Tíminn - 26.06.1968, Blaðsíða 16
Taugaveikibróðir á bæ í Eyjafirði
7 KYR DAUDAR •
SMUÚR
ÓDRINU ?
Þessi mynd var tekin í
..
FAHC
fyrradag, þegar Danaprinsinn, Frederik André
Henrik Christian var skírSur. Þarna sést prinsinn skömmu fyrir skírn-
ina — hann grét ekki fyrr en á eftir. Margrét prisessa heldur á honum,
en faSirinn horfir á fullur aðdáunar.
YFIRBORÐSHITI
SJÁVAR MÆLDIIR
Tímanum hefur borizt frétta
tilkynning frá Rannsókna-
ráði ríkisins, þar sem skýrt er
frá mælingum á yfirborðs-
hita sjávar í kringum ísland.
Mælingar þessar eru gerðar
úr lofti og hefur tekizt sam-
vinna við hafrannsóknastofh-
un ameríska flotans um þess-
ar mælíngar. Þessar mæling-
ar eru sérstaklega þýðingar-
miklar vegna síldarleitar, haf-
íss og fiskileitar almennt.
Fyrir miliigöngu ameriska sendi
ráðsins í Reykjavík, ísilenzka sendi
ráðsins í Washington og prófess
ors Paul S. Bauer, hefur tekizt
samviinna við hafrannsóknastofn-
un ameríska flotans um mælingar
á yfirborðshita sjávar í kringum
ísland úr lofti. Rannsóknaráð rík-
istns hefur beitt sér fyrir sam-
vinnu þessari, en af íslands hálfu
taka þátt í sfarfinu sérfræðingar
Hafrannsóknastofnunarinnar. Veð
urstofu íslands og Sjómæling-
anna.
Tvær flugvélar hafa þegar kom-
ið til landsins nú í sumar frá
hafraninsóknastofnun ameríska
fiotans í sambandi við umræddar
athuganir. Flugvéiar þeissar eru
útbúnar mjög fuillkomnum tækj-
um til þess að mæla yfirborðs-
hi-ta sjávar úr lofli með atlt að
hálfrar gráðu nákvæmni. Þannig
má á mjög stuttum tíma kort-
leggja yfirborðshitann á mjög
stóru svaíði.
Slí'kar hitamælingar geta haft
mikta þýðingu bæði í sambandl
við hafísspár og ekki síður vegna
fiskiieitar og þá sérsakjega síldar
ieitar.
Gert er ráð fyrir því, að flug-
vélar frá hinni amerísku stofnum
verði hér á landi u.þ.b. mánaðar-
lega næstu mánuðina. Þá verða
farin ískönnunarflug yfir stórt
svæði og eitt flug sérstaklega
fyrir ísienzka vísindamenn og (
samræmi við þeirra óskir. Dag-
ana 27. maí og 3. júni síðastiið-
inn voru farnar tvær sli’kar ferðir
ng vfirborðshiti sjávar austur af
íslandi kortlagður nálkvæmlega.
íslenzkir sérfræðingar voru með
í þeim ferðum. Var þarna afiað
mikilvægra upplýsinga.
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
Taugaveikibróðir er kominn upp
á öðru býlinu á bænum Rútsstöð-
um í Öngulsstaðalueppi í Eyja-
firði óg eru 7 af 13 mjólkandi kúm
bóndans dauðar eða hefur verið
lógað vegna veikinnar. Á þessu
stigi málsins bendir ekkert til, að
íbúarnir á bænum hafi tekið veik-
ina, en bæði skepnur og fólk geta
fengið veikina.
Að því er Ágúst Þorleifsson,
dýralæknir á Akureyri, tjáði frétta
manni Tímans i dag, þá var hann
kallaður á bæinn 15. júní vegna
þess að nokkrar kýr bóndans voru
þá búnar að vera veikar í um
hálfan mánuð með garnabólgu eða
niðurgang, en það er algengt með
kýr á þessum tíma, að sögn
Ágústs. Ein kýrin var orðin svo
aðframkomin, að lóga varð henni
þá strax. Ágúst sagði, að sér hefði
ekkert litizt á þetta og kom við á
Rútsstöðum aftur morguninn eft-
ir og síðan 18. júní. Þá sagðist
hann hafa tekið saursýnishorn úr
þrem kúm og sent það suður á
Tilraunastöðina að Keldum í sam-
ráði við yfirdýralækni, Pál A.
