Tíminn - 11.06.1968, Blaðsíða 5
>
MUÐJUDAGTO 11. júní 1968. ----------— TIMINN
H-dagur liðinn
Fynst er bréf frá Þórarni
Þorleifssyni frá Skúfi:
„Sæll og blessaðnr, Land-
fari góður! Ég vænti þess að
þú takir af mér lítinn póst og
þakka þéT fyrirfram.
Nú er sá mifcli- H-dagur lið-
inn og aHír hafa þvi snúið
til hægri og fjarlægzt þá hlið-
ina, sem talin' er hj artanu nær.
Mér virðist þessi dýra fram-
kvæmd vera helzt það, sem
stundum eT kallað „snobb“.
Þetta er auðvitað engin ís-
lenzka, en þótt „íslenzkan sé
orðafrjósöm móðir“, kann ég
hana ekki svo vel, að ég hafi
ftmdið alveg fullnægjandi orð
yfir hugtakið. Orð, sem sé nógu
lítafprlegt og auvirðilegt yf-
ir þennan hégóma. Verknáður
inn er nú samt engan veginn
tteinn hégómi, því hann er'
í fyrsta lagi lífi og limum hættu
legur. Hann er í öðru lagi dýr
og í þriðja lagi náttúrlega
alveg óþarfur, nema hann hafi
verið rekiíjn sem atvinnuhjálp.
— Líklega þó ekki klakahögg
í gamalli merkingu.
En þarna vÍTðist mér al-
almenna skoðunin vera. Sem
sé, þetta var gert af „fordild“
og til þess að koma nokkrum
góðum mönnum að jötunni.
Það er slæmt þegar einhver
framkvæmd nýtur ekki betra
álits eða trausts almennings.
Vegirnir eru víða slæmir, því
neitar enginn, og mjög brýn
þörf á umbótum. Fé því, sem
fór í umferðarbreytinguna
hefði verið þar full þörf. Veg-
irnir batna vist ekki þó menn
snúi á hægri kantinn.
Vonandi gengur
þetta vel
Náttúrlega yona allir að vel
takist og slysalaust. Enginn
velviljaður maður óskar afglap
anum ófara, þó sýnilegt sé að
hann fari rasanda ráði. En
um margt virðist fólki fara
sem afglöpum. Ekki er hægt
að neita því, þegar hlutlaust
er skoðað, að furðulegur af-
glapaháttur er það, til dæmis,
að snúa bréfsnepli utanum
eitraða tóbaksjurtarmylsnu,
stinga síðan öðrum endanum
á vindlingi þessum upp í sig,
kveikja þar næst á hinum end-
anum og sjúga eitraðan reyk-
inn ofan í lungun. Þetta er,
eins og allir vita, almennur
háttUT og þykir vist fínt. Mað-
ur sér tíðum í blöðum myndir
af fínum mönnum á ráðstefn-
um og eru þá gjarnast margir
með bréfvindlinga milli vara
eða fingra, nema um sé að
ræða fínni og dýrari tegundir
vind'la fyrir ennþá fínni og
háttsettari menn.
Það er sem betur fer búið
að útrýma lúsinni úr landinu,
að minnsta kosti að mestu
leyti. Hún hafði fylgt mann-
kindinni frá órofi alda. Verið
eins konar merki um vanmátt
manna til þess að h-rista af
sér dýrshaminn, sem þeir vildu
þó ógjarnan kannast við. En
það, að vera lúsalaus jafngilti
því að vera heilagur og var
vitanlega nálega ómögulegt. —
Aldrei hef ég séð myndir af
reykjandi englum. Það er lík-
lega erfitt að hætta að reykja
— hætta afgrapahættinum —-
og að verða heilagur." ,
Sauðbú sandgræðsl-
unnar í Gunnarsholti
Helgi Hannesson, Strönd,
skrifar:
„Eitt bú á íslandi er hneyksl
unarhella allra, sem til þess
þekkja — og þó einkum þeirra
sem næst þvf sitja. Þetta er
Sandgræðslubúið í Gunnars-
holti.
Það var upphaf að þessu búi,
að þar var stofnað til smá-
búskapar, um það leyti sem
Sa-ndgræðsla íslands flutti
þangað aðalstöðvar sínar. Það
sandgræðslubú stóð í fimm ár
fyrst (1928—33). — Gunnlaugi
heitnum Kristmundssyni sý-nd
ist sá búskapur ekki bera sig.
Hann fékk þá í sínaT hendur
30 þúsund krónur á ári, i þarf
ir Sandgræðslunnar — og þótti
réttara að verja fénu til betri
nota, e-n tapreksturs á búi. —
Hann seldi búið og leigði jörð
ina næstu 13 árin (1933—46).
Þá hóf Sandgræðslan búskap
að nýju og hafði um tíma 15
kýr í fjósi. — Svo komu „holda
naut“ til sögu — og nokkru
síðar sauðfjárbúskapu-r. 1958
voru á búinu um 300 fjár og
200 „holdanauta“-kynblending-
ar.
