Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. febrúar 1985 13 láni, ásamt sanngjarnri þóknun, þá er líka sanngirniskrafa að þjóð- félagið stuðli að því að slíkt sé mögulegt, þ. e. a. s. að lifskjörin haldist jafngóð eða betri út láns- tímabilið eins og þegar lánið er tek- ið. Ef lífskjör fari versnandi í þjóð- félaginu unr lengri eða skemmri tíma, þá er sanngjarnt að skulda- byrði almennings sé dreift á lengri tímabil fremur en hætta á greiðslu- þrot fólks með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir margar fjölskyld- ur í landinu. Almennt hafa launþegar ekki önnur úrræði til að standa undir fjárskuldbindingum sínum en varð- mæti vinnu sinnar. Ef verðmæti vinnunnar minnkar í hlutfalli við önnur verðmæti, t. d. verðgildi pen- inga, fasteigna eða vöruverðs, þá minnkar kaupgeta og greiðslugeta almennra launþega með þeim af- leiðingum að meiri vinnu þarf að leggja fram til að standa undir greiðslubyrði húsnæðislána, lífeyr- issjóðslána og bankalán, samfara öðru brauðstriti. Það er alveg ljóst að almennt hef- ur fólk ekki gert sér nægilega góða grein fyrir áhrifum verðtryggingar- fjárskuldbindinga. Margir hafa því teflt á tæpasta vað með fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Þá er að koma í ljós í ýmsum atvinnurekstri að margir hafa reist sér hurðarás um öxl í fjárfestingu og lánum. Nægir þar að benda á útgerðina, en ekki er óalgengt að skuldabyrði sé létt af útgerðarfyrirtækjum með lengingu lána, — og þeim reyndar sumum á niðurgreiddum kjörum. Sama gild- ir um heimilin í landinu, þau standa ekki undir skuldabyrði'sinni fremur en atvinnufyrirtækin við iangvar- andi kjararýrnun. Misvægi lánskjara og launa í fyrnefndum lögum eru talin upp nokkur skilyrði verðtrygging- ar, en að öðru leyti er Seðlabankan- um falið að ákveða lánskjör verð- tryggðra lána, þar nreð talið að ákveða vísitölu eða vísitölur þær sem nota skal til viðmiðunar. Gerð var ný vísitala, lánskjaravísitala, sem samsett er úr tveim eldri vísitöl- um, vísitölu franrfærslukostnaðar að 2/r hlutum og vísitölu byggingar- kostnaðar að Vi hluta. En jafn- framt heimilar Seðlabankinn notk- un byggingarvísitölu sem grundvöll verðtryggingar. Fram til ársins 1982 virðast lánskjaravísitala og bygg- ingarvísitala hafa verið notaðar jöfnum höndum af lánastofnun- um. En eftir mitt ár 1982 er algeng- asta vísitöluviðmiðunin lánskjara- vísitala. Ljóst er að laun hafa á undan- förnum árum hækkað verulega minna en Iánskjara- og byggingar- vísitölur. Ef sérstaklega er skoðað það tímabil, sem liðið er frá út- reikningi lánskjaravísitölu, þ. e. a. s. frá 1. júní 1979 til 1. janúar 1985, kemur i ljós að byggingarvísitala hefur hækkað urn 820%, lánskjara- vísitala um 906%, en kauptaxtar verkamanna, verkakvenna, iðnað armanna, verslunarmanna, land- verkafólks og opinberra starfs- manna hafa hækkað um 606%. LAUGAVEG1178 SIMI81919 Dæmi um ung hjón Flestir einstaklingar ráðast i meiri háttar fjárskuldbindingar við öflun eigin húsnæðis. Því er fróð- legt að skoða dæmi um ung hjón sem keyptu sér tveggja herbergja íbúð l. júní 1979. íbúðarverðið var 180 þús. kr. og sjálf áttu þau þriðj- ung kaupverðs, þ. e. 60 þús. kr., sem jafngilti þá rúmlega 2/2 árslaunum samkv. 8 launaflokki Verkamanna- sambands íslands, en mánaðarlaun voru þá 1955 kr. samkvænrt þessum launaflokki. Afganginn, 120 þús. kr., urðu þau að taka að láni. Gert er ráð fyrir að þessi lán séu verð- tryggð með lánskjaravisitölu til 20 ára og beri breytilega vexti sam- kvæmt ákvörðun Seðlabanka. Niðurstaðan í þessu dæmi er eft- irfarandi: 1. júní 1979 er 120 þús. kr. lánið jafngilt 61,38 mánaöarlaunuin samkv. 8 launaflokki Verkamanna- sambands íslands eða 3,06 mánað- arlaunum á ári. Með vöxtum er þetta 4,3 mánaðarlaun fyrsta árið. Á gjalddaga 1984 skulda þau enn þá 796. 500 kr. eftir greiðslu, sem eru uppfærðar eftirstöðvar lánsins ineð lánskjaravísitölu og er það ígildi 63,6 mánaðarlauna. Af þessu má sjá að ungu hjónin skulda á 5. gjalddaga, eða 5 árum eftir töku lánsins, meira að raungildi en þegar lánið er tekið. Greiðslubyrði árið 1984 samsvarar 6,6 mánaðarlaun- um og ef gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram á þessu ári mun greiðslbyrði þeirra á árinu 1985 samsvara 8,6 mánaðarlaunum.“ PÓST- OG SfMAMÁLASTOFNUNIN Nemar óskast í línumannsnám í Póst- og símaskólanum Þessi námsbraut erætluð þeim erstarfavið síma- lagnir og uppsetningu á simakerfum og við við- hald og viðgerðir á sfmatækjum o. fl. Námið tekur 15 mánuði, bæði bóklegt nám og verkleg starfspjálfun. Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskóla- prófi eða hliðstæðu prófi. Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, sakavott- orði og prófskírteinum eða staðfestu afrit af þvf, skulu berast skólanum fyrir 1. mars 1985. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum í símum 91-26000/385/286. Umsóknareyðublöð liggjaframmi hjádyravörðum Landssímahúss við Austurvöll, Múlastöðvar við Suðurlandsbraut og á póst- og sfmstöðvum um allt land. Reykjavík, 13. febrúar 1985. Póst- og simamálastofnunin. Oryggislykill sparifjár- eigenda VíRZUJNflRBflNKINN -vúmwi með fiér ! Þegar bílar mætast er ekki nóg að annar viki vel út á vegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur verður að gera slíkt hið sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.