Tíminn - 09.02.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.02.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 9. febrúar 1968. TIMINN 9 Otgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórannn Þórarinsson (áb) Andrés Kristiánsson )ón Belgason og Indriðt G. Þorsteinsson Fulltrú) ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastjóri' Steingrimui Glslason Ritsti.skrifstofur t Eddu búsínu símai 18300—18305 Skrtfsofur Bankastræti ? AJ- greiðsiusimi- 12323 Auglýsingasim) 19523 Aðrai skrifstofur sími 18300 Askriftargjald kr 120 00 á mán Innanlands — í lausasöh’ kr 7 00 eint - Prentsmiðjan EDDA h t Lítt dregið úr tollahækkuninni Stjórnarblöðin eru stórletruð og orðmörg um svo- nefnda tollalækkun ríkisstjórnarinnar, sem birt sé í frumvarpi, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Stjórnar- blað sagði í forystugrein í gær, að þessi tollalækkun hefði verið frábærlega/vei undirbúin, og mátti helzt af því skilja, að hér væri um eitthvert efnahagslegt meistaraverk að ræða. Vel má vera, að ráðherrarnir líti svo á, og er það þá í góðu samræmi við blekkinga- leikinn frá því fyrir kosningarnar í vor. Þegar um þetta mál er talað nú, ber fyrst og fremst að hafa það í huga ,að hér er alls ekki um neina tolla- lækkun að ræða, heldur hefur orðið veruleg tolla- hækkun. Með gengisbreytingunni varð sjálfkráfa mikil tollahækkun, og ríkisstjórnin hét því þá að skila aftur sem svaraði 270 millj. kr. a.m.k. eins og Morgunblaðið hefur játað, þar sem það sagði í forystugrein í fyrradag: „Fjármálaráðherra hefur upplýst, að í fyrstu hafi verið stefnt að 270 millj. kr. tollalækkun“, og um þetta gaf ríkisstjórnin alveg skilyrðislaust loforð við afgreiðslu fjárlaganna fyrir jólin. Þetta var bindandi loforð um að skila aftur nokkrum hluta þeirra tollahækkana, sem urðu við gengisfellinguna og átti að draga úr hinni miklu verðhækkun á neyzluvörum. Það er því algert öfugmæli að kalla þetta tollalækkun. Hér er aðeins verið að draga lítið eitt úr tollahækkunum. Það er svo kapítuli út af fyrir sig og samboðinn þessari ríkisstjórn, að hún s'kuli telja sér sæma að bregð- ast að verulegu leyti bindandi loforði sínu fyrir nokkrum vikum um tiltekin skil á þessurn tollahækkunum, eða um a.m.k. 110 milljónir kr. eins og stjórnin hefur játað. Og rammara háð verður varla um þetta haft en þau orð stjórnarblaðsins, að þetta mál hafi verið frábærlega vel undirbúið. Nú sér fólk í hverju sá undirbúningur hefur verið fólginn — 1 því að reyna að hagræða brigðunum sem bezt. Ríkisstjórnin hefur engu gleymt og ekkert lært síðan í kosningabaráttunni í vor, enda mun hún telja, að árangurinn þá sýni, hvað óhætt sé að gera og bjóða fólki af þessu tagi heiðarleikans. Ríkisstjórninni bar að sjálfsögðu að standa vi0 loforð þau, sem hún hafði gefið um skil á hluta þeiiTa tolla- hækkana, sem orðið höfðu. Og það er gersamlega óvið- unandi, ef ekki má treysta slíkum yfirlýsingum ríkis- stjórnar. Slík orðheldni er nauðsynleg undirstaða allra skipta borgaranna við ríkisvaldið. Ekkert er t.d. líklegra til tortryggni og örðugleika í samningum um kjaramál en slíkar brigðir, og furðulegt má það teljast, ef ríkis- stjórnin