Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 14. sept. 1990 Fólk Tekur við fjármálasviði Álafoss Jón Sigurdsson hefur tek- id vib starfi fram- kvœmdastjóra fjármála hjá Álafossi hf. Jón tekur þar viö af Inga Björns- syni, sem nú gerist fram- kvæmdastjóri Fjóröungs- sjúkrahússins á Akureyri. Jón Sigurðsson mun verða staðgengill for- stjóra Álafoss hf. og verð- ur hann með aðsetur á skrifstofum fyrirtækisins í Mosfellsbæ. Jón nam rekstrartæknifræði og rekstrarhagfræði í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Elekt- risk Bureau í Noregi og hjá Bang & Olufsen í Dan- mörku. Síðast staríaði hann hjá Eimskip sem forstöðumaður utan- landsdeildar, sem Erlend- ur Hjaltason tekur nú við. Clæsileg sýning listahjóna Þau hjónin Gestur og Rúna sýna verk sín um þessar mundir í Gallerí Borg við Austurvöll. Um- sjónarmaður dálksins leit inn um helgina. Þetta er sérstaklega vönduð og falleg sýning og þarna var gott að doka við og skoða. Við mælum ein- dregið með því að fólk líti inn. Fyrrverandi útgerðarmaður skrifar um refi Karvel Ögmundsson, 87 ára, er þekktur maður í útgerðarstarfsemi í Kefla- vík og víðar, í pólitík og hvers konar athafnasemi. Hann hefur alla ævi verið í fararbroddi. Karvel er Snæfellingur að uppruna og þar vestra kynntist hann lifnaðarháttum refs- ins. Á tímabili var Karvel refaskytta. Nú hefur Kar- vel skrifað bók sem heitir Refir, og hefur Náms- gagnastofnun gefið bók- ina út. Myndskreytingar í bókinni eru eftir Grétu Gudmundsdóttur. Hjálmar sendiherra i Ungverjalandi Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Bonn, hefur afhent Árp- ád Göncz, forseta Ung- verjalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra. Áður hafði Hjálmar afhent Dr. Sabine Bergmann-Dohl, sem gegnir stöfum for- seta Þýska alþýðulýð- veldisins, trúnaðarbréf sem sendiherra í því landi, sem senn heyrir sögunni til sem slíkt. FRÉTTASKÝRING Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, tekur ekki í mál að starfa í stjórn með andstæðingum sínum. Vœringar innan Dagsbrúnar: Stormur i tebolla eða bylting I absigi Skipulögð stjórnarandslaða hefur komið upp á yfirborðið i Dagsbrún. Þegar hefur ver- ið hafin skipuleg barátta fyrir framboði sem er stefnt gegn núverandi stjórn Dagsbrúnar. Hafa forsvarsmenn stjórnarandstœðinga einkum beint gagnrýni sinni að ólýðræðis- legu skipulagi félagsins og að samningar sið- ustu ára hafi ekki verið nógu góðir. EFTIR: TRYGGVA HARÐARSON í Dagsbrún, eins og verka- lýðsfélögum almennt, er efnt til allsherjaratkvæðisgreiðslu um skipan í stjórn, nefndir og trúnaðarráð. Er það gert með því að leggja fram einn lista í allar stöður. í Dagsbrún eru sjö manns kosnir í stjórn og þrír varamenn, 100 aðal- menn í trúnaðarráð og tutt- ugu til vara auk annarra trún- aðarstarfa, s.s. stjórn vinnu- deilusjóðs og endurskoðend- ur. Eins lista lýðræði Þetta leiðir af sér að aðeins einn listi kemur mönnum að í trúnaðarstöður og hefur þar með tögl og hagldir í félag- inu. Hins vegar geta sjónar- mið manna sem skipa einn og sama listann að sjálfsögðu endurspeglað hin ýmsu sjón- armið sem kunna að vera uppi innan félagsins. Að sögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns Dagsbrúnar, er valið á listann í trúnaðar- ráðið fyrst og fremst úr röð- um trúnaðarmanna á hverj- um vinnustað sem hafa verið kosnir til þeirra starfa af vinnufélögum sínu. Hins veg- ar er alveg ljóst af lögum fé- lagsins að staða ráðandi aðila er mjög sterk og ekki hlaupið að því að skipta um forystu. Þriggja manna nefnd sem kosin skal í októbermánuði ber að skila inn tillögu um menn í allar trúnaðarstöður félagsins og leggja þær fyrir trúnaðarráð. Trúnaðarráðið kýs einn mann í nefndina en félagsfundur tvo. Ætli aðrir að bjóða fram verða þeir að koma með vel á annað hundrað manns, þ.e. í allar trúnaðarstöður og meðmæli 75—100 félagsmanna. Fram- bjóðendur geta jafnframt ver- ið meðmælendur með listan- um. Lögum samkvæmt er hægt að kjósa menn af báð- um listum, þ.e. að strika út nöfn á einum lista og krossa við nöfn á öðrum lista. Ætla má að slík regla hafi engin áhrif í reynd. Guðmundur J.