Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 16. febrúar 1985 alþýðii" blaóið Úlgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Arni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guömundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 RITSTJ ÓRNARGREIN ■■■. Mál Alþýðuflokksins vekja áhuga og athygli Það hefur ekki farið framhjá neinum að Al- þýðuflokkurinn er í stórsókn um þessar mund- ir. Mál flokksins hafa hlotið verðskuldaða at- hygii og þá er ekki að sökum að spyrja; fylgi flokksins vex. Staðreyndin er nefnilega sú, að vandamál flokksins hafa oft og einatt veriö þau, að erfiðlega hefur gengið að koma málum flokksins á framfæri, enda hefur Alþýðuflokk- urinn ekki yfiröflugum fjölmiðlakosti að ráða, eins og t. a. m. Sjálfstæðisflokkurinn, sem nýt- urstuðnings þeirratveggjablaða, sem ráðaum 80 — 90% dagbiaðamarkaðarins, Morgun- blaðsins og DV. Á siðusto mánuðum hefur flokkurinn hins vegar verið talsvert ( sviðsljósinu. Það er fyrst og fremst vegna vel heppnaðrar fundaherferð- ar formanns Alþýðuflokksins um lend allt, en þegar þettaerskrifað hefur Jón Baldvin Hanni- balsson haldið fundi á sextíu stöðum viðs veg- ar um landiö. Og metaðsókn verið nær alls staðar. Á þessum fundum hefur formaður flokksins kynnt stefnumið jafnaðarmanna og fengið góðar undirtektir fundarmanna. Vax- andi fylgi flokksins er m. a. tilkomió vegna þess að fólk hefur fengió kynningu á stefnu- miðum jafnaðarmanna og um leið áttar stækk- andi hópur kjósenda sig á þvi að úrræði jafnað- armanna eru þau einu sem duga. Til marks um þau áhrif sem stefnumiö Al- þýðuflokksins hafa haft á almenna þjóðmála- umræðu, nægir að benda á sjónvarpsþáttinn, „setið fyrir svörum“ í sjónvarpinu sl. þriðju- dagskvöld. Þar svöruðu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Albert Guðmundsson fjármálaráðherra spurningum fréttamanna. í þessum þætti snerust spurn- ingar og svör að langmestu leytíXim þau mál, sem Alþýðuflokksmenn hafa haft á oddinum og lagt áherslu á upp á síðkastið. Skattsvikin í þjóðfélaginu eru nú loks komin til rækilegrar umræðu í þjóðfélaginu, en allt of lengi hafa skattsvik viðgengist og raun verið litið á slíkan þjófnað, sem tómstunda- sport eðasjálfsbjargarviðleitni efnamanna. Nú rennur hins vegar upp fyrir æ fleirum að skatt- svik efnamanna bitna einfaldlega á þeim er minna mega sín. Launamenn verða að taka á sig þyngri byröar, þegar peningamenn og kaupahéðnar svíkjast undan þvl að taka eðli- legan þátt í sameiginlegum kostnaði af rekstri þjóðarbúsins. Alþýðuflokkurinn hefur bent á 12 atriði sem munu auka skilvirkni skattheimt- unnar og stefna að upprætingu skattsvika. í annan stað var nokkuð rætt um skattamál- in almennt, s. s. stóreignaskattinn, sem Al- þýðuflokkurinn hefurlagt til. Þá kom söluskatt- urinn einnig til umræðu, en í núverandi undan- þágufargani er reiknaövmeð því að milljarðar króna týnist og skili sér ekki. Alþýðuflokks- menn hafa varpað fram hugmynd til breytinga á söluskattskerfinu. r I þriðja lagi var mikið rætt um tekjuskipting- una í þjóðfélaginu og óréttlátan skerf launa- • mannaaf þjóðartekjum. Það voru þingmenn Al- þýðuflokksins sem komu fyrst fram með tillög- una um að gerð yrði itaríeg könnun á tekju- og eignaskiptingu í landinu. Ríkisstjórnin hefur nú loks áttað sig á mikilvægi þessa enda búa tvær þjóðir f landinu og hefur lofaö að láta sllka athugun fara fram. í fjórða lagi voru það húsnæðismálin, eins og drepið var á hér að framan. Alþýðuflokks- menn hafa komið fram með ítarlegar og vel út- færðar tillögur ( þeim efnum. Ef þeim verður fylgt út i ystu æsar yrði slegið á mörg þau vandamál sem hrjá húsbyggjendur og íbúðar- kaupendur í dag. Alþýðuflokkurinn vill að hagnaður Seðlabankans verði látinn renna óskiptur tii efiingar húsnæðislánakerfínu. Jafnaðarmenn vilja sömuleiðis að lánskjara- vísitalaverði ekki látin hækka lánin upp úröllu valdi á sama tíma og kaupmátturinn stendur í stað eða færist