Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. júní 1968 TIMINN Áhugi foreldranna á tónlistar- námi barnsins skiptir mestu Rætt við Ragnar H. Ragnar skólastjóra Tóniistarskóla Ísafjarðar Á þessu ári eru 20 ár liðin frá því að Ragnar H. Ragnar kom til ísafjarðar og gerðist skóla- stjóri Tónlistarskólans þar eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum og Kanada í hátt á þriðja áratug, stundað tónlistarnám og síðar kennt píanóleik og starfað við 'söngstjórn. Þennan tíma hefur verið blómlegt tónlistarlíf á ísa- firði og er það fyrst og fremst að þakka Ragnari og hans mikla starfi. ísafjörður var áður fyrr þekktur fyrir fjörmikið leiklistar- líf, en á síðari árum hefur dofnað yfir því og má með sanni segja, að tónlistin sé sá þáttur, sem lang- hæst ber í meinningarlífi kaiupstað- arins. Tónlistarskólinn nýtur mikilla og almennra vinsælda af öllum al- menningi í bænum, og geta fáir tónlistarskólar hér á landi státað af jafngóðum árangri. Margir nem enda skólans hafa lagt stund á framhaldsnám í tónlist og ísfirð- ingar eru tiltölulega fjölmennir í hópi tónlistarmanna og kennara. Auk þess að vera skólastjóri og aðalkennari Tónlistarskóla ísa- fjarðar, hefur Ragnar einnig verið stjórnandi Sunnukórsins og Karla- kórs ísafjarðar undanfarin 20 ár. Þessa afmælis var minnzt með söngskemmtun á ísafirði nú í vor og söngferð til Reykjavíkur og Keflavíkur nýlega. Kórarnir sungu fyrst í Keflavík og síðar í Gamla bíói í Reykjavík við afburða góð- ar viðtökur. í tilefni af tuttugu ára starfs- afmæli Ragnars á ísafirði átti blaðamaður Tímans stutt spjall við hann og þá Gunnlaug Jónasson og Hrein Þ. Jónsson, formenn kóranna tvegg-ja um tónlistarstarfið á fsa- firði þennan tíma. í viðtalinu sagði Ragnar m. a.: — Það hefur um langa tíð ver- ið nokkurt tónlistarlíf og mikill tónlistaráhugi á ísafirði. Bærinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi, að hér hafa ýmsir merkir tónlistar- menn búið. Jón Laxdal átti hér heima, Karl O. Runólfsson var hér um skeið og Jónas Tómasson, tón- skáld og bóksali, bjó á ísafirði og var aðalmaðurinn í tónlistar- lífinu langa tíð. Hann var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Tón listarskólans og Tónlistarfélagsins og stofnaði Karlakórinn og Sunnu- kórinn. Jónas stofnaði vísi að tónlistar- skóla á ísafirði, sem mun hafa ver ið sá fyrsti á landinu um 1911 eða 1912, en hann lagðist síðar niður. Skólinn tók síðan aftur til starfa 1948, og var ég eini kennarinn í fyrstu, en sama veturinn fór Jónas Tómasson einnig að kenna við skól ann. Nú hefur margt breytzt og Ragnar H. Ragnar kennurum fjölgað. Þeir voru tíu síðastliðinn vetur, flestir raunar stundakennarar. Skólinn á sér ekkert húsnæði, og fer kennslan einkum fram á heimilum kennaranna úti um bæ- inn og víðar. Þegar ég kom til ísafjarðar var Tónlistarskólinn allslaus, en nú eigum við ágæt hljóðfæri, og bærinn leggur Lúðra sveit skólanna til blásturshljóð- færi. Húsnæðisleysið hefur ekld hamlað starfsemi skólans. í vetur stunduðu 88 nemendur nám £ hljóðfæraleik, meiri hluti þeirra í píanóleik. Sigurður D. Franzson kenndi söng á