Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. febrúar 1985 7 • Vídeólögga Nú í byrjun mars verða ráðnir 5 menn til að sjá um eftirlit með vídeóleigum í Osló. Þeir verða und- ir yfirstjórn lögreglumeistarans í borginni, en mun algjörlega ein- beita sér að myndbandamarkaðin- urn. Þeir munu heimsækja leigurn- ar og taka stikkprufur til að rann- saka nánar. Á að reyna að láta þessi mál ganga eins hratt fyrir sig og mögulegt er. Einnig á hópurinn að vera ráðgefandi fyrir lögregluna á öðrum stöðum í Noregi. Mun lög- reglan einkum einbeita sér að því að gera upptæk myndbönd, sem eru ólögleg, vegna einkaréttar og einnig eiga þeir að hafa eftirlit með því að ofbeidismyndír, sem misbjóða sið- gæði Norðmanna og grófar klá- myndir, séu ekki á boðstólum. Nú er bara að sjá hvort frændum okkar í Noregi gengur betur að manna vídeólögguna sína en honum Albert tekst að manna skattalögg- una. En sennilega borgar hið opin- bera í Noregi ögn skárri laun en fjármálaráðherra hér. • 7 svo til hættir sem hugsar líkt og Þorgeir Ibsen, með þeim Sjálfstæðisflokki, sem orðinn er með hans eigin orðum að „gullastokki til að fá útrás fyrir hégómlegan metnað og valda- græðgi?“ Ég skora á ykkur, sem þúsundum saman standið í sömu sporum og Þorgeir Ibsen að hugsa það til enda: Eigið þið ekki samleið með íslenzk- um jafnaðarmönnum? Þarf þetta þjóðfélag okkar ekki nauðsynlega á að halda sameiningarafli jafnaðar- hugsjónarinnar, ekki aðeins í orði, heldur líka í verki? Og ég spyr þig, ungi íslendingur: Átt þú ekki samleið með eina flokknum á Alþingi, sem: 1. Varaði við afleiðingunum af framferði kerfisflokkanna á „áratug hinna glötuðu tæki- færa“. 2. Sem hefur einn flokka lagt fram framkvæmanlegar tillögur um skilvirkt og réttlátt skattakerfi? 3. Sem þorir, í stjórnarandstöðu, að leggja fram tillögur um að skattleggja hina ríku til að bæta fyrir misgerðir þjóðfélagsins við hina ungu? Hugsið þíð málið. 8. Framtíð jafnaðar- manna Sumir segja, að Alþýðuflokkur- inn sé of veikburða. Það er auðveit að kippa því í liðinn, því að það er ykkar að breyta því. Því að pólitík er að vilja og framkvæma. íslenzkir jafnaðarmenn halda senn flokksþing sitt. Við eigum nú brýnna erindi við þjóðina en löng- um fyrr. Þess vegna þurfum við að taka af tvímæli um, hverjir við erum, hvar við stöndum, og hvað við viljum. I því efni sýnist mér þetta mikilvægast: 1. Við eigum að hasla okkur völ! vinstra megin við miðju I hinu ís- lenzka flokkakerfi. Alþýðublaðinu hefur borist frétta- tilkynning frá íslenska bindindisfé- laginu, þar sem greint er frá nám- skeiði, sem félagið hélt fyrir reyk- ingarfólk. Námskeiðið stóð í 5 daga og var haldið í Háskóla íslands 3.—7. febrúar. Tæplega 40 manns tóku þátt í námskeiðinu og var sam- anlagður reykingartími þeirra 738/2 ár. Daglegur reykingakostn- aður hópsins var 2.747,50 kr. Strax eftir einn sólarhring var búið að lækka þann kostnað niður fyrir 100 krónur. Síðasta kvöldið útskrifuð- ust 35 manns. Af þeim höfðu 28 lagt reykingar alveg á hilluná en þeir sjö sem enn reyktu, voru samt svo til hættir því að sögn. Þá var daglegur kostnaður reykingafólks- ins kominn niður i 54 kr. í fréttatil- kynningunni segir að það hafi verið fagnandi hópur, sem yfirgaf Há- skólann þetta kvöld. Og að lokum er læknum og sjúkraliða þakkað frábært starf og Háskólanum fyrir ókeypis afburða fagurt húsnæði. Þá er Krabbameinsfélagi Islands og þakkað framlag ómetanlegs fræðsluefnis og lán á sýningarvél og kvikmyndum. Nú er bara að vona að þeir 28 sem hættu alveg, svo til byrji ekki aftur. 2. Við eigum að gera íslendingum það ljóst að við erum róttækur umbótaflokkur í efnahags- og félagsmálum og í stjórnsýslu. 3. Við eigum að vera íhaldssamir á farsæla og ábyrga stefnu í örygg- is- og varnarmálum; stefnu sem forystumenn flokksins frá fyrri tíð áttu drjúgan hlut í að móta og nýtur stuðnings yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar. 4. Við éigum að vísa á bug ölium kenningum um Alþýðubanda- lagið sem sameiningar- eða for- ystuafl vinstri manna, þótt ekki væri nema vegna hörmulegrar reynslu þjóðarinnar af ríkis- stjórnarþátttöku þess flokks árum saman. 5. Við eigum að taka af tvímæli um, að við erum ekki gamaldags ríkisforsjárflokkur; við erum róttækur umbótaflokkur, en ekki kerfisflokkur; við viljum breyta þjóðfélaginu í átt til vald- dreifingar og virkara lýðræðis, gegn vaxandi miðstjórnarvaldi og ríkisforsjá. 6. Við eigum að lýsa okkur reiðu- búin til samstarfs um stjórn landsins með þeim öflum, sem leggja vilja þessari stefnu lið. Við lýsum ábyrgð á hendur þeim einstaklingum, sem á örlagastundu rufu einingu íslenzkra jafnaðar- manna, og bera því ábyrgð á hörm- ungum þjóðarinnar undir núverandi stjórnarstefnu. Það voru mistök. Enn er hins vegar ekki of seint að bæta fyrir þau. Þeir sem viðurkenna mistök sín og vilja bæta fyrir þau, verða menn að meiri. Við skulum vona, að menn beri gæfu til þess. Að telgja fogla í friði en selja upp í ófriði í Gerplu Laxness segir frá land- stjórnarmanni, sem svo var heillum horfinn að hann telgdi fogla í friði, en seldi upp í ófriði og bauð aldrei liði út nema á hendur sínum eigin þegnum. Þá kemur mér hann í hug, þegar ég horfi úr þessum ræðustól á núverandi landstjórnarmenn — þá Steingrím Hermannsson og Albert Guðmundsson þessi vandræða- börn íslenzkra stjórnmála. Þeir telgdu fogla í friði sumars- ins, en seldu upp stjórnarstefnunni í ófriði haustmánaða. Nú geta þeir ekki einu sinni boðið út liði lengur gegn þegnum sínum, því að það er brostinn flótti á liðið. Þann flótta þurfum við að reka. Við skulum ekki láta okkur vaxa það í augum. Minnumst orða Þorgeirs Ibsens, þegar hann lýsir flokknum sínum: „Nú virðist mér hann farinn að líkjast stórum slött- ólfi. Hann er mikill vexti, en linku- legur; og er það mikið harmsefni, þvi vissulega hefur flokkurinn fram til þessa átt erindi við þjóðfélagiðí1 Vissulega var sú tíð. En með sama áframhaldi getur það orðið liðin tíð. Inn i framtíðina munum við hins vegar fylkja liði undir gunnfánum jafnaðarstefnunnar; undir kjörorðinu sígilda: Um jafn- rétti, frelsi og bræðralag. Nú er kjörið tækifæri til að skreppa i Helgarreisu til Reykjavíkur með Flug- leiðum. Einmitt um þessar mundir er Hitt Leikhúsið að sýna söngleikinn Litlu Hryllingsbúðina. Þessi stórskemmtilegi rokk-söngleikur er hressandi viðburður í menningarlífi borgarinnar. Helgarreisa til Reykjavíkur felur i sér flug og gistingu á einu eftirtaldra hótela: Hótel Esju, Hótel Loftleiöum, Hótel Sögu og Hótel Borg. Bílaleiga Flugleiða útvegar góðan bíl, til afnota um helgina Fljúgðu til Reykjavíkur með Flugleiðum og líttu inn í Litlu Hryllingsbúðina i Gamla Biói. H/TT LzÍkhúsiÖ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.