Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 16. febrúar 1985 Skattsvikin:___________ Svona skaltu fara að, Albert Auglýsingaherferð fyrir milljónir virðisl helsta úrræði ríkisstjórnar- innar til að stemma stigu við skatt- svikum. Fyrirhuguð fjölgun skatt- eftirlitsmanna og rannsóknar- manna virðisl ætla að renna í sand- inn þar eð enginn fæst til að sinna þessum störfum fyrir þau laun sem rikið býður upp á. Fyrir rúmu ári voru á Alþingi samþykktar tvær tillögur Alþýðu- flokksins um úrbætur í skattamál- um, er nánar tiltekið lutu að rann- sókn á umfangi skattsvika og að- gerðir gegn skattsvikum. Málin voru sett í nefnd sem vart hefur komið saman enn. Áhuginn er svo mikill. Á blaðamannafundi í sjón- varpinu nýlega auglýsti Albert eftir því hvar skattsvik vreru að finna og hvernig ætti að ná þessum sviknu aurum inn. Af þessu tilefni er rétt að minna á, að auk þeirra tillagna sem ráð- herra hefur af veikum mætti reynt •að taka til sín frá Alþýðuflokknum, þá sendu þingmenn Alþýðuflokks- ins fjármálaráðherra bréf í mars I984 þar sem honum var leiðbeint vinsamlegast um hvernig hann gæti hagað mögulegum úrbótum í skattamálum. Rétt er hér og nú að rifja þetta bréf upp, el'Albert skyldi vera búinn að týna því: Hr. Albert Guðinundsson, fjár- málaráöherra Fjármálaráðuneytinu Arnarhvoli Reykjavík. Hér fylgja til áréttingar samtali okkar í dag tillögur frá þingflokki Alþýðuflokksins um hvernig bregð- ast skuli við skattsvikum hér á landi. Að stofni til eru þessar tillög- ur byggðar á tveimur þingsályktun- artillögum þingmanna Alþýöu- flokksins sem nú eru í meðförum Alþingis og er það von þingflokks- ins að þú, herra fjármálaráðherra, stuðlir að því að þessar tillögur fáist samþykktar þannig að vinna megi gegn skattsvikum sem við teljum hiklaust einhverju mestu meinsemd þjóðlífsins um þessar mundir. 1. Byrjað verði á því að gera sér grein fyrir umfangi skattsvika hér á landi miðað við upplýsing- ar um þjóðartekjur sem fyrir liggja í þjóðhagsreikningum og öðrum opinberum gögnum annars vegar og upplýsingar um framtaldar tekjur í skattframtöl- um hins vegar. 2. Jafnframt þessu verði reynt að gera sér grein fyrir í hvaða at- vinnugreinum líklegt sé að skatt- svik séu algengust. 3. Söluskattur er ein helsta tekju- lind ríkisins. Það orð leikur á að hann skili sér illa. Nauðs'ynlegt er að gera sér grein fyrir umfangi söluskattssvika og Ieita aðgerða til úrbóta. Endurskoða verður allt fyrirkomulag söluskattskerf- isins og kanna sérstaklega hvort ekki sé rétt að fækka undanþág- um frá greiðslu söluskatts og lækka þar með skattprósentuna. Við teljum fullvíst að stórhert eftirlit með innheimtu söluskatts geti skilað mjög auknum tekjum til ríkisins. 4. Við teljum nauðsynlegt að stofna sérdeild við sakadóm Reykjavíkur eða sérdómstól sem hefði það afmarkaða megin- verkefni að fjalla tnn skattsvik, bókhaldsbrot og annað þvi skylt. 5. Einnig er nauðsynlegt að endur- skoða refsilöggjöf og refsi- ákvæði einstakra laga svo sem skatta- og bókhaldslaga til aö sarriræma þau og beita í stór- auknum mæli sektarákvæðum og hækkuðum sektum fyrir af- mörkuð afbrot í stað tímafrekra rannsókna á flóknum og um- fangsmiklum afbrotum. 