námskeiði Tónlistar- skólans. Það sóttu 65 og tóku 42 nemendur einnig einkatíma í söng. — Mikill skortur er á tónlistar- kennurum í landinu. Mér hefur reynzt erfitt að fá menn, þótt við höfum getað boðið þeim ágætis kaup allt árið og rúmlega fjögurra mánaða sumarleyfi. — Tónlistarskóli ísafjarðar er fyrst og fremst undirbúningsskóli fyrir æðri tónlistarmenntun erlend is eða við Tónlistarskólann í Reykjavík og við reynum að rækja það hlutverk eins og frekast er kostur. — Við leggjum mikla áherzlu á að fá nemendurna til okkar unga. Æskilegt er, að píanónemendur hefji nám 6—7 ára og blásturs- hljóðfæranemendur um 9 ára gaml ir. Ýmsir nemenda okkar hafa náð góðum árangri, og vil ég ekki sízt þakka það þessu atriði. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir nemendur í fiðluleik að byrja nám ið snemma. En kennsla í fiðluleik hefur því miður legið niðri hjá okkur um árabil. Sagt er að þeir einir verði góðir fiðluleikarar, sem kynnast fiðlunni barnungir. Fræg- ur japanskur fiðluleikari hefur kennt 3—4 ára gömlum börnum að leika á fiðlu. Hann hefur það' lag, að hann kennir móðurinni fyrst í hálft ár og barnið hlustar á. Síðan fer hann loks að kenna barninu sjálfu. Nemendur hans leika Bach f jögurra ára. Það er einnig mín skoðun, að það sé höfuðskilyrði til þess að góður árangur náist í tónlistarnámi eins og raunar öðru námi barna, að foreldrar sýni námsstarfi barn- anna áhuga og sinni því. Barnið þráir áhuga og viðurkenningu for- eldranna. Og það er mín reynsla, að nemendur, sem ná góðum ár- angri, eru yfirleitt frá góðum heim ilum, en þeir nemendur, sem ég hef kynnzt í mínu kennslustarfi og orðið hafa vandræðamenn, hafa verið frá heimilum, þar sem ýmis- legt hefur farið aflaga eða foreldr arnir hafa verið úti að vinna meiri hluta sólarhringsins og ekki gefið sér tíma til að ala upp börnin. — Voru ekki mikil viðbrigði að hverfa heim frá Ameríku út á land á íslandi árið 1948? — Jú, að vísu. En ég ætlaði mér alltaf að koma heim. Dvölin varð nokkuð löng vestra, ekki kom til greina að snúa heim fyrr en að námi loknu og svo varð úr að ég fór að starfa í Ameríku. Við þökkum spjallið og óskuiji ísfirðingum til hamingju með af- mælið. Afuriarlán verli aukin Frá aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga Aðalffiundur Kaupfélaigs Slbaig- firðinga var haldinin í samíkomu- hÚLsrnu Bifröst á Sauðárkróki dag ana 14. og 16. júní s. 1. Fundar stj'óri var Gísl Magnússon en fund'arritarar Egili Bjarnason oig Magnús Sigurjónsson. Fundinn sátu, auk ifiélagsstjórnar, frarni- kivæmdastjóra og endurskoðenda, 10 deáMarstjórar og 47 kjörnir futltrúar. Á fundinum var og all margt gesta. Formaður félagsstj órnar, Tolbías Sigurj'ómsson, skýr'ði í stórum dráttum frá starfsemi fél'agsins otg heilatu fratnkvæmdum, sem voru með minnsta móti á árinu 1967. Unnið var m. a. að því aið full gera og ganga frá húsi og lóð félaigsins í Varmahlíð. Var þar opnað verzlunarútiM í ágætum húsakynnum þ. 18. maí s. 1. Kaupfélagsstjóri, Sveinn Guð- mundsson, las upp reikninga fé- lagsins og greindi frá rekstri þess í mjög ítanLegu og athyglisverðu mál. Verða