heldur að þessi vinnubrögð séu til þess fallin að greiða fyrir kjarasamningum. Vandamá! bænda Stéttarsamband bænda situr á aukafundi þessa daga til þess að ræða hin brýnustu vandamál, einkum verð- lagsmál landbúnaðarvara. Af þeim gögnum, sem fyrir liggja, og formaður sambandsins rakti í setningarræðu, er ljóst orðið, að;S.l. ár var bændum mjög óhagstætt og skuldir þeirra hafa aukizt verulega. Sérstaklega er þeim þungt í skauti, hve afurðalán eru lítil og rekstrarlán naum. Einnig er auðsætt, að mjög vantar á að útflutnings uppbætur, eins og þær eru ráðgerðar nú, dugi til þess að grundvallarverð náist. f GRAHAM HOVEY: fellt grísku herforingjastjónnína Þeir þurfa jafnframt að njóta stuðnings Bandaríkjamanna. FQRUSTUMENN mismun- andi stjórnmálaflokka meðal grískra útlaga eru teknir að leitast við að mynda samein- aða samfylkingu lýðræðissinna til þess að knýja hefforingja- klíkuna til þess að láta af völd um í Aþenu. Sumir forustu- menn þessarrar hreyfingar halda fram, að ef þeim mis- takist þessi viðleitni kunni svo að fara, að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Atlants- hafsbandalaginu standi að lok- um andspænis „annarri Viet- nam-styrjöld“ í Grikklandi Leiðtogar samtakanna eru sannfærðir um, að herforingja klíkan ætli sér að halda völd- um í það óendanlega og breyta stjórnarskránni í samræmi yið þann tilgang. en kúgunarstefna herforingjastjórnarinnar hljóti innan tíðar að tendra almennt uppreisnarbál. Geti lýðræðis- öflin ekki tekið höndum sam- an ná kommúnistar óskoruðu valdi yfir rísandi andspyrnu- hreyfingu, segja forustumenn- irnir. Margir framámenn þessara samtaka hafa trú á, að heil- steypt fylking lýðræðissinna. sem nyti stuðnings Bandaríkja manna og annarra baíidálags- þjóða, gæti enn knúið berfor-! tngjaklíkuna til þess að fara frá völdum með friði. Þeir líta að minnsta kosti svo á, að þessi tilraun sé eina leiðin til þess að komast hjá borgara- styrjöld, sem auðveldlega gæti orðið að víðtæku mstórvelda- átöikum. HINIR grísku forustumenn þessarar fylkingar telja at- fylgi Bandarikjanna óumflýj- anlegt ef áform þeirra eigi að takast og urðu því skelf- ingu lostnir um daginn, þegar valdhafarnir í Washington til- kynntu, að aftur yrðu tekin upp „eðlileg stjórnmálasam- skipti“ við grísku ríkisstjórn- ina í Aþenu. Þeir töldu þetta eftirgjöf og viðurkenningu, sem ekki hefði átt að taka í mál. fyrr en að herforingja- klíkan hefði sýnt vissa við leitni til þess að nálgast lýð- ræðisstjórn samkvæmt stjórnar skrá. Þeir töldu stefnt til hreinna vandræða ef ríkis- stjórnin í Washington fylgdi þessari ákvörðun sinni eftir með þvi að taka að nýju upp hina fyrri hernaðaraðstoð, sem felld var niður eftír -tjór.iar byltinguna í apríl í 'vrra. Sumir þeirra. sem komið hafa frá Grikklandi að indar förnu, óttast að valdhafarnm í Washington liti ekki nópu alvarlegum augum á öfgahreigð ríkisstjórharinnar í Grikk'andi og róttækni þeirra hreinsana. sem hún hefur látið fara fram Þeir hafna algerlega þeirri rök semd. að hernaðaraðstoðina verði að taka upp að nýju vegna hagsmuna alls Atlants- hafsbandalagsins og benda á; að brottvikning nálega allra Andreas Papandreou Konstantín konungur