6. Einnig þarf að gera breytingar Fasteignaviðskipti hafa mjög verið til umfjöllunar síöustu vik- urnar. Helgarpósturinn hefur vakið athygli á því að ekki nær því allar fasteignasölur uppfylla þau skil- yrði, sem þeim eru sett í lögum. Óþarfi er að geta þess, að mjög mikilvægt er að vel sé um alla hnúta búið, þegar fasteignaviðskipti eru annars vegar. Þar fara stórar fjárhæðir á milli aðila. Fólk er raunverulega að höndla með lífsaf- komu sína; fjármagn sem samsvar- ar tekjum margra ára hjá fjölskyld- um launafólks. Milljónir króna eru i dæminu. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa oftar en einu sinni vakið athygli á nauðsyn þess að löggjafinn tæki þessi mál fastari tökuni en veriö hefur og lög og reglugerðir um fast- eignavióskipti yrðu afdráttarlaus- ari en verið hefur; valdamenn verið værukærir og lítið viljað snerta á málinu þrátt fyrir mikilvægi þess. Alþýðublaðinu hefur borist bréf frá íbúöarkaupanda, þar sem hann segir sínar farir ekki sléttar. Al- þýöublaðið leggur ekkert mat á réttmæti þeirra ásakana, sem fram eru bornar í bréfinu, enda hér að- eins önnur hlið málanna kynnt. Á hinn bóginn er í þessu bréfi drepið á nokkur atriði, sem einmitt hafa áður vakið deilur og skapað leið- indi. Með ítarlegri og markvissari reglugerðum og ströngu aðhaldi væri unnt að koma í veg fyrir leið- indamál á borð við það, sem rakið er í bréfinu hér á eftir. En hið umrædda bréf fer hér á eftir. Einn af þessum svokölluðu „lög- legu“ fasteignasölum (samanber Helgarpóstinn 7/2 ’85) auglýsti í byrjun janúar ca. 114 fm íbúð með stórum bílskúr (ca. 30 fm að sögn fasteignasalans), verð 2,8 milljónir. Ég bauð í eignina og fékk hana fyrir 2,7 milljónir, eftir að hafa selt mína íbúð á sambærilegu verði miðað við fermetrafjölda — hélt ég. Var hér um skólabókadæmi fasteignasal- ans að ræða, 70% útborgun á ári og síðan restin á fjórum árum með 20% vöxtum. Hefð virðist vera hjá fasteignasölum að reikna bílskúra á 300 þúsundir þannig, að 114 fm íbúð kostaði mig 2,4 milljónir eða rétt rúmar 21 þúsund á fermetra, sem má kallast sanngjarnt miðað við opinberar tölur Fasteignamats ríkisins á verðgildi fermetra á frjáls- um markaði. Ég seldi mína íbúð á 20,5 þús- undir hvern fermetra. Enn sem komið er virðist allt með felldu. Ég vaknaði upp við vondan draum þegar ég sá álagningarseðil Gjaldheimtunnar fyrir fasteigna- gjöldum á nýju íbúðinni minni. Þar sem miða að því að tryggja gleggri og áreiðanlegri fylgiskjöl með skýrum upplýsingum fyrir skattrannsóknarmenn þar sem fram komi nákvæmari sundur- liðun reikninga en nú er og að skuldbinda alla aðila til að taka í notkun tölusett eyðublöð og reikningsform útgefin eða viður- kennd af opinberum aðilum. 7. Breyta þarf lögum um tekjuskatt og eignarskatt og framtalsregl- um til að tryggja áreiðanlegri og traustari upplýsingar um fyrir- tæki og einstaklinga í atvinnu- rekstri. I því sambandi leggjum við þunga áherslu á að endur- skoða þarf sérstaklega í þessu sambandi frádrátt vegna tekna af atvinnurekstri, þ. á m. risnu- kostnað, bifreiðafríðindi, launa- mat, afskriftir og fleira. 8. Taka þarf upp aukna hagræð- ingu og tölvuvæðingu við upp- lýsingaöflun við úrvinnslu skatt- framtala og fylgiskjala. 