Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. júm' 1968. TIMINN 9 —M Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu. húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr. 120.00 á mán Innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Síldveiðarnar Þær fréttir berast nú af. síldarmiðunum, að Norð- menn og Rússar fái þar góðan afla. Á sama tíma og þessir keppinautar okkar ausa þannig upp síldinni, ligg- ur íslenzki flotinn í höfn. Ástæðan er öðrum þræði sú, að ríkisstjórnin hefur vanrækt að hafa nokkra forustu um ákvörðun síldarvérðsins, en hinum þræðinum sú, að hún hefur vanrækt að vinna að samkomulagi milli sjó- manna og útvegsmanna um kaup og kjör. Því er nú verkfall síldveiðisjómanna. Hið eina, sem ríkisstjórnin hefur lagt til þessara mála er hækkun saltsíldarskattsins, sem torveldar bæði á'kvörðun síldarverðsins og sam- komulag milli sjómanna og útgerðarmanna. Einar Sigurðsson útgerðarmaður dregur upp nokkra mynd af þessu ástandi í grein, sem hann birti í Mbl. á sunnudaginn. Hann segir þar m.a.: „Norðmenn eru fyrir nokkru byrjaðir að veiða síld á norðurslóðum og hafa bátarnir komið þaðan drekk- hlaðnir af síld......Hér er verið að þrefa allt vorið um kjör og verðlag á síldinni, og engin fæst um, þótt síldarskipin liggi hér aðgerðarlaus mán- uðum saman, á meðan landið er að sálast úr gjald- eyrisleysi. Nokkrir af frem^tu síjdarejflpsjj^i^y^- hafa fullyrt við þann, sem þetta ritar; að síld ætti að>nsrr vera hægt að veiða með maíbyrjun við Jan Mayen og Bjarnarey". Meðan útlendingar moka upp síldinni, liggur íslenzki síldarflotinn bundinn í höfn og ríkisstjórnin aðhefst ekki annað en það að hækka saltsíldarskattinn! Slík er mynd þeirrar óstjórnar á íslandi, er blasir við. En þetta er ekki ný mynd. Árið 1968 hófst með nokkurra vikna stöðvun bátaflotans, því að útreikn- ingar þeir, sem ríkisstjórnin var búin að láta gera um fiskverðið, reyndust meira og minna rangir og langur tími fór í að ákveða það á ný! Svo hófst hálfs mánaðar allsherjarverkfall, sem ríkisstjórnin sjálf stofnaði til með því að ætla að svipta þá lægstlaunuðu öllum dýrtíðar- bótum. Vegna þessara tveggja stöðvana, sem hér hafa verið nefndar, töpuðust miklir fjármunir 1 erlendum gjaldeyri. Og nú bætist við þriðja stöðvunin, stöðvun síldveiðiflotans, meðan keppinautar okkar mokafla. Ekkert sýnir betur, að þjóðin býr við ríkisstjóm, sem ekki er vandanum vaxinn — ráðlausa stjórn, þreytta stjórn, sem hefur ekki annað markmið en að hanga við völd, hvernig sem allt veltist. • Vissulega steðja nú ýmsir erfiðleikar að þjóðinni. Aldrei er það tilfinnanlegra en undir slíkum kringum- stæðum að búa við ríkisstjórn, sem er ráðlaus og þreytt og veldur því ekki þei'm verkefnum, sem fengizt er við. Talning atkvæða Vísir ræðir í gær talningu atkvæða í forsetakosning- unum á sunnudaginn kemur, en það mun nú ákveðið að talning hefjist hvergi fyrr en klukkan 8 að morgni á mánudaginn. Vísir bendir á, að það sé alþjóðleg venja að hefja strax um kosninganóttina talningu atkvæða í þeim kjördæmum, þar sem því verður