Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 5
MÍÐVIKUDAGUR 26. júní 1968. TIMINN
í SPEGLITÍMANS
★
Þessi. þrenning hér á mynd-
inni er mjög þekkt, þótt við
sjáum ekki oft myndir af þessu
fólki í íslenzkum blöðum. Þau
ætla að fara að leika í kvik-
mynd, sem nefnist Good Mr.
Chips og leikararnir eru talið
frá vinstri: Sir Michael Red-
grave, Petula Clark og Peter
O’Toole.
★
Á næsta ári verða settir
upp ejélfsalar víðs vegar um
Parísarborg, sem selja dag
íblö'ð. Verður þar hægt að
velja um tíu dagblöð.
★
Kláus prins af Hollandi er nú
farinn að gegna ýmsum opin-
berum skyldum í Hollandi.
Þessi mynd er tekin, þegar hann
var að opna nýjan klúbbstað,
sem stúdentafélagið í Leider-
dtorp haifði sett á stofn.
Það er víst ekki á því neinn
vafi, að fjölmargar ungar stúlk-
ur öfunda Önnu prinsessu af
Bretlandi. En að sögn banda-
rískra blaðamanna, sem hafa
haft viðtal við Önnu, vita þess-
ar stúlkur ekki, hvað þær eru
að tala um. Anna er nefnilega
að sögn ósköp óhamingjusöm,
kannske óhamingjusamasta
manneskja í heimi! Og það þótt
móðir hennar sé drottning í
Bretlandi og hún sé nýbúin að
fá stóra, glæsilega bifreið.
Önnu finnst, og það hafa ýmsir
bent á, að hún sé neydd til þess
að ganga til fara eins og hún
væri fertug og hún hefur verið
kölluð „tötralegasta prinsessa
heijns“. Og það er sagt, að þessi
klæðaburður eigi rætur sínar
að rekja til drottningarinnar,
sem fylgist vel með klæðaburði
dótturinnar. — Ef hún ætti
sjálf að sjá um fötin sín, myndi
¥
★
hún ganga miklu stuttklæddari
en sómasamlegt væri, segir
drottningin. En að sögn Önnu
er ekki nóg að móðir hennar
velji á hana fatnað. Hún hefur
ekkert sjálfstæði, að henni
finnst, móðir hennar velur henni
kunningja og þegar hún fer á
dansleiki, þá er alltaf fylgzt
vandlega með henni. — Líf mitt
er ekki líkt lífi ungrar stúlku.
Þær hafa þó að minnsta kosti
leyfi til þess að gera stundum
það, sem þær limgar til. Ég
vildi óska, að ég væri dóttir
slátrara. Þá gæti ég lifað mínu
eigin lífi, án þess að. allir þurfi
að skipta sér af því.
★
John Wodzynski er ungur fót
boltaunnandi og engin fórn er
of stór, þegar uppáhaldsfótbolta
liðið hans á í hlut. Og einn góð-
an veðurdag rétt áður en fót-
boltaliðið hans, Chesham Unit-
ed, átti að leika einn úrslitaleik,
arkaði John sér til hárgreiðslu-
konu og bað hana að lita á sér
hárið. Það skyldi vera röndótt,
litað með einkennislitum liðsins,
ljósbláu og rauðu. Hárgreiðslu-
konan var lengi að fást til þess
að framkvæma þessi ósköp og
John fór út úr hárgreiðslustof-
unni með röndótt hárið og í sjö
unda himni. Hins vegar var
unnusta hans ekki eins hrifin.
Hún sagði nokkur velvalin orð
við John og tilkynnti honum
það, að hún kærði sig ekki um
að gera sig að því fífli, að láta
sjá sig með honum með slíka
litadýrð! Að lokum gafst John
upp og leitaði aftur á náðir hár
greiðslukonunnar til þess að
kippa þessum málum í lag.
★
Fay Dunnaway, sem lélk aðal-
hlutverkið í þeirri kvikmynd,
sem einna vinsælust hefur orð-
ið það sem af er þessu ári,
Bonny og Clyde, var boðið til
Cannes á kvikmyndahátíðina
þar. Hún þáði boðið með því
skilyrði, að það væri öruggt, að
hún hitti þar ekki Warren
Beatty, sem lék með henni í
þessari frægu mynd.
