Tíminn - 09.02.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.02.1968, Blaðsíða 16
33. tbl. — Föstudagur 9. febr. 1968. — 52. árg. / í Kostaði mann lífíð að óhlýðnast skip- unum skipstjórans OÓ-Re\*javík, fimmtudag. MafEurinn sem fórst var sá eini af skipshöfninni sem óhlýSn aðist fyrirsklpunum mínum, og stökk út í björgunarbátinn, þótt ég væri búinn að skipa öllum mannskapnum, að halda kyrru fyr ir um borð, sagði George Burkes, skipstjóri á Notts County, en hann kom til Reykjavíkur í dag frá ísafirði ásamt 1. stýrimanni, Barry David Stokees. Þeir hafa báðir legið á spítalan um á ísafirði síðan á mánudag, er þeim var bjargað- Stýrimaðurinn er öklabrotinn, en skipstj órinn var mjög illa kalinn á höndum. Þegar til Bretlands kemur fer hann aftur á spítala, en drep er komið í kateárin og verður að taka af honum að minnsta kosti fjóra fingur hægri handar. Þrátt fyrir meiðslin bar Burkes sig vel, er hann kom til Reykjavík ur og töluðu Bretarnir við blaða- menn á Hótel Borg. Sögðu yfir mennirnir að öll ski.pshöfnin haifi sýnt undraverða rósemi eftir að togarinn strandaði og/farið eftir fyrimælum, nema þessi eini mað ur og kostaði það hann líifið. Þegar togarinn strandaði var skiipshöfnin búin að standa við að höggva ís, sem hlóðst á skipið, í 18 klukkustundir. Allan þann tíma hélt skipið sjó inni á fsa- fjarðardjúpi, áisamt öðrum brezk um togurum. Stórfmð var á og snemma á sunnudag hlóðst svo mikill ís á radarinn að hann varð óvirkur, og ekki sá út úr augunum fyrir hríðinni. Reyndi skpistjórnar menn að halda togaranum úti á miðju Djúpi, létu þeir skipið reka nokkra stund og sigldu síðan upp í veðrið. En kl. 23 á sunnudags- kvöldið tók togarinn niðri. Gaf þá skipstjórinn skipun um að sigla á fuillii vélarafli í átt til strandarinnar til að komast sem lengst upp í fjöruna. ■ Björgunarbátar voru settir út til að hafa þá tilbúna við skips- hliðina, ef á þyrfti að halda. Skip stjórinn gaf strangleg fyrirmæli um að enginn nvætti samt fara í bátana að svo stöddu. Þessu var hlýtt utan einn maður stökk út í einn bátinn. Náðist hann ekki aiftur um borð í togarann fyrr en kluikkustund síðar og var þá lát- inn. Ftjótlega eftir að togarinn strandaði fylltist vélarrúmið af sjó og slöðvaðist vélin. Síðar kom Framihald á bls. 15. Slgurður SigurSsson Páll ísleifur Vllhjálmsson Ragnar Rögnvaldsson Heiðrún II. talin af MEÐ HENNI FÓRUST 6 SJÓMENN Drukknaðra sjómanna minnzt á Alþingi í gær 1' 'ST* |k| EJ-Reykjavík, fiinmtudag. Heiðrún II. frá Iíolungarvík er nú talin af. Með skipinu fórust sex menn. Þeir eru allir frá Bolungarvik. Þeir sem fórust með Heiðrúnu voru: Riignvaldur Sigurjónsson, annar vélstjóri og sá eini, seni skráður var á bálinn, 52 ára að aldri. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn, en aldraðir foreldrar hans eru einnig á lífi. Tveir synir Rögnvalds, Ragnar, 18 ára gamall, og Sigurjón, 17 ára gamall. Páll ísleifur Vilhjálmsson, 31 árs. Ilann lætur cftir sig konu og eitt barn. Kjartan Ilalldór Kjartansson, 23 ára. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Yngra barnið fæddist í fyrradag. Foreldrar hans eru einnig á lífi. Sigurður Sigurðsson, 16 ára. For. eldrar hans eru á lífi. Nú er talið víst, að Heiðrún II. hafi farizt á ísafjarðardjúpi að- Framhald á bls. 14. VARDSKIPSMONNUM A ÓÐNIBODID TIL HULL ? IGÞ-Reykjavík, fimmtudag. 1 Heyrzt hefur að borgarstjórinn í Hull hafi ákveðið að bjóða áhöfn varðskipsins Óðins til borgarinnar í þakklætisskyni fyrir björgun áliafnarinnar á togaranum Notts County. Tíminn leitaði staðfest- ingar á þessari frétt hér hcima, en enginn vissi um þetta boð liér. Þá sneri Tíminn sér til borgarstjór- ans í Hull með fyrirspurn varð- a.ndi þetta, en svar hafði ekki bor izt frá honum, þegar blaðið fór í prentun. Tilefnið er, að skipverjar eiga að taka á móti sérstakri viður- kenningu fyrir björgunina og aðra aðstoð, sem starfsmenn landhelgis ga^lunnar hafa veitt Hull-togur- um. Varðskipsmenn á Óðni hafa ver ið mikið í fréttum brezkra blaða að undanförnu. Hefur skipherrans, Sigurðar Árnasonar, víða verið get ið, og einnig þeirra tveggja, Sig- urjóns Hannessonar 1. stýrimanns og Pólma Hlöðverssonar 2. stýri- Framhald á bls. 14 George Burkes, skipstjóri, (t. v.) og Barry David Stokes stýrimaöur, ganga Inn i lyftuna á Hótel Borg. (Tímamynd: Gunnar) 107IBUDIR FULLGERÐAR’67 FB-Reykjavík, miðvikudag. íbúðir (624 árið áður). Þar af voru í ársbyrjun 1967 voru í bygg-| fullgerðar á árinu 107 íbpðir (146) ingu í Kópavogi 478 íbúðir miðað auk þess voru í notkun í árslok við 529 árið á undan, að því er 279 íbúðir (181) í 200 (179) ófull segir í skýrslu byggingafuiltrúans; gerðum húsum og fokheldar 112 í Kópavogi um byggingafram- íbúðir (233). kvæmdir í Kópavogskaupstað árið í ársbyrjun 1967 voru i bygg- 1967. Á árinu var hafin bygging íngu 31 iðnaðar- og verzlunarhús á 90 íbúðum cn 95 árið áður. f (34). Hafin var bygging á 11 hús- byggingu voru því á árinu 568 1 Framhaia a ois. 14 SigurSur Árnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.