Alþýðublaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. okt. 1989
7
Fréttaskýring
eftir
Tryggva
Harðarson
og
Friðrik Þór
Guðmundsson
Myndir E.ÓI.
I gær tilkynnti Davíð Oddson,
borgarstjóri, á landsfundi Sjálf:
stæðisflokksins í Laugardagshöli
að hann gæfi kost á sér í varafor-
mannsembætti flokksins. Mikil
óvissa hafði ríkt um hvort hann
kynni að gefa kost á sér sem vara-
formaður eða jafnvel sem formað-
ur seinustu dagana fyrir fundinn.
Lágværar en öflugar raddir höfðu
verið upp um nauðsyn þess að
endurnýjun ætti sér stað innan
forystu flokksins.
Davíð kynnti á landsfundinum í
gær drög „aldamótanefndar" um
nokkra þætti sjálfstæðisstefnunn ar
sem er hugsuð sem grunnurinn að
framtíðarstefnu flokksins. í lok
ræðu sinnar tilkynnti hann síðan
að hann gæfi kost á sér í sæti vara-
formanns með eftirfarandi orðum:
„Ég vil nota tækifærið hér í lok
þessarar ræðu til að gefa hér smá
yfirlýsingu frá mér persónulega til
ykkar. Ég hef sem sagt afráðið að
gangast við kjöri til varaformanns
flokksins ef landsfundurinnn kýs
svo. Þessi ákvörðun beinist á eng-
an hátt að persónu Friðriks Sop-
hussonar sem gegnt hefur starfi
varaformanns síðastliðin 8 ár og
ég haft mjög góð samskipti við á
þeim vettvangi og eins í sambandi
við störf hans á Aiþingi í þágu
Reykjavíkur. Með ákvörðun minni
vil ég bregðast við mjög ákveðn-
um og ítrekuðum óskum um það
að á þessum fundi verði gerðar
breytingar á forystu flokksins í því
skyni að styrkja hann og efla."
Af orðum Davíðs má ráða að
framboð hans er til komið af"
óánægju með forystu flokksins
frekar en að Friðrik Sophusson
hafi ekki staðið sig sem skyldi.
Hann vegur í orðum sínum engu
síður að formanni flokksins en
varaformanni og vaknar sú spurn-
ing hvort nú skuli hengja bakara
fyrir smið. Margir telja að Davíð
eigi varaformannssætið víst og
svo kunni að fara að Friðrik dragi
sitt framboð til baka. Þegar þetta
er skrifað (á föstudegi) eru línur þó
ekki farnar að skýrast en ekki
verður kosið í forystusæti flokks-
ins fyrr en á sunnudag.
Styður Moggaveldið Davíð?
Mikla athygli vakti þegar Morg-
unblaðið birti á miðvikudaginn
mikla fréttaskýringu á leiðara-
opnu undir fyrirsögninni „Hávær-
ar raddir um Davíð í forystuhlut-
verk.“ Var þar á ferðinni fyrsta
ótvíræða vísbendinginn um að til
stæði að skipta um menn í æðstu
forystu Sjálfstæðisflokksins. Mikið
hafði þó verið rætt um hugsanlegt
framboð Davíðs en margir voru
orðnir þeirrar skoðunar að tíminn
til að tilkynna það væri orðinn of
naumur. Það var samt orðið Ijóst á
síðasta degi fyrir landsfundinn að
í kjölfar kosningaósigursins 1987 var Valhöll Ifkt viö dauðs manns gröf. Og stundum hefur Sjálfstæðisflokknum veríð líkt við flokk að
hætti landa austan jámtjalds. Þessi mynd ber með sór ótvíræðan Kremlarkeiml
stuðningsmenn Davíðs voru
komnir á fullt að afla honum
stuðnings.
Alþjóð er kunnugt að undanfar-
ið hefur Morgunblaðið og Þor-
steinn Pálsson deilt hart um hug-
myndir um að koma á svokölluð-
um auðlindaskatti á fiskveiðar. Af
því tilefni lýsti Þorsteinn því yfir
að Styrmir Gunnarsson ritstjóri
blaðsins nyti einskis trúnaðar inn-
an Sjálfstæðisflokksins. Aftur á
móti fóru saman í höfuðdráttum
skoðanir blaðsins og Friðriks
Sophussonar, varaformanns, sem
gengu þvert á stefnu formannsins.
Það kann að hljóma hálf kald-
hæðnislegt, að Morgunblaðið
stuðli að því að koma Friðrik frá
með því að hampa Davíð en sjálf-
sagt hefur blaðið ekki lagt í slag
við formann flokksins á þessum
tímapunkti. Óvíst er að íhaldssam-
ir landsfundarfulltrúar hefðu get-
að kyngt því að skipta um for-
mann fyrirvaralaust. Því hefur
mönnum þótt vænlegra að freista
þess að gera Davíð að varafor-
manni og hann þá talinn líklegur
að mynda sterkt mótvægi við Þor-
stein Pálsson og áhrif hans. Eins
líta margir til Davíðs sem framtíð-
arformanns Sjálfstæðisflokksins
og vilja færa hann nær því sæti
með því að opna honum dyrnar
inn í landsmálapólitíkina, sem
hlýtur að gerast, fari svo að hann
verði kosinn varaformaður.