*
Christobal Balenciaga, spánski
tízkuteiknarinn, sem setti á
stofn tízkuhús í Parísarborg
fiyrir þrjátíu ánuim og hef-
ur verið einn af þekktustu tízku
frömuðum borgarinnar, er tal-
inn munu hætta störfum í sum-
ar og er búizt við að fyrirtækið
verði lagt niður.
Þegar þetta fréttist, urðu aðr
ir tízkufrömuðir skelfingu lostn
ir og létu ýmis orð falla. Yves
St. Laurent sagði meðal annars,
að það væri skömm að því, að
Balenciaga yrði að hætta, með-
an mörg ómerkileg tízkuhús
gætu haldið áfram starfsemi.
Mr. Bohan, einn æðsti maður
hjá Dior-fyrirtækinu, sagði, að
þetta væri mikið áfall fyrir tízk
una í heiminum, en Coco Chan-
el var ekki ýkja undrandi: —
Tja, þetta er kannske ekki svo
vitlaus hugmynd. Hvernig á ann
að að vera, þegar fólk kærir
sig ekki um tízku lengur.
5
Á VÍÐAVANGI
Harmel-skýrslan
Eitt aðalumræðuefni á ráð-
herrafundi Atlantshafsbanda-
lagsins, sem nú stendur yfir í
Reykjavík, er skýrsla sú um
framtíðarverkefni NATO, er
kennd hefur verið við Harmel
utanríkisráðherra Belgíu. _
Skýrslan í heild er birt í blað
inu í gær lesendum til glöggv-
unar og ennfremur Atlantshafs
sáttmálinn sjálfur, svo menn
eigi hægarg með að átta sig í
þeim umræðum sem nú eiga
sér stað um Atlantshafsbanda-
lagið og framtíð þess og aðild
íslands að bandalaginu í því
sambandi. Að frumkvæði
Harmels utanríkisráðlierra
Belgíu, ákvað fastaráð NATO
að kanna þau framtíðarverk-
efni, sem bandalagið stendur
andspænis og leiðir til að
hrinda þeim í framkvæmd, á
þann hátt, að bandalagið eflist
sem ein af stoðum varanlegs
friðar.
,S þágu minnkandi
spennu"
f Harmelskýrslunni segir
meðal annars:
,,Leiðin tU friðar og festu
í Evrópu er einkum fólgin í
því, að bandalaginu sé beitt á
uppbyggjandi hátt . í þágu
minnkandi spennu. Lausn
stjómmálalegra vandamála í
Evrópu mun ekki nást án þátt
töku Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna“.
Ennfremur:
„Sérhver aðUi þarf að taka
fuUan þátt í að efla og bæta
tengslin við Sovétríkin og ríki
Austur-Evrópu, minnugir þess,
að aðgerðir tU þess að draga
úr spennunni mega ekki verða
tU þess að kljúfa bandalagið.
Augljóst er, að mests árangurs
má vænta, ef bandalagsríkin
halda áfram að fylgja svipaðri
stefnu, einkum að því er varð-
ar málefni er skipta þau öll
náið. Aðgerðir þeirra munu
með því móti verða mun
árangursríkari.
Friðsamlegt ástand í Evrópu
verður ekki skapað án verulegs
átaks aUra sem hjut eiga að
máU. Stefna Sovétríkjanna og
Austur-Evrópuríkjanna hefur
þróazt á þann veg, að hægt er
að gera sér vonir um að stjórn
völd þessara ríkja kunni um
síðir að koma auga á kosti
þess fyrir þau sjálf að ganga
til samstarfs um ráðstafanir til
að stuðla að friðsamlegri lausn.
Engin endanleg og örugg
lausn er hugsanleg í Evrópu,
án þess að bundinn verði endi
á Þýzkalandsmálið, sem er
kjarni núverandi spennu í álf-
unni. Hvers kyns lausn þess
yrði að ryðja úr vegi hinum
óeðlilega aðskUnaði Austur-
og Vestur-Evrópu, sem skýrast
og átakanlegast kemur fram í
skiptingu Þýzkalands.
f samræmi við þetta eru
bandalagsríkin ákveðin í að
beina mætti sínum að þessum
markmiðum með raunhæfum
aðgerðum til að draga enn
frekar úr spennunni í samskipt
um austurs og vesturs. Minnk-
andi spenna er ekki lokatak-
mark heldur áfangi á lengri
leið í áttina að bættum sam-
skiptum óg lausn evrópskra
vandamála. Lokatakmark banda
lagsins á stjórnmálasviðinu er
Framhald a bls 15
(