9. Veita verður aukið fjármagn til skattaathugana, einkum til skattrannsóknadeildar ríkis- er íbúðin skráð sem 95,2 fm og bíl- skúrinn 22,5 fm! Fermetraverðið á íbúðinni er í einu vetfangi komið úr 21 þús. í 25 þúsund, að ég minnist ekki á bílskúrinn, sem skiptir mig minna máli. Ég hef sem sagt verið plataður um 400 þúsund krónur. Næsta skref var að kynna sér málið betur. Ég fékk teikningar af húsinu (ljósrit fékkst strax fyrir 20 krónur) og bað lögfræðing að reikna út fermetrana fyrir mig, því að ég var farinn að óttast að fleiri tegundir af fermetrum væru til. Ég bað hann að draga ekki af. Á meðan lögfræðingurinn reikn- aði fékk ég upplýsingar hjá Fast- eignamati ríkisins um hvers konar fermetrar þetta væru hjá þeim og um leið hvað væri að marka statis- tik þeirra eða tölur um flatarmáls- verð íbúða. Þeirra flatarmál er nefnt „innanmál“ og könnuðust þeir ekki við neina skilgreiningu á „nettó" eða „brúttó“ flatarmáli. Innanmál er mælt út í miðjan vegg hjá samliggjandi íbúð og svo út fyr- ir útveggi. Þessa mælingu skildi ég. Þetta er ytri rammi þess svæðis sem búið er í = íbúð. Fasteignamat ríkis- ins hefur prentaða bæklinga um hvernig reikna megi þetta út og ef um vafaatriði er að ræða, þá stend- ur sérfræðingur til boða hjá Bygg- ingafulltrúanum í Reykjavík. Lögfræðingurinn, sem auk þess hefur ástundað fasteignasölu um áratuga bil gat blásið íbúðina út í 105 fm með því að taka utanmál alls grunnflatar, þ. e. með sameiginleg- um stigagangi og tjáði mér um leið að þetta væru hinir venjulegu „brúttó” fasteignasalafermetrar. Enn vantaði 9 fm og eru það tæp 10% af íbúðinni eða um 200 þús- und krónur. Bílskúrinn varð lítið stærri. Nú hef ég samband við fasteigna- salann, sem seldi mér og krafðist afsláttar, sem nemur 9 fermetrum, muninum á íbúðinni sem hann seldi mér og þeirri sem ég fékk. Fast- eignasalinn sagðist ætíð fara eftir því sem eigendur söluíbúðanna tjá sér um fermetrastærð, þess vegna auglýsti hann alltaf með circa (ca. 114 fm — sic!) til að fría sig allri ábyrgð, en auk þess benti hann mér á að ef ég reiknaði svalirnar utan á húsinu með og eins geymsluna í kjallaranum og svo hlutdeild mína í þvottahúsi væru þessir 114 fm komnir. Það getur verið að hann láti gott heita að búa úti á svölum, í stigagangi, í kjallarageymslu, að ekki sé minnst á part úr þvottahúsi, en ég hef hingað til haft aðrar hug- myndir um íbúðir. Mér finnst þetta siðlaust og lögfróðir menn telja þetta svik. Þegar ég fer í verslun og kaupi skattstjóraembættisins, til að ráða sérhæfðan mannafia þann- ig að taka megi til ítarlegrar rannsóknar a. m. k. 10—20% af skattaframtölum fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri á hverju ári. Við teljum eðlilegt að skattsektafé ríkisskattanefndar standi straum af rekstri skatt- rannsóknadeildar að einhverju eða öllu leyti. 11. Margir hafa fyrir augunum dæmi um einstaklinga sem ber- ast stóriega mikið á en greiða jafnframt litla skatta. Þetta þekkja allir. Skattrannsókna- deild þarf að geta rannsakað slik tilvik jafnvel eftir ábendingum frá almenningi. 11. Við þurfum að kynna okkur ítarlega og taka upp þær skatta- eftirlitsreglur sem best hafa gef- ist í grannlöndum okkar. F. h. þingflokks Alþýðuflokksins, Eiður Guðnason formaður. Jóhanna Sigurðardóttir varafor- maður. Karvel Pálmason ritari. vöru, sem seld er á röngum forsend- um, fer ég auðvitað með vöruna aft- ur í verslunina til að fá leiðréttingu minna mála en ekki til verksmiðj- unnar, innflytjandans eða jafnvel bóndans. Fasteignasalinn sagði enn fremur að þetta fermetravandamál væri mál allrar stéttarinnar og ef hann gerði ekki eins og hinir þá mundi hann