Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 1
Aðalskrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns or í Bankastræti 6. Sínu S3800- SKRIFSTOFA Gl^ i PÓSWÚSSTR^M SÍ.Vil fV; T lili^u Ráðherrarnir sátu fimm og hálfa klst. samfleytt á fundi í gær: RÆDDU ADALLEGA GAGN- KVÆMA FÆKKUN HERLIÐS V •> | EJ-Reykjavík, þriðjudag. ic Utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í dag eftir fimm og hálfrar klukkustundar samfelldan fund. Er talið, að deilur milli Frakka annars vegar og annarra bandalagsrikja hins vegar um ýmiis atriði, sérstaldega þó yfirlýsinguna um samdrátt herbúnaðar NATO og Varsjárbandaiagsins, hafi valdið því hversu fundurinn dróst á Ianginn. ★ Um það atriði var frá skýrt í yfirlýsingu fundarins, að haldið yi'ði áfram undirbúningi að hugsanlegum viðræðum við Sovétríkin og önn ur Austur-Evrópuríki um gagnkvæma fækkun í herliðum beggja vegna „járntjaldsins“, en Ijóst er að slíkar viðræður hefjast ekki á næstu mánuðum a. m. k. ic í yfirlýsingunni, sem gefin var út eftir fundinn, er mjög fjallað um Berlínarmálið. Lögð er áherzla á, að Sovétríkin beri alla ábyrgð á þeim aðgerðum austur-þýzkra yfirvalda, sem hindra frjálsar sam- göngur til og frá Berlín. Ráðherrafundurinn samþykkti þá ákvörðun þríveldanna — Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands — að tryggja frjálsar samgöngur til og frá borginni. ic í beinu framhaldi af þessum ákvörðunum Þríveldanna mun Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fara til Bonn á morgun, mið- vikudag, ásamt Willy Brandt, utanríkisráðherra .yestur-Þýzkalands. og ræða þar við Kurt Kiesinger kanslara Vestur-Þýzkalands. Mun Rusk dvelja í Bonn nokkrar klukkustundir en halda síðan til Bandaríkjanna. Aðrir ráðherrar, sem fundinn sátu, halda beint til heimalanda sinna. Þessi mynd var tekin í veizlu, sem forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hélt erlendu ráðherrunum, fulltrú- I um þeirra og sendiherrum að Bessastöðum. (Tímamynd: Gunnar). Ráðherraifundurinn í dag hófst fyrir hádegi og stóð óvenjulengi, eða í hiálfa sjöttu ki'utokustimd. Nauðsyn á föstu leiðbein- ingarflugi yfir ísasvæðin OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Frá áratnótum hefur hafís legið hér við land í 16 vikur. Mestur hefur ísinn verið fyrirNorðurlandi en fyrir Austfjörðum lokaði hann öllum siglingaleiðum í nokkrar vikur og komst ísinn fyrir austan Iengst í suður á móts við Skaftár- ós og lokaðist innsiglingin inn á Hornafjörð um tíma. Enn er mikill ís fyrir Norðurlandi og liggur hahn að landinu í Húnaflóa og á Strönd- um. Sigling fyrir Horn er fær en ekki örugg vegna ísreks. Fyrir nokkrum dögum lokaðist höfnin í Dalvik vegna ísreks og í nótt fylltist Húsavíkurhöfn af ís á örstuttum tíma. Hafa Hús- víkingar varið höfnina til þessa með því að strengja vír fyrir hafn armynnið og varna ísnum þannig að komast inn í sjálfa höfnina. í gærkvöldi þótti hafnarstjóranum ekki ástæða til að strengja vírinn fyrir mynnið og barst ísinn fyrir straumi og vindi inn í höfnina. Ein trilla sökk og fleiri skemmd- ust af völdum íssins. Erfitt mun að segja um hve mikið tjón hefur orðið, og á enn eftir að verða, af völdum hafíss- ins. Sigling til Norður- og Austur- landsins var ófær um margra vikna skeið og fjöldi skipa skemmdist í ísnum. Skip lokuðust inni í höfn um um lengri eða skemmri tíma FRJAISL YNDIR VINNA Á í KOSNINGUM í KANADA NTB-Ottawa, þriðjudag. Þingkosningar fóru fram