Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Föstudagur 14. sept. 1990 ÉIMÐMMÐ Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið EVRÓPA AFTUR SAMEINUÐ EEvrópa er aftur ein heild eftir tvískiptinguna í lok síöari heims- styrjaldar. Utanríkisráðherrar Fjórveldanna, Frakklands, Bret- lands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, auk þýsku ríkjanna tveggja undirrituðu í fyrradag sáttmála um stöðu sameinaðs Þýskalands á alþjóðavettvangi. Þar með er öllum síðustu hindr- unum rutt úr vegi að Þýskaland verði á ný eitt sameinað ríki. Samningur Fjórveldanna er í senn friðarsáttmáli og tímamót í sögu Evrópu. Kalda stríðið hófst í lok síðari heimsstyrjaldar, eink- um með skiptingu Þýskalands, Berlínarmálinu og hertöku Sovét- ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu. Hið ótrúlega hefur nú gerst á skömmum tíma; Sovétríkin undir forystu Gorbatsjovs hafa af- hent hinum hersetnu þjóðum ríki sín á nýjan leik. Augu flestra hafa beinst að Þýskalandi, enda hafa yfirráð Sovétríkjanna yfir Austur-Þýskalandi verið umdeildust og viðkvæmust fyrir sam- skipti stórveldanna og heimsfriðinn. Samningurinn í Moskvu markar því ein merkustu tímamót í sögu Evrópu á þessari öld og elur af sér nýja trú á frið og vináttu Evrópuþjóða í skjóli vaxandi þíðu stórveldanna. Merkasti þáttur samningsins er eflaust að sameinað Þýskaland verður eitt af aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. En að sjálfsögðu verður einnig spurt um stöðu og ilutverk Þýskalands í framtíðinni; öflugasta ríkis hinnar nýju, sameinuðu Evrópu. RADDIR FOSTUDAGSSPJALL Gjald- eyrir, m 0 + btoroa skinka m „í áratugi voru gjaldeyrir, bjór og skinka á sama báti að því leyti, að ýmsir fluttu þau inn ólöglega og viðskipti með þau voru því að stærstum hluta undir borðinu," segir Guðmundur Einarsson m.a. í föstudagsspjalli sínu. Nú er loks verið að losa okk- ur við austantjaldsblæinn af gjaldeyrisviðskiptum. Okkur ætlar að lánast að verða nokk- urn veginn samferða Austur- Evrópuríkjunum, inn á nýju öldina í þeim máium og auðvit- að þurfti Alþýðuflokksráð- herra til að koma því máli áfram. í áratugi voru gjaldeyrir, bjór og skinka á sama báti og að því leyti, að ýmsir fluttu þau inn ólöglega og viðskipti með þau voru því að stærstum hluta undir borðinu. Fólk skrapaði saman gjaldeyri undan rúmfjölum og koddum til að lifa af utanlandsferðir sínar. Mig minnir t.d. að námsmanna- gjaldeyrir til þriggja manna fjöl- skyldu í Englandi hafi í upphafi áttunda áratugarins verið undir fá- tækramörkum þarlendra. Allt umtal um gjaldeyri var á þessum árum þannig að menn voru með sektarkennd og hroll niður eftir bakinu ef þeir áttu fimmtíu peseta í afgang eftir Spán- arferð. Sama sektartilfinning tengdist auðvitað bjórnum. Bjórinn var eins og gjaldeyririnn að því leyt- inu að hann gat verið bæði vel og illa fenginn. Menn sem áttu lög- legan kassa af bjór úti í bílskúr fengu óreglulegan hjartslátt í hvert sinn sem fréttir bárust af bjórsmyglurum í bátum og sendi- bílum. En svo tókst að bjarga fólki úr þessum sálarháska með því að gera bjórinn löglegan eins og nú er búið að gera við gjaldeyrinn. Þá er aðeins skinkan eftir. Hún hefur auðvitað enn á sér mafíu- stimpilinn og það eru einungis tvær gildar ástæður til þess að bera skinku fyrir gesti sína. Fyrri ástæðan er sú að sýna að maður hafi sambönd í innflutn ingsbransanum og hin er sú að ekkert annað sé til að éta. Seinni ástæðan er skárri. Á meðan þetta ástand varir þor- ir enginn að sýna skinku nema í örþunnum sneiðum frá SS. Einhvern tíma verðum við líka losuð við sektarkenndina af skink- unni en þess er trúlega langt að bíða. Gamaldags gjaldeyrisreglur eru búnar að gera þónokkurn hluta fs- lendinga af afbrotamönnum. Fyrrverandi námsmaður í Eng- landi átti reikning í Lloydsbanka eftir heimkomu sína. Á reikningn- um voru tuttugu sterlingspund sem brutu lög. Nyjar gjaldeyrisreglur munu reynast okkur góður stuðningur inn í nýja heiminn og ekki er verra að trúlega batnar heildarsamviska þjóðarinnar til muna. Guðmundur Einarsson skrifar Hvenœr fórstu síöast í Þjóðminjasafnið? 3ryndís E. Jóhannsdóttir, 23 ára lemi: „Þaö eru örugglega 4—5 ár síö- an ég fór síðast og ætli ég hafi ekki farið 4 til 5 sinnum í safnið. Mér innst alveg nauösynlegt aö þjóö- n eigi þjóöminjasafn." Jón Óskar Hinriksson, 17 ára nemi: „Ætli þaö séu ekki þrjú ár síðan ég fór í Þjóðminjasafnið. Það er allt í lagi aö fara svona einu sinni." Ólöf Bjarnadóttir, 30 ára hús- móöir: „Ég fór einhvern tíma þegar ég var í barnaskóla. Mér finnst mjög mikilvægt aö til sé svona Þjóð- minjasafn." Haraldur Sverrisson, 38 ára sjó- maður: „Þaö eru mörg ár síðan, því miö- ur. Ég hugsa að það séu ein átta ár síðan ég fór. Ég er Vestmannaeyj- ingur og þar er gott minjasafn sem maður hefur skoðað í stað- inn." Birgir Ármannsson, 22 ára vara- maöur í menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar: „Það eru áreiðanlega 5 eða 6 ár síðan. Sem barn fór ég oft þangað og hafði gaman af, en á síðari ár- um hefur maður farið sjaldnar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.