Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 8
8 MENNSNG Föstudagur 14. sept. 1990 Stórasprengja Hvað var ffyrst? Hvað er það sem gerist ,,i upp- haffi"? Vitum við það eða vitum við það ekki? Allar heimspekistefnur eru svar við þessari spurningu. Þetta er þýðingarmesta spurning sem menn geta spurt vegna þess að svarið við henni breytist i ffull- yrðingu um grundvallareðli tilverunnar. Svar hug- hyggjunnar, guð var ffyrst, þýðir allt annað grund- vallareðli en svar efnishyggjunnar, effnið var ffyrst og af þvi þróast liff og hugmyndir, þar á meðal hug- myndin um guð. Um þetta verður rætt annars stað- ar. Hér er aðeins leitast við að bregða upp hinni vísindalegu heimsmynd sem verður til eftir 1965. Sú heimsmynd svarar ekki þessari spurningu. Hún svarar hins vegar spurningunni: Hvað var fyrst í okkar „efnislega“„al- heimi", hvernig þróast hann og hvernig líður hann undir lok? Hún hefur þá sérstöðu meðal heims- mynda að byggjast eingöngu á mælanlegum staðreyndum, túlk- uðum með stærðfræði. Hún fjallar ekki um heimspeki eða trú, og hún svarar ekki spurningum um hvað var á undan okkar alheimi, og hvað verður eftir að hann líður undir lok. Ringulreiðin var aldrei til___________________ Hvað er þá fyrst samkvæmt þessari heimsmynd vísindanna? Það er ekki mikið miðað við allan hinn gífurlega og endalausa marg- breytileika tilverunnar sem við nú þekkjum. í upphafi, nánar tiltekið einum hundraðasta úr sekúndu frá byrjun alheimsins, í upphafi er aðeins til þrennt, sem síðar verður efnisheimurinn: Ijóseindir eða fó- tónur (frumeiningar ljóssins), lep- tónur (fiseindir) og antileptónur (andfiseindir) og stratónur, öðru nafni kvarkur og andkvarkur. Fyrsta sekúndubrotið er ekki þekkt en talið er af mörgum efna- fræðingum að þá ríki eitt al- heimslegt lögmál sem svo til strax greinist í kraftana fjóra sem síðar urðu orsök alls sem gerist í öllum alheimi gegnum tíðina. Þeir virð- ast hlýða hinu sama alheimslega lögmáli og hafa svipaðan styrk- leika. Sé þetta rétt eru kraftarnir fjórir, þyngdarafl, rafsegulkraftur, sterku og veiku kraftarnir í eðli sínu einn kraftur. Kaos, hin gríska ringulreið, var aldrei til. í upphafi var ekkert af því sem við nú köllum efni til. Atóm voru ekki til og þess vegna ekki nein „frumefni". Atómkjarnar voru ekki heldur ti(og hvorki nifteindir né róteindir. Astæðan fyrir þessu, að því er virðist fábreytilegu upp- hafi, er einföld. Hitinn var alltof mikill. Allt efni brotnar niður við ákveðið hitastig. Við aðeins nokk- ur þúsund gráður brotnar atóm niður í elektrónur eða rafeindir og kjarna. Við nokkur þúsund milljón gráður brotnar atómkjarninn nið- ur í róteind og nifteind. Og við hitastig sem er nokkrar milljónir milljóna gráða brotna róteindir, nifteindir og allar hadrónur niður í frumhluta sína sem nefna kvark eða stratónur. Fyrstu sjö hundruð þúsund árin í sögu alheims okkar var hitinn að lækka niður í 10 í níunda veldi K, en það hitastig er, ef svo mætti segja, landamæri þess sem við nú köllum efni. Svona einfalt var þetta upphaf. Örsmáar agnir á frjálsri hreyfingu. Annað ekki. Og frá þessu einfalda upphafi er öll þessi óendanlega margbreytilega tilvera komin og lífið sjálft. Kenningin um stóru-sprengju____________ Það er engu líkara en efni komi frá því sem er ekki efni og líf frá al- gerum