumann eins og þá var til siðs. Hver vinnumaður hafði eina vinnukonu til að þurrka fötin, stoppa og staga og sjá um allt sem þurfti. Hún verður á sama tíma ástfangin af vinnumanninum en síðan gerast atburðir sem verða til þess að reyna mjög á þolrifin í þeim hjúum. „Þetta gerist á önd- verðri öldinni og það eru ýmsar hræringar í þjóðfélaginu á þess- um tíma. Sveitin er í töluverðri upplausn, flutningar til sjávarsíð- unnar og til Reykjavíkur og vinnuhjú farin að gera auknar kröfur um frelsi undan áþján. Á móti kemur að bændaþjóðfélagið íslenska var mjög íhaldssamt og vildi halda fast í hefðir og venjur. Frjálsari vinnuhjúalöggjöf sem danski kóngurinn hafði lagt fyrir íslenskt alþingi hafði verið hafn- að, enda þótt það hefði verið sam- þykkt í Danmörku.“ „Meginmarkmiðið hjá mér er að draga fram þástéttaskiptingu sem í sögunni felst. Þeir sem ekki sjá það og vilja túlka leikritið sem sögu um kúgun kvenna eingöngu, þeim hefur yfirsést aðalatriðið. Það er rangur lestur og ég hafna algerlega þeirri kenningu sem hæst ber nú á dögum að kúgun sé eingöngu kynbundin. Aðeinvörð- ungu karlar séu kúgararnir. í leik- ritinu kemur fram flókið samspil stétta- og kvennakúgunar. Valda- tilhneingingin er í öllum, jafnt konum sem körlum. Ég er þeirrar skoðunar að aðstæðurnar skapi manninn að mjög miklu leyti. Það má miklu frekar segja að and- stæðurnar í þessu verki séu at- höfn og kúgun, frekar en karl og kona. Já, stéttaskiptingin er vissulega til enn þann dag í dag, hún er ekki jafn skýr og áður. Hún hefur meira breyst en horfið. Pening- arnir ráða enn þá miklu en þekk- ingin er líka virt valdatæki. Það er síður en svo tímabært að mínu viti að leggja af hugtökin hægri og vinstri. —- Auðvitað fer þetta eftir hvernig menn túlka orðið vinstri. í mínum huga felst í því sam- hyggja eða félagshyggja — skiln- ingur á rétti annarra til að ráða umhverfi sinu sjálfir án þess að kúga aðra og valddreifing því samfara. Skilningur á mikilvægi þess að fótumtroða ekki lífs- möguleika annarra þó maður sjálfur eigi sér sinn sælureit. En á hinn bóginn er gamla merking hugtakanna hægri og vinstri, stranglega í gildi víða í heiminum í dag og í nútíma veröld getum við ekki leyft okkur að skilgreina bara fyrir okkur sjálf. Það er ekki annað hægt en að hugsa um heim- inn í heild sinni.“ — Talandi um nútíma heim. Það er hlutskipti rithöfundarins að skrifa fyrir nýjan miðil. Sjón- varpið. „Já, það voru töluverð við- brigði. Einkum vegna þess að ég þekki vel til annarra, leikhússins, skáld- og smásögunnar. Það er margt sem er á annan veg og það fór mikill tími og orka í að velta upp hreinum tæknilegum atrið- um. Hvernig sýnir maður t.d. tímaframvindu milli atriða? Sjón- varpið þyrfti eiginlega að hafa á sínum snærum dramatúrg sem leiðbeindi ókunnugum um því um lík tæknileg atriði, svo höfundar þyrftu ekki að eyða orku sinni í einföld atriði sem kunnáttumenn leysa auðveldlega." Hún segir að verkið sé raun- sætt, markmiðið hafi verið að segja sögu. En um leið er hún þekkt fyrir að brjóta upp hefð- bundið raunsæi i sögum sínum. „Fyrir mér er eðlilegast að sjón- varpið sé raunsætt, það er sá stíll sem er heppilegastur fyrir sjón- varpið.“ — Afhverju? „Vegna þess að rými áhorfand- ans er svo lítið, það er bara þessi litli skjár og svo kunnuglegt um- hverfið — stofan heima og sjón- varpsstólinn eða sófinn. Þetta er annað í leikhúsinu. Strax og þú leggur af stað í leikhúsið er hugur- inn farinn af stað og leikhúsið sjálft er partur af blekkingunni. Þetta er annað umhverfi en þú átt að venjast, rýmið er allt annað og allt þetta losar hugarflugið úr böndum — ýtir beinlínis við því. Ég tel að umhverfið skipti miklu máli. Hinsvegar — sjónvarpið — það er heima við í þekktu um- hverfi og fá hjálparmeðul fyrir ímyndunaraflið önnur en raun- veruleikinn sjálfur.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.