Pálsson. í gær var svo úr þvi skor-
ið, hvað það væri, sem olli þess-
ari óvanalegu veiki hjá kúnum,
og reyndist það vera taugaveiki-
bróðir. Var þá einnig búið að
rækta sýkil úr innyflum dauðra
kúa frá Rútsstöðum, svo að ekkert
vafamál er nú, hvað er hér á ferð-
inni.
Á Rútsstöðum er tvibýli, og búa
þar bræður og kom veikin upp hjá
öðrum þeirra, Tryggva Hjaltasyni,
og. skepnur á hinum bænum munu
ekki hafa sýkzt.
Öll afurðasala frá Rútsstöðum
hefur verið stöðvuð til öryggis.
Dýralæknirinn á Akureyri sagði
að sjö af þrettán mjólkandi kúm
Tryggva bónda væru nú dauðar
cða hefði verið lógað vegna veik-
innar, og hinar, sem eftir lifa,
eru allar veikar.
Jóhann Þorkelsson, héraðslækn-
ir á Akureyri, var á Rútsstöðum
í dag, ásamt dýralækninum og tók
hann sýnishonn úr flólki, sem send
voru í kvöld til Tilraunastöðvar-
innar á Keldum, þar sem kannað
verður hvort fólkið á bænum hafi
tekið veikina líka. Við vonum auð
vitað að svo sé ekki, sagði héraðs-
læknirinn, en þegar veiki sem
Framhald a ols 15
Hlynur Sigtryggsson. veðurstofustjóri, við hitamælinn, sem mælir
yfirborðshita sjávar úr lofti. Á myndinni sjást einnig, meðal annan-a,
Guðjón Jónsson, flugstjóri frá Landhelgisgæzlunni. Róbert Dan Jensson
frá Sjómælingum íslands og dr. Svend-Aage Malmbcrg frá Ilafrann-
sóknastofnuninni.
GARDA-
KAUPTÚN
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
Héðan í frá heitir þétt-
býiiskjarninn í Garðahreppi
ekki Garðahreppur, heldur
Garðakauptún, en þar voru
2.354 íbúar 1. des. sJL
Frá þessari breytángu er
skýrt í ytfirliti um mann-
fjölda frá Hagstofunni, og
einnig öðrum nafnabreyting
urn á þéttbýÍLsstöðum, Þanm
ig á nú ekki lengur að tala
um Grafames í Gruindar-
firði, heldur heitir staður-
inn Grundarfjörður, en þar
voru 574 íbúar 1.. des. s.l.
TungulþoTp heitir Tálkna-
fjörður eftirleiðis á mann-
fjöldaskýrslum Hagstofunn-
ar og eflaust víðar.. Höfn í
Bakkafirði ber nú heitið
Bakkafjörður, eins og stað-
urinn hefur verið kallaður,
Bakkagerði heitir Borgar-
fjörður eystri, Búðareyri
heitir Reyðarfjörður, Búðir
heita Fáskrúðsíjörður, —
Kirkjubólsþorp heitir Stöðv
arfjörður, Þverhamarsþorp
heitir Breiðd'alsvík. Gömlu
nöfnin, mörg hver, er að
vísu fýrir löngu hætt að
nota almennt, en þau hafa
einkum verið notuð á opin
beruim skjölum.
Reykjahlíð í Mývatnssveit
er nú í fyrsta sinn á skrá
sem þéttbýlisstaður, og þar
voru 97 skráðir íbúar 1. des.
s. 1., en satmsvarandi tala frá
sama tíma árið 1966 var
50 manns.
í fréttatilkynningu frá
Hagstofunnd segir að stofnun
in hafi gefið út fjölritað
hefti með skrám yfir dána
á árunum 1965—67, og eru
upplýs-'vgar í skránni sam-
kv. dánarskýrslum presta.
Taka þessar skrár við af
skrá yfir dána sem birt var
í Ataanaki Þjóðvinafélags-
ins. Heftið er 80 bls. að
stærð í kvartbroti og kostar
130 krónur á Hagstofunni í
Arnarhvoli.
J