Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 3
MIÐVIK UDtAGWR 26. jffim' 1968. TIMINN „Nato Letter" helgað íslandi TK-Reykjavík, mánudag. Rit upplýsingastofnunar Atl- antshafsbandalagsins „Nato Letter" er að þessu sinni al- gerlega helgaS íslandi. Er þetta hið myndarlegasta rit, prýtt fjölda mynda frá íslandi. Þrjár megingreinar eru í ritinu, skrif aðar af dr. Bjarna Benedikts- syni, forsætisráðherra, Bjarna Braga Jónssyni, hagfræðingi, og Helga Sæmundssyni. Grein forsætisráðherrans heitir: „Staða íslands í heiminum“, grein Bjarna Braga „Efnahags- þróun á íslandi, og grein Helga „fslendingurinn og land hans“. Ritið er á ensku og á forsíðu þess er loftmynd af Reykjavík. Fundin kirkja frá mið öldum í Mosfellsveit EKH-Reykjavík, þriðjudag. I vegum Þjóðminjasafnsins. Tveir Unnið er nú að fornminjaupp- ungir menn, sem lagt hafa stund greftri að Varmá í Mosfellssveit á I á fornleifafræði, hafa grafið upp grunn lítillar torfkirkju frá mið- öldum. Við kirkjuna hefur einnig komið í Ijós hringlaga kirkjugarð- 6. landsmót lúðrasveita Dagana '29. og 30. júní n. k. verð ur haldið á Siglufirði 6. landsmót Sambands ísl. lúðrasveita. Mótið er haldið einu ári fyrr en reglu- legt mót ætti að vera vegna til- jnæla Lúðrasveitar Siglufjarðar, en hún annast undirbúning móts- ins, og er það nú haldið í tilefni þess að Siglufjörður minnist tveggja merkra afmæla í sögu sinni sem verzlunarstaður og kaup staður. Mótið sjálft hefst um M. 14.00 á laugardag 29. júní og fer þá fram leikur hverrar lúðrasveitar fyrir sig og samleikur allra með smá hléum. Mótsstaður er ákveð- FramhaLd á bls. 16. Kappreiðar á Kjóavöllum Hestamannafélögin Andvari í Garða- og Bessastaðahreppi og Gustur í Kópavogi, gangast fyrir kappreiðum laugardaginn 29. júní kl. 15,00 að Kjóavöllum, sem eru rétt austan við Rjúpnahæð, skammt suður af Elliðavatni. Á þessum kappreiðum munu koma fram milli 50—60 góð- og keppnis- hestar, auk þess verða 45 þátttak- endur í hópsýningu félaganna. Þá má geta þess, að allir hest- arnir munu hlaupa eftir afmörk- uðum brautum, og eru 5 brautir merktar inn á völlinn. Þessi til- högun hefur ekki verið viðhöfð hér sunnanlands, en hestamanna- félagið Þjálfi í Þingeyjarsýslu mun hafa tekið þessa aðferð upp. Þá hafa félögin tekið upp þá nýjung að tryggja knapana. Staður sá, sem valinn hefur ver ið til þessara fyrstu sjálfstæðu kappreiða félaganna, er skammt frá Reykjavík og er sé^lega vel lagaður af náttúrunnar hendi sem sýningarsvæði, grasfletir, næg bíla stæði og lyngbrekkur, sem áhorf- endur sjá frá um allan völlinn.! Góðir akvegir liggja að svæðinu,' svo sem frá Suðurlandsvegi við Rauðavatn. í gegn um Breiðholts- hverfi og yfir Rjúpnahæð. Þá frá Hafnarfjai’ðarvegi um Vífilsstaðar veg og norður á Kjóavelli. Mótið hefst með vígslu vallar- ins og hópreið félaganna inn á svæðið, þá sýning góðhesta, nagla boðkeppni verður milli félaganna, sýning unghrossa í tamningu, síð- an kappreiðar. Hestaunnendur munu vafalaust fjölmenna á mótið til að sjá það, sem þar er nýtt á ferðinni. Frá uppgreftrinum í Mosfellssveit. (Ljósm.: Alþýðublaðið-Bjarnleifur) NORRÆNA SAMVINNU SAMBANDIÐ 50 ÁRA Norræna samvinnusambandið (Nordisk Andelsforbund, NAF) á hálfrar aldar afmæli í dag hinn 26. júní. Afmælisins verður m. a. minnzt þannig, að efnt verður til sölu- og kynningarherferðar á öll- um Norðurlöndunum, þar sem að- aláherzla verður lögð á að kynna helztu innkaupavörutegund sam- bandsins, sem er kaffi. Meginverkefni Norræna sam- vinnusambandsins er að sjá um sameiginleg innkaup á nauðsynja- vörum frá flestum hlutum heims fyrir samvinnusamböndin á Norð- urlöndum. Það rekur innkaupa- skrifstofur í London, Santos í Brasilíu, Valencia á Spáni, ,Bol- ogna á Ítalíu, San Francisco í Bandaríkjunum og Buenos Aires í Argentínu. Helztu vörutegundir, sem það kaupir, eru ávextir, nýir og niðui’soðnir og kaffi, sem að mestum hluta er keypt í