Tíminn - 11.04.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.04.1968, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 11. apríl 1968. TÍMINN HVERAVELL9R Sjóðandi hver. útileguiþjófa fyrir nvar.ga hluta Hvert, sem fari@ er um ó- byggðir landsins ofckar orkar hin ósmiortna náttúra þess á ferðalanginn með þvílíkum fcrafti, að hanm er sem berg- numinn af hennar ægivoldugu öflum. Við nútímamenn leggj- um áreiðanlega anrnð mat á töfra hcinmar, en þeir gerðu, sem fyrstir kornu tii landsins. Við erum ekki eins mifcili hluti af henni og fommeann- irnir, sem lifðu og hrærðust í skauti hennar með öbeizlaðan frumkraft eins og hún sjálf. Við erum eiginlega fjær land- inu em þeir, en úr þessari fjar lœgð getum við skyggnzt um iandið, dáðst af því, heillast af því. En hætt er við því, að hom- um hafi orðið aiifelmt við ferðalamgmum fyrsta, sem lagði leið sína yfir reginöræfi landsins, hraun og eyðisanda, bar að hendingu niður á þanin stað, sem að Hveraivöllum heit ir, sá hann og heyrði. í óra- fjarlægð frá næsta byggða bóli þar sem efcfcert kvifct gat að Mta, og ^ ekkert rauf þögn hinna ísienzku óbyggða, geyst- ust upp með ægilegum krafti vatnssúlur, leirleðja og gufu- strókar, og þegar naer dró, heyrðust draugalegir dynkir, hvæsir, urg og soghijóð frá iðrum jarðar. Hafi ferðalangurinm haft eimhvem nasaþef af kenningum miðalda- kirkjunnar, hefur hann sennilega áMtið hér reyk frá hinum voðalega vítislogum, og hér undir væri hreinsuinareld- uriinn, þar sem sálir hinna dauðu skyldu afplána refsing fyrir symdir í Mfanda Mfi. Annars er hljótt um sögu Hveravalla í aldaraðir. Kannsiki hafa þeir heldur efcki átt neina sögu, nema sögu sjálfrar náttúrunnar, en hún var aldrei á bókfell skráð. Sú saga er síbreytileg. Nýir hver- ir fæðast og lognast út af á mý. Krafturinn í jörðu þreifar fyrir séir og finmur sffeMt nýja staði til að brjótast út á. Hann dvímar og eykst á ný. Það vorar og vetrar á Hvera- völlum, þar sem raddir náttúr unnar þagna aldrei, heldur berast út í kyrrðina, óbyggðir íslands, heim þagnar og frið- sæidar. En dag nokkum bætast nýj- ar raddir í kórimn. Maðurinn hefur loks numið land á Hvera völium. Það landnám stendur að vísu helzti stutt, og eng- imn veit með vissu hvenær það var, en rústir og tóftir út við hraunjaðarinn vitna um líf mannveranna þriggja, sem Jó- hann Sigurjónsson hefur kveð- ið inn í vitund þjóðarinnar, og reist þeim þann mininis- vafða, sem er einn þeirra ó- brotagjörnuistu er þjóðin á. Þjóðisagan gréinir ekki frá því, fyrir hverjar sakir þau Fjalla-Eyvindur og HaMa iögð ust út, né heldur hvenær það var. Sennilega hafa þau flúið byggðÍT sökum hvinnsku Ey- vindar, en hann fór ával'lt um stelandi, þótt hann væri að öðru leyti gæðablóð. Þeirra varð fyrst vart á HveravöMum í sinni 20 ára útlegð, en víða fóru þau um óbyggðir la-nds- ins og þóttu að sjálfsögðu hvarvetna vágestir. HveravelMr hafa áreiðanlega verdð hentugir, sem aðsetur sakir. Staðurinn var allfjarri manniabyggðum, ein þó ekki of fjarri, þvi að skammt frá voru Auðkúluafréttur, og þar var hægt að næla sér í margan feitan sauðinn. Ekki þurfti vatn að sjóða að sjálfsögðu, þvi að náttúran sá þeim fyrir gnægð heits vatns. Eyvindur var mað ur dvenghagur og gerði séc mat úr öQÍLu tiltæiku. Hann hjó til grjót og flétti tágar og þóttu áhöld hans listHega gerð ir gripir. En heldur þótti Norð lingum Eyviindur og hyski hanis slæmir grannar, og vist er um það að þau ollu þeim þungum búsifjum. Það var ekki aðeirns, að fjárheimtur viæru slæmar vegna hvinnsku þeifra, heldur herjuðu þau einnig á bæd/manna í Skaga- fjarðardölum, og gerðu til- raun til að ræna ferð’amenn, er leið áttu eftir Kili. Loks kom þar að, ,að Norðlendinig- um þótiti nóg komið, leituðu uippd hreyisi Eyvindar og gerðu forða hans upptækan. Fundu þeir bvorki meira né minna en 50 sauðaföM, sem komi'ð hafði verið svo haganlega fyr ir í hrísfcesti, að annað lagið var af kjöti en hdtt af hrísi. NorðMin'gar tóku föllin og allt sfm þeir fundu fémætt, og eyddu hreysið. Eyvindur og Arnes félagi hans