komið við, eins og í Reykjavík og á Suðurnesjum. Blaðið telur að þessari vénju eigi að fylgja hér, enda virðist ekkert því til fyrir- stoðu, að það verði gert. Vafalaust mælir Vísir hér fyrir munn margra, sem ekki viljá missa venjulega kosninganótt. DANA ADAMS SCHMIDT: Koma olíuleiðslur í stað olíu- flutninga um Suezskurðinn? Undirbúningur mikilla olíuleiðsla hafinn í Egyptalandi og ísrael. Uppdrátturinn sýnir olíuleiöslur þær, sem Egyptar og fsraelsmenn ætla að leggja. í ÁGÚST í sumar verður byrj að að leggja olíuleiðslu í ísrael og sennilega í janúar að ári í Egyptalandi. Olíuleiðslur þessar eru til þess ætlaðar að losna við flutninga um Súesskurð. F.inu eða tveimur árum eftir að vinna hefst við þessar olíu- leiðslur verður komin til greina ný stjórnmálastaðreynd í Aust- urlöndum nær, eða tilvera þess- arra tveggja olíuleiðslna, sem keppa hvor við aðra. Súesskurð urinn verður ekki jafn mikil- vægur og áður var vegna til- komu þessara leiðslna, hvorki efnahagslega né stjórnmálalega. Leiðslurnar, sem eiga að keppa hvor við aðra, verða bæði viðkvæmar og mikilvæg- ar sem tekjulindir og um leið ný þrætuepli Araba og ísraels- manna. OLÍULEIÐSLA ísraelsmaána verður 160 mílur að lengd. Hún liggur frá Elath til Ashkelon, er 42 þumlungar í þvermál og á að geta flutt 15—20 milljónir smálesta á ári undir eins og hún verður tekin til notkunar í ágúst að ári. Flutningshæfnina á' að aúka smátt og smátt með nýjum dælustöðvum unz leiðsl- an getur flutt 60 milljónir smá- lesta að ári. Egypzka leiðslan á að liggja alveg samhliða Súesskurðinum. Vera má, að hún liggi frá Súes til Kairó og síðan annað hvort norð-vestur til Alexandríu eða frá Súes til Damietta. Mikilvægi þessarar fram- kvæmdar ísraelsmanna má að nokkru marka af því, að leiðsl- an á að geta flutt um þriðjung þess olíumagns, sem áður var flutt um Súesskurðinn. Leiða má sem sé fræðileg rök að því, að draga megi þennan hluta frá þeim tekjum, sem Egyptar gátu gert sér vonir um að hafa af Súesskurðinum í framtíðinni. FRÁ sjónarhóli fsraelsmanna séð virðist olíuleiðsla þeirra vera arðvænleg framkvæmd. Þeim verður þá fært að koma sér upp ýmiss konar efnaiðnaði úr olíu umhverfis Ashkelon og geta gert sér vonir um að selja úr landi þann hluta framleiðsl- unnar, sem þeir þurfa ekki á að halda sjálfir. Milli Elath og Haifa liggur olíuleiðsla, sem er 16 þumlungar í þvermál. ísra- elsmenn flytja nú þegar út helming þeirrar olíu, sem þessi l^iðsla flytur. Að því ■ er leiðslu Egypta varðar er efnahagsþáftur máls- ins miklu margslungnari. Þeir voru búnir að ráðgera lagningu leiðslunnar áður en Súesskurð- inum var lokað og var hún þá hugsuð sem viðauki við hæfni Súesskurðarins til olíuflutninga. Fyrirhugað var að dýpka skurð inn það mikið, að um hann gætu farið olíuflutningaskip allt að 80 þúsund smálestir að stærð. Olíuleiðslan átti svo að losa enn stærri olíuflutningaskip við að sigla suður fyrir Góðravon- arhöfða OLÍULEIÐSLUM þeim, sem nú á að fara að leggja, er fr$m- ur ætlað að auka flutningamögu leikana en að koma í stað Súes- skurðarins. f huga