afturábak. Sömuleiðis hafa jafnaðarmenn lagt til að ef lánskjaravísitala stfgurmun hraðaren kaupmátturinn, þáeigi að færamismuninn afturfyrirog lengja lánin sem því nemur. Þetta eru aðeins örfá dæmi um hús- næðismálatillögur jafnaðarmanna. Fleiri dæmi mætti nefna úr nefndum sjón- varpsþætti. En aöalatriði málsins er það, að þau úrræði og þær tillögur sem jafnaðarmenn hafa lagt fram hafa vakið athygli og áhuga fólks. Um mál jafnaðarmanna er rætt þessa dagana. Sókn Alþýðuflokksins er rétt að hefj- ast. Henni verður fylgt fast eftir af þúsundum jafnaðarmanna um allt land á næstu mánuð- um. - GÁS. r-SUNNUDAGSLEIÐARL Kirkjan í samfélaginu Nokkur umræða hefur átt sér stað síöustu daga i fjölmiðlum um hlutverk kirkjunnar f nú- tíma þjóðfélagi. Einkanlega hefur verið beint sjónum að þeirri spurningu, hvort kirkjunnar menn eigi að einskorða sig við hið heilaga orð og ha\óa sig fast við þröngar kennisetningar, eða hvort kirkjan eigi að taka virkan þátt í hinu mannlega lífi; verandi lifandi í umræöum og skoðanaskiptum um allt það ersnertir hið dag- lega líf fólks. Innan kirkjunnareru skiptar skoðanir í þess- um ef num. Þessi áiitamál eru ekki ný af nálinni. Á hinn bóginn er fyrirliggjandi að þeim fer fjölgandi, sem telja það sjálfsagt og raunar skyldu kirkjunnar og þar með kristinnar trúar að ver;: ■ ■•'-kur þátttakandi ( mannlífinu og láta ekkert nlegt vera séróviðkomandi. Þannig hefur !■: i:n tekið virkan þátt T friðarumræð- unni og , lóð á vogarskálarnar í baráttunni fyrir friöi og afvopnun, en gegn vígbúnaðar- kapphTaupi og heljarmætti gereyðingarvopna. Ymsir hafa ráðist að þjónum kirkjunnar fyrir afskipti sfn af friðarmálum og sakaö þá um kommúnistaþjónkun og>eitthvað þaðan af verra. Morgunblaðiö hefur t. a. m. verið mjög heiftugt út í þá presta sem gengið hafa fram fyrir skjöldu í friðarmálunum og leyft sér að hafa skoðanir á málunum — aðrar skoðanir en kalda-stríðs-postularnir á Morgunblaóinu. Alþýðublaðið er þeirrar skoðunar að kirkjan geti á engan hátt þjónað þvf hlutverki sfnu að boða kristna trú, efla kærleiksríkt umburðar- lyndi meðal manna, barist fyrir hinu góða í mannlffinu, án þess að vera fuilgildur og virkur þátttakandi í þeirri þjóðmálaumræðu sem fram fer í landinu. Kirkjunni hefur i tímans rás stundum hætt til að staðna og einangrast frá þjóðiifinu. Þetta hefur gerst m. a. á þeim tfmum þegar kirkjan hefur verið sett á stall^ofan við og utan við það líf sem í kringum hana hrærist meðal almennings. Einnig hafa komið tímabil f sögunni, þar sem kirkjan hefurverið upptekin af innri málum, naflaskoðlin, boðskapurinn verið þröngur og stundum yfirlætisfullur f stíl Faríseanna forðum. Á þeim tfmum hefur tungutak klerkanna verið óskiljanlegt á köfl- um; skrúðmælgi og háfleygar kennísetningar ráðið ferðinni. Kr .ristin trú er sígild. Orð MeiStarans eigajafnt við f dag og fyrir tæpum tvö þúsund árum. Og þau eru jafngild hér norður í Atlantshafi og við botn Miðjarðarhafs. Hins vegar er það hlutverk kirkjunnar að túlka og yfirfara hið lifandi orð til raunveruleika lífsins á hverjum tíma, á hyerjum stað. Kristin trú er lífstrú. Hvernig getur þá kristin kirkja efast um það eitt andartak, að það sé hennar hlutverk að taka þátt í baráttunni fyrir Iffi og fríði, en mótmæla kröftuglega helstefn- unni, þvf hrikalega vígbúnaðarkapphlaupi sem ógnar öllu lifi á jörðu? Kirkjan er ekkert án fólks og sömuleiðis er líf- ið marklftið fyrir marga, án kristinnar trúar. Þessar tvær staðreyndir verður að stilla sam- an. Meistarinn frá Nazaret fór út til fólksins og prédikaði. Gaf fólkinu trú og nýja von. Kirkjan áaðgerahiðsama. Húnáað veralifandi samfé- lag,allramannaog kvenna. Það verðurhún aldr- ei með einangrunarstefnuna að leiðarljósi. Þá lokast hún inni í píramída yfirlætis og hroka. Hún áað veravirkurþátttakandi í Iffi fólks, sorg þess og gleði, leik og starfi. Þannig ber hinni lifandi kirkju að starfa. —GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.