Tíminn - 11.04.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.04.1968, Blaðsíða 5
FIMMTUBAGUR 11. aprfl 1968. TÍMINN 21 Jónas Jónsson frá Hriflu: Guðrún Indriðadóttir Nýlótin er hér í bænura 85 ára að aldri frú Guðrún Indriðadóttir Hún var ein af foruistukonuim ís- lenzkrar leikmenntar hér • á landi. Áðnr hefur saga þessarar merkis- konu verið rakin og sikýrð ítar- lega í bl'öðum landsins og tíma- ritum og verður tæplega að svo stöddu bætt við í þeim efmum. En svo villl tii^að mér er kunn- uf't um eitt eftirminnílegt atvik í sf'ú þessarar merkis konu þar sem pp-sónulpgir eiginleikar hennar urðu þess váldandi að til hennar má rekja merkilega þætti í sögu íslenzkrar listþróunar. Þá er fynst að Ihorfa yfir farinn veg til leifchúsmálanma íslenziku. Þjóðfundurinn 1851 vakti lands- menn af löngum' dvaila. Þá hófst í landinu almenn sókn móti Dönum, embættismönnum þeirra og sel- stöðukaupmönnum. Þjóðleg vakn ingarhreyfimg sótti fram móti deyfð og kyrrstöðuihneigð, sem hafði drottnað í landinu Qg birtist í háttum landsstjórnar og vaida- manna. Þessi vakning kom fram í forrni ljóðsniilldar og á sviði leik- menntar. Þjóð sem átti engar bygg ingar til almanna þarfa nem-a kirkj urnar var allt í einu orðin hug- fangin af leilkmennt og leikrita- gerð. Þar bjuggu landsmenn að áhrifum fornritanna eins og á fleiri sviðum. Það var uim þetta tímabil að áhrifamesti samverka- maður stjórnmáilamannsins Jóns Sigurðssonar, Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðóilfs, var ólþreytandi brautryðjandi leikmenntar í land inu. Fyrir áeggjan Jóns ritstjóra hófu sjálfboðaliðar í Reykjavík sjálfstæðar leiksýningar. Öll vinna var að sj'álfsögðu veitt ókeypis. Leiksýningar höfðu strax furðu- lega mikil vekjandi áhrif í bæn um. Tveir gáfaðir skóilapiltar, Matthías Joohumsson og Indriði MINNING Einarsson, gerðu í hjáverkum leik- ritin Skuggasvein og Nýjársnótt- ina. Bæði leikritin voru að visu æskuverk í landi þar sem leik- menning var nýmæli. Indriði Ein- arsson samdi síðan nokkur leifcrit, önnur en Nýársnóttina. Sum þeirra hafa verið leikin oft hér á landi. Hann þýddi aufc þess mörg erlend leikrit þar á meða'l sum af frægustu leikritum Sihake- spears. En jafnhliða leikritagerð hélt Indriði Einarsson ailla ævi fast í þá trú að fjölbreytt leik- mennt á íslandi mundi verða ein hver styrkasta stoð þjóðmenning arinnar í landinu. Þess vegna hvatti Indriði Einarsson marga áhugamenn till að beita sér fyrir byggingu fullkomins leikhúss í höfuðstaðnum. En þótt hann væri sívakandi í þessu trúboðsstarfi sínu tókst honum samt ekki á langri ævi að fá nokkurn af valda mönnum landsins til að verða við ósikum sinurn. Áhrifamennirnir í Stjórnarráðinu litu á ieikihúsósikir Indriða eins og himinborinn draum góðs manus, sem væri kominn á það aldursstig þegar ábyrgir fjár málamenn óska ekki eftir leiðbein ingum þeirra. Hann var orðinn nálega sjötugur og kominn á ald- urslaun þegar hann heyrði í fyrsta sinn menn í þinginu taila í alvöru um að