Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 1
MÞYBUBUDIfi Aktu ekki út i óvissuna aktu ó Ingvar Helgason hf Sæwarhotða2 Simi 91-67 4000 138. TOLUBLAÐ 71. ARGANGUR FÖSTUDAGUR 14. SEPT. 1990 ALVERSBÆTUR TIL LANDSBYGGÐAR: Stein- grímur Hermannsson forsætisráðherra telur að til greina komi að bæta landsbyggðinni upp álver komi það til með að rísa á Keilisnesi. Nefnir hann sem möguleika að tekjur af raforkusölu til væntanlegs álvers verði notaðar til að greiða niður húshitunarkosnað og jafnvel raforkuverð á landsbyggðinni. Þjóðhagsstofnun telur að orkusaia til væntanlegs álvers sé meiri en útreikningar Landsvirkjun- ar gefi til kynna. FORNÓS Á SAUÐÁRKRÓKIGJALDÞROTA: Fisk- eldisfyrirtækið Fornós á Sauðárkróki hefur verið lýst gjald- þrota. Gjaldþrotið er talið nema um 36 milljónum króna. Stærstu kröfuhafar í þrotabúið eru Byggðasjóður og fóður- verksmiðjan ístess á Akureyri. Nú hafa tvö fyrirtæki á Sauðárkróki verið lýst gjaldþrota með aðeins um viku millibili en hitt fyrirtækið var Melrakki. TJALDHÝSIFUKU UM KOLL Á LAUGARVATNI: I gær fuku nokkur hjólhýsi á Laugarvatni um koll í miklum vindhviðum. Sum húsanna eru alveg ónýt og önnur nokk- uð skemmd. Mikil fjöldi hjólhýsa er geymdur á svæðinu og misvel frá þeim gengið. ÞORSKAFLI HEFUR DREGIST SAMAN UM 7%: 243.000 tonn af þorski veiddust fyrstu 8 mánuði ársins eða um 7% minna en á sama tíma í fyrra. Heildarafli hefur hins vegar ekki dregist saman nema sem nemur tæplega hálfu prósenti. Munar þar mestu að ufsaaflinn hefur aukist um 45.000 tonn, ýsa um 6.000 tonn, rækja um 5.000 tonn, karfi um 2.000 og hörpudiskur um 2.000 tonn. Hins vegar hefur grálúðuaflinn minnkað um 23.000 tonn. Mest afla- aukning hefur átt sér stað á Norðurlandi enda hefur lang- mestur kvóti verið keyptur þangað. FLUGLEIÐIR TAPA MINNA: Tap Fiugleiða fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Tapið nam 424 milljónum króna á rekstrinum en sambærileg tala fyr- ir tapið á sama tíma í fyrra var 569 milljónir króna. Heild- artap félagsins var þó mun minna en fyrir sama tímabil í fyrra vegna söluhagnaðar og óreglulegra tekna. Rekstur millilandaflugs á íslandi gengur ávalt betur seinni helming ársins. LEIÐARINN Í DAG Alþýðublaðið fjallar í dag í leiðara um tímamótasátt- mála Fjórveldanna og sameinaðs Þýskalands sem undirritaður var í Moskvu í fyrrdag. Sáttmálinn er formleg endalok kalda stríðsins og skiptingar Evr- ópu. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: EVRÓPA AFTUR SAMEIN- UÐ 5-6 Ný sókn til framfara Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir að dregið hafi í sundur með ís- lendingum og þjóðum iðnríkj- anna hvað þjóðartekjur varðar. Nauðsyn beri til að nú verði hafin ný sókn til framfara. Deilur um þjóðarhöll Guðmundur Oddsson, bæj- arfulltrúi í Kópavogi, fjallar um hinar makalausu deilur og það moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í Kópavogi vegna byggingar Þjóðarhallarinnar svonefndu, sem rísa á fyrir HM í handknattleik 1995. Bylting í verkalýðshreyfingu Svo virðist sem talsverðrar óánægju gæti innan verkalýðs- hreyfingarinnar með marga af forystumönnum sem þar hafa setið um langa hríð. Sjá frétta- skýringu Tryggva Harðarson- ar, blaðamanns. ísland beint ó HM handbolta? Svo gœti farid vegna sameiningar þýsku ríkjanna en er þó alls óvíst, segir Erwin Lanc, forseti IHF. Haustar að Haustlægöirnar hrannast nú upp að landinu hver á fætur annarri. Ekki er þó að sjá á þessum heiðursmönnum þar sem þeir hvíla lúin bein á Austurvelli að þeir kippi sér upp við það. Kannski eru þeir bara svo niðursokknir í umræður um skjaldarmerkið á þinghúsinu. Nú eða hvort stormar um stjórnina í vetur. A-mynd: E.ÓI. Við sameiningu þýsku ríkjanna hefur opnast glufa fyrir að íslenska handknattleiksliðið kom- ist beint í næstu heims- meistarakeppni og þurfi þá ekki að leika í B-keppn- inni um sæti í úrslita- keppninni. Eins og alþjóð er kunnugt þá náðu íslendingar ekki þeim árangri á HM í hand- bolta að tryggja sér sæti sem A-þjóð í handbolta og þar með rétt til að leika í úrslita- keppni HM árið 1993 í Sví- þjóð. Var ísland næsta þjóð til að tryggja sér sæti í næstu heimsmeistarakeppni. Erwin Lanc forseti Alþjóða- handknattleikssambandsins sagði í viðtali við blaðið í gær að ákvörðun um það yrði væntanlega tekin á þingi IHF í Madeira á Spáni. Hann sagð- ist sjálfur ætla að leggja til að frá og með 1. janúar nk. tæki nýtt handknattleikssamband sameinaðs Þýskalands yfir öll réttindi og allar skyldur handknattleikssamband beggja ríkjanna. Lanc sagði aðspurður möguleika íslands að lenda í hópi A-þjóða í handknattleik og þar með þátttökurétt í næstu úrslitakeppni HM í handbolta óvissan. ,,Mögu- leikarnir eru reyndar tveir. Annar er sá að sameinað Þýskaland njóti réttar Aust- ur-Þýskalands til þáttöku í úr- slitakeppninni í HM. Hinn er sá að sameinað Þýskaland fái rétt Austur-Þýskalands viður- kenndan en þá á Vest- ur-Þýskaland rétt á þátttöku í B-keppninni og þar með möguleika á að vinna sér þáttökurétt í lokakeppninni." Þessi skoðun hans byggist á að sameinað Þýskaland taki við rétti og skyldum beggja þýsku ríkjanna. Þing IHF sem verður haldið á næstunni mun væntanlega taka afstöðu til þessa máls þegar það kemur saman. Þar sitja væntanlega fulltrúar frá 70 til 80 löndum. Það kemur í þeirra hlut að túlka hvað felst í orðunum ,,að taka við réttindum og skyldum beggja þýsku ríkjanna" verði tillaga Lanc, forseta sambandsins, á annað borð samþykkt. ís- lendingar verða því að bíða þings IHF til að fá endanlega úr því skorið hvort þeir kom- ast beint á HM í handbolta í Svíþjóð árið 1993. RITSTJÓRN r 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLYSINGAR '£ 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.