komust und an, Eyviudur á handahlaupum en, HaMa náðist og var flutt til byggða. Abraham útilegu- þjófur, sem með þe:m var, náð ist og var hann hengdur. Er hann seniniilega eini maðurinn sem hefur borið beinin á Hveravölium. Útiilegumennirndr hafa sjálf sagt ekki lifað neinu sældar- Mfi í óbyggðum, og þeir hafa haft öðrum hnöppum að hneppa en horfa upp í him:n- blámann og virða fyrir sér hina stórkostlegu litauðgi sem hvarvetna blasti við. Þó er ekkd að efa, að hin stórbrotna náttúra hefur haft sterk áhrif á sáMr þessara hrjáðu oln bogabaxna. Sennilega hafa næstu meiri- háttar gestir á Hveravöllum lit;ð staðinn öðrum augum en útilegumennirnir, en þó hefur hann áreiðaniega ekki orkað síður á þá. Þetta voru þeir Eggert Ólafsson og Bjárni Pálisson í rannsóknarleiðangri sínum, og hefur Eggert ritað fyrstu landfræðilegu lýsing- una á Hveravödlum í ferðabók sinni. Síðar kom þangað Bret- inin Henderson, og hefur hann einnig 'ritað allnákvæma lýs- ingu á staðnum og hverastöðv- unum. Árið 1B88 er svo Þor valdur Thoroddsen þarna á ferðinni, og lýsir hanm staðn- um mjög gaumgæfilega í rit- um sínum. f þeirri stuttu stað arlýsingu, sem hér fer á eft- ir, er stuðzt við þau. Hverimir enu í kvos milld Kj'allhrauins og lágra mei- hryggja, þó sj'ást þeir langt að, því að hvítar gufurnar þyrlast í bólstrum í loft upp. Þegar Kjalhraun ranrn hafa orðið fyr ir því melöldur með hnuUunga grjóti, og þar hefur vestur- brún tangans staðnæmzt. Mýravenmsl og uppsprettur hafa komið*uipp á takmörkum hrauns og holta og þan hafa hverirnir myndazt. Þess sér glögglega merki, að fyrrum _ hafa hverimir verið fleiri. í hnauninu fyrir sumn- an voIMina eru háan hraun- blöðrur og helluhraun, á milli sjást menjar gamalla hvena og koma hér og hvar heitar guf- ur upp um hraunsprumgur. Eggert Óliaffsson taiar í ferða bók sinni • um sérkennilegan hver, sem þeir félagar hafa geffið hið skemmtilega nafn Öskurhólshver. Þetta var Mtdl hvít hæð og kom reykur upp um 3 mjó, krókótt op. Ef stein ar vonu látnir þar niður þeytt ust þeir þegar upp með gufu- afliinu. Nafin sitt dró hverinn af því, að úr honum heyrðu þeir félagar öskur mikil og ó- hljóð. Þegar Þorvaldur var þanna á ferðinmi, var Öskur- hóishverinn hættur öMum ólát um og var bara Mtil friðsöm kísil'strýta innan um bullandi hverina. Hverinnir, sem nú gjósa eru bundnir við tvær flatvaxnar hrúðunbuinigur, Á efri bung- unini telur Þorvaldur 20 hver- augu með sjóðandi blágráum leir. Niðri í jörðinni heyrist sífellt buli likt og grautur væri að sjóða niðri í iðrum jarðar. Skömmu austar eru tveir vatnshverir, sem gjósa með stuttu millibili. Syðst í þessard hnúðurbungu er allstór hver, SkáMn er líkust barðastórum hatti með typptum koili, er snýr niður, og hverahrúður- inn er dökkblágrár. Hin hverabungan er þrefalt stærri. Fynst verður þar fyrir manind stór fagur hver, sem Þorvaldur hefur gefið nafnið Bláhver. Hann er 24 fet í þver miál. Skálin er mjög regluleg, barmarnir með margvíslega löguðu kísdlfcögri, en vatnið er himinblátt, og undrafagurt er að líta niður í hverinn. Norð- ar sá Þorvaldur aðra skál tölu vert minni, með ljósgrænu vatnd. Og fleiri hveri telur hann upp, fagra hveri, lit- skrúðuiga, grugguiga, ldtla hveri stóra hveri, háværa hveri, þögla hveri, leinhveri, vatns- hveri og gufuhveri. HveraveUir hafa greinilega sikartað sínu fegursta í ágúst- sólinni, þegar hinn merki vís- indamaður og ferðalangur átti þar leið. Þótt hanm horfi greinileiga á þetta allt með augum vísindamannsins, sem þekkir lögmái þau, er náttúr- an þama stjórnast af, leynir það sér ekki, að staðurinn hef ur í tign sinni og síbreytilelk hrifið haimn, eins og hanm hrif ur enn í dag alia þá, sem þang að koma án þess að kunna skil á leyndardómum hans. Hægt er að fara tii Hvera- valia bæði að norðan og sunn- an. Að norðan Mggur vegurinin upp frá Eiðsstöðum í Blöndu- dal, en að sunnan er ekið norð ur Kjöl. Þessar leiðir eru þó aðeins færar Mtinn hluta úr ári og norðan Hveravalla eru Framhald á blis. 30. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.