byggja þjóðleikhús í miðjum höfuðstaðnum. Þá komu ný leikritaskáld til sögunnar. Fremstur var Jóhann Sigurjóns- son og Fjalla-EyvindUr hans fékk varanlegt sæti í heimsbókmennt unum. Næst kom Guðmundur Kamban, og jafnaldri Indriða, Ein ar H. Kvaran. Tónskáldin létu ekki sinn hlut eftir liggja. Elztur þeirra, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, hafði auk margs ánnars ort þjóð- i söngslagið við kvæði Matthíasar, IÓ Guð vors lands. Næst gengu þá leið Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði, Sigfús Einarsson, Póill ísólfsson og miargir yngri menn. Söngmenn fylgdu tónskáildunum og urðu margir þeirra góðfrægir erlendis fyrir yfirburða sönggáfur. Þar gekk einna fyrstur Pétur Jóns son, síðan Stefán íslandi, María Markan _ og margir fleiri kunnir menn. Íslenzkri leikmennt var mikiilll styrkur að sigurgöngu tón skálda og söngmanna þótt þeir stönfuðu löngum erlendis. Indriði Einarsson taidi sem von var að með grósku í leiklist og söngmál- um íslenzkra snililinga hefði þjóð in sannað að hún ætti á að skipa mikllum hæfileikamönnum í mörg um listgreinum engu síður en í ljóða- og skáldsagnargerð. í baráttunni fyrir þjóðleifchúsi í Reykjavík átti Indriði Einarsson hauka í horni ef litið var til sjáilf boðailiðanna í Jðnó. Áhugamenn í stétt smíðameistara höfðu hætt á að reisa á Tjarnarbakkanum vand að og virðulegt samkomuhús til að bæta úr þörf ailmennings í bænum og þeirra mörgu list- hneigðu manna sem vildu sýna þar orku og mennt sína. Iðnó varð mörgum góðum málum til fram- dráttar. Þar voru haldnir fyrirlestr ar og kosningafundir, en fyrst og fremst var Iðnó leikhús og söng liölil bogarinnar í meir en tvo áratugi. Indriði Einarsson fann vel að Iðnó var ekki leikhöll drauma hans, en hann var þakk látur þeiim djörfu mönnum sem hættu á að reisa og starfrækja þessa stórbyggingu á eigin ábyrð til að efla þjóðfólagið og fjölþætta menningu í landinu. Jóni Guðmundssyni ritstjóra hafði tekizt á einveldistíma Dana konungs yfir fslandi að fá marga sjálfboðaliða til að starfrækja leik sýningar í bænum. Sú gifta fylgdi Guðrún Indriðadóttir höfuðborginni að ár eftir ár komu nýir og snjallir sjálfboðaliðar á leiksviðið í bænum, þannig að bæjarbúar höfðu ástæðu til að fagna snilligáfu leikara sinna um leið og þeir glöddust yfir sigrúm tónskálda og söngvara bæði utan- landis og innan. í meir en hálfa öld hafði Reykjavík eignazt og búið við marga afbragðs leikara og verða þeirra störf aldrei ful þökkuð. En í þeim hópi átti Indr- iði Einarsson marga góða liðs- menn. Þá stóðu um langa stund hlið við hlið í leikmenntarstarfi Reykjavíkur samtímis tveir leik- menntastofnar, Borgþórs og Indr iðaættirnar. Bæjargjaldkerinn í Reykjavík va um þessar mundir Borgþór . Jósefsson. Hann var giftur Stef aníu Guðmundsdóttur sem var af burða snilingur í leikmennt. Þau hjón áttu fjórar dætur. Þær stund uðu allar leikmennt við hlið móð- ur sinnar. Indriði Einarsson átti fimm dætur; þær fylgdu stefnu ættarinnar og áttu mifcinn