Næstu ár missti Sandgræðslu
s-tjóri stjórn á oflæti sínu. —
Fyrr en varði varð fé þar á
fóðrum, hátt á annað þúsund
— og upp undir fjögur þús-
und að sumri til. — Nú hefur
sauðfénu fækkað aftur. Mun
þó e-nn vera nokkuð á annað
þúsund framgengið.
Þessi búskapur Sandgræðslu
stjóra sýnist flestum hafa tvær
vandræðahliðar. Snýr önnur
hlið að Sandgræðslu íslands,
hin að bændum landsins.
Sandgræðslusjóður
of smár
Sandgræöslan er ríkisstofn-
un, og starfsfé henna-r allt úr
ríkissjóði. Milljónatugur eða
meira á ári. En þótt það fé
væri tvöfalt meira, veit alþjóð,
að það væri of 1-ítið, til þess
að afstýra uppfoki og græða
sanda. Það á því að vera öllum
ljós nauðsyn. að vel sé haldið
á Sandgræðslusjóði, — ekki
síður nú en á dögum Gunnl.
Kristmundssonar. Hi-ns vegar
vita Rangvellingar, hvað sem
búreikningar segja, að þarf-
laus og lánlaus stórbúskapur
hefur á liðnum árum orðið
Sand-græðslunni hörmulega
dýr. Þetta má rökstyðja síðar,
ef krafizt verður.
Ekki veit sá, er þetta ritar,
hve mikið kindakjöt Gunnars-
h-oltsbúið hefur framleitt næst
liðinn áratug. — Trúl-ega er
það nokkuð hátt á annað
hundrað tonn. Allt var það u-m
fram innlenda neyzluþörf! Við
ekkert af því var annað að
gera en selj-a það erlendis
fyrir sáralítið verð.
Ríkissjóður hefur greitt stór
fé i verðbætur fyrir Gunnars-
holtsbúið, — ef til vill 4—5
milljónir alls. — Því fé h-efði
mátt verja bet-ur á margan
annan hátt. Enn er þó ekki
bitið úr þes-sari nál. Nú liggja
í geymslum þrjú þúsund tonn
af lítt seljanlegu kindakjöti,
af framleiðslu tveggja síðast-
liðinna ára. Af því má segja,
að 50 smálestir séu frá Gunn
arshol-ti. — í haust er svo von
ASBEST
ASBEST
á 20 tonnurn þaðan, en 40 tonn
ef farga skal ærstofninum!
Þrefaldur
þyngslaómagi
Nú blasir það við, að verð-
bætur ríki-ssjóð-s nægðu ekki
að þessu sinni, til þess að full-
borga útflut-ningskjöt af fra-m-
leiðslu síðas-ta árs. Því sem á
vantar verður því að jafna
nið-ur á bændur. Hcfur nú ver-
ið ákveðið, að 50 krónum af
hverju dilksverði skuli varið
þannig. Það lætur nærri, að
sá sjóður borgi um 40 þúsund
dilkaskrokka. Það er sá hluti
offramleiðslu. sem bændur
sjálfir verða að taka á si-g. —
Þessa raun eiga þeir að þakkn:
Gu n n a-rshol t-s-bú i n u, rí k isbúum
og 400 stórefnabændum, se-m
hver um 'sig átti á næstliðn-u
hausti um 100 lömbum meira
en hóflegt var!
Verstur er orðstír stærsta
búsins, sem aldrei hefði átt að E
vera til. Það er nú orðið þre- Bf
faldur þyngslaómagi. Frá upp- 6
hafi var það óma-gi Sandgræðsl |
unnar. í öðru lagi þungur h'
landsóm-agi í þriðja la-gi er
það orðið ómagi allra, sem
eiga kindur á íslandi!
Gloppa á Land-
græðslulögum
Sandgræðslan er í orði
kveðnu háð yfirstjórn ráðherra
landbúnaðarmála. Gunnars-
holtsbúið var líklega stofnað
með ráðherravitund og vild.
Um hrið hafa margir menn
átalið Ingólf fyrir að um-bera
fj-árbú Sand-græðslunnar. Hann
mun nú kominn á þá skoðun,
að sá búskapur ei-gi engan rétt
á sér.
Sumarið 1966 lét hann
skrifa Landgræðslustjóra, og |
skipa svo fyrir, að sauðbúið g
skyldi stórlega minnkað í H
næstu sláturtíð. Land-græðslu- g
stjóri hló að þvi bréfi, og setti S
um haustið hundrað lörnb á B
wtur! — Hann heyrði, en Sj
þótti hafa að litlu ráðherraboð 3
skapinn. »
Me-rkur rangæskur íh-alds- £
bóndi atyrti Ingólf á nýliðn- |
um vetri, fyrir að vera ekki I
búinn að afmá Gunnarsholts- |
ærnar. — Ingólfur sagði að S
sér væri óh-ægt um vik. Sig
vantaði smágrein í Land- ,J?
græðslulögi-n, svo að hann
hefði leyfi til að vinna það
þa-rfaverk. .— Rang-æingi brá
í brún og trúði því t-æplega, %
að ráðherravaldið væri ekki
meira en svona! í
Nú biðja Rangæingár Ingólf jl
að bæta úr þessu lagaleysi i
með nýjum bráðabirgðalögum ;•
fyrir næsta haust!"
PLÖTUR -
PLÖTUR
5
Á VÍÐAVANGI
Nýja brúin á Þjórsá
og samgöngumála-
ráðherrann
Þjóðviljinn vekur athygli á
því á sunnudaginn með birt-
ingu tveggja mynda, að um-
mæli og heitstrengingar sam-
göngumálaráðherrans séu ekki
haldbetri í brúargerðinni en
vegagerðinni á íslandi. Önnur
myndin er tekin 3. apríl, er
Ingólfur Jónsson, samgöngu-
málaráðherra, opnar með við-
höfn að viðstöddum nær öllum
alþingismönnum, nýja brú yfir
Þjórsá, nálægt virkjunaretað
við Búrfell, ofan við svonefnt
Bjarnalón. Við brúarvígsluna
flutti samgöngumálaráðherr-
ann ræðu. Sagði ráðherrann
m.a. samkv. frásögn MbL:
„Þegar ég opna þessa brú,
sem er önnur brúin á Þjórsá,
vil ég segja það, að það er
ánægjulegt að hún er hér kom
in, og hún tengir sýslurnar
saman, og það er merki þess,
að það er aukin samvinna og
samstarf milli þessara sýslna.
Og það er annað. Hún skapar
möguleika fyrir hringakstri
um fallegt landslag og gerir
fólki hægara að k.vnnast land-
inu. Því segi ég um leið og
ég opna brúna: Þessi brú verð
ur ekki rifin“.
Réttum tveimur mánuðum
siðar voru ráðherrar og alþing
ismenn aftur við Þjórsá í boði
Landsvirkjunar. Stórt skarð var
þá komið í hina nýju velvígðu
brú, sem aldrei skyldi rífa.
Þegar starfsmenn Landsvirkj-
unar voru inntir nánar eftir
þessu, svöruðu þeir því til,
að brúin hafi aldrei verið ætl
uð til frambúðarnota, hvað
sem öllum ummælum, yfirlýs-
ingum og heitstrengingum ráð
herrans liði!
Samt er Ingólfur Jónsson
bæði ráðherra raforkumála og
samgöngumála.
Hægri aksturinn
gengur vel
Engin meiriháttar óhöpp
hafa enn orðið í hægri umferð
inni og má það þakka því fyrst
og fremst að menn fara enn
gætilega og allur þorri öku-
manna virðir þær hraðatak-
markanir, sem settar hafa
verið. Nokkrir sýna þó sam-
borgurum sínum hið mesta til-
litsleysi með því að sinna ekki
hraðatakmörkunum og aka á
óleyfilegum hraða. Þessir
menn eiga enga afsökun og
almenningur styður eindregið
aðgerðir löggæzlunnar til
að hafa hendur í hári þessara
ökumanna og láta þá sæta á-
byrgð og refsingu.
íslendingar og hafið
Sýningin fslendingar og haf-
ið, hefur vakið mikla athygli og
verið afar fjölsótt, enda er sýn
ingin sennilega sú fjölþættasta
og yfirgripsmesta er hér hefur
verið haldin. Tala sýningar-
gesta mun nú nálgast 30 þiis.
sem er há tala í okkar fá-
menni. Þessi sýning, sem er
svo sannarlega hafsjór af fróð
leik, er þeim sem að henni
standa tii hins mesta sóma og
sýningargestum öllum til mik-
ils fróðleiks og skemmtunar.
Tíminn vill hvetja fólk til að
sækja þessa merku sýningu
um undirstöðuatvinnugrein fs-
lendinga.
Aðalfund ur
Sálarrannsóknarfélags
íslands
verður haldinn í Sigtúni (við Austurvöll), mið-
vikudaginn 12. júní kl. 3,30 e.h.
D A G S K R Á :
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tónleikar.
3. Skyggnilýsingar: Hafsteinn Björnsson
miðill.,
Aðgöngumiðar verða afhentir félagsfólki ókeypis
á skrifstofunni Garðastræti 8, þriðjudaginn 11.
júní og miðvikudaginn 12. júní kl. 5<—7 e.h. —
Aðeins fyrir félagsmenn á meðan húsrúm leyfir.
STJÓRNIN
Innan- og utanhúss ASBEST fyrirliggjandi.
HÚSPRÝÐI H.F., Laugavegi 176.
VÉLALEIGA
/
Símonar Símonarsonar. Sími 33544.
önnumst múrbrot, og flesta loftpressuvinnu. —
Einnig skurðgröft.
/