Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. sept. 1990 iNNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN STEFAN ÞJOÐLEIK- HÚSSTJÓRI: Eins og flesta mun hafa grunað, skipaði mennamálaráð- herra Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóra frá og með næstu áramótum. Stefán er ráðinn til fjögurra ára. Lögum samkvæmt starfar nýr Þjóðleikhús- stjóri ásamt fráfarandi Þjóðleikhússtjóra fyrstu 8 mánuðina, en þann 1. sept. 1991 tekur Stefán við starf- inu að fullu. Stefán starfaði um árabil sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Eiginkona hans er Þórunn Sig- urðardóttir leikkona. KRÆKTI í 7 MILLJÓNIR: Yfirlyfjafræðingur sem starf- aði við Landakotsspítala og St. Jósefsspítala reyndist að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins hafa náð sér í 7 milljónir króna með hætti — sem lyfjafræðingurinn telur eðlilegan, en Ríkisendurskoðun vildi frá rannsókn á. Maður þessi af- greiddi lyf af birgðum sjúkrahúsanna til sjúklinga sem af- hentu honum lyfseðla. Ýmist skilaði hann aftur lyfjunum í birgðir spítalanna og fékk þá afslátt hjá heildsölum, eða hann innti af hendi greiðslu í peningum og greiddi heild- söluverð. Lyfjafræðingurinn hefur skilað hluta pening- anna. Hann telur þó viðtöku á fjármunum þessum ekki ólögmætt atferli af sinni hálfu. KENNARAR ERU EKKI RUKKARAR: Kennarar í hinu íslenska kennarafélagi minna að að þeir eru ekki rukkarar hins opinbera. Félagið krefst þess að nú þegar verði farið eftir álitsgerð umboðsmanns alþingis og ríkis- sjóður og sveitarfélög beri kostnað af námsgögnum nem- enda í skyldunámi eins og lög segja fyrir um. FLUGLEIÐIR VILJA HÆKKA: Eldsneytisverð hefur hækkað að undanförnu um 70% til Flugleiða. Af þessum sökum hefur félagið óskað eftir hækkun á flugfargjöldum um 4,85% frá landinu og um 5% til landsins. Telur félagið að þörf fyrir fargjaldahækkun í N-Atlantshafsfluginu sé 7% enda þótt það sætti sig við minni hækkun. Reynt hefur ver- ið að stilla hækkunum mjög í hóf með hliðsjón af þeirri sáttastöðu sem nú er á vinnumarkaðnum. Nýju þoturnar í flota Flugleiða, sem er hinn yngsti í Evrópu, kemur sér vel. Eldsneytiskostnaður nú er rúm 10% af rekstrarkostn- aði, en hefði verið 14—18% með gömlu rellunum. EIMSKIP EYKUR HLUTAFÉÐ: Eimskip eykur hlutafé sitt um 86 milljónir króna — helmingur hlutafjárútboðsins fer á almennan markað. Munu því áreiðanlega bætast við allmargir nýir hluthafar á næstunni, en augljóst þykir að kapphlauþ verði um þessi hlutabréf. Helmingur hlutabréf- anna verður boðinn núverandi hluthöfum til kaups. ÁSTIN 0G STJÖRNU- MERKIN: Hvernig eiga þau saman, nautskona og vogarkari? Jú, ætla mætti að þau yrðu fyrirmynd allra elskenda, en . . . „Daðurgirni Vogarinnar ýt- ir aðeins undir það versta í afbrýðisemi Nautsins." Já, áhugi fólks á stjörnumerkj- um hefur trúlega aldrei ver- ið meiri en nú. Ofangreinar upplýsingar fengum við í bráð- skemmtilegri bók, sem okkur barst, Ástin og stjörnu- merkin. Við spáum því að sú bók verði á hraðbergi víða, margir hafa sótt í hana hér á blaðinu. Hörpuútgáfan gaf út. LÁGMARKSVERÐ Á HÖRPUDISKI: á fundi verð- lagsráðs sjávarútvegsins í gær var gert samkomulag um lágmarksverð á hörpudiski, sem gildir frá 16. september til