þátt í að efla leikmennt þjóðarinnar. Frægust í þeirri ætt leikkvenna var Guðrún Indriðadóttir. Um ára- bil voru Stefanía Guðmundsdóttir og Guðrún Indriðadóttir sjálf- kjörnar drottningar í leikmennt Reykjavikur. Vegur þessara tveggja ætta efldist þegar Anna Borg varð fræg ieikkona í Dan- mörku. Hún giftist Paul Reumert, Indriði Einarsson mesta leiksnililingi á Norðiurlönd um. Um sama leyti giftist ein af dætrum Indriða, Jens Waage bankastjóra sem var mikill sniill ingur í íslenzkri leikimennt. Mátti ségja að vegur íslendinga í leik menntarmálum væri upp úr aida- mótunum orðinn mikill, bæði á leikpöllum og í sönghölium, en samt vantaði þjóðina eina stór- byggingu, sjálft þjóðileikhúisið. Þá bar svo við að mjög greidd ist fram úr þeim málum með ó- væntum hætti. Ebki tókst Indriða Einarssyni, sem fyrr segir, að leysa þetta leikhúsmál í stjómar- ráðinu, en það gerði Guðrún dótt- ir hans heima í húsi sínu. Sú gifta féll í hennar Mut með 55 sigruim á leikpalli í hlutverki j Höllu. Sú kvenhetjumynd varð ■ ógleymanleg öllum, sem sáu iþennan leik. | Guðrún Indriðadóttir var gift Páli | Steingrímssyni ritstjóra Vísis. IHann var Húnvetningur bráð vei ; gefinn og ljóðrænn í skapi. Árið , 1923 voru nokkur kynni með Páli ; Steingrímssyni og mönnum úr hinum ný stofhaða flokki Tíma- manna. Guðrún og Páll bjuggu þá í húsi Indriða Einarssonar. Það var skammt fró þinghúsinu Tjarn armegin. Eitt sinn voru tveir Tímamenn staddir í húsi Indriða, milli þingfunda. Þegar frúin bar fram síðdegiskaffið þennan dag Framhald á bls. 30. MÓÐURMINNING Nú eru þau víst flest horfin af sjónarsviðinu stóru, gömlu sveita heimilin, sem framar öðru báru uppi menningu íslenzku þjóðar- innar á liðnum öldum, heimilin, hvar segja mátti að röggsetnd og ráðdeild réðu ríkjum og þrotlaus önn og stöðug umhyggja héldust í hendur. Ekkí sízt hið síðar- nefnda mun hafa átt við um marg ar hinar ágætustu húsfreyjur okk ai- lands. Mér kemur í hug skagfirzka hús freyjan Sigurlaug Jóhannesdóttir, sem átti 110 ára afmæli siðast lið ið haust (f. 8.9. 1857, d. 11.1 1939). Gift var hún Sigtryggi Jónatanssyni oddvita, eyfirzkum að ætt. Bjuggu þau hjón á Fram- nesi í Akrahreppi allmörg ár um og eftir aldamótin. (Samb. skag- firzkar aéviskrár bls. 260). Þóít ég sé fædd og uppalin á öðru lands- homi, minnist ég þess, að ég heyrði Framnessheimilisins get- íð sem mikils menningarheimilis ncirður þar. Börn eignuðust þau Sigtryggur 12, og náðu 7 af þeim fullorðins aldri. Vinnuhjú héldu þau að jafnaði, svo að heimihs- fólk var oftast 14—16 manns. Þar var og gestakoma tío, svo að heim ilið hefur verið næsta umsvifamik ið. Ekki er ,von að yngra fólk geri sér nú í hugarlund, hvað svona barnmörg, mannmörg og .gest- wæra heimili þurftu mikla for- sjá og fyrirhyggju, heimili sem t einu voru fjölþætt iðjuver og við komu- og gististaðir. Víst var þar mikils virði, að húsbóndinn væri hyggimn og úrræðagóður við úti störf og alla búsaðdrætti, en ekki valt þó minna á mannkostum og