Alþýðublaðið - 16.02.1985, Side 6

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Side 6
Oryggi í umferðinni byggist á mörgum atriðum. Eitt þeirra er að hafa góða yfirsýn yfir vegin’n í myrkri og misjöfnum veðrum. Halogen bílaperan frá Ring gcfur tvöfalt betri lýsingu en venjuleg bílapera og cykur því öryggi þitt verulega. L Vegna hagstæðra mnkaupa getum við boðið haiogen peruna fra Ring á aðeins 146 kr Fjöltækni sf. Útgerðarmenn — Vinnuvélaeigendur Háþrýstistjórnventlar Háþr.stálrör og stálröra- tengi fáanleg í öllum gerð- um og stærðum. Sendum um allt land. Fljót og góð þjónusta. Fjöltæknl sf. Eyjarslóð 9 Sími 27580 Vantraust 5 jafnaðarmanna og t. d. frjáls- hyggjupostulanira, sem eru að ryðja sér til rúms í Sjálfstæðisflokknum? Ágreiningurinn er ekki um ágæti einkaframtaks og samkeppni á markaði. Sagan sýnir að Sjálfstæð- isflokkurinn styður hvorugt heils hugar, þar sem hann fer með völd. Jafnaðarmenn vilja ekki útrýma hagnaðarvoninni, heldur beizla hana í almannaþágu. Aðalágrein- ingsefnið er þetta: Jafnaðarmenn vilja beita samtakamætti fólksins og lýðræðislega fengnu valdi Al- þingis og ríkisstjórnar til þess að koma í veg fyrir þá misskiptingu auðs og tekna, sem hlýzt af óheft- um markaðsbúskap, fái hann að hafa sinn gang skv. hugsjón mark- aðshyggjunnar. Óheftur markaðs- búskapur leiðir til samfélagsgerðar, sem er siðferðilega fordæmanleg. Þess háttar þjóðfélag fær ekki stað- izt. Það leysist upp í harðvítugum stéttaátökum, ef ekki nýtur við fyr- irbyggjandi, félagslegra umbóta í anda jafnaðarstefnu. Þess vegna er hugsjónin um frelsi, jafnrétti og bræðralag enn í fullu gildi. 7. Hvað vilt þú? Nú hef ég nefnt dæmi um, hvað við jafnaðarmenn höfum gert og viljum gera; hverju við viljum breyta. Nú er röðin komin að þér: Hvað vilt þú? Hverju vilt þú breyta? Ég beini máli minu til ykkar, þús- undanna sem kusu Sjálfstæðis- flokkinn, í góðri trú, í seinustu kosningum. Og til ungu kynslóðar- innar í landinu, sem þessi ríkis- stjórn lofaði gulli og grænum skóg um í húsnæðismálum. Leyfið mér að leiða fram eitt vitni um von- brigði þessara þúsunda með hinn nýja Sjálfstæðisflokk Þorsteins Pálssonar, Alberts Guðmundsson- ar og Davíðs Oddssonar. Þorgeir Ibsen, skólastjóri, segir í viðtali við Mbl. (25. okt. sl.): „Sú ríkisstjórn, sem sat á undan þessari var vond ríkisstjórn (ég er sammála). Þessi sem nú situr fór vel af stað (það er nokkuð til í því), en hefur nú brugðizt hrapallega, með- al annars með þeim afleiðingum að misrétti og ranglæti í þjóðfélaginu er nú meira en verið hefur um langt skeiðí1 Og hann bætir við: „Ef ríkisstjórnin hefði þekkt sinn vitjunartíma og strax í vetur eða vor undirbúið að eigin frumkvæði verulegar lækkanir á tekjuskatti á einstaklingum og lækkun okur- vaxta, er ég sannfærður um að það ófremdarástand sem nú er hefði aldrei skapazt. Almenningur veit að skattalækkun og lækkun á al- mennu verölagi er eina raunhæfa kjarabótin. Stéttarfélögin hefðu fegin farið þá leið ef ríkisstjórnin hefði sýnt lit nógu snemma. Og mér er til efs að til nokkurra verkfalla hefði komið. En nú er of seirit í rass- inn gripið, stjórnin hefur misst til- trú mikils hluta almennings og get- ur því miður aðeins sjálfri sér um kennt“ Ég spyr: Hvernig má það vera, að forystumenn stjórnarflokkanna eru slegnir slíkri blindu á afleiðing- ar gerða sinna, að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki raddir stuðningsmanna sinna, sem blygðast sín fyrir framferði þeirra. • Ein skýringin er sú, að forystu- menn þessara flokka tilheyra sjálfir forréttindastéttinni og hafa fjar- lægzt fólkið í landinu svo mjög, að þeir þekkja kjör þess aðeins af af- spurn. • Önnur skýring er sú, að báðir eru þessir flokkar pólitisk verkfæri öflugra sérhagsmunahópa, sem verja hagsmuni sína í kerfinu með kjafti og klóm. Það er ekki einleikið að þetta er í annaö sinn á einum áratug, sem ríkisstjórnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mistekst ger- samlega stjórn efnahagsmála, vegna skilningsleysis á kjörum al- mennings og óbilgirni í samskipt- um við venjulegt fólk. Það spáir ekki góðu um framtíð lýðveldisins, ef stjórnmálaþróun verður áfram með þeim hætti, að annar hvor þessara flokka hljóti óhjákvæmi- lega að hafa forystu fyrir sam- steypustjórnum margra flokka. Ut úr þeim vítahring þurfum við að brjótast. Ég spyr: Hvaða samleið á maður SÉRSTÖK LÁI\I VEGIMA GREIÐSLUERRÐLEIKA Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að settur verði á stofn nýr lánaflokkur með það markmið, að veita húsbyggjendum og íbúðarkaupendum lán vegna greiðsluerfiðlelka. / / framhaldi afþvf er Húsnæðisstofnun ríkisins að láta útbúa sérstök umsóknareyðublöð, sem verða til afhendingar frá og með 19. febrúar 1985 f stofnuninni og í Byggingarþjónustunni, Hallveigarstíg I. Verða þau þá jafnframt póstlögð til lánastofnana og sveitarstjórnarskrifstofa til afhendingar þar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir J.júní 1985. Þeir einir eru iánshæfir sem fengið hafa lán úr Byggingarsjóði ríkisins á tfmabiiinu frá i.janúar 1980 tii31. desember i 984 til að byggjá eða kaupa fbúð í fyrsta sinn. Tfmamörkskulu miðuð við /ánveitingu en ekki hvenær lán er hafið. RÁÐGJAFAÞJÓN USTA Jafnhliða stofnun þessa lánaflokks hefur verið ákveðið, að setja á fót ráðgjafaþjónustu við þá húsbyggjendur og íbúðarkaupendur, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og mun hún hefja störf 19. febrúar næstkomandi." Símaþjónusta þessarar ráðgjafaþjónustu verður f sfma 28500 á miiii kl. 8.00 og i 0.00 f.h. alla virka daga. Að öðru leyti vfsast tii fréttatiikynningar Húsnæðis- stofnunarinnar, sem send hefur verið fjöimiðium. c§=>Húsnæðisstofntin ríkisins

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.