ársloka. Hörpudiskur 7 sm á hæð 29 krónur, 6—7 sm á 22 krónur. Ekki náðist samkomulag um verð á rækju og var málinu vísað til yfirnefndar. Verdkönnun Alþýöublaösins: Engin gúrkutíð Eitt kíló af gúrkum kostar í septemberbyrj- un 1990 299 krónur í Reykjavík en 61,50 krón- ur á vesturströnd Jót- lands. Hverju sætir sá verðmunur? Hollustan er miklu dýrari á Islandi en hjá frændum okkar í Danmörku. Sveppir eru þó á svipuðu róli, en miklar framfarir hafa verið í svepparæktinni á íslandi og mikil samkeppni ríkir um þessar mundir. Sam- keppnin virðist skila sér í skaplegu verði til neyt- enda. Grænmetið sem við könnuðum og selt er hér er allt íslenskt nema laukur- inn. Hann er innfluttur úr Suður-Evrópu. Það er vonlítið að skilja þann verðmun sem er á öðru en sveppunum. Hvernig stendur til dæmis á því að gulrætur eru næstum því fjórum sinnum dýrari í stórri hverfaverslun í Reykjavík en í Esbjerg á Jótlandi? Ýmislegt má eflaust tína til sem afsakar hærra verð á fslandi en erlendis. Sum- ur eru sem kunnugt er stutt og rysjótt á íslandi og það kemur niður á útifram- leiðslu á grænmeti. Þá hafa yfirvöld ekki hér ekki sama skilning á gildi íslenskrar framieiðslu og menn hafa erlendis á þarlendri fram- leiðslu. Fyrir bragðið nýtur innlend framleiðsla hér ekki neinna hlunninda eins og þekkjast erlendis. í Hol- Verðsamanburður REYKJAVIK - ESBJERG: Kartöflur (1 kg) Reykjavík 95,50 kr. Esbjerg 47,00 kr. Mismunur 103,2% Tómatar (1 kg) 295,00 kr. 188,50 kr. 56,5% Blómkálshaus 280,00 kr. 94,00 kr. 197,9% Sveppir (250 gr) 127,00 kr. 113,00 kr. 12,4% Gulrætur (1 kg) 299,00 kr. 61,50 kr. 386,2% Laukur (1 kg) 79,00 kr. 56,00 kr. 41,1% VerdvarkannadíEsbjergúJótlandi 1. september sl. og iúmóta hverfa- verslun í Reykjauík þremur dögum síöar. Sveppaúrvalið í matvörubúðum er glæsilegt — falleg vara, bragðgóð og ódýr. Sveppir seljast því margfalt meira nú en áður. A-mynd: E.ÓI. landi fæst gas til framleið- enda t.d. á verði sem heim- ildir telja að sé undir kostn- aðarverði. Þrátt fyrir þennan að- stöðumun er verðmunur á innlendu og erlendu græn- meti endaleysa. Menn hljóta að spyrja sig hverju það sæti að munurinn sé allt að því fjórfaldur. Að- stöðumunur er alls ekki fjórfaldur. Heiftarleg gagnrýni á ,,menntada“ í tónlistardeild útvarps: Hef gamcm af eldhugum — segir Guðmundur Emilsson tónlistarstjóri og vísar á bug gagnrýni Högna Jónssonar, stjórnanda harmonikkuþáttar- ins „Ég er reyndar heilmik- ill unnandi dragspilsins, enda vanur því að heyra það í foreldrahúsum. Faðir minn, séra Emil Björns- son, lék á hljóðfærið á góð- um stundum. Ég hef m.a.s. haldið uppi vörnum fyrir harmonikkuna bæði í ræðu og riti og kynntist hér af góðu ítalska harm- onikkusnillingnum Gesu- aldo þegar hann kom hing- að um árið,“ sagði Guð- mundur Emilsson, tónlist- arstjóri Ríkisútvarpsins í gær í tilefni af talsvert heiftarlegri ádeilu Högna Jónssonar í harmonikku- þætti í útvarpinu í gær. Högni viðhafði mörg orð um tónlistardeild útvarpsins og það „lærða fólk“ sem þar starfaði. Var Högna greini- lega þungt niðri fyrir og dró ekki úr gagnrýni sinni eftir því sem á reiðipistilinn leið, en jók fremur við. Sagði hann að greinilegt væri að mennt- aða tónlistarfólkið vildi ganga af harmonikkutónlist í