Alþýðublaðið - 12.04.1990, Síða 12
ALÞYÐUBLAÐIÐ
PRESSAN
FAX 82019
MMinmimini
Fimmtudagur 12. apríl 1990
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
RITSTJÓRN
O
681866-83320
Góöar fregnir af umhverfismálum okkur:
Súrt regn á undanhaldi
— Veröum samt aö halda vöku okkar, segir Hreinn Hjart-
arson veöurfrœöingur
Dregið hefur úr áhrif-
um súrs regns á Isiandi á
þessum áratug að sögn
Hreins Hjartarsonar
veðurfræðings hjá Veð-
urstofu Islands. Ástæð-
una segir hann vera
hertar mengunarvarnir í
löndum V-Evrópu en
þaðan kemur 95% af
þeirri mengun sem veld-
ur súru regni hér á landi.
Á árunum 1959—1979
virtist úrkoma fara heldur
súrnandi í Reykjavík. Þá
iækkaði ph-tala, sýrustigið,
úr 5,4 í 5,1 en á þessum ára-
tug hefur ph-talan hækkað
aftur í 5,4. Reyndar verður
að taka tillit til þess að þetta
er ekki mikið frávik og
einnig var mælistaðurinn
færður árið 1980 frá
Reykjavík að írafossi.
„Þetta er samt sem áður
skref í rétta átt,“ sagði
Hreinn.
Súrt regn hefur verið
mikið vandamál í iðn-
væddu löndum Evrópu og
N-Ameríku á undanförnum
tveimur áratugum. Þó var
gert stórátak á síðasta ára-
tug í V-Evrópu og N-Amer-
íku að tilstuðlan OECD og
hefur því dregið mjög úr
mengun frá verksmiðjum í
þessum löndum. En verk-
smiðjur í A-Evrópu hafa
haldið áfram að eitra loftið
í Evrópu þannig að ekki
hefur dregið hlutfallslega
jafn mikið úr menguninni á
meginlandinu eins og hér á
landi.
Hreinn segir að við þurf-
um hins vegar að vera vak-
andi á verðinum því súrt
regn valdi tjóni hér landi þó
það sé ekki á jafn áberandi
hátt og í öðrum löndum þ.e.
með föllnum skógum og
fiskidauða í vötnum. Veð-
urfræðingurinn nefndi sem
dæmi tæringu á mannvirkj-
um og bifreiðum.
Hreinn segir að hug-
myndir um nýtt álver hér á
landi verði að skoðast með
hliðsjón af mengunarmál-
um því það sé ekki spurn-
ing að nýju 200 þúsund
tonna álveri fylgi nokkur
brennisteinsmengun. „Við
verðum að byrgja brunninn
Þannig eru skógar í Tékkóslóvakíu útleiknir eftir súrt regn
sem þar hefur falliö.
áður en barnið er dottið of- við íslendingar að halda
an í hann og því verðum vöku okkar.“
Mikiö um aö vera á Keflauíkurflugvelli:
Þrjár nýjar vélar
Það var mikið um að
vera á Keflavíkurflugvelli í
fyrradag. Fyrst kom
splunkuný 757 flugvél
Einfaldlega
Allanfsól
ATLANTSÁL skal fyrir-
tæki Atlantal-hópsins
heita. Þetta var ákveðið í
síðustu viku á fundi full-
trúa fyrirtækjanna sem
hópinn mynda. Hefur
nafnið nú verið skráð með
fyrirhugaðan rekstur ál-
vers á Islandi í huga.
Fulltrúar Atlantsáls hittust í
Reykjavík í siðustu viku og
ræddu við fulltrúa stjórn-
valda. Á fundum aðilanna
var farið yfir alla þætti sem til
viðræðu hafa verið milli
þeirra: Orkuverð, skatta, um-
hverfismál og staðsetningu
nýs álvers, segir í frétt frá Iðn-
aðarráðuneytinu í gær.
Flugleiða til landsins, þá
ný leiguþota Arnarflugs af
Boeing 727 gerð og loks
vél frá spænska leiguflug-
félaginu Osias til að flytja
farþega frá ferðaskrifstof-
unni Veröld-Pólaris til
Spánar.
Það var fjölmenni í Leifs-
stöð á Keflavíkurflugvelli í
fyrradag þegar hin nýja vél
Flugleiða kom til landsins.
Það var Ástríður Thoraren-
sen, borgarstjórafrú, sem gaf
hinni nýju vél nafnið Hafdís.