fjölhæfni húsfreyjunnar. Öll hia fjölþættu störf, sem unnim voru innanbæjar, þurftu helzt að Íe!ka í höndum hennar: tóvinna sem saumaskapur hvers konarj allt frá fatasaum og skógerð til fímasta ut saums, skyr- og smjörgerð, mat- reiðsla og meðferð og geymsla á íslenzkum matföngum og fjöl- margt annað, þvi að innanbæjar var húsfreyjunmi ætlað að vera hvorttveggja stjórnandinn og leið beinandinn njúum sínum og börn um. Eftir því sem ég hefi fregn- að, mun Sigurlaug á Framnesi hafa verið að öllu þessu samnur fulltrúi mikilhæfra og góðra, ís- lenzkra húsfreyja í þann tíð. Vígð asti þáttur hverrar góðrar móður var þó efalaust sá, er vissi að upp- eldi barnanna. Til hennar kallaði sú skylda hjartans að hlúa að þess um unga gróðri mamnlífsakursins með shtökúlli umhyggju móður- kærleikans Hennar vai að ala þau upp í guðsótta og góðum sið- um, og hennar framar öðrum að kenna nytsöm störf og verkshætti og leggja með öllu þessu grund- völlinm að farsæld þeirra og nyt- sömu lífi. Þær mæður, sefn áttu þenman vígða þátt f ríkum mæli, hlífðu ékki kröftum sínum og horfðu lítt til veraldlegra launa. Þeirra ríkasta umbun var mann- dómur barnanma og hlýjan frá þakklátum hjörtum þeirra. Þanm ig var það og með Sigurlaugu i Framnesi. Mörg skáld nafa minnzt mæðra sinna fagurlega, gefið þar ófáar ódauðlegar ljoð- perlur, sem kunnugt er. Sigurlaus á Framnesi hlaut einnig slíka g.töf Á áttræðisafmæli hennar flutti Una dóttir hennar. fyrrv. hjúk?- unarkoan, móður sinni kvæði, inn'legt og fallegt ljóð, sem ekki má fara í glatkistumat og er því birt hér með leyfi höfundar. Á áttræðisafmæli móður minnar. í dag ska] vera glatt í góðum ranni og gleðistundir veitast hverjum manni —| sem hér að ber á heið- ursdegi þínum, heill og blessun fylgi. að óskum mínum. Það mætir okkur hönd og faðmur heitur, — og hér er kærstur minninganna reitur. Hvar faðir okkar fyrrum vann og þráði, að fylgdi Drottins blessun hverju ráði. Þú hefur lifað áttatíu árin, — er ei von að hvítnuð séu hárin. Hjá Guði eru verkin mæld og metin. — þau mælast vel, — þín gengnu ævifetin. Mér er bæði ljúft og skylt að ljóða — lítið kvæði til þín móðir góða. Þakka alla vöku þína og vimnu — — vernd og blessun þinnar móðursinnu. Og hérna mætast börn þín og biðja, að blessun Guðs þig rnegi ávallt styðja. Rvöldsins skuggar víki af þímpm vegi. Þig vermi sólin fram að hinzta degi. En Uma átti eftir að flytja móð ur sinni enn kveðju — hinztu kveðjuna. Þegar henni barst amd- látsfregn hennar, kvað hún þetta: Ég kveð þig ei, þú e'rt mér ætíð nærri alla daga skærast vitaljós. Þú verður æ í vitund minni stærri því vil ég kveða þ?tta skylduhrós. Þú ert móðir mím frá hjartans grunni og mettar enn þitt barn af kærleiksbrunni. Þannig var Sigurlaugar á Fram nesi minnzt, og þannig verður að- eins minnzt miki'lhæfra og góðra mæðra. Nú er dóttirin. Una, senn nær 82 ára. Því sennilega skammt þar til tjaldið fellur og þær mætast aftur mæðgunnar. - I.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.