Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. sept. 1990 UMRÆÐA 7 H vað er að gerast með HM-húsið? Eins og fflestum er enn i ffersku minni, þá var HM- húsið svokallaða mikið hitamál ffyrir bæjarstjórnar- kosningarnar i Kópavogi sl. vor. Þetta hús var hita- mál vegna þess, að sjálfstæðismenn gerðu samn- inginn, sem þáverandi meirihluti bæjarstjórnar gerði við ríkið, og i ffullu samráði við HSÍ, eins tor- tryggilegan og frekast var unnt. í ffyrstu héldu þeir þvi fram, að samningurinn væri affar slæmur fjár- hagslega ffyrir Kópavog, en siðar komust þeir að þvi, að sú teikning sem lögð var til grundvallar samningnum stæðist ekki kröffur Alþjóða hand- knattleikssambandsins (IHF) og HSÍ. oft kölluð þjoðarhöllin — líta út frá Nónhæð í Kópavogi, þegar Það hefur hins vegar allt tíð ver- ið skoðun mín, að títt nefndur samningur hafi verið og sé enn hreinn lottóvinningur fyrir Kópa- vogsbæ, en þá verða menn að bera gæfu til að vinna í alvöru eftir honum, en láti ekki einhverja póli- tíska neikvæðni ráða ferðinni. Hvað heffur gerst____________ siðustu mánuði? Samningurinn um HM-húsið var undirritaður 5. apríl sl. og síðan hefur verið næsta hljótt um hann, þar til nú á dögunum að samning- urinn komst aftur í fjölmiðlana. Eftir kosningarnar tók meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar við stjórn Kópavogsbæjar. Gunnar Birgisson, foringi íhalds- ins, hafði sig mest í frammi þeirra er töldu samninginn slæman og hann hefur nú ráðið ferðinni eftir kosningar. Auðvitað var byrjað á því að leita til annarra aðila en þeirra er unnið höfðu að málinu fyrir kosningar, og þeir hafa ein- faldlega verið að átta sig á hlutun- um síðustu mánuði. Það var að vísu kosin nefnd á vegum bæjar- ráðs, sem átti að fara ofan í málið á nýjan leik, en nefndin hefur ein- ungis komið saman tvisvar og síð- ast 24. júlí sl. Þá kom forseti IHF Undirritaður var kosinn í þessa undirbúningsnefnd og er auk þess annar tveggja bæjarfulltrúa er nú sitja í bæjarstjórn Kópavogs, sem er í samningunum við ríkið um HM-húsið. Það kom mér því ein- staklega undarlega fyrir sjónir, þegar ég las það bæði í Moggan- um og Tímanum föstudaginn 7. sept. sl. að forseti IHF hafi komið á fund í Kópavogi til viðræðna við bæjaryfirvöld um margnefndan samning. Núverandi forysta Kópavogs- bæjar hefur ekki talið rétt að boða til þessa fundar þá er þekktu eitt- hvað til forsögunnar eða þá, að þeir vildu vera einir til frásagnar um það er gerðist á þessum fundi. Sem betur fer, þá sat forseti HSÍ líka þennan fund, og hefur hann haft nóg að gera við að leiðrétta frásagnir bæjarstjóra og formanns bæjarráðs af þessum fundi. Það er skelfilegt til þess að vita, að núver- andi forysta Kópavogsbæjar skuli ekki vilja ræða þetta stórmál öðru- vísi en í gegnum pólitíska fjöl- miðla. Samningurinn um HM 1PP5 „Húsið er of lítið og ekki í sam- ræmi við kröfur IHF,“ segir Gunn- ar Birgisson í viðtali við Moggann. Þetta er sú niðurstaða sem for- maður bæjarráðs i Kópavogi kemst að eftir viðræður við for- seta IHF. Um hvað er Gunnar Birg- isson að tala? Veit hann ekki að það var ákvörðun Alþjóða hand- knattleikssambandsins að Heims- meistaramótið í handbolta verði „Getur þaö virkilega verið aö núverandi formaöur bœjarráös Kópavogs sé aö reyna aö stœkka þetta hús og þá um leiö aö gera það dýrara í byggingu fyrir bæinn, bara til aö sanna fyrir sjálfum sér, aö samningurinn sem geröur var hafi ekki veriö nœgilega góöurý spyr Guð- mundur Oddsson, bœjarfulltrúi Alþýöu- flokksins í Kópavogi, í grein sinni um Þjóöarhöllina svokölluöu. haldið hér á landi árið 1995. Þessi ákvörðun