Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 16. febrúar 1985 Greiðslubyrði lána taki mið af versnandi lífskjörum Á síðustu árum hefur greiðslubyrði lántakenda orðið æ þyngri, með því að lánskjaravísitalan hefur óhindrað ætt upp á meðan launin hafa verið skért. Greiðslubyrðin er þyngri nú en hún var vorið 1983, þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Með sama áframhaldi og verið hefur stefnir í að á þessu ári þyngist greiðslubyrði um 17%. Vinsælt er að rifja upp að það hafi verið Alþýðuflokkurinn sem væri höfundur raunvaxtastefnunn- ar. Og mikið rétt — allir voru og eru væntanlega sammála því að sá sem Iánar eigi að fá tii baka raunvirði lánsins. Gallinn var bara sá að raun- vaxtastefnunni áttu að fylgja að- gerðir í kjölfarið sem tryggja áttu að greiðslubyrði færi aldrei yfir ákveðin mörk, að lán yrðu lengd og svo framvegis. Þetta var aldrei gert og síst af öllu hægt að koma þeirri synd yfir á Alþýðuflokkinn. Stað- reyndin er aftur á móti sú að núver- andi ríkisstjórn og sú stjórn er sat við völd á undan henni hafa siglt húsnæðismálunum í strand og gert húsnæðiskaupendur og byggjendur að algjöru vanskilafólki — það hef- ur ekki möguleika á því að standa undir þeint klyfjum sem kerfis- flokkarnir hafa komið á það. Á til- lögur þingmanna Alþýðuflokksins hefur undanfarin ár ekki verið hlustað. Verðtrygging og greiðslubyrði Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem flutt er af Jóhönnu Sigurðardóttur, Jóni Baldvin Hannibalssyni og Karvel Pálma- syni. Þetta frumvarp hefur mjög komið til umræðu á Alþingi og Jóhanna Sigurðardóttir. þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst yfir stuðningi við efni þess. Frumvarpinu fylgir ítarleg greinar- gerð sem vert er að skoða: „Markmið þessa frumvarps er að fyrirbyggja að versnandi lífskjör auki greiðslubyrði verðtryggðra lána langt umfram eðlilega greiðslugetu fólks, m. ö. o. að tillit sé tekið til þess við útreikning verð- tryggðra lána ef lífskjör fara versn- andi og verðmæti vinnulauna fylgja ekki verðgildi annarra verð- mæta í þjóðfélaginu. Hugmyndin er sú að fresta greiðslu á þeim hluta verðtrygging- ar sem er umfram almennar launa- hækkanir í landinu. Þetta verði gert með lengingu lánstímans þannig að hækkun árlegrar greiðslubyrði sé ekki meiri en sem nemur hækkun almennra launa á sama tímabili. Frumvarp þetta var flutt árið 1982 en náði þá ekki fram að ganga. Frumvarpið er nú lagt fram óbreytt, en tölum í greinargerð breytt til samræmis við þróun kaup- gjalds og lánskjaravísitölu, svo og greiðslubyrði lána fram til 1. janúar 1985 og hvernig ætla má að greiðslubyrði lána þróist fram til næstu áramóta. Verðtrygging lána Með lögum frá 10. apríl 1979, um stjórn efnahagsmála, voru gerðar gagngerðar breytingar á lánsfjár- markaði hér á landi. Ástæða þess- arar lagasetningar voru, eins og margir muna, verulegur lánsfjár- skortur vegna neikvæðra vaxta, rýnun sparifjár landsmanna, verð- bólgubrask og óarðbærar fjárfest- ingar í steinsteypu og fleira með vá- legum fyrirboðum fyrir þjóðarbúið ef fram héldi sem horfði um lengri tíma. Með tilkomu verðtryggingar- Frá því ríkisstjórnin tók við hefur lánskjaravísi- talan hækkaö 28% meir en kaupmáttur launa. ákvæða þeirra laga voru fyrirsjáan- legir ýmsir aðlögunarerfiðleikar fyrir almenning á lánsfjármarkaði, þ. á m. gerbreyttur hugsunarháttur gagnvartskuldasöfnun. Þetta þýddi það að ekki var lengur hægt að treysta á hjálp verðbólgunnar til að eyða skuldunum. Þrátt fyrir þetta dró lítið úr eftir- spurn eftir lánsfé, nema þá helst fyrst í stað. Skýringin á þessu var m. a. sú að í kjölfar verðtryggingar- ákvæðanna jókst verulega framboð á lánsfé og lánastofnanir kynntu verðtryggðu lánin með lægri af- borgunarkjörum og vaxtagreiðslu fyrstu árin heldur en gilti um gömlu lánin. Samkvæmt tögunum átti sam- hliða verðtryggingu almennt að lengja lánstímann til að mæta greiðslubyrði sem leiddi af verð- tryggingunni. Þetta ákvæði hafa stjórnvöld að verulegu leyti heykst á að framkvæma þótt einstakir Iífeyr- issjóðir hafi lengt lánstímann eitt- hvað. í því óðaverðbólguástandi, sem ríkt hefur hér um árabil, hefur það sýnt sig að ógerningur er að gera langtímaáætlanir um fjárskuld- bindingar. Sá sem tekur verðtryggt lán til langs tíma veit í raun mjög lít- ið um hvaða skuldbindingar hann er að leggja á sínar herðar, nema honum séu tryggð jafnverðmæt Iaun á Iánstímanum því að þá verð- ur lánið ávallt sama hlutfall af árs- tekjum hans. Versnandi lífskjör Á sama hátt og það er sjálfsagt réttlætismál að menn endurgreiði jafnmikil verðmæti og þeir fá að Tengd vero- tryggingu Há og örugg ávöxtun. Kjörbókin gefur 35% ársvexti strax frá innleggsdegi. Verðtrygging. Til að tryggja öryggi Kjörbókarinnar er ávöxtun hennar borin saman við ávöxtun 6 mánaða vísitölutryggðra reikninga í árslok. Ef vísitölutryggðu reikningarnir ávaxta bet- ur fær Kjörbókareigandi verðtryggingar- uppbót að viðbættum gildandi ársvöxtum 6 mánaða vísitölutryggðra reikninga. LANDSBANKINN Grxddur cr geymdur cyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.