reyndra, háttsettra herforingja hafi valdið klofningi og óvissu meðal hersins. og af þeim sök um sé hann orðinn ábyrgðar- og áhættuauki fyrir þandalagið allt. HERFORINGJAKLÍKAN hófst handa með þvi að ein- beita sér að útrýmnigu vinstri manna og flokksmanna úr Mið- flokkasamsteypu Georges Pap- andreous. en seildist smátt og smátt í hreinsunum sínum til sjálfra máttarstoða ríkisins sem stofnunar. í síðastliðnum mánuði einum hefur hún vikið frá 56 háskólakennurum. fjór- um leiðtogum i bankamálum, þar á meðal aðalbankastjóra Grikklandsbanka, fjórum sendi- herrum og leiðandi mönn- um í stjórnmálasamskiptum Grikkja við önnur ríki, og 79 herforingjum' í viðbót. Hún hefur ákært fyrrverandi erki- ■jflgBSg* - - . biskup í Grikklandi og biskup- inn í Saloniki. Þegar lengra er litið aftur hefur herforingja- stjórnin fjarlægt hvorki meira né minna en 115 þúsund borg- arstjóra og borgarstjórnar- menn Grískir lýðræðissinnar óttast, að með ýmsum sýndarráðstöf- unum eins og að láta Andreas Papandreou lausan og falla frá ákæru á hendur frú Helenu Vlachos blaðaútgefanda, hafi herforingjastjórnimni tekizt að villa erlendum aðilum sýn og fá þá til að líta miklu mildari augum á hinar yfirgripsmiklu hreinsanir og stjórnmálakúgun ina almennt en efni standa til. Lýðræðissinnarnir telja. að hreinsanir herforingjastjórnar- innar jafnt til hægri og vinstri bendi tii, að hún ætli sér að beina grískum stjórnmálum inn á nýja og hættulega braut. í þessu sambandi tala þeir um möguleika á þeim hörðu kost- um. að í framtfðinni kunni að þurfa að velja milli ríkisstjórn ar hershöfðingja svipaðs eðlis og ríkisstjórnar Nassers annars vegar og valdatöku kommúnista hins vegar. f ljósi þessa mögu leika virðist brýnni og bráðari en ella ástæðan til baráttunnar fyrir myndun lýðræðisfylking- ar, sem byggð sé jöfnum hönd- urn á Miðflokkasamsteypu Pap- andreous og Þjóðlega róttæka sambandinu. eða aðal keppi- nautunum tveirur. HVAÐ ágengt verður .í þess- ari viðleitni fer mjög eftir af- stöðu og viðbrögðum þriggja helztu foringjanna meðal land flótta Grikkja, eða Konstantín konungs. Andreasar Papandreo us og Koostantín Caramanlis. fyrrverandi forsætisráðherra. Þeir háðu harðvituga baráttu sín í milli á liðinni tíð og kann enn að greina á i grundvallar- atriðum. Þeir flóttamenn, sem lengst hafa gagnrýnt konungsfjöL skylduna, trúa þvi nú, hvað þá aðrir, að konungurinn verði að vera einingartáknið. sem lýð- ræðissinnar sameinist um. þrátt fyrir að honum mistækist að koma herforingjaklíkunni frá völdum í desember í vet- ur. Vafamál er, að Andreas Papandreou sé þarna á sama máli. enda er hann enn reiður. konungi fyrir að víkja föður hans frá -sem forsætisráðherra árið 1965 Andreas Papandreou hefur látið þau orð falla við fréttamann frá bandaríska tíma ritinu News Week. að hann telji „konunginn ekki rétt einingartákn i uppreisn gegn herforingjaklikunni“, enda þótt hann sé ekki á móti kon- ungsveldinu. Papandreou álítur að konung urinn eigi að halda kyrru fyrir erlendis unz búið sé að koma lýðræðisstjórn á laggirnar í Grikklandi á ný Konungurinn segist aftur á móti snúa heim Fra.mhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.