Tíminn - 09.02.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1968, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 9. febrúar 1968. Tl EVIKNN 5 Það vakti talsverða athygli, þegar ung stúlka freiStaði gaef unnar sem nautabani í smá- bæ einum á Sþáni. Nautið, sem Mn fékkst við var ekki stórt, en þó nógu stórt til þess að það velti henni um kioll. Menn komu stúllkunni þegar í stað til hjálpar og var það ekki talin nein furða að menn væru fúsir til þess að hjálpa henni, því að stúlkan var eng in önnur en Maria del Carmen Martinez Bordiu Franoo dóttir markgreifans af Villavarde, með öðrum orðum dótturdóttir Francós. ★ Það gerist ýmislegt meðal kvikmyndafólksins- Fyrir skemmstu var Peter Sellers og sænska konan hans Britt Ek- lund, sem nú kallar sig Ek- land á skemmtistað í Holly- wood. Þar upphófst allt í einu mikið rifrildi, sem en^aði með því að Peter Sellers. fékk salt- og piparkrúsir í höfuðið auk borðbúnaðarins, sem var á borðinu. Rifrildið varð vegna ósamkomulags þeirra hjóna um það hvar þau ættu áð búa. Britt viM búa í Hollywood, hafa sundlaug og taka þátt í samkvæmislífi borgarinnar, en Peter dreymir um kyrrlátt heimili heima á Englandi, þar sem hann getur slappað af í ró og næði setið fyrir framan arininn og reykt pípuna sína. Reita Faria, sem valin var Miss 'World 1966 er M í þann veginn að verða læknir og vinnur nú þ.essa síðustu mán- uði í námi sínu á spdtala í London. Hún segist vera harð ánægð með það að vera komin aftur á spítala tM vinnu sinn ar. Það hafi að vísu verið spennandi að vera Miss World smátíma, en heldur hafi það verið innihaldslaust. Sú var tíðin, að Reita vann sér inn um það bil fimmtíu þúsund krónur á dag, fyrir að sýna fegurð sína, en þegar Mn verður orð- in læknir verður hún að láta sér nægja tvö þúsund og fimm hundruð krónur á viku. ★ Paul Moret, sem er fransk — kanadískur féli úr sti'ga og var fluttur á sjúkrahús. Þegar hann komst tit meðvitundar aftur, sá hann að hjúkrunar- kona, sem vakti yfir honum var engin önnur en fyrrver andi eiginkona hans, sem hann hafði stokkið frá fyrir átta ár- um síðan. Þegar hann útskrif aðist af sjúkrahúsinu, fór hann með hjúkrunarkonuina með sér og þau giftu sig aftur í snarhasti. ★ Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni hefur franska söngkonan Francoise Hardy verið í tygjum við Ali Reza Pahlavi prins af íran. Nú er Francoise farin til írans í boði prinsins og ætlar hann að kynna hana fyrir keisarafjöl- skyldunni. Prinsinn er bróður sonur núverandi keisara í Plprsíu og er einn af erfingjum keisaradæmisins. ★ Leikritahöfundurinn John Osborne- Höfundur leikritsins Horfðu reiður um öxl, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum) hefur nú gift sig í fjórða sinn. Osborne, sem nú er þrjátíu og átta ára gam ail, er nýskilinn við þriðju konu sína, til þe®s að giftast leikkonu að nafni Jill Bennett pg eru þau í þann veginn að fly-tja inn í einbýlishús, seni þau keyptu fyrir átta milljónir króna, sem þau lögðu á borðið við kaupin. ★ Það hefur lítið heyrzt af Marianne Faitheful sem söng konu undanfarið. Hins vegar hefur það vitnazt, að hún er nú að leika í kvikmynd og er aðaMeikarinn sem leikur á móti henni enginn annar en franska kvennaguilið Alain Delon. ★ Hann situr virðulegur í hin um hvíta skrúða pófans. Mað urinn á myndinni hér að ofan ber öll einkenni forustumanns kirkjunnar í Róm. En andlitið þekkja ^llir. Þetta e-r léikarinn Anthony Quinn í Mu-tverki sínu í „Skór fiskimannsins“ — sögunni um rússneska erkibisk upinn, sem var páfi. Hinn drykbfeldi Quinn, sem er 53 ára, og er nýskilinn við konu