dauða. Enginn býst við að líf geti þrifist í hundrað þúsund milljón milljóna stiga hita, eða hvað? Vantar hér óþekktar víddir í heimsmyndina? Enn er hinum stóru spurningum ósvarað, og þessi ritsmíð fjallar ekki um þær, aðeins mælanlegar staðreyndir, heimsmynd vísindanna. Sam- kvæmt henni er allur hinn þekkti alheimur okkar upphaflega eld- hnöttur, mjög heitur og geysilega þéttur. Sumir hafa kallað þennan eldhnött „Alheimseggið" og aðrir „Hið eina upphaflega atóm“. Þessi hnöttur sprakk fyrir 12—18 millj- örðum ára og síðan hefur alheim- urinn verið í stöðugri útþenslu. í byrjun var þetta kenning. En eftir 1965 breytist kenningin að dómi nær allra vísindamanna í mælan- legar staðreyndir. Rökin fyrir þess- ari heimsmynd eru svo sterk að flestir líta á þau sem sönnun. Þeir menn sem upphaflega settu fram kenninguna um stóru- sprengju gerðu það með stærð-, fræðilegum útreikningum. Sam- kvæmt þessum útreikningi töldu þeir að um allan alheim ættu að finnast leifar þessarar miklu sprengju. Þeir reiknuðu út núver- andi hitastig þessara leifa, öldu- lengd þeirra og geislun. Það var augljóst að mælikvarðinn á sann- leiksgildi þessarar kenningar um stórusprengju hlaut að vera sá að þessar leifar fyndust og mældust svipaðar því sem reiknað var með. Og þær fundust. Af allt öðrum mönnum en höfundum kenningarinnar. Þær hafa fundist um allan al- heim hvar sem menn mældu. Og mælingar sýna að þær hafa nokk- urn veginn sama hitastig og sömu öldulengd og reiknað hafði verið út fyrirfram. Og rökin eru fleiri. Það hafði líka verið reiknað út af höfundum kenningarinnar um stórusprengju, að helíum ætti, ef kenningin væri rétt, að vera um fjórðungur eða meira af efnis- magni alheimsins. Mælingar hafa staðfest þetta. Helíum hefur alls staðar reynst vera fjórðungur eða meira af efnismagninu. í Vetrar: brautinni okkar er það t.d. 29%. í iitla Magellan skýinu svonefnda er það fjórði partur. I ungum sólum mælist það 30—33%. Allt þetta hefur staðfest að kenningin er í góðu samræmi við mælanlegar staðreyndir. Fyrsffu þrjór minúffurnar En hvað er það þá sem raun- verulega gerðist í stórusprengju? Um það hefur fremsti efnafræð- ingur okkar tíma og eftirmaður Einsteins, Stephen Weinberg, skrifað bókina The first three min- utes. Sú bók er helsta heimild þess sem hér fer á eftir. Weinberg skipt- ir því sem gerðist á fyrstu sek- úndubrotum og mínútum niður í sex tímabil. Fyrsta tímabil. Fyrsta tímabil sköpunarinnar stóð yfir aðeins einn hundraðasta úrsekúndu. Það er tímabil hins mesta þéttleika og hins mesta krafts. Hitinn var mjög mikill, hugsanlega 10 í þrítugasta og öðru veldi á kelvínsmæli. Við þessar aðstæður voru engin atóm til, eins og fyrr segir. Á þessu fyrsta tímabili voru aðeins til ljóseindir, (fiseindir) og kvarkur. Það var að- „Upphafið var einfalt," segir Gunnar Dal í grein sinni. „Örsmáar agnir á frjálsri hreyfingu. Annað ekki. Og frá þessu einfalda upphafi er öll þessi óendanlega margbreytilega tilvera komin og lífið sjálft." eins til geislun, ljós. Heimurinn var á þessu stigi mismunandi teg- undir af geislun. Efnið varð til úr ljósi. Efni varð fyrst til við árekstur ljóseinda, þó að ljóseindir hafi hvorki haft þyngd né efnismassa. Þetta byggist á formúlu Einsteins E=mc í öðru veldi. Þessi formúla þýðir að hver efnisögn getur