Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. febrúar 1985 5 kostnað útflutningsatvinnuvega og húsbyggjenda að drápsklyfjum. Innanlands er kostnaðinum velt út í verðlagið, án þess að sparifjár- myndun liafi aukizt. Skuldafjötrar — ránvextir — hengingaról: Á það að vera líflínan? 3. Tvær þjóðir Þessi pólitík stjórnarflokkanna hefur afhjúpað alvarlega bresti í undirstöðum íslenzks samfélags. Gliðnunin, sem byrjaði á vitlausa áratugnum, er að verða að óbrúan- legri gjá. Nú er svo komið, að land- ið byggir tvær þjóðir. Við höfum tvö hagkerfi: Opin- bert hagkerfi (sem gefur okkur rangar upplýsingar um lífskjör og afkomu fólks og fyrirtækja). Og „neðanjarðarhagkerfi (þar sem tekjur eru faldar og lúxuslífsstíll af- hjúpar tilbúnar tölur hins opinbera hagkerfis og raunveruleg lífskjör). Það er aðeins hluti þjóðarinnar, sem ber byrðarnar, fyrir alla. Því að til er önnur þjóð í þessu landi: Hún hefur engar fórnir fært. Hún skammtar sér sjálf lífskjör. Hún greiðir ekki sinn hlut í sameiginlega sjóði landsmanna. Hún lifir um efni fram. Og hún styður hæstvirta ríkisstjórn. Það er þessi þjóð sem er að byggja í Stigahlíðinni. Þessar tvær þjóðir eru nú í þann veginn að segja sig úr lögunt hvor við aðra. Skrifað stendur: Hús mitt á að vera bænahús en þér hafið gjört það að ræningjabæli. Nú spyr ég ykkur, þúsundirnar sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í seinustu kosningum: Vissuð þið hvað þið vilduð? Sáuð þið fyrir, hvað þið hrepptuð? Er þetta það sem þið vilduð? Hver eru svörin? Einn kjósandi Sjálfstæðisflokksins í seinustu kosningum hefur gert hreint fyrir sínum dyrum. Svar hans er svo hljóðandi: „Staðreyndin er sú að fólki er nóg boðið, því er misboðið og því er of- boðið“. 4. Hvað vill Alþýðu- flokkurinn? Pólitík er að vilja. Ég er málsvari Alþýðuflokksins — flokks ís- lenzkra jafnaðarmanna. Hvað vilj- um við? Hvernig viljum við breyta þessu þjóðfélagi? 1. Við viljum brjóta á bak aftur spillt fyrirgreiðslu og skömmt- unarkerfi kerfisflokka og hags- munasamtaka i lánasjóðum og bankakerfi. í staðinn viljunt við leysa úr læðingi áræði, hugvit og atorku nýrrar kynslóðar og brjóta okkur braut í nýjum framtíðargreinum atvinnulífs- ins. 2. Við viljum afnema „velferðar- kerfi fyrirtækjanna“. Við erum tilbúnir að draga úr rikisrekstri, þar sem hagkvæmnisrök sanna, að sá rekstur væri betur kominn í höndum annarra. Við viljum enga „bakdyraþjóðnýtingu tapsins“. 3. Einmitt vegna þess að jafnaðar- menn voru og eru baráttumenn fyrir þeim afskiptum ríkisvalds- ins, sem stuðla að tekjujöfnun og félagslegu öryggi (almanna- tryggingar, heilsugæsla, skóla- kerfi o. fl.) viljum við forðast það, að atvinnulífið lendi á framfæri skattgreiðenda. Það á þvert á móti að skila þeint verð- mætum, sem samfélagið óskar að verja ti! nauðsynlegrar sam- eiginlegrar þjónustu. 4. Þegar fullyrt er, að atvinnulífið geti ekki greitt laun, sem nægja til framfærslu fjölskyldu, er okkar svar: Þá ber að breyta því. Hvernig? Með því að færa fjárntuni frá þeim sem hafa makað krókinn, til hinna sem fært hafa fórnirnar,frá milliliðunum til framleiðslugrein- anna. Við viljum ekki líða það, að allsnægtir og örbirgð þrífist hlið við hið i okkar litla samfélagi. Enda munu þá dagar íslenska lýðveldisins brátt taldir. 5. Fimm vegvísar. Hvernig verður þetta gert: 1. Við viljum afnema tekjuskatt á launatekjur allt að 35 þús. á mán. Fyrir því höfum við barist á hverju þingi í áratug. Nú vildu allir þá Lilju kveðið hafa. 2. Við eru reiðubúin að mæta tekjumissi ríkisins af þessum sökum með niðurskurði ríkisút- gjalda og sölu ríkisfyrirtækja, þar sem það styðst við hag- kvæmnisrök. 