s-ína, Katherine De Mille, dóttur hins fræga kvikmynda stjóra í Hollywood, eftir 27 ára hjónaband, er ákveðinn í að skila páfahlutverki sínu á full kominn hátt, en þar glímir hann við ýms vandamál eins og giftingar, takmörkun barn- eigna og skilnaði. Anthony Quinn er fæddu-r í Mexikó af þarlendri móður og írskum föður. Hann á fjögur b-örn með fyrri eigin-konu sinni, en er nú kvæntur aftur ungri ítalskri leikkonu, Yoland-e, og á méð henni þrjú börn, en þau ha-fa nokkuð lengi búið saman. Yolande er mjög af- brýðissöm út í þær leikkomir, sem leiika með manni hennar, en hún þarf ekkert að óttast í páfamyndinn.i þar sem hann er umkringdur kardinálum. úm heims klæddist þarna „maxi“ loðkápu og „maxi“ síð buxum. Leikkonan Faye Dunaway og unnusti hennar Jerry Sohatz berg voru fyrir nokkru í heim sófen í Sovétríkjunum og er þessi mynd tekin af þeim í Moskvu. Það vakti talsverða athygli ,að Fa-y, sem var kjör- in ein af tól'f bezt klaeddu kon- Á VÍÐAVANGI Aflt vitlaust reiknað hvort sem var Á Alþingi hefur verið rætt um væntanlega Norðurlands- áætlun síðustu daga, og fjár- málaráðherra og fleiri múnu hafa haft þær afsakanir uppi fyrir drætti þeim, seni orðinn er á verkinu, að Efnahagsmála- stofnunin hafi verið svo önn- um kafin síðustu mánuði við útreikninga vegna gengislækk- unar og cfnahagsmála, að hún hafi ekki getað sinnt þessu. Kunnur maður og gamansam ur sagði, er hann heyrði þetta, að hagræðing hefði verið, ef Stofnunin hefði farið sér hæg ar við þetta, því að það hefði nú allt saman reynzt vitlaust reiknað hvort sem var og ráð- herraroir síðan dregið enn vitlausari ályktanir af öllu saman. Tryggingastríðlð Tryggingastrfðið heldur á- fram í Morgunblaðinu og Al- þýðublaðinu. Morgunblaðið var í sókn í gær og lét dynja á mótbýlingi sínum á stjórnarsetr inu háðsglósurnar um „staðnað ar hugmyndir" í tryggingamál- um og úrelt viðhorf. Það fer svo sem ekki milli mála, hver er brautryðjandinn í þessum máium á þeim bæ. Fólk fylgist spennt með þessari séi-stæðu borgarastyrjöld á heimili rík isstjómarinnar, Húsnæðismálastríðið Þá virðist eirnig annað stríð háð á stjórnarlieimilinu um þessar mundir. Sjálfstæðisflokk urinn telur sig eiga allan heið ur af stórvirkjum í húsnæðis- málum, t. d. Byggingaáætlun- inni, en Alþýðuflokknum þykir hart að láta hann stela frá sér þeirri senu og telur Eggert IÞorsteinsso-n höfuðsmann sinn í þeirri sókn. Stjórnarflokkunum er auð- vitað velkomið að bítast um „heiðurinn“ af þessu, en á meðan munu aðrir rifja það upp fyrir sér, að aðgerðir þær, sem flokkarnir vilja eigna sér hvor um sig, hafa séð dagsins ljós fyrir það, að verkalýðsfé- lögin liafa knúið þetta fram í kjarasamningum og hótað verkfalli til þess að knýja stjórnarflokkana til eiohverra !| aðgerða. Og verkalýðsfélögin Itöldu réttara að knýja Bjama til þessara samninga en ráð- herra Alþýðuflokksins, sem þó kallast að fari með þessi mál í ríkisstjórninni. Barningsmenn Alþýðublaðið segir svo í for ystugrein í gær: „Það hefur verið fátt um góð tíðindi eða hagstæð á sviði efnahagsmála undanfarna máqL uði. Þar hefur verið við ærna og sívaxandi erfiðleika að etja, og íslenzka þjóðin hefur sjald- an mætt svo rniklum andbyr fyrr“. Það sér á, að ráðlierrarnir telja sig vera mikla barnings. menn um þessar mundir, og þeim vex það mjög í augum, hve róðurinn er þungur. Það er rétt, að það ér ekki glæsilegt um að litast í efnahagsmálum núna, og vel þarf að taka á Iárum til þess að færa farið tH réttrar leiðar. En hverjum Ískyldi það vera að kenna? Met afli hefur verið mörg ár í röð, Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.