Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. sept. 1990 5 „Hvar sem álverinu verður valin staður mun það hafa jákvæð áhrif á hag allra landsmanna og getur einnig orðið lyftistöng fyrir atvinnulíf í byggðarlögum fjarri álversstaðn- um," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í grein sinni. Ný sókn til framfara Ef við litum yfir þróun efnahagsmóla á islandi á siðasta áratug og berum hana saman við þróunina i ýmsum af helstu viðskiptalöndum okkar stingur i augu að hagvöxtur hefur verið helmingi hægari hér á landi en i iðnríkjunum á þessu timabili. Það hefur þvi dregið i sundur með íslendingum og þjóðum iðn- rikjanna hvað þjóðartekjur varðar á siðustu árum. Það er brýnt verkefni að snúa hér við blaðinu. Við þurfum að halda i við nágrannaþjóðirnar i lifskjör- um til þess að halda áfram að vera sú menningar- þjóð sem við erum borin til að vera. Á ýmsum sviðum hefur verið unnið ötullega að því á síðustu ár- um og misserum að leggja grund- völlinn að nýrri framfarasókn. Þjóðarsátt um kjaramál Eg nefni sérstaklega þjóðarsátt- ina um kjaramál sem er fyrst og síðast þjóðarsátt um hjöðnun verðbólgu. Það er fátt brýnna fyrir efnahagslegar framfarir í landinu en að verðbólgu verði til frambúð- ar komið niður á svipað stig og í nágrannalöndunum. Þótt þetta hljómi eins og gömul tugga þá er það ekki svo. Með sífellt nánari viðskiptatengslum við umheim- inn þarf verðlagsþróun hér að vera með svipuðum hætti og er- lendis til þess að íslenskt atvinnu- líf haldi samkeppnisstöðu sinni gagnvart erlendum keppinautum. Nú hefur þetta loks tekist eftir tutt- ugu ára stríð. Það er því sérstakt framfaramál að treysta árangur þjóðarsáttarinnar. Sá árangur get- ur orðið grundvöllur atvinnuupp- byggingar fyrir framtíðina. Það er ánægjulegt að á þessu ári hefur verulega miðað í átt til betra jafn- vægis í efnahagsmálum. Hjöðnun verðbólgu og lækkun nafnvaxta hefur bætt rekstrarskilyrði at- vinnuveganna og létt vaxtabyrði þeirra og heimilanna. Jafnframt hefur dregið úr hallarekstri ríkis- sjóðs. Á næsta ári er nú reiknað með nokkrum hagvexti eftir tveggja ára samdráttarskeið. Þetta er vissulega mikill og góð- ur árangur en ekki nógur. Þjóðarsátt um atvinnu í framhaldi af þjóðarsátt um hjöðnun verðbólgu þurfum við þjóðarsátt um atvinnuuppbygg- ingu. Takmarkaðir fiskistofnar umhverfis landið setja vaxtar- möguleikum sjávarútvegs skorð- ur. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr mikilvægi sjávarútvegs fyrir hagvöxt. Hins vegar er ljóst að auknum afrakstri fiskistofna verður einungis náð með umbót- um á fiskveiðistefnu og í rekstri sjávarútvegs sem hljóta að taka langan tíma að skila sér. Því þurfa aðrar atvinnugreinar að eflast til muna eigi hagvöxtur hér á ný að verða sambærilegur við það sem hann er í nágrannalöndunum. Ég tel að aukin nýting orkulindanna meðal annars með orkufrekri stór- iðju verði að gegna þar lykilhlut- verki þótt einnig komi til greina að nýta orkulindirnar með öðrum hætti — t.d. með lagningu sæ- strengs til Bretlandseyja eða til eldneytisframleiðslu — ef og þeg- ar efnahagslegar forsendur gera slíka nýtingu mögulega. Álver verður lyftistöng Það liggur fyrir að næsta skref í uppbyggingu orkufreks iðnaðar Jón Sigurðsson, iönaöar- og vid- skiptaráöherra, telur aö árangur þjóöar- sáttar sé vissulega mikill og góöur en ekki nógur. Viö þurfum ná þjóöar- sátt um atvinnuupp- byggingu, segir iönaöarráöherra í grein sinni, og þurfum aö halda í viö nágranna- þjóöirnar í lífs- kjörum