Síðar um daginn kom vél
frá spænska flugfélaginu Oas-
is til að ferja farþega ferða-
skrifstofunnar Veraldar-Póla-
ris til sólarstranda. Þar tóku
m.a. Andri Már Ingólfsson
framkvæmdastjóri Verald-
ar-Pólaris og Halldór Sigurðs-
son umboðsmaður spænska
flugfélagsins á móti vélinni.
„Það er brotið blað í íslenskri
flugsögu að Islendingum sé
boðið upp á beint leiguflug
með erlendu flugfélagi,"
sagði Andri við þetta tæki-
færi.
Þokkalegt páskaveður
Utlit er fyrir batnandi
veður næstu daga og geta
landsmenn búist við
þokkalegasta veðri yfir
páskahelgina að sögn Eyj-
ólfs Þorbjörnsson, veður-
fræðings.
Á skírdag og föstudaginn
langa verður frekar hæg
breytileg átt, úrkomulítið og
að sögn Eyjólfs má búast við
einhverri sólarglætu. Hiti
verður nálægt frostmarki.
Laugardag og páskasunnu-
dag verður suðvestanátt,
strekkingsvindur og senni-
lega einhver úrkoma um suð-
vestanvert landið. Norðlend-
ingar hafa heppnina með sér
því norðan og austanlands
verður úrkomulaust og bjart
veður.
A myndinni má greina að
Reykvíkingar máttu gæta
hatta sinna í gær, þeir sem
höfuðföt nota. Það var með
allra hvassasta móti, sæmi-
lega hlýtt og rigning á köfl-
um. Kosturinn við veðrið var
sá helstur að mikið tók upp af
snjó og klaka, sem víða er til
vandræða í borginni.
Fólk
Gudmundur Einarsson,
lífeðlisfræðingur og fyrr-
um alþingismaður hefur
verið ráðinn aðstoðar-
maður Jóns Sigurdssonar
viðskipta- og iðnaðarráð-
herra. Guðmundur tekur
við starfi Birgis Arnason-
ar, sem tekið hefur við
starfi hjá EFTA í Genf.
Guðmundur var fram-
kvæmdastjóri Aiþýðu-
flokksins árin 1983—87.
Frá því í ársbyrjun 1989
hefur Guðmundur stund-
að kennslu við Háskóla
íslands.
★
Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri SIF,
sölusamtaka saltfiskfram-
leiðenda gerðist spámað-
ur um árið 2000 nú ný-
lega. Ekki spáir hann
„minni spámönnum"
framtíð í sölu fiskafurða
frá íslandi um það leyti
sem nýtt árþúsund sér
dagsins Ijós, — öðru nær.
„Skipting sölufyrirtækj-
anna eftir vinnslustigi
vörunnar, fryst, söltuð,
hert, mun hverfa og sjáv-
arútvegurinn mun eign-
ast 2 til 3 sterk hlutafélög
sem vinna saman að
markaðssetningu á ís-
lenskri merkjavöru í sjáv-
arafurðum", segir Magn-
ús. Við sem héldum að
þjóðin ætti einmitt þessi
2—3 sterku fyrirtæki í
þessari grein.
★
I framhaldi af spá Magn-
úsar þetta: í fréttaskeyti
frá Reuter í gær er haft
eftir Hjálmari Hannes-
syni, sem var fulltrúi á
ráðstefnu um efnahags-
lega samvinnu í Evrópu
sem lauk í Bonn í gærdag,
að það sem ísland vantaði
í dag væri „betra alþjóð-
legt „umhverfi" fyrir lítil
og meðalstór fyrirtæki að
vinna í“.
VEÐRIÐ
ÍDAG
Hæg norðvestan og
noröanátt og frost um allt
land. Smóél á NA-landi en
annars þurrt aö mestu.
Horfur á vestlægri átt á
föstudag, léttskýjuðu á
norður og austurlandi, en
þykknar upp á vestan-
veröu landinu. Á laugar-
dag suðvestlæg átt og
skúrir eða slydduél á Suð-
urog Suðvesturlandi, ann-
ars þurrt að mestu.
★
Á fundi húsnæðismála-
stjórnar í síðustu viku var
samþykkt að veita 80 fé-
lagslegum aðilum fram-
kvæmdalán til að byggja
alls 802 félagslegar íbúðir
og almennar kaupleigu-
íbúðir. Ekki leist fulltrúa
Vinnuveitendasamband-
ins, Pálma Kristinssyni, á
þessa samþykkt. Hann lét
bóka að híutfall lánveit-
inga til félagslegra íbúða
væri orðið allt of hátt, eða
55% af árlegri nýbygg-
ingaþörf. Telur hann
tímabært að endurskoða
opinbera stefnu og skil-
greiningu á þörfunum
fyrir félagslegar íbúðir.