ekki selja eins mikið. Ein- hvern tíma hef ég heyrt slíka rök- semdafærslu áður! Fasteignasalinn byrjar á því að hrella öldruðu konuna, sem bjó enn í íbúðinni þvert ofan í beiðni mína. Skömmu síðar buðu ættingjar hennar mér að rifta samningi, en sáu sér ekki fært að veita afslátt enda hækka fasteignir nú óðfluga í verði. Þetta eru að mínu mati heið- arleg viðbrögð, en ég afþakkaði boðið vegna þess að peningar hafa rýrnað á þessu verðbólgutímabili, fasteignir hækkað og auk þess nenni ég ómögulega að versla aftur í bráð við einhvern fasteignasalann eftir þessa reynslu. Ég vil á engan hátt áfellast þá heiðurskonu, sem býr enn í íbúð- inni minni þó hún hafi haft ein- hverja fermetratölu frammi eftir minni og vil ég biðja hana afsökun- ar á óþægindunum. Ég lýsi fast- eignasalann að öllu leyti ábyrgan fyrir röngum upplýsingum. Hinn Iögfróði reiknimeistari minn sagði mér að málarekstur í svona tilfellum tæki nokkur ár og ég hef annað og betra við tímann að gera. Ef kerfið ynni eins fljótt að ná rétti þegna sinna í þessum málum og þeir eru að auglýsa uppboð eigna vegna vangoldinna opinberra gjalda, þá væru sennilega færri skúrkar á markaðinum. Með svona fölsunum geta fast- eignasalar í raun ráðið miklu í verð- myndun á hinum frjálsa markaði fasteigna og niðurstöður og upplýs- ingar Fateignamats ríkisins verða þá ekki annað en tæki fasteignasala til að maka krókinn. Þeir fá prós- entuþóknun af söluverði. Ég færi Neytendasamtökunum eintak af þessu bréfi auk allra gagna ef þau kæra sig um. Það sama fær Verðlagsstofnunin. Á meginlandi Evrópu og kannski víðar hafa fasteignasalar á sér braskaraorð, þrátt fyrir mun strangari reglur og löggjöf eftir því sem ég kemst næst. Ég sé ekki betur en að stéttarbræður þeirra hér séu á góðri leið með að verða þeim sam- ferða. Löglegir eða ólöglegir er því í raun alls ekki málið. Þetta er fyrst og fremst spurning um heiðarleika og þar með réttlæti. Ekkert circa. 12. febr. 1985. Friðrik G. Friðriksson. I ^ LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa hjá Heilsuverndarstöö Reykjavíkur. Starfs- kjör samkvæmt kjarasamningum. • Hjúkrunarfræöingar viö barnadeild, heima- hjúkrun, heilsugæslu í skólum og einnig á kvöldvaktir í heimahjúkrun. • Sjúkraliðar við heimahjúkrun, bæöi heilar stöður og hlutastörf. • Deildarmeinatæknir í hálft starf. • Sjúkraþjálfari við heimahjúkrun. • Skrifstofumaður í hálft starf við húö- og kyn- sjúkdómadeild. Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og fram- kvæmdastjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í síma 22400. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæö á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 25. febrúar 1985. Utboö Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum I eftirfar- andi: RARIK—85002: 19 KV Aflrofaskápar. Opnunardagur: Miðvikudagur 10. aprll 1985, kl. 14:00. Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rfkisins, Laugarvegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunar- tfma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna rlkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 19. febrúar 1985 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 15. febrúar 1985, Rafmagnsveitur ríkisins Fasteignamarkaðurinn:__________ Ræður frumskógar- lögmálið ríkjum?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.