hér tekin upp nokk- ur atriði úr skýrsilu hans. Félagsmenn voru um síðustu áramiót 1299. „Smásala á innlend urn oig erlendum vörum, ásamt uimboðssölu og þjúnustu, nam á árinu 1967 tæpum 114,2 milljón um króna, sem er 6,9 miiflj. kr. hærra en árið 1966, eða 6,43%. Söluverð landhúnaðarvara nam rösklega 114,1 millj. kr., sem er 0,3 miU'j. kr. lægra en árið áður. Heildarvelta fiélagsins er því tæp ar 228,3 máil'ljónir króna. Fram- leiðisla Fiskiðju Sauðárkróks h. f. sem er dótturfyrirtæki K. S., er hér eikki meðtalim, en hún nam mil'i 6 og 7 millj. kr. Fyrir land búnaðarvörur fengu fram'ieiðend ur greiddar 99,7 milij. kr„ eða 8,7 millj. br. meira en 1966.“ „Fjiárhagsafkoma fiélagsinis er mu.n lakard en árið H966 og ein- hver hin erfiðasta um langt ára bil. Veldiur því fynst og fremst langvarandi oig stöðugt auikin verð bóliga innanlands og m. a. þess veigna verðfall atfurða eriendiis mið að við framleiðsluikostnað; mjög erfitt árferði; ósanngjarn og ó- raunhæfur v e rðl agsgr u n dv öl'lu r landibúinaðarvara; samidráttuir í flestum atvinnugreinum ásaimt nokkru atvinnuleysi og minnkandi kaupgetu." „Laiunakostnaðuir á skrifistofu og váð vörudreifingu hækkaði um 7%. Fastráðið starfs.fólk í árslok var 102, þar af á aðals'krifstofu 13 manns. Hei'ldarlaunagreiðslur kaupfélagsins og Fiskiðjumnar h. f. niámu 32 mi'llj. króna, sem er um 1 milljón hærra en árið áður.“ „Vörubirgðir veralana og fyrir tækja eru afskrifaðar í söm,u hilut föllum oig árið áður, þrátt fyrir lækikandi %-álaigin'ingu, og eru bókfærðar til eignar á 14,7 millj. kr. H'eildarafskrift með söáuskatti er tæpar 8 millj. kr. þar af sölu skattur rúmlega 1,1 miilj. kr. Fast edgnir, vélar, áhöld, innréttingar og bifreiðir eru bókfærðar í árs- l'ok á 42.2 miil'lj. kr. rösk'lega og hafa hækikað uim tæpar 0,7 máillj. Aifskrift þessara eigna nam rúm lega 4,6 mfflj. kr. Fjárfesting á árinu var mun minni en undan farin ár, eða 5,2 miij. kr. Fjár festing umfram afskriftir er því rúmilega 0,6 mdllj. fcr. Innstæða Lnn'l'ánsdeildaa' er 34,6 millg. kr. tæpar; hœkkun frá f. á. 4,7 millj. Bundið fé í Seðlabankanum er röskiega 7 iiiilij. kr„ þar af ó- greitt um áramót 0,3 miililj. Skuld ir í viðskiptareikningum, vdxlar, veðtryigigðar skulidiir og óinnheimt í deildum o.g á bifreiðaverkstæði 22,3 millj. kr. hæbkun 3,9 millj. I kr. tæpar.“ „Hagur félagsins út á við hefur ! versnað, sem m. a. stafar aif stór j auknuim aifurðaibirgðum. Birgðir I ýmissa annarra innlendra vara hafa og auikizt, enda mjög treg sa'la imnaindands og utan.“ „Verulegiur taprekstui’ varð á Bifreiða- og vélaverkstæði ásamt varahliutabúð, svo og á kgötvinnsdu stöð fél'agsims. Fiskiðja Sauðár- króks h. f. var rekin með 1,3 millj. kr. hailla og s'kuldar kaupfélaginu um 5.3 milij. kr.