hefur þegar verið tekin og það er ekkert við forseta IHF að semja frekar í því máli. Það er auðvitað einstakur barnaskapur hjá forystu Kópa- vogsbæjar að vera að þvarga eitt- hvað við forseta IHF um þessa ákvörðun. Það er ennþá kjána- legra að vera á þessum tíma að ræða um eitthvað minna hús en gert var ráð fyrir í upphafi. Allar kröfur IHF lágu fyrir, þegar marg- nefndur samningur um byggingu HM-hússins milli Kópavogs og rík- isins var gerður. Kröffur IHF____________________ Það skal hér og nú rifjað upp, að HSÍ gerði strax grein fyrir þeim kröfum sem IHF setti fram varð- andi íþróttahús fyrir úrslitaleik Þannig mun íþróttahöll Kópavogs hún er risin í Kópavogsdal. heimsmeistarakeppninnar. Það skal sérstaklega ítrekað, að hér er einungis verið að lýsa þeim kröf-, um er settar voru fram varðandi úrslitaleikinn, en þær voru eftir- farandi: 1. Að völlurinn sé viðurkenndur keppnisvöllur. 2. Að húsið rúmi 7000 áhorfend- ur í sætum. Auk þess eru gerðar þær kröfur vegna sjónvarpsupptöku að lýsing á keppnissvæði sé a.m.k. 1300 lúx. HSI leggur áherslu á að aðstaða fyrir fjölmiðla og fréttamenn verði fullnægjandi. I nýlegum blaðaviðtölum hefur Jón Hjaltalín Magnússon, forseti HSÍ, lýst því yfir að IHF hafi í engu breytt þessum kröfum varðandi íþróttahús. HM-húsið i Kópavog „Skringilegast í þessu máli er, að búið er að hanna hús, án þess að þarfirnar hafi verið skilgreindar og farið yfir þær af IHF,“ segir Gunnar Birgisson í áðurnefndu viðtali við Moggann. Þetta er vita- skuld ein rangfærslan til, því enn- þá hefur ekkert hús verið hannað og samkvæmt þeim samningi er gerður var milli Kópa- vogs og ríkisins var gert ráð fyrir, að fullnaðarhönnun hússins færi fram á árinu 1991. Núverandi formaður bæjarráðs Kópavogs skal hins vegar minntur á þá staðreynd, að kveikjan að samningnum um HM-húsið var auðvitað sú ákvörðun bæjar- stjórnar Kópavogs að byggja á næstu árum í Kópavogsdal m.a. íþróttahús, félagsmiðstöð fyrir Breiðablik og fleiri íþróttamann- virki. Auk þess er samkvæmt skipulagi gert ráð fyrir byggingu tveggja hliðstæðna grunnskóla á þessu svæði. Það var út frá þessum staðreyndum sem Arkitektar sf. settu fram sínar hugmyndir um samnýtingu skólans og íþrótta- húss. Samningur Kópavogsbæjar við ríkið byggst á þessari samnýting- arhugmynd, þ.e. að byggt verði íþróttahús sem getur tekið 7000 áhorfendur í sæti og tengist grunnskólanum. Skólann á síðan að nota fyrir blaðamenn og ýmiss konar aðra þjónustu á meðan á heimsmeistarakeppninni stendur en að henni lokinni verður hægt að breyta húsinu á þann veg að hluti verði nýttur fyrir starfsemi Breiðabliks en hluta verði breytt í skólastofur. Eftir stendur íþrótta- hús sem tekið getur 4000 áhorf- endur. Samninganeffnd rikisins Menntamálaráðherra skipaði sérstaka nefnd til að fara með þessi mál af hálfu ríkisins, en hún var þannig skipuð: Tryggvi Sigurbjarnarson, verk- fræðingur formaður, Sigþór Jó- hannesson verkfræðingur, Svavar Jónatansson verkfræðingur, Sveinbjörn Oskarsson viðskipta- fræðingur, Þórir Hilmarsson verk- fræðingur. Reynir G. Karlsson, íþróttafull- trúi ríkisins, var ritari nefndarinn- ar. í greinargerð sem nefndin sendi frá sér, segir afdráttarlaust að þær frumteikningar sem Arkitektar sf. hafa gert sýni, að umrætt hús geti fullnægt settum kröfum sem keppnishús fyrir úrslitaleiki heimsmeistarakeppninnar. Allir þeir sérfræðingar sem að ofan greinir og skipuðu þessa nefnd ríkisins staðfesta að fyrir- liggjandi hugmyndir, bæði kostn- aðaráætlun og teikningar geti staðist. Auðvitað var eftir að full- vinna þessar hugmyndir og um- fram allt að láta þær fullnægja kröfum IHF. Það verk átti að vinna á þessu og næsta ári. Hver er tilgangurinn? Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, þá skilur maður ekki þau ummæli Gunnars Birgis- sonar, að eitthvert hús taki ekki nema 5400 áhorfendur. Ef verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar hef- ur komist að einhverri annarri niðurstöðu en þeir verkfræðingar sem áður fjölluðu um þetta mál, þá er það vissulega umhugsunar- efni, en leikmanni finnst að auð- velt ætti að vera að komast að hinu sanna í þessu máli. Hvað er Gunnar Birgisson að tala um einhvern óskalista frá IHF? Það liggja fyrir nú þegar þær kröfur sem settar voru fram um íþróttahúsið. Getur það virkilega verið, að núverandi formaður bæj- arráðs Kópavogs sé að reyna að stækka þetta hús og þá um leið að gera það dýrara í byggingu fyrir bæinn, bara til að sanna fyrir sjálf- um sér, að samningurinn sem gerður var hafi ekki verið nægi- lega góður? Hinar ffölsuðu ffeikningar Fyrir kosningarnar í vor hélt Gunnar Birgisson því fram, að þær teikningar er Arkitektar sf. gerðu væru falsaðar og að þær stæðust ekki vegna þess að sumir áhorf- endur sæju ekki hvað fram færi í húsinu. Gunnar gekk meira að segja svo langt að fá gamalreynd- an arkitekt til að vitna í málinu. Nú heyrist ekki neitt um hinar skertu sjónlínur, sem svo mjög var talað um í vor. Hvers vegna? Getur verið að núverandi formaður bæjarráðs hafi sjálfur beitt fölsunum í áróðri sínum gegn þessari umræddu byggingu? Við skulum sannarlega vona, að núverandi bæjaryfirvöld í Kópa- vogi fari að vinna þessu máli eitt- hvert gagn, en haldi ekki sífellt áfram að spilla því. Varðandi öryggis- og bruna- hönnun hefur það alltaf legið fyrir að meðan á keppninni stendur á að leysa þau mál að hluta með gæslu, en rétt er að undirstrika að ekki var talið að þetta myndi verða mikið vandamál. Haettð þessum ffeluleik Það er ekkert hægt að neita því, að ég hef fengið á tilfinninguna að verið sé að fela eitthvað í þessu máli. Það er engu líkara en að for- seti HSI hafi fengið eitthvað svip- að á tilfinninguna því hann segir í viðtali við Moggann hinn 8. sept. sl. „Ef það hefur nú komið í ljós að sú bygging sem teiknuð hefur ver- ið rúmi ekki þessa sjö þúsund áhorfendur, þá er það okkar spurning hvort Kópavogsbær hafi gert einhverjar nýjar kröfur um stærð og gæði sætanna, en það leiðir að sjálfsögðu af sér að húsið þyrfti að vera stærra." Þarna stað- festir forseti HSÍ að fyrri teikning- ar hafi uppfyllt þær kröfur sem settar voru. Niðurlag Bygging HM-hússins hér í Kópa- vogi er ekkert einkamál Gunnars Birgissonar og Sigurðar Geirdals. Þeir voru ekki kosnir í bæjarstjórn Kópavogs til að koma þessari byggingu eitthvað annað. Það get- ur auðvitað ekki gengið, að verið sé að eyða milljónum í að skoða einhverjar nýjar hugmyndir bara til að þurfa ekki að viðurkenna, að það sem áður var gert var rétt. Ég fæ ekki betur séð en að allar þær vangaveltur sem áðurnefndir stjórnendur Kópavogsbæjar hafa verið að setja fram í fjöímiðlum undanfarna daga kalli á veruleg fjárútlát fyrir bæjarfélagið um- fram það sem áður var gert ráð fyrir. Að lokum þetta________________ Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú þegar gert samning um HM-húsið. Þar er gengið út frá ákveðinni hugmynd, sú hugmynd hefur ver- ið viðurkennd af öllum viðkom- andi aðilum, en tæknimanna er siðan að útfæra þessa hugmynd þannig að hún standist framsettar kröfur. Við þekkjum nú þegar allar þær kröfur, það hefur nóg verið talað í þessu máli. Förum nú að vinna eins og siðaðir menn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.