í Kanada í dag og talið er, að Frjáislyndi flokkurinn undir stjórn Pierre Elliot Trudeau hafi unnið öruggan sigur og tryggt sér góðan mcirihluta í kanadíska þjóð þinginu. Endanleg úrslit munu ekki verða kunn fyrr en á mið vikudagsmorgun. Óeirðirnar milli lögreglunnar og ákafra fransk- kanadískra aðskilnaðarsinna, sem brutust út í Quebec í gær, eru ekki taldar hafa haft mikil áhrif á kjósendur við kosningarnar í dag. Pierre Elliot Trudeau varð for sætisráðherra og tók við embætti formanns Frjálslynda flokksins af Leaster Pearson. þegar hann lét af þessum emibættum. Frjálslyndir höfðu aðeins yfir að ráða 128 þing sæta af þeim 264, sem eru i kan adíska þingdnu. Trudeau þótti þetta ekki nægitegt til þess að geta haidið uppi styrkri stjórnar Framhald á bls. 15. og enn önnur skip festust í ísnum úti fyrir ströndum. Vegna snjó- þungans lokuðust vegir og mörg byggðarlög voru einangruð vikum saman. Eins og gefur að skilja var sjósókn sáralítil á hafíssvæðunum og féll vetrarvertíð að mestu nið- ur hjá bátum fyrir norðan og jafn vei Austfjarðabátum. Þó hafa sjó- menn verið að reyna að róa þegar ísinn þokast eitthvað frá landinu og þeir geta komið veiðarfærum í sjó. Veiðarfæratjónið hefur verið gífurlegt. Það eru ótaldar neta- trossur og línur, sem horfið hafa undir ísinn í vetur. Þá hafa trillu- bátaeigendur misst mikið af grá- sleppunetum undir ís. Vegna þess að ávallt er nokkur hreyfing á ísnum, er mjög mikil- vægt fyrir sjófarendur að vita hvar sigling er lokuð með öllu og hvar er helzt hægt að komast gegn um hafísinn. í vetur voru flugvél- ar nokkrum sinnum fengnar til að vísa skipum leið um hafíssvæðið. En sýnilegt er, að ef hér verða fleiri slíkir ísavetur, eins og marg ir óttast, verður að gera miklu víðtækari ráðstafanir til að kanna íssvæðin og fylgjast með hafísn- um betur en gert hefur verið til Framhald á bls. 15. Mun ágreiningiurinn milli fulltrúa Frakkil'ands annars vegar og hinn'a aðildarrikjanna hins vegar hafa valdið því. Mun þetta vera einn lengsti samfeMdi fundurinn, sem vitað er um á utanríkisráð- herrafundum NATO. Siðdegiis í dag var síðan gefin ú|t yfinlýsing fundarins, og í tengslum við hana yfirlýsing um sameiginlega fækkun í herliðum beggja bandalaganna í Evrópu. Verður efni yfirlýsinganna rakið hér á eftir. Verulegur hluti fyrri yfirlýsing arinnar fjallar um Berlín. Þar segir, að ráðherramir hafi rætt það ástand, er skapast hafi vegna nýlegra aðgerða varðandi sam- göngur til oig frá Berlín. Lögðu þeir áherzlu á, að Sovétríkin beri álbyrgð á sérhverri aðgerð, sem hindrar eða ógnar frjálsum sam göngum til og frá Berlín, Oig hvötbu til þess að slíkum aðgerð- um yrði hætt. „Með þwí að ganga í berhögg við aliþjóðlega samninga og gaml- ar venjur varðandi Berlín, hafa austur-þýzk yfirvöld skapað alvar legt ástand,“ — segir í yfirlýs- ingunni, og telja ráðherrarnir að hér sé um vísvitandi tilraun að ræða til þess að setja bætta sam búð milli austurs og vesturs í hættu. Tekið er fram, að aðildarríki NATO viðurkenni ekki „Þýzka al þýðulýðveldið“, og þannig hafi að gerðir þess ekkert lagalegt gildi að þeirra áiiti. Það séu Þríveld in og Sovétríkin sem beri ábyrgð á Þýzkalandi í heild, þar til frið arsamningar verði undirritaðir. Ráðherrarnir samiþykktu þá af- stöðu Þríveldanna, sem fi*am hefur komið áður, að þau muni tryggja frjálsar ferðir til og frá Bedin. ■ Framhald á bls. 14. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.