Alþýðublaðið - 07.10.1989, Page 1
Teikn á lofti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Nokkur titringur er í Sjálf-
stæðisflokknum eftir að Ijóst
var að Davíð Oddsson borgar-
stjóri gefur kost á sér í sæti var-
formans flokksins gegn sitj-
andi varaformanni Friðriki
Sophussyni. Davíð vill styrkja
forsystu flokksins eða eins og
hann sagði: „Með ákvörðum
minni vil ég bregðast við mjög
ákveðnum og ítrekuðum ósk-
um um að á þessum fundi
verði gerðar breytingar á for-
ystu flokksins í því skyni að
styrkja hann og efla."
Nánari umfjöllum um lands-
fundinn og Sjálfstæðistlokkinn
er í miöopnu blaösins í dag.
„Perestrojkan er verkfæri Sov-
étleiðtogans til að kaupa sér
tíma í vopnakapphlaupi og öðr-
um knýjandi utanríkismálum til
að koma lagi á hlutina heima fyr-
ir og koma Sovótríkjunum úr
stöðnun og framleiðslulömun
og setja landiö almennilega inn í
20. öldina. Með öðrum oröum:
Styrkja stöðuna.
I utanríkismálum hefur um-
bótastefnan því lagt megin-
áherslu á gagnkvæma afvopnun
stórveldanna. Til aö ná árangri á
því sviði hefur Gorbatsjov þurft
að færa ýmsar fómir til að vinna
sannfæringu Vesturlanda. Meira
um það síðar. En engu að síður:
Perestrojkan hefur haft mjög já-
kvæðar afleiðingar fyrir sam-
skipti stórveldanna og stórbætt
samskipti austurs og vesturs."
— Sjá nánar á bls. 9.
Dagsbrúnarmenn úr miöstjórn ASÍ:
Halldór segir Örn
segja að Guðmundur J.
ófrægi Asmund!
Halldór Björnsson varafor-
maður Dagsbrúnar telur Örn
Friðriksson varaforseta ASÍ
vera á þeirri skoðun að Guð-
mundur J. Guðmundsson for-
maður Dagsbrúnar vilji
ófrægja Ásmund Stefánsson
forseta ASÍ.
„Við sættum okkur ekki við
að vera bomir þeim sökum, að
við séum að ganga erinda ein-
hverra annarra aðila. — Að við
megum ekki hafa okkar skoð-
un innan miðstjómar. Við hefð-
um aö sjálfsögðu ekki gengið
út, þótt þessi tillaga hefði verið
felld. En þegar svona er borið á
menn, þá er erfitt að sitja leng-
ur, að minnsta kosti í einhvern
tíma," segir Halldór.
Sjá nánar Skotmark á bls. &
Umhverfismálin
skrautfjöður
stjórnarinnar?
„Ég hef þá persónulegu trú að
stofnun umhverfisráðuneytis
og endurskipulagning á stjórn-
arráðinu verði skrautfjaðrir
þessarar ríkisstjómar þegar til
lengri tíma verður litið. Það
hafa margir efast um að rétt sé
að stofna sérstakt umhverfis-
ráðuneyti en trú mín er sú að
innan fárra ára snúist alheims-
stjórnmálin að verulegu leyti
um þennan málaflokk og því er
nauðsynlegt fyrir okkur Tslend-
inga að huga að þessum mála-
flokki í tíma."
— Sjá Króníku Guðmundar
Ágústssonar á bls. 3.