3. Við erum eini flokkurinn á Al- þingi sem sl. tvö ár hefur haldið uppi látlausri umræðu um skatt- svikin, og aðgerðir gegn þeim. Tillögur okkar í þeim efnum liggja fyrir. Fleiri eru í smíðum. Ég vil nefna tvö dæmi: 4. Við viljum afnema undanþágur frá söluskatti að stærstum hluta, við viljum taka söluskatt af inn- flutningi í tolli. í svari við fyrir- spurn minni á Alþingi sl. þriðju- dag upplýsti fjármálaráðherra, að nettótekjuauki af þessum að- gerðum gæti numið 8 milljörð- um króna. Það þýddi tvöföldun á tekjum ríkissjóðs af söluskatti. Því til viðbótar má nefna 2—4 milljarða vegna stórhertrar inn- heimtu. Það er meira en helm- ingur áætlaðra heildartekna ríkissjóðs 1985. Við þetta vinnst þrennt: (1) Ríkissjóður fær auknartekj- ur. Seðlaprentun og lántök- ur erlendis verða stöðvaðar. (2) Unnt er að verja hluta af þessum fjármunum til að lækka söluskatt verulega og þar með vöruverð sem þjóð- in á heimtingu á. (3) Hækkun matvæla, sem nú eru undanþegin söluskatti, má mæta með því að endur- greiða barnafjölskyldum ríflegar fjölskyldubætur. 5. Á næstunni munum við Alþýðu- fiokksmenn leggja fram tillögu um nýjan stighækkandi eigna- skatt til 2ja ára. Hverjir eiga að greiða hann? Þau fyrirtæki og þeir stóreignamenn, sem á verð- bólguáratugnum fengu stóreign- ir í meðgjöf frá almenningi, í skjóli verðbólgu, neikvæðra vaxta og hripleks skattakerfis. Tekjunum á að verja til þess að gera stórátak í húsnæðismálum unga fólksins, sem nú hefur ver- ið úthýst eða sætir afarkostum á leigumarkaðinum. ÞETTA VÆRU KJARABÆTUR í ÓSVIKINNI MYNT, ÁN VERÐ- BÓLGU. ÞETTA VÆRU UM- BÆTUR í RÉTTLÆTISÁTT. Stefnu Alþýðuflokksins má draga saman í þessar niðurstöður: að létta skattbyrði launafólks, að uppræta skattsvik forréttinda- hópa, að tryggja lækkun verðlags, að léttaskuldabyrði húsbyggjenda, að lækka vexti og fjármagnskostn- að atvinnulífs og einstaklinga, að auka jöfnuð og réttlæti í þjóð- félaginu. Fleiri róttækar umbætur á skattakerfinu eru aðkallandi. T. d.: að lækka jaðarskatta, þar sem ein fyrirvinna aflar fjölskyldu- tekna, að herða skattlagningu banka, lánastofnana, tryggingarfélaga o. n„ að stöðva útþenslu og bruðl Seðla- bankans með því að gera árleg- an hagnað bankans upptækan í ríkissjóð, að endurskoða ákvæði um skatt- frelsi vaxtatekna af stóreignum, að færa tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga, um leið og sveit- arfélög verði stækkuð og fram- kvæmdageta þeirra eOd. Allar þessar umbætur stefna að meiri valddreifingu og virkara lýð- ræði. 6. Jafnrétti og bræðralag Hver er munurinn á stefnu okkar Framhald á næstu síðu VILTU SPARA 100 til 200 þúsund krónur? Vegna hagstæðra innkaupa okkar, þá er MAZDA 626 GLX miklu ódýrari en sambærilegir bílar í sama gæðaflokki. Eftirfarandi búnaður fylgir MAZDA 626 GLX: Framdrif • 2000cc vél 102 hö DIN • Sjálfskipting • Vökvastýri • Veltistýri • Aflhemlar • Rafknúnar rúður á öllum hurðum • Rafknúnar hurðarlæsingar • Snúningshraðamælir • Ferðamælir • Aðvörunartölva • Viðvörun vegna hurða, Ijósa og ræsislykils • Tölvuklukka • Stillanleg mælaborðslýsing • Bólstrað stýrishjól • Lýsing í vindlakveikjara og öskubakka • Lýsing í hurðarskrá og ræsi • Læst hanskahólf með Ijósi • Inniljós með leslömpum • Hanskahólf við ökumannssæti • Spegill í sólskyggni hægra megin • Handgrip ofan við hurðir • Barnaöryggislæsingar á afturhurðum • Ökumannssæti stillanlegt á 10 vegu • Niðurfellanlegt aftursætisbak 40/60% • Niðurfellanlegur armpúði í aftursæti • Öflug 4 hraða miðstöð • Hitablástur aftur í • Vandað slitsterkt plussáklæði á sætum • Geymslu- vasar á framsætisbökum • Baksýnisspegill með næturstillingu • Útispeglar stillanlegir innan frá beggja vegna • Lokuð geymsluhólf í framhurðum • Öryggisgler í framrúðu • Lit- að gler í rúðum • Rafmagnshituð afturrúða • Ljós í farangursgeymslu • Pakkabönd í far- angursgeymslu • Halogen aðalljós • Rúðuþurrkur með 5 sek. rofa • Rúðusprauta og þurrka á afturrúðu (Hatchback) • Sportrendur á hliðum • Farangursgeymsla opnuð innan frá • Bensínlok opnað innan frá • Þokuljós að aftan • Hjólbarðar 185/70 HR 14 • Heilir hjólkoppar • Aurhlífar við fram- og afturhjól • WAXOYL ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð. Opið laugardaga frá kl. 10—4 MEST FYRIR PENINGANA BILABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.