ærið margra leynist þó ótti um, að skurður- inn kunni að verða lokaður um ófyrirsjáanílega langan tíma. Hins ber þó að gæta, að sí- fellt eru smíðuð stærri og stærri olíuflutningaskip. Hin stærstu þeirra kunna að geta flutt olíu suður fyrir Góðrar- vonarhöfða fyrir minna en gjalda þarf fyrir flutning um olíuleiðsluna frá Rauðahafi til Miðjarðarhafs. Mestu skiptir fyrir ísraels- menn, hvaða þjóðir séu líkleg- ar til þess að notfæra sér olíu- leiðslu þeirra. Eins og sakir standa fá þeir meginhlutann af olíu sinni frá íran og er hún flutt með tækjum þriðju þjóð- ar. Gera ísraelsmenn sér vonir um, að íranbúar fáist til að afhenda þeim miklu meiri olíu en áður. Engar horfur eru á, að ísraels menn geti gert sér vonir um kaup á olíu frá Arabalöndun- um. Þegar er farið að leggja hart að hinum stærri olíufélög- um að koma í veg fyrir óbein- an aðgang fsraelsmanna að olíu frá fran. LAGNING olíuleiðslanna kemur ekki í veg fyrir mikil- vægi Súesskurðarins, ef og þeg ar hann verður opnaður á ný. Gjöld af olíuflutningaskipum námu minna en helmingi þeirra tekna, sem skurðurinn gaf. Súesskurðurinn verður þó ekki jafn mikilvægur í Austur- löndum nær og hann áður var. hvorki 1 stjórnmálum né efna- hagslega. Þá kemur hins vegar til greina nýtt ágreiningsefni milli ísraelsmanna og Araba, og mun snúast að verulegu leyti um íran. S Aðalfundur Fél. menntaskólakennara Aðalfundur Félags mennta- skólakennara haldinn í Reykjavík dagana 20. og 21. júní. Á fundin um voru mörg mál til umræðu m.a. landspróf miðskóla, skdpulag og þróun menntaskólanna, kennslutækni og aðild F. M. að B.S.R.B. Um landspróf miðskóla var samiþykkt svofelld ályktun með öllum greidaum atkvæðum: „Aðalfundur Félags mennta- skólakennara haldinn í Mennta- skólanum , í Reykjavík dagana 20. og 21. júni álítur mjög mikil vægt, að haldið sé einhverju val tæki til inngöngu í menntaskóla. Telur fundurinn fráleitar þær raddir, er komið hafia fram um að leggja landspróf miðskóla um- svifalaust niður, en treystir því, að það muni þróast eðlilega á þeim braut, er mörkuð hefur verið hin síðustu ár.“ Framsögu maður um þetta mál var Andri ísaksson, formaður skólarann- sókna. Benti hann m. a. á eftir- farandi tölur: Árin 1946—1950 þreyttu að meðaltali 12,23% 16 ára unglinga landspróf, en 7,15% náðu framhaldseinkunninni 6.00. Árið 1968 þreyttu 31,1% ungl inga í sama aldursflokki lands- próf, og eru líkur til, að 21% þeirra nái tilskilinni framihalds einkunn. Vildá framsögumaður með tölum þessum sýna fram á, að landsprófð sé ekki sá hem- ill á menntabrautinni sem sumir vilja vera láta. Um skipulag menntaskólanna flutti Guðmundur Arnlaugsson framsöguerindi. Kom þar greini lega fram, að mikil þróun á sér stað i menntaskólunum þessi síð ustu ár, að miklu leyti að frum kvæði skólamna, en þó með heim ild viðkomandi yfirvalda. Má þar nefna breytingar í kennslutækni, róttækar breytingar á skólahús- um, ýmsar nýstárlegar hugmyndir um valfrelsi í námsgreinum o.s. frv. Þessar breytingar gerast að Framhald a ois. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.