Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. febrúar 1985 3 Höfnin í Rotterdam í Hollandi er sannkallaður miðpunktur flutninga í heiminum. Um hana fer meiri varningur en nokkra aðra höfn í veröldinni - þar mætast skip frá öllum heimshornum og þaðan liggja landvegir um alla Evrópu. Rotterdam hefur lengi verið mikilvægur viðkomustaður Eimskips og þar með íslenskra inn- og útflytjenda. Vikuleg áætlun þangað með ekjuskipunum Álafossi og Eyrarfossi, og beinar siglingar á tíu daga fresti með 3 gámaskipum á leiðinni Reykjavík- Rotterdam - New York - Reykjavík tryggir tíðan og öruggan flutning. Með öflugri skrifstofu í Rotterdam og þrautþjálfuðu starfsliði þar aukum við enn þjónustu okkar við viðskiptavini. Heimilisfang Rotterdamskrifstofunnar er: EIMSKIP - ROTTERDAM Albert Plesmanweg 151 3088 GC Rotterdam Sími: 9031 10 282933 Telex: 62122 EIMSK NL Símskeyti: EIMSKIP P.O. Box 54034 3008 JA Rotterdam Flutningur er okkar f ag EIMSKIP Sími 27100 * Hagsmunaöflin í palesanderhöllunum: Sjóða- kerfið Sala á ríkisfyrirtækjuin var vin- sælt umræðuefni stjórnarsinna hér fyrr á mánuðum, þó minna hafi verið um framkvæmdir en hugsað var. „Helst allt má auglýsa (il sölu,“ sagði Albert fjármála- ráðherra, en þá fylgdi reyndar að „þegar fyrirtæki gengur vel á rík- ið ekki að halda áfram að vera eig- andi“. Sumarið 1983 spurði Alþýðu- blaðið Albert um þessa þjóðnýt- ingu tapsins og á hvern hátt hann vildi gera veg einkarekstursins meiri. Hann var spurður: „Getur þú hugsað þér á móti að stuðla að því að ríkisforsjá sem atvinnurek- endur stóla svo mjög á minnki, t. d. með breytingum á sjálfvirkum úthlutunum á áhættufé og styrkj- um af almannafé í gegnum sjóða- kerfið?“ Svar Alberts var: „Það er svo sannarlega þörf á breyttum hugs- unarhætti hvað þetta varðar og það þarf að athuga sjóðakerfið vandlega. Það er nú ekki komið að þessu ennþá hjá mér, en hugsanahátturinn verður þó að breytast, bæði hjá þeim sem þrýsta á um þetta og hjá ríkisvald- inu sjálfu" Og það er greinilega enn ekki konrið að þessu hjá fjármálaráð- herra, þvert á móti hefur aldrei öðrum eins upphæðum af al- mannafé verið dælt í ríkisforsjár- kerfi fyrirtækjanna og atvinnu- rekendur aldrei á lýðveldistíman- um þurft að greiða jafn lágt hlut- fall tekna í laun. Hvenær kemur að sjóðakerfinu Albert? varð ei brúað ins yrði lögð niður, fjárfestinga- lánasjóðir sameinaðir og komið upp nýju stýrikerfi í fjárfestingum. 5. Alþýðuflokkurinn vildi í stað Byggðasjóðs að fé til að styrkja byggðina yrði framvegis veitt á fjár- lögum og málaflokkurinn falinn félagsmálaráðherra. 6. Þessu til viðbótar lagði Al- þýðuflokkurinn fram tillögur í unt það bil 30 liðum sem í heild sinni kváðu á um gagngera kerfisbreyt- ingu í stjórnsýslu og hagstjórn og nýja atvinnustefnu í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. A*að réð sem sé úrslitum að Al- þýðuflokkurinn vildi uppstokkun á kerfinu, raunhæfar aðgerðir í at- vinnumálum, draga úr kjaraskerð- ingunni og virða helgustu réttindi launþegahreyfingarinnar. Þetta gátu núverandi stjórnarflokkar ekki fallist á. Þess í stað skelltu þeir sér saman í hatrammar aðgerðir gegn launafólki, um leið og þeir treystu í sessi það kerfisbákn sem þeir í sameiningu hafa átt drýgstan þátt í að mynda. Hagsmunaöfl milliliðanna og atvinnurekendanna gengu saman í eina sæng í innileg- um faðmlögum, lokuðu sig af í palesanderhöllum Stigahlíðarþjóð- arinnar. Með skrifstofu Eimskips í Rotterdam verður... HOFNHEIMS dálítíð íslensk! Ungir jafnaðarmann Félag ungra jafnaðarmanna i Reykjavík efnir á þessu laugar- dagskveldi til skemmtikvölds að Hverfisgötu 106a. Það verð- ur. Skemmtikvöld í lagi! Allir ungir jafnaðarmenn og allar ungar jafnaðarkonur eru hvött til að mæta á staöinn kl. 20.30 og þiggja: Léttar veitingar! Gegn vægu verði auðvitaö, en þess fyrir utan eru þátttakend- ur hvattirtil að mæta með eigin orkuuppsprettur og taka þátt í líflegum umræðum undir: Dynjandi Músík! Látið þetta einstaka tækifæri ekki fara framhjá ykkur. For- maður félagsins — hinn eitilhressi Siguröur Guðmundsson — mun að vanda láta sitthvað fjúka: Hin óopinbera skemmtinefnd. Það bil Stjórnarflokkarnir finna æ meir fyrir hraðminnkandi siuðningi kjósenda, ríkisstjórnin er komin í minnihluta meðal þjóðarinnar og meirihlutinn vill kosningar. Stjórn- arflokkarnir eru skithræddir og sjá nú koma í ljós það sem alltaf lá fyr- ir: Að samstjórn íhaldsaflanna í þessum flokkum gæti aldrei náð samstöðu um sanngjörn úrræði og að hún myndi ávinna sér æ auknar óvinsældir meðal kjósenda, að minnsta kosti úr röðum launafólks. A sínum tíma fóru fram stjórnar- myndunarviðræður og áður en nú- verandi stjórn var mynduð var mik- ið reynt að fá Alþýðuflokkinn með. Rétt er að rifja upp helstu ástæð- urnar fyrir því hvers vegna Alþýðu- flokkurinn kaus að fara ekki í stjórn með þessum flokkum. 1. Alþýðuflokkurinn var reiðu- búinn til að fallast á afnám vísitöl- unnar, en þá og því aðeins að hið sama væri Iátið gilda um aðra sjálf- virkni, t. d. við ákvörðun fiskverðs og verðlagningu Iandbúnaðarvara. Og nú hefur komið í ljós að síðustu árin hefur lánskjaravísitalan hækk- að helmingi meir en kaupmáttur- inn. 2. Alþýðuflokkurinn var ófáan- legur með öllu að fallast á afnám frjálsra kjarasamninga með lögum og gat með engu móti fallist á að kjaraskerðingin yrði svo mikil sem raun varð á. 3. Alþýðuflokkurinn féllst ekki á að unnt væri að leysa skulda- og vanskilavanda verst reknu fyrir- tækjanna í sjávarútvegi með geng- isfellingu einni saman. Alþýðu- flokkurinn vildi raunhæfar tilraun- ir, samninga um tímabundna rekstrarstöðvun verst stöddu skip- anna og eigendaskipti, auk þess sem leitað yrði verkefna fyrir ís- lensk skip erlendis. Þetta gátu ihaldsflokkarnir ekki fallist á. 4. Alþýðuflokkurinn krafðist þess að Framkvæmdastofnun ríkis-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.