___________ gegn hlutfalls-________ kosningu_______________ Stjórnarandstæðingar í Dagsbrún hafa meðal annars talað um að kjósa ætti for- mann félagsins sér. Um það hefur Guðmundur J. eftirfar- andi að segja: ,,Ég tæki ekki í mál sjálfur að vera formaður í einhverju félagi með öðrum mönnum í stjórn sem annað hvort ég væri andvígur og hefði ekki traust á eða þeir andvígir mér.“ Hann telur að lýðræðisleg áhrif félags- manna séu í reynd tryggð í gegnum trúnaðarráðið enda sé það helsta valdastofnun fé- lagsins. Það gefur augaleið að upp- bygging verkalýðsfélaga er ekki ýkja lýðræðisleg. Sumar vilja að komið verði á hlut- fallskosningu, þ.e. hver listi fái menn í stjórn og trúnaðar- ráð í hlutfalli við atkvæða- magn. Slíkt myndi mjög skerpa línurnar innan verka- lýðsfélaganna en formleg stjórnarandstaða gæti veikt félögin út á við og sundrað mönnum í stað þess sameina í baráttu sinni fyrir betri kjör- um. En með hlutfallskosn- ingu myndi allt aðhald að for- ystunni hverju sinni mjög aukast. Á sama hátt er hætt við að frambjóðendur færu á uppboðsmarkað og kepptust við að bjóða sem mestar launahækkanir í von um hylli félagsmanna. Of flékin mál fyrir almenning________________ Ymsir bera ótta af lýðræðis- legra kosningafyrirkomulagi en svo hefur verið um allar breytingar í lýðræðisátt jafnt hér á landi sem annars staðar. Það hefur löngum verið not- að sem átylla fyrir að hefta lýðræðið að benda á að ákveðin mál séu of flókin til að hleypa almenningi til of mikillar ábyrgðar. Vissulega gætir þeirra sjónarmiða inn- an verkalýðsforystunnar. Hún hefur að margra dómi sýnt meiri ábyrgð síðastliðin ár en oft áður sem hefur helst skilað sér í lægri verðbólgu og tekist hefur að verja kaup- máttinn þetta árið. Því óttast sjálfsagt ýmsir að komi nýir menn til valda innan verka- lýðshreyfingarinnar kunni það að leiða til að siglt verði í gamla kjölfarið, þ.e. samið um háar prósentuhækkanir launa sem ekki standast. Til skamms tíma lagði verkalýðshreyfingin ofur- kapp á að fá sem mestar launahækkanir í krónutölu. Samið var um 10, 20 og jafn- vel 30% kauphækkanir með tilheyrandi gengisfellingu, hækkandi verðlagi, þ.e. óða- verðbólgu. Menn komust að því að slíkt varð ekki til að auka kaupmátt launa og menn fóru að hugsa um að tryggja raunhæfan kaupmátt í stað þess að standa í stríði, verkföllum, sem engu skilaði nema efnahagsöngþveiti og óðaverðbólgu. Það þarf því ekki að koma á óvart að þeir sem telja sig hafa verið að ná langþráðum árangri og búa til forsendur fyrir auknum kaupmætti séu hræddir um að allt verði unnið fyrir gýg komist nýir, óreyndir menn til forystu í verkalýðshreyfing- unni. Er by Iting framundan Það er segin saga að fólk er sjaldnast ánægt með kjör sín. Það er auðveldara að sam- eina launþega í harða baráttu fyrir hærri launum en tryggja þeim varanlegan kaupmátt. Hins vegar er ekkert sem seg- ir, að ef nýir menn komast til valda innan verkalýðshreyf- ingarinnar, komist þeir ekki að sömu megin niðurstöðum og þeir sem fyrir sitja. Karp milli stjórnenda Dags- brúnar og þeirra sem gegn henni vinna skiptir ekki sköpum. Hins vegar getur það orðið afdrifaríkt ef nú- verandi forysta Dagsbrúnar verður felld. Að sjálfsögðu er til óánægja í öðrum verka- lýðsfélögum og verði um- skipti í Dagsbrún gæfi það óánægjuöflum í öðrum verkalýðsfélögum byr undir báða vængi. Talsverðrar óánægju hefur orðið vart með t.d. formann Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Magnús L. Sveinsson, sem jafnframt er forseti borgarstjórnar. Þykir hann ekki gefa sér nógan tíma til að sinna sínu stéttar- félagi. Eins hafa ýmsir verka- menn Hlífar í Hafnarfirði sagt að tímabært séð að skipta um forystu þar. Enn sem komið er hefur þó ekki reynt á hvort þær óánægjuraddir sem upp hafa komið eigi sér víðtækan hljómgrunn meðal hins al- menna launþega eða hvort hér sé á ferðinni stormur í te- bolla. Falli hins vegar stjórn Dagsbrúnar má búast við byltingu innan verkalýðs- hreyfingarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.