Tíminn - 24.01.1968, Blaðsíða 1
FASTEIGNASALAN
EiGNIR
STR ÍTI *
16637 — 18828.
19. tbl. — Miðvikudagur 24. jan. 1968. — 52. árg.
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega
80—100 þúsund lesenda.
STORSIGUR RADIKALA VARD
STJÓRN KRAGS AD FALLI!
Reykjavík-NTB-Kaupmannahöfn, þrðjudag.
•k Jafnaðarmannaflokkurinn í Ilanmörku beið verulegan ósigur f
kosningunum til Þjóðþingsins í dag, en Radikalir unnu mjög mikinn
sigur, bættu við sig 7,7% greiddra atkvæða og 15 þingmönnum. Sósíal-
íski meirihlutinn í þjóðþinginu er ekki fyrir hendi Icngur, en borgara-
legu flokkarnir þrír, Radikalir, Vinstri flokkurinn og íhaldsflokkurinn
hafa hreinan meirihluta. Er þess vænzt, að Jcns Otto Krag, forsætis-
ráðherra, muni í fyrramálið, miðvikudag, biðjast lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt, og að viðræður hefjist þann sama dag milli borgaralegu
flokkanna þriggja um stjórnarmyndun.
LeiStogar hins sigursæla Róttæka vinstri flokks, t. v. Hilmar Baunsgaard og t. h. Karl Skytte.
•k Samkvæmt kosningalögum í
Danmörku þurfa flokkar aS fá
a. m. k. 2%greiddra atkvæða, til
þess að fá þingmann kjörinn. Sam
kvæmt úrslitunum í kvöld var
ljóst, að Jafnaðarmenn. Sósíal-
íski alþýðuflokkurinn, Radikalir,
Vinstri flokkurinn og íhaldsflokk
urinn myndu allir fá þingmenn. Ó-
Ijóst var hvort Vinstrisósíalistar
myndu ná því takmarki, en ekki
var útlit fyrir það í kvöld. Þetta
getur breytzt við endurtalningu en
Dómsmálaráðherra leggur fram tillögu um breytingu á kosningalögunum:
Bannaðir verði 2 list-
ar í nafni sama flokks
TK-Reykjavík, þriðjudag.
Jóhann Hafstein, dómsmála-
ráðherra, lagði í gær fram á
Alþingi breytingatillögur við
kosningalögin þess efnis, að
óheimilt verði að bjóða fram
tvo lista í nafni sama flokks.
Yrði þetta samþykkt er komið
í veg fyrir að listi á borð við
lista Hannibals Valdimarsson-
ar á s.l. vori, geti talizt til
ákveðins stjórnmálaflokks við
úthlutun uppbótarsæta til við-
komandi flokks.
Dómsmálaráðherra leggur til
að þetta ákvæði í kosningalög-
unum verði orðað svo:
..Framboðslista skal fylgja
skrifleg yfirlýsing meðmæl-
end-a listans um það, fyrir
hvern stjórnmálaflO'kk listinn
sé borinn fram, svo og skrif-
leg viðurkenning hlutaðeigandi
flokksstjórnar fyrir því, að list
inn skuli vera í kjöri fyrir
flokkinn. Ekki getur stjórn-
málaflokkur boðið fram fleiri
en einn lista í sama kjördæmi.
Vanti aðra hvora yfirlýsinguna,
telst listinn utan flokka".
Samkvæmt þessu yrði það á
valdi meirihluta flokksstjórnar
viðkomandi flokks að ákveða
það, hvor listinn skuli talinn
listi flokksins, ef svo ber til að
tveir listar koma fram og með-
mælendur beggja lista telja þá
borna fram fyrir sama flokk.
í vor hefði það samkvæmt
Framhald á bls. 14
sennilegast er að þessir fimm flokk
ar fái einir þingmenn kjörna af
þeim 11 flokkum er í kjöri voru.
Síðustu fregnir af talningunni,
er borizt höfðu i gærkvöldi, birt-
ust, þcgar rúmlega 90% atkvæð-
anna höfðu verið talin, og var þá
álitið að þingmannafjöldi flokk-
anna yrði sem1 hér segir:
Jafnaðarmenn 63 þingmenn tapa 6
Radikalar 28 þingm., vinna 15
íhaldsflokkurinn 38 þingmenn,
vinna 4.
Vinstri flokkurinn 35 þingmenn,
óbreytt.
Sósíaliski alþýðuflokkurinn
11 þingm., missa 3.
Þetta eru samtals 175 þingmenn,
og hafa þá borgaralegu flokkam-
ir þrír 101 þingmann.
, Smávægilegar breytingar geta
orðið á þessu, þegar endanlegar
tölur liggja fyrir, að það mun
ekki breyta því, að borgaralegu
flokkarnir hafa hreinan meirihluta
á þjóðþinginu, o<g munu því mynda
ríkisstjórn. náist samkomulag um
málefnasamning þeirra á milli.
Hinn raunverulegi sigurherra
kosnimgaíma eru Radikalar (Rót-
tæki ýinstri flokkurinn). Þetta er
ekki einungis vegna hins mikla
kosningasigurs, heldur einnig
vegna þess að í þeim viðræðum
um stjórnarmyndun, er hefjast á
morgun, miðvikudag. munu Radi-
kalir hafa lykilaðstöðu. Samkv.
þeim ummælum, er leiðtogi Radi-
Framhald á bls 14
Poul Möller,
leiðtogi íhaidsflokksins
Poul Hartling,
leiðtogi Vinstri flokksins
P. Didriksen,
einn leiðtoga Liberal Centrum
Erik Sigsgaard,
einn leiðtoga Vinstrisósíalista
Jens Otto Krag,
leiðtogi jafnaðarmanna