útvarpinu dauðri. Þáttur sinn á laugardagskvöldum hefði þannig verið færður til á slæman tíma um miðjan dag í miðri viku, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi sann- að að þátturinn hefði mikla hlustun á laugardagskvöld- um. Nú væri þátturinn strik- aður út úr dagskránni með öllu. Guðmundur Emilsson sagði það ekki rétt að verið væri að úthýsa harmonik- kunni úr útvarpinu. Sagði hann að Högni vissi reyndar ekki hvernig vetrardagskrá útvarpsins liti út, hún hefði hvorki verið kynnt, utanhúss né innanhúss. Fullvissa mætti fólk um það að harmonikkan fengi sinn sess þar sem fyrr, enda vinsæl. „Stjórnandi þáttarins óð því í myrkri og fullyrti um of. Þessi ummæli Högna voru borin undir mig á þriðjudag- inn. Mér fannst sjálfsagt að þeim yrði útvarpað, enda hef ég gaman af eldhugum eins og Högna." sagði tónlistar- stjórinn. Guðmundur sagði að í starfi sínu kæmu ýmiskonar óskir um sérþætti — jafnvel sérstaka þætti fyrir túbur, kontrafagott og fleiri hljóð- færi. Harmonikkan væri eina hljóðfærið sem hefði lengi haft þætti helgaða einu hljóð- færi. Stefnir í haustkosningar? Alþýðuflokkurinn verður nú þegar að hefja undirbúning kosninga. Að áliti undirritaðs bendir margt til þess að við stefnum í haustkosn- ingar. Hvar stendur Al- þýðuflokkurinn mál- efnalega og áróðurslega ef sú verður raunin? Eru flokksmenn reiðubúnir í kosningar? Málefnalega stendur Al- þýðuflokkurinn sterkt en því miður vita það alltof fá- ir. Þátttaka flokksins í ríkis- stjórn hefur skilað, svo dæmi sé tekið, betra skatta- og húsnæðiskerfi, en ein- mitt þessi kerfi snerta hagi þorra landsmanna. En veit þorri landsmanna það? Og það sem alvarlegra er; vita allir alþýðuflokksmenn það? 1 Samband ungra jafnaðar- manna hélt 39. þing sitt í síðasta mánuði. Þingið var fjölmennt og skilaði góðu starfi. Ungir jafnaðarmenn samþykktu róttækar tillög- ur í flestum málaflokkum sem hafa það að höfuð- markmiði að byggja hér upp öflugt velferðar- kerfi almennings. Þess- um tillögum þarf að fylgja eftir inn á flokksþing Al- þýðuflokksins og inn á borð þingflokksins, þannig að þær megi komast í fram- kvæmd. Veturinn sem er fram- undan á eftir að verða viðburðaríkur í íslenskum stjórnmálum. Jafnaðar- menn mega ekki láta sitt eftir liggja í þeirri atburða- rás heldur verða þeir að hefja undirbúning að þróttmiklu pólitísku starfi — því öflugt starf er forsenda sigurs. Verkalýðs- og stjórn- málanefnd SUJ vill ekki láta sitt eftir liggja og byrjar starf sitt með opnum fundi nk. þriðjudag. Fundarefnið er þátttaka Alþýðu- flokksins í ríkisstjórn sl. 3 ár og stjórnmála- ástandið almennt. Mark- mið fundarins er einfalt. Gerum upp sl. 3 ár — met- um hvaða árangri við höf- um náð í ríkisstjórn og komum því rækilega til skila til okkar félaga. Jafn- framt verðum við að meta stjórnmálaástandið í dag og hefjum undirbúning kosningastarfs ef við teljum stefna í haustkosningar. Vörum okkur á tvíátta framsóknarmönnum í rík- isstjórn! Að lokum hvet ég alla áhugasama jafnaðarmenn (á öllum aldri) að mæta á fundinn og sýna samstöðu. Gullkorn dagsins: Enginn er flokkur án fólks! Með flokkskveðju. Jón Baldur Lorange, form. Verkalýðs- og stjórnmálanefndar SUJ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.