Óllkar ræður Þorsteing
og Davíös
Við setningu landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins hélt Þorsteinn
Pálsson langa og mikla ræðu. Það
sem einkenndi hana voru vand-
ræði iiðinnar tíðar, lélegt gengi
Sjálfstæðisflokksins og hrakfarir í
kosningum og ríkisstjórn. Ræða
Davíðs sem hann flutti í nafni
„aldamótanefndar" horfði hins
vegar til framtíðar, gaf glæstar
vonir og lagði línuna fyrir það sem
koma skal. Davíð gaf sér góðan
tíma til að fjalla um landbúnaðar-
mál og byggðamái og greinilegt að
hann var að fiska eftir stuðningi
landsbyggðarfulltrúa þingsins.
Kom fram í máli Davíðs að vandi
landbúnaðarins væri aifarið á
ábyrgð stjórnvalda fyrr og nú, svo
og milliliða. Verður það eflaust
erfiður biti að kyngja fyrir ýmsa
sjálfstæðismenn sem hafa átt
drjúgan þátt í að koma á núver-
andi skipan landbúnaðar og varið
það með oddi og egg.
Af þeim umræðum sem þegar
hafa átt sér á landsfundinum
bendir allt til að málefnalega verði
hvað mestur ágreiningur um
stefnu flokksins í fiskveiðimálum.
Þó Davíð Oddson hafi farið af var-
kárni í þau mál er ljóst að hug-
myndir hans fara nær hugmynd-
um Friðriks Sophussonar en Þor-
steins Pálssonar.
Þá mátti ráða af tölu Davíðs að
hann aðhyllist einskonar sósíal-
isma sveitarfélaganna, það er að
færa hin félagslegu verkefni frá
ríkisvaldinu til sveitarfélaganna.
Hann lagði áherslu á að til að svo
megi fara þurfi að fækka sveitarfé-
lögum og stækka þau. Davíð ætti
að vita hvað hann er að tala um
þegar hann fjallar um sveitar-
stjórnarmál enda stýrir hann lang
umfangsmesta rekstri opinbera
geirans ef frá er talið ríkið.
En til að átta sig betur á þeim at-
burðum sem nú eru að gerast á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins er
rétt að líta aðeins á sögu flokksins
síðustu árin.
Allir þekkja svikin
sagði Davíö
Það er ekki beinlínis hægt að
segja að ríkisstjórnarþátttaka
Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn
hálfan annan áratuginn hafi ein-
kennst af velgengni, með öðrum
orðum var hún engin „blúndu-
braut“. Eftir nær 12 ára viðreisnar-
stjórnarsetu fór flokkurinn í
„helmingaskiptastjórn" með
Framsóknarflokknum 1974—1978
og í kjölfarið galt hann afhroð í
sveitarstjórnarkosningunum um
vorið 1978 og í þingkosningunum
um sumarið sama ár. Eftir þessa
ósigra var blásið til fundar sjálf-
stæðismanna til að kryfja ástæður
ósigranna og þá mælti Davíð
Oddsson, síðar borgarstjóri og nú-
verandi varaformannskandídat:
‘Sjálfstæðisflokkurinn stóð ekki
gegn gegndarlausri opinberri fjár-
festingu í síðustu ríkisstjórn. Öðru
nær. Hann stóð að henni. Sjálf-
stæðisflokkurinn beitti sér ekki
fyrir samdrætti ríkisbáknsins.
Oðru nær. Nefnd var skipuð til að
svæfa þetta baráttumál ungra
sjálfstæðismanna ... Sjálfstæðis-
fólk í Reykjavík lagði á það áherslu
í skoðanakönnun, að það vildi
frjálst útvarp. Enginn forystumað-
ur Sjálfstæðisflokksins gerði það
mál að sínu. Öðru nær .. . Allir
þekkja svik sjálfstæðismanna í
Framkvæmdastofnunarmálinu á
síðasta kjörtímabili. Allir þekkja
glórulausa framkvæmd og fjár-
festingu við Kröflu undir stjórn
sjálfstæðismanna ... “
Morgunverðarfundir____________
Loftleiðahópsins______________
Um sömu mundir ákváðu Frið-
rik Sophusson, núverandi varafor-
maður, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son að kalla saman morgunverð-
arhóp til að hittast reglulega.
Ásamt þeim voru í hópnum ungir
og áhyggjufullir menn: Davíð
Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Kjart-
an Gunnarsson, Birgir ísleifur
Gunnarsson, Markús Órn Antons-
son, Jón Magnússon, Ellert B.
Schram og Hafskipsmennirnir
Ragnar Kjartansson og Björgólfur
Guðmundsson. Þeir gengu undir
nafninu „Loftleiðahópurinn" eftir
samkomustaðnum. Þeir gengu
svo langt að kalla til fundar við sig
þáverandi formann og varafor-
mann, Geir og Gunnar.
Skilaboð þessara manna til
Geirs voru að hann hefði ekki haft
nógu afdráttarlausa forystu í ríkis-
stjórninni, hann væri einangraður,
hann hefði ekki trúnaðarsamband
við aðra forystumenn flokksins,
skorti frumkvæði innan flokksins
Sjá nœstu síöu
O/f
'Ns
9
Vœntanlegt forystupar? Flestir telja aö Davíö veröi ekki skota-
skuld úr því að sigra Friðrik. En hvenœr kemur aö því aö Davíð
rúllar yfir Þorstein? Á næsta landsfundi?