Santos. Afmælisins verður minnzt sér-| staklega á aðalfundi sambandsins og systurfyrirtækis þess, Nordisk Andels-Eksport (NAE), . sem að þessu sinni verður haldinn í Kaup mannahöfn dagana 25. til 27. júní. Aðalhátíðahöldin fara fram í ráð- húsi Kaupinannahafnar n. k. mið- vikudag og flytur Einar Gerhard- sen, fyrrv. forsætisráðherra Nor- egs, aðalræðuna þar. Á tímabilinu, 24. júní til 6. júlí fer svo fram sérstök sölu- og kynn ingai’hei’ferð í hinum 18.000 verzl unum samvinnumanna á öllum Norðurlöndunum fimm. Verður lögð megináherzla á að kynna þær kaffitegundir, sem samvinnuverzl- anir í þessum löndum selja, en einnig verða ýmsar aðrar vörur kynntar, Á, íslandi verður lögð megináhei-zla á að kynna neytend- um Bi-aga-kaffið, en það er allt keypt hingað til lands fyrir milli- göngu Norræna samvinnusambands ins. Fréttatilkynning frá Sambandi ísl. samvinnufél. Þessi mynd var tekin uppi í Svínahrauni um helgina. Þar varð bílslys en fólklS var farlð f burtu, þegar komið var á staðinn. Hins vegar var brakið úr bilnum eftir. Mun sjaldgæft að bílar fari svona illa, þótt þeir veltl. (Tímamynd: S. Fossan). ur. Uppgröftur þessi er merkileg- ur að því leyti, að kirkja sem þessi hefur ekki verið rannsökuð áður. í sumar á að hefja byggingu nýs skólahúss í landi Varmár í Mosfellssveit, en áður en hafizt yrði handa um að grafa grunn hússins, var þjóðminjaverði gert viðvai’t, þar eð á þessu svæði eru fornlegar bæjaiTÚstir, sem ástæða þótti til að láta rannsaka, áður en vinnuvélar röskuðu þeim. Safnvei’ðir frá Þjóðminjasafninu skoðuðu rústirnar, en töldu, að ekki myndi reynast unnt að grafa upp sjálfar bæjarrústirnar, en við athuganir sínar þóttust þeir sjá marka fyrir hringlaga kirkjugarði þar í grenndinni. I gömlum máldögum, svo sem í Vilchins-máldaga frá 1397, og allt fram til 1600 er af og til getið um kirkjustað á Varmá. Því var tekin sú ákvörðun að grafa upp og í-annsaka þennan kirkjugarð og finna um leið kii’kjuna sjálfa. Tveir ungir menn hafa unnið að uppgreftrinum um skeið undir stjórn Þjóðminjasafnsins. Eru það Sveinbjörn Rafnsson fil. cand. i norrænni fornleifafræði frá Lundi og Helgi H. Jónsson, fornleifa- fræðanemi í Uppsölum, en hann hefur einnig stundað nám í Kaup- mannahöfn um þriggja ára skeið. Þeir félagarnir hafa nú grafið upp grunn lítillar torfkirkju, sem talin er vera frá seinni hluta mið- alda og má ráða aldurinn m. a. af hinum kringlótta kirkjugarði, en slíkir garðar tíðkuðust mjög á miðöldum. Kirkja þessi virðist einna helzt> hafa verið lík þeim kii’kjum, sem enn standa í Skaga- firði, t. d. Víðimýrarkirkju og Grafarkirkju á Höfðaströnd, en þó líklega ívið minni Byrjað var á að grafa skurði í kross yfir hólinn til þess að ganga úr skugga um hve langt niður væru merki mannabyggðar, og efst í hólnum komu í ljós reglu- legar grjótraðir undir um það bil 30—40 cm. lagi af mold. Nú eru þarna komin i ljós fjögur bygg- ingarstig. Við uppgröftinn hefur fundizt ein gröf með mannabeinum, en þar eð þau reyndust mjög mork- in, mun ekki verða lögð áherzla á rannsókn kirkjugarðsins, heldur reynt að fullrannsaka kirkjuna Framhald a bls 15 Kirkjudagur Bústaðarsóknar var nýlega haldinn. Var þá efnt til skyndihappdrættis til ágóða fyrir kirkjubyggingu safnaðarins. Vinn- ingur var Mallorca- og Lundúnar- ferð, sem Guðni Þórðarson, for- stjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu gaf. Er þetta önnur slík gjöf, sem Guðni hefur gefið Bústaðarkirkju og kuuna forráðamenn safnaðarins honum miklar þakkir fyrir. Myndin sýnir, er Guðni Þórðar- son afhendir vinningshafa, frú Ás- gei-ði Hafstein, Garðsenda 17, far- seðilinn. Með þeim á myndinni eru sóknarpresturinn, séra Ólafur Skúlason, safnaðarfulltrúi, Ottó A. Michelsen og formaður sóknar- nefndar Axel L. Sveins. f bak- grunni má sjá smiði vinna við að reisa safnaðarheimili kirkjunnar. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.