til þess aö halda áfram aö vera sá menningarþjóö sem viö erum borin til aö vera. hér á landi verður nýtt álver takist um það samningar sem íslending- ar geta fallist á. Útlit fer fyrir að samkomulag geti tekist um meg- inatriði álsamningsins í þessum mánuði. Fari yfirstandandi samn- ingaviðræður hins vegar út um þúfur eða verði niðurstöðum þeirra hafnað er hætt við því að löng bið geti orðið á því að önnur slík tilraun verði gerð. Það hefur alltof langur tími liðið án þess að árangur hafi orðið af tilraunum til að laða hingað erlenda aðila til samstarfs um nýtingu orkulind- anna. Við höfum ekki efni á því að láta þetta tækifæri ganga okkur úr greipum. Staðreyndin er sú að á síðustu vikum hefursú mikla fyrir- höfn og elja sem íslenskir samn- ingsaðilar og Atlantsálsfyrirtækin hafa lagt í álmálið verið að skila góðum árangri. Við höfum sett í þann stóra og nú gildir að slíta ekki úr honum heldur landa honum tryggilega. Það má minna á að Atlantsál er ekki fyrsta fyrirtækið sem héruð og landshlutar keppa um. Væntan- lega er öllum í fersku minni um- ræðan um staðarval fyrir Steinull- arverksmiðjuna. Fyrst ég nefni hana vil ég minnast á að með samningum við finnska fyrirtækið Partek á síðastliðnu hausti um að auka hlutafé verksmiðjunnar var rekstrargrundvöllur hennar bætt- ur. Það ásamt meiri stöðugleika í efnahagsmálum hefur leitt til þess að á fyrstu sex mánuðum þessa árs skilaði verksmiðjan hagnaði í fyrsta sinn. Einnig í þessu sést árangur efnahagsstefnu og þjóð- arsáttar. Hvar sem álverinu verður val- inn staður mun það hafa jákvæð áhrif á hag allra landsmanna og getur einnig orðið lyftistöng fyrir atvinnulíf í byggðarlögum fjarrri álversstaðnum. Þar koma auðvit- að fyrst við sögu aukin umsvif í efnahagslífinu yfirleitt en einnig sértækari áhrif. Ég get nefnt sem dæmi málm- og skipasmíðaiðnað- inn sem að ýmsu leyti hefur átt erf- itt uppdráttar á undanförnum ár- um. Málmiðnaður eflist_________ Margvísleg málmsmíðaverkefni fylgja virkjanframkvæmdum og byggingu nýs álvers sem verkefna- litlar skipasmíðastöðvar ættu vel að ráða við. í tengslum við virkján- irnar get ég nefnt vinnu við stál- fóðringu, lokur í inntak, botnrás og stöðvarhús í Fljótsdal, vinnu við þrýstipípu og loku í Búrfelli, vinnu við loku í botnrás Þjórsár- stíflu vegna lokaáfanga Kvísla- veitu, smíði stálturna í háspennu- línur sem verða um 500 kílómetra langar, smíði festinga fyrir há- spennulínurnar og lagning gufu- leiðslna vegna stækkunar Kröflu- virkjunar og fyrri áfanga Nesja- vallavirkjunar. Sömuleiðis fylgja ýrnis málmsmíðaverkefni bygg- ingu og rekstri álvers. Hér má til dæmis geta þess aö um tíma smíð- aði Vélsmiðjan Stál á Seyðisfirði bræðsluker fyrir álverið í Straums- vík þótt nú séu kerin flutt inn. Slík þjónustuverkefni ættu að geta orðið málmiðnaði í landinu drjúg ekki síst við þær aðstæður sem nú eru að fyrirsjáanlegur er samdrátt- ur í fiskveiðiflotanum — samdrátt- ur sem þegar hefur komið þungt niður á nýsmíði og reyndar einnig viðhaldi fiskiskipa. Til þess að ná slíkum verkefnum má vel vera að fyrirtækin þurfi að taka upp sam- vinnu sín á milli: Fyrirtækjanet. En þetta er einmitt meðal við- fangsefna verkefnisins Málmur 92 sem fyrirtæki í málmiðnaði vinna nú að og iðnaðarráðuneyti tekur þátt í og styður. Ég vil undirstrika og óháð því hvar álver kann að verða reist mun það efla atvinnu í landinu öllu. Því fer hins vegar fjarri að það leysi allan vanda. Við þurfum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.