breyst í orku. E í þessari formúlu er orka, m efni og c hraði ljóssins. En hún þýðir líka að tveir skammt- ar af geislun eða tvær ljóseindir sem hafa nægilega mikla orku, það er að segja orku sem er jafn- mikil og mc í öðru veldi eða meira, geta þegar þær rekast á horfið sem slíkar og hætt að vera ljós- eindir, en orka þeirra breytist í tvær efnisagnir, sem hafa bæði þyngd og massa. Sé orkan minni en mc í öðru veldi geta Ijóseindir ekki myndað efnisagnir við árekstur. Þetta er hægt að sýna fram á efnarannsóknarstofum, en þetta gerðist aðeins í árdaga. Heimurinn er löngu orðinn allt of kaldur til að þetta geti gerst. Lágmarkshiti til að breyta Ijós- eindum í efnisagnir er 6x10 í ní- unda veldi K, eða sex þúsund milljón gráður á kelvinsmæli. Þetta gerist aðeins þrjár fyrstu mínúturnar í sögu alheimsins. Hitastig alheimsins lækkar í hlut- falli við það að heimurinn stækk- ar. Heimurinn kólnar mjög ört við útþensluna út í alkulið. Eftir þrjár mínútur ætti hitinn að vera kom- inn niður í 10 í níunda veldi K eða þúsund milljón gráður. Þetta eru landamæri efnisins eins og fyrr segir. í upphafi var Ijósið Hver sérstök efnisögn hefur sín sérstöku hitamörk, sem eru skil- yrði fyrir því að efni skapist úr geislun. Þessi takmörk eru fundin með formúlunni E=mc í öðru veldi og Boltzmanns fasta sem er 0.00008617 elektrónvolt. Öll efni geta myndast við árekstur ljós- einda. Allar hinar upphaflegu atómómagnir sem löngu síðar mynduðu fyrstu atómin geta myndast úr Ijóseindum. Það er grundvallarregla í nú- tíma efnafræði að hver einstök efnisögn í náttúrunni á sér það sem kalla mætti andefni með ná- kvæmlega sama efnismassa og snúningi en gagnstæðri raf- hleðslu. Þess vegna koma efnin fram tvö og tvö saman við árekst- ur ljóseinda. Þessar efnisagnir sem síðar mynduðu atóm komu fram við mismunandi hitastig. Ef mið mælum hitann í þúsund milljón gráðum á kelvínsmæli þá kom nifteind t.d. fram við 10.903. Þá myndast við árekstur Ijóseinda bæði n og nn- samkvæmt því sem áður er sagt um efni og andefni. Við 10.888 myndast róteind, p og p+. Við hitastig frá 1566.2 til 1619.7 myndast píónur 0, píónur + og píónur -r. Við 1226.2 koma fram léttu efnisagnirnar múón + og múón +. Og loks koma fram léttustu efni sem til eru, rafeindir + og rafeindir +, við lágmarks- hitastig 5.930 þúsund milljón gráður. Við þessi skilyrði myndast efnið úr ljósi, bæði hinu sýnilega og hinu ósýnilega: Tvær Ijóseindir rekast saman. Við það myndast efnisögn + og + og þessar efnis- agnir mynda síðar atóm. En þetta gerist líka öfugt. Það er að segja efnisagnir sem hafa efnismassa og þunga rekast saman og breytast í ljóseindir án efnismassa og þunga. Óg við þær aðstæður sem ríktu í upphafi heimsins gerist þetta með geysilegum hraða. Á fyrstu sek- úndunni myndast líka nifteindir við árekstur rafeinda og róteinda^ Við getum ef við viljum sagt: í upphafi var ljósið. Allt er skapað úr Ijósi. Allt er ljós í umbreyttri mynd. Gunnar Dal heim- spekingur og rit- höfundur heldur hins vegar fram svari efnishyggjunnar aö efnið hafi veriö fyrst og af því þróast líf og hugmyndir, þar á meðal hugmyndin um Guð. Hvað gerðist í upp- hafi alheimsins? I upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð, segir í heilagri ritningu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.