“ Á árinu 1967 greiddd K. S. í opin'ber gjöld — þar með talinn söluskattur — 7,4 mill'j. króna tæpar, þar af ti'l Sauðárkróksbæj ar rösklega 1.4 mililjiónir. Launa greiðslur á vegum félagsins námu á árin-u, sem fyrr greinir. tæpl. 32 mi'lij. kr. Eftir að afskrifaðar höfðu verið vörubirgðir og aðrar eignir sam- kvæmt venju, er tekjuafgan'gur 348 þúsund krónur. Hefur þá einnig verið afskrifað gengistap. sem nam 800 þús. kr. Var sam- þykkt á aðallfundinum að ráðstafa tekjuafgangi þanniig, að 103 þús. kr. leggist í Varasjóð, 160 þús. kr. gangi til höifuðstólsreiknings v. greiðslu á tekjuskatti og tekju útsvari, 35 þús. kr. renni í Ferða sjóð félagkvenna og 50 þús. kir. í Menningarsjóð K. S. Að kvöl'di f'yrra fundardags voru sýndar 3 k'vifomiyndir, gerðar ar Ósvaldi Knúdsen; Surtseyjar- mynd, Hornstrandamynd og að lokuim mynd af hveraswæðum og beitum laugum. Eru myndir þess ar, sem kunnugt er, liistaved gerð ar, og vair sýningin hin ánægjuleg asta i adda staði. Úr félag'sstjórn átti að ganga Bessi bóndi Gíslason í Kýrhodti, er setið hefur í stjórn K. S. í 21 ár, en gaf nú ekki kost á sér til endurkjörs. Þaikkaði fundar- stjóri Bessa sérstaklega farsæl og óeigingjöm stönf í þágu Kaup félags Skagfdrðinga, og tóku fund armenn undir með aknennu lófa- taki. Kosinn var í stjórn til þriggja ára Jón bóndi Eiríiksson í’ Djúpada'l. Aðirir í stjórn K. S. eru: Totoías Sigurjónsson, Geld- ingaholti, formaður, Gdsili Magnús son, Eyhidda'rh'olti. varaifiormaður, Jóhann Sal'berg Guðmundsson, Sauðárkrólki, ritari og Björn Sig- tryggsson. Framnesd, méðstjórn andi. Framkvaemdastjóri er Sveinn Guðm'Undsson. Endurstooð endur eru Árni Gíslason, Eyhildar holti og Vésteinn Vésteinsson, Hof staðaseli. Á aðalfunddnum voru sarnþ. m- a. svofelldar tiidiögur: „Aðaifundiur Kaupfélags Skag- fh'ðinga, haMinn á Sauðlárkróki 14. og 15. júní 1968, sborar á rík isstjórnina að gera láðstafanir og veita fjárhagslega fyrirgreiðslu til þess, að helztu fóðurvöruverzlanir í þeim héruðum,' sem hafíshætta vofir yfir, geti tryggt sér fyrir hver áramót a.m.k. 4—5 mánaða bdrgðir af fóðurvörum og öðrum líf'sn'auðsynjum. “ I. „Aðalfundur Kaupfélaigs Skag firðinga, haldinn á Sauðárkióki 14. og 15. júni 1968, mótmædir harðlega úrsikurði meirihduta yfir dómis í verðlagsmiálum landlbúnað arins í desem'bermánuði s. 1. þar sem bnotinn er tvámælaliaus réttur bændastéttarinnar til sambæril. tekna við aðrar stéttir, samanber 4. gr. laga nr. 101 frá 1966, og lýsir undrun sinni yfir því, að ekki skyldi vera tefcið ti'llit til framlagðra gagna um kjarnfúður kaup og áburðar, svo og fdeiri rekstrar kostnaðarliða. II. Með tilliti til hins ranga úr- skurðar yfinnefndar sem og þess, að bændastéttin hefur að undan fiörnu átt við að búa harðara ár- ferði en áður um langt skeið, átelur fundurinn þá afstöðu rikis stjórnarinnar, að synja þveriega kröifum aukafundar Stéttarsam- bandis bænda í febrúarmán. s. 1„ m. a. um niðurgrei'ðslu á áburðar verði, svo að nærri stappar neyð arástandi viða um land. III. Þar sem afurða'lián tid land búnaðarins hafa, miðað við hækk andi verðlag á rekstrarvörum og vaxandi framleiðslu búvara, farið læfcbandi undanfarin ár, til stór tjóns fyrir bændastéttina og þau fyrirtæki, sem haf a með höndum sölu landbúnaðaraf'urða, sdcorar fundurinn á landibúnaðarráðherra að beáta sér fyrir því innan ríkis stjórnarinnar, að afurðadánin verði verudega aukin frá þvá, sem þau eru nú.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.