Alþýðublaðið - 12.04.1990, Síða 9
Fimmtudagur 12. apríl 1990
9
Börnin undirbúa
páskahaldið á Nesinu
„Páskarnir eru
líka svolítið
u
Það var mikill páskahugur í
börnunum á barnaheimilinu
Fögrubrekku á Seltjarnarnesi
þegar blaðamaður Alþýðu-
blaðsins leit inn. Verið var að
leggja síðustu hönd á páska-
föndrið og nokkrir fengust við
kókóskúlubakstur. Það leyndi
sér ekki að þessir ungu Islend-
inga voru áhugasamir við und-
irbúninginn og talaði hver í
kapp við annan um páskaung-
ana og eggin sem voru nú óð-
um að taka á sig endanlega
mynd.
Hörður Kristinn og Karlotta,
bæði 5 ára voru ekki í nokkrum
vafa hvert tilefni hátíðahaldanna
væri ,,þá dó Jesú á krossinum," var
svarið þegar blaðamaður spurði.
Nokkur barnanna sögðu að ef til
vill myndu þau fara í kirkju en
Bjarni Jakob Gunnarsson, 4 ára
fullyrti hins vegar að ekki kæmi
annað til greina en að fara í kirkju
á páskum.
Þegar páskaeggin bárust í tal
leyndi spenningurinn sér ekki.
Flest sögðu börnin að búið væri að
kaupa eggin og mörg töldu að von
væri á fleiru en einu.
Hörður Kristinn Heiðarsson, 5 ára,
hafði brugðið út af hefðinni og
hafði spila-strump í stað unga á
páskaegginu sinu.
„Páskarnir eru líka svo lítið sorg-
legir vegna þess að þá dó Jesú á
krossinum," benti hann blaða-
manni á þegar rætt var um páska-
hátíðina.
„Mest gaman er að fá páskaegg,
en það er líka gaman að vera
heima með mömmu og pabba
þegar allir eiga frí," sagði Halldór
Ragnar Halldorsson Halldór sagð-
ist ekki bara föndra í leikskólan-
um heldur sagðist hann halda
áfram eftir aö heim kæmi.
Auglýsing frá
Orlofssjóði VR
ORLOFSHUS VR
Dvalarleyfi
Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1990. Umsóknir á þar til gerðum
eyðublöðum þurfa aö berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð í síðasta lagi 20. apríl 1990.
Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum:
Ölfusborgum
Husafelli í Borgarfirði
Svignaskarði í Borgarfirði
lllugastöðum í Fnjóskadal
Vatnsfirði, Barðaströnd
Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu
íbúðir á Akureyri
Flúðum
Miðhúsum, Biskupstungum
Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvaliö sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma-
bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir
18. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið veröurmilli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt
er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 5. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækj-
endur rétt til að vera viðstaddir.
Sérstök athygli er vakin á því að umsókinir veröa að berast skrifstofu VR
í síðasta lagi föstudaginn 20. apríl n.k.
Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð. Ekki verður tekið á móti
umsóknum símleiðis.
Karlotta Einarsdóttir, 5 ára, var að
Ijúka við þetta myndarlega
pappaegg. Hún sagðist þó ekki
ætla að láta það duga því búiö
væri að kaupa mikið og stórt egg
handa henni. Henni fannst til-
heyra að mömmur fengju aö narta
í páskaeggin.
„Ég er búinn að búa til páska-
unga, hana og margt, margt,
fleira," sagði Bjarni Jakob Gunn-
arsson, 4ára.
Júlianna, ný orðin 3 ára sagði aö
sér þætti gaman á páskunum.
Hún ætlaði hins vegar að vara sig